Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. nóvember 1983 Hefurðu loðnu? borðað Bergþóra Árnadóttir: Nei, en ég er alltaf opin fyrir nýjungum og gæti vel hugsað mér að smakka. Anna Jóna Guðmundsdóttir: Aldrei. Jú, ég gæti alveg hugs- að mér að prófa. Sigfús Karlsson: Nei, en ég hefði áhuga á að smakka. Bárður Gunnarsson: Já, vel tilreidd er hún virkilega góð. Gunnhildur Ottósdóttir: Aldrei, einhvern veginn freist- ar hún mín ekki. Verðum alltaf að breyttum kröfum — segir Magnús Gauti Gautason fulltrúi, sem hefur m.a. á sinni könnu yfirumsjón með matvöruverslun KEA „Ég kann mjög vel við þetta starf, því auk þess að vera fjöl- breytt þá er það bæði krefjandi og gefandi,“ sagði Magnús Gauti Gautason, fulltrúi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga, í samtali við Dag. Magnús - eða Gauti eins og hann er oftast kallaður af kunn- ugum, - er fulltrúi Vals Arnþórs- sonar á sviði skipulags- og hag- mála félagsins. Sú skipulags- breyting var síðan gerð 1. sept- ember sl., að verslunarsviði fé- lagsins var skipt upp í tvennt; annars vegar sérvöru og hins veg- ar matvöru. Björn Baldursson hefur sérvörurnar á sinni könnu, en Gauti tók að sér matvöru- verslunina. Og þjónustusvæðið er stórt, nær allt frá Siglufirði inn til Akureyrar, já og Grímsey og Grenivík eru inni í dæminu líka. í hverju felst starfið? „Ég hef yfirumsjón með mat- vöruversluninni, en ég er þó ekki beinn þátttakandi þar í daglegum störfum," svaraði Gauti. „Mitt verk er meira við stefnumótun, ákvarðanir í stærri málum og al- mennt eftirlit. Dagleg störf hvíla hins vegar á deildarstóra Mat- vörudeildarinnar, birgðastöðv- arstjóra, deildarstjórum og öðru starfsfólki matvöruverslana fé- lagsins." - Hvar kreppir skóinn helst í matvöruverslun í dag? „Það er nú það, ég veit eigin- lega ekki hverju ég á að svara, því það er af mörgu að taka. Við getum nefnt landbúnaðarvörurn- ar, en á þær er óeðlilega lág álagning. Meðalálagningunni er síðan haldið uppi með óeðlilega hárri álagningu á öðrum vörum. Þetta er það sem hrjáð hefur matvöruverslunina lengi.“ - Nú kom það fram í nýafstað- inni verðkönnun Verðlagseftir- litsins á landbúnaðarafurðum um allt land, að þær væru einna dýr- astar á Akureyri. Hvernig stend- ur á því? „Hluti af þeim verðmun liggur í mjólkurverðinu, sem er lítillega hærra hér en á öðrum stöðum vegna umbúðanna. Sá munur vegur hins vegar ekki þungt í þeirri könnun. Þyngra á metun- um voru söluaukandi verðtilboð, sem voru í gangi í Reykjavík og komu inn í þessa verðkönnun. Þar á meðal var veruleg verð- lækkun á hakki og þess var ekki heldur getið hvaða kjöt var í hakkinu, enda sennilega erfitt að sannreyna það.“ - Hagkaup hefur haslað sér völl á Akureyri; hvaða áhrif hef- ur það haft á hina sem fyrir voru? „Óneitanlega hefur Hagkaup haft áhrif, sem komu harðast niður á Kjörbúð Bjarna og Kaup- félagi verkamanna. Verslunum hefur því fækkað, en samkeppnin er orðin harðari á milli tveggja sterkra aðila.“ - Hefur tilkoma Hagkaups' virkað þjónustuhvetjandi fyrir ykkur, til hagsbóta fyrir neytand- ann? „Við verðum eðlilega að bregðast á einhvern hátt við aukinni samkeppni og breyttum verslunarháttum á matvöru. Við værum löngu dauðir ef við gæt- u, m það ekki og þetta er stöðugt að breytast, þannig að við verð- um alltaf að vera viðbúnir því að aðlaga okkur að nýjum viðhorf- um neytandans, Það má deila um það hvort neytandinn býr við betri kjör. Vissulega hefur vöruvalið aukist og neytandinn á kost á lægra vöruverði t.d. með því að kaupa nokkuð magn í hvert sinn. Það kostar bílferðir í verslunina og gott geymslupláss, þar á meðal frystikistu. Ég er því alls ekki viss um að neytandinn græði svo mikið á þessum stóru innkaupum. sem nú tíðkast." Magnús Gauti er Akur- eyringur í húð og hár; sonur Eddu Magnúsdóttur og Jóhanns Gauta. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og síðan prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Uppsölum. Gauti hefur starfað hjá KEA síð- an 1974. Hann var að lokum spurður um áhugamál þegar vinnudegi lýkur. „Ætli ég verði ekki að nefna handboltann. Ég hef staðið í markinu hjá KA undanfarin ár og æfingarnar taka mikinn tíma. En það er nú kominn tími til að ég fari að hætta því. Ætli ég haldi þó ekki út í vetur,“ sagði Magnús Gauti í lok samtalsins. Magnús Gauti Gautason. Banna bílastöður við leikhúsið Leikhúsgestur og áhugamaður um brunavarnir hringdi í blaðið og sagði, að í sambandi við bíla- stæðismálið fyrir framan leikhús- ið hefði alveg gleymst að nefna eitt atriði, nefnilega það hvort ekki væri rétt að banna alveg bílastöður fyrir framan húsið. Mjög þröngt væri þarna fyrir framan og ef eitthvað kæmi upp á, t.d. eldur yrði laus í húsinu, þá væri ekkert svigrúm fyrir slökkvilið að athafna sig fyrir framan húsið ef bílar væru á stæðunum. Sagðist hann vera hissa á því að forráðamenn slökkviliðsins skyldu ekki gera athugasemdir við þetta og hafa gripið í taumana. Eins og ástand- ið væri núna, með hvern bílinn við annan fyrir framan leikhúsið, gæti skapast stórhættulegt ástand, og skipti þá ekki máli hvort bílarnir væru í eigu leikhús- gesta eða starfsmanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.