Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 23. nóvember 1983 132. tölublað Stórkostlegir mögu- leikar í þorskeldi? - Geta hrogn úr 30 hrygnum orðið að 20.000 lestum af kynþroska þorski á fimm árum? Er hugsanlegt að bæta megi stórlega við hrygningarstofn þorsksins við ísland með fisk- eldi og hafbeit? Að hrogn úr 30 hrygnum geti orðið að 20 þúsund Iestum af kynþroska þorski eftir fimm ár? Um þetta fjallar meðal annars grein eftir Guðmund Val Stefánsson, sem er við nám í fiskifræði og fisk- eldi við háskólann í Bergen í Noregi, og birt er í Degi ídag. Guðmundur Valur fjallar með- al annars í grein sinni um þrjár tegundir þorskeldis sem hugsan- lega gætu hentað við íslenskar aðstæður. í fyrsta lagi að nota botnkvíaeldi og fóðra þorskseiði í gegnum slöngur frá yfirborðinu. í öðru lagi að klekja út og ala þorskseiði í lokuðum firði við bestu skilyrði, eins konar vernd- að umhverfi, en tilraunir í Noregi hafa sýnt að með því má fá um 17% endurheimtur, það er að „aðeins" 83% af seiðunum drep- ist í stað yfir 99% við náttúruleg skilyrði. Seiðum sem sleppt er eftir að þau hafa verið alin upp með annarri aðferðinni sem hér er nefnd mætti síðan beita í hafið umhverfis landið og samkvæmt útreikningum Guðmundar Vals myndu seiði úr um 30 tíu kg hrygnum gefa af sér 20 þúsund tonn af kynþroska þorski eftir fimm ár. Ef rétt er á haldið getur svo farið að „veiðimannasamfélag" okkar breytist í „ræktunarsam- félag", svipað því og þegar mannskepnan 'lærði að rækta jörðina og leggja sjálf eitthvað af mörkum, í stað þess að eltast ein- vörðungu við villidýr. Hver veit? Grein Guðmundar Vals er í opnu blaðsins í dag. Atvinnuleysi á Akureyri: „Eru að verða hrika- legar tölur" - segir Haukur Torfason „Þetta eru að verða allhrika- íegar tölur," sagði Haukur Torfason hjá Vinnumiðlunar- skrifstofunni á Akureyri er við ræddum við hann um fjölda þeirra sem nú eru á atvinnu- leysisskrá í bænum. Haukur sagði að atvinnuleysis- dagar í október hefðu verið 1.745, en það svarar til þess að 83 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. „Þetta er hins vegar ekki svo, menn eru að koma á skrá og fara af skrá," sagði Hauk- ur. Síðasta dag októbermánaðar voru 129 á atvinnuleysisskrá á Akureyri, 79 karlar og 50 konur. Af körlunum voru 52 verka- menn, 12 vörubifreiðastjórar, 4 iðnaðarmenn og aðrir hafa unnið við önnur störf. í október á sl. ári voru 46 atvinnulausir og er aukn- ingin því geigvænleg. Haukur sagði að í nóvember bættust ávallt fleiri á atvinnuleys- isskrá og svo væri einnig nú þótt hann hefði engar tölur um það til reiðu. Er því ljóst að talsvert á annað hundrað manns ganga nú atvinnulausir og þarf mörg ár aftur í tímann til að finna hlið- stæðu. star menningar ' fei .: kom h ar i Kjörbúð Kaupfélagi verta- manna" - Sjá bis. 2 .voruð þið að fá 'ann strákar? Mynd: KGA. ¦. ¦ ¦¦¦ ¦¦. ¦ ¦¦. .: ¦ ¦ ." ¦¦ ¦¦¦¦ '. ¦.¦¦;¦ ¦¦::.- ¦:¦:::''- Ras Z" Engar ákvarðanir um frek- ari dreif- ingu um landið Ekki er að heyra að neitt bendi tíl þess að Norðlendingar og aðrir landsmenn sem ekki geta hlustað á hina nýju „rás 2" Ríkisútvarpsins er hún tekur til starfa um næstu mánaðamót geti reiknað með að svo verði á næstunni. „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi, við höfum í huga landsdreifingu þegar okkur vex fiskur um hrygg," sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri er við ræddum þetta mál við hann. . „Ég er ekki nógu mikill spá- maður til þess að geta nokkuð tímasett það, því það er töluverð óvissa um framtíðina hjá öllum held ég, okkur eins og öðrum. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um frekari uppbyggingu dreifikerfisins vegna þessa. Við erum með nokkuð stórt svæði sem rás 2 nær til, vitum reyndar ekki nákvæmlega hversu stórt það er og svo er meiningin að bæta við það eftir því sem við höfum bolmagn til. Ég held að áætlanir fram í tímann séu mjög varhugaverðar og við höfum ekki gert neinar slíkar tölulega," sagði Andrés Björnsson. Mesta rjúpnaskytta landsins? Kristján bætti 170 rjúpum í safnið Það vakti mikla athygli þegar Dagur greindi frá því að Krist- ján Jóhannesson, bifvélavirki á Akureyri hefði skotið sam- tals 236 rjúpur það sem af væri þessum vetri og mest 80 rjúpur í einni ferð. Ekki lét Kristján þó staðar nUmið við þetta, því síðan Dagur ræddi við hann hefur hann gengið fimm sinnum til rjúpna og í gær hafði hann skotið samtals 406 rjúpur. - Ég hef aldrei lent í öðru eins á mínum ferli sem rjúpnaskytta. Aldrei náð eins góðu meðaltali áður, sagði Kristján er Dagur ræddi við hann í gær, en Kristján hefur alls farið níu sinnum til rjúpna í vetur. Að sögn Kristjáns þá hafði hann 47, 17, 35, 30 og hú síðast 41 rjúpu en veiðisvæðið er aðal- lega í nágrenni Ljósavatnsskarðs og í Bárðardal. - En hvað í ósköpunum gerir þú við allar þessar rjúpur? - Ég hef þegar selt 400 rjúpur suður í Kjötbúð Tómasar og Grensáskjör í Reykjavík, 200 stykki á hvorn stað. - Er þetta gróðavænleg „auka- búgrein"? - Það er erfitt að svara því nákvæmlega a.m.k. á meðan rjúpan hefur ekki verið verðlögð en mér hefur virst sem svo að ég þurfi a.m.k. að skjóta 20 stykki í hverri ferð til þess að láta túrinn borga sig, þ.e.a.s. þessar 20 rjúp- ur borga þá upp skotin, bensín- kostnað og vinnutap, sagði Krist- ján Jóhannesson. Degi er ekki kunnugt um að nokkur maður hafi skotið fleiri rjúpur í vetur en Kristján Jó- hannesson en ef lesendur hafa haft spurnir af einhverjum skytt- um sem gert hafa það gott í vetur þá eru viðkomandi beðnir að láta blaðið vita.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.