Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 25. nóvember 1983 25. nóvember 1983 - DAGUR - 7 - Áður fyrr þóttí það sjálfsagt að tíggja í ritdeilum og skömmum, jafnvel persónulegum svívirðingum við andstæðingana. Þetta má lesa í gömlum blöðum og þetta þótti oft hin besta skemmtun. Maður gekk út frá þvísem gefnum hlut, að andstæðingurinn væri vondur. Það kom manni því ekki á óvart að fá vondar kveðjur frá honum og ekki kippti maður sér hátt upp við það. Mér sárnaði oft meira þegar samherjar brugðust vonum mínum. Ég ætiaðist víst stundum til of mikils af vinum mínum og samherjum og víst er það sárt þegar vonir bresta. Það er enginn annar en Erling- ur Davíðsson, rithöfundur og fyrrum ritstjóri Dags, sem hefur orðið í helgarviðtalinu. Hann hætti ritstjórn Dags fyrir nokkr- um árum, en síðan hefur hann verið afkastamikill rithöfundur og á þessari „vertíð“ koma út eftir hann fimm bækur á vegum Skjaldborgar á Akureyri. Erling- ur var fyrst spurður um ætt og uppruna, samkvæmt gömlum sið, og nú gefum við honum orðið. - Ég fæddist á Stóru-Hámund- arstöðum á Árskógsströnd 11. apríl 1912. Foreldrar mínir voru Davíð Sigurðsson bóndi og hreppstjóri þar og María Jóns- dóttir. Faðir minn var fæddur og uppalinn á Glerá við Akureyri en móðir mín var frá Hallgilsstöðum í Arnarneshreppi. Þau bjuggu um skeið á Ytri-Reistará en síðan á Stóru-Hámundarstöðum og önduðust þar í hárri elli. Harald- ur bróðir minn og Anna Bald- vinsdóttir kona hans höfðu þá tekið við búi þar. Nú hefur Bald- vin sonur þeirra og Elín Lárus- dóttir kona hans, tekið þar við búi. Þegar ég var stráklingur að alast upp á þessum bæ, var þar ekki sími né rafmagn, ekkert út- varp né sjónvarp, enginn bílveg- ur og engin dráttarvél. Vatn var borið í fötum í bæ og peningshús. Ég og mínir jafnaldrar höfum notið þess að fá að lifa ótrúlega breytingatíma á flestum sviðum þjóðlífsins og athafna og svo mikið framkvæmdaskeið, að engu öðru verður til jafnað hér á landi. Minnisverð tíðindi og ævintýri létu lengi vel á sér standa. Én auðvitað hefur umhverfi mitt mótað mig. Land er breitt og mikið á norðanverðri Árskógs- strönd; vestur til fjalla og miklir eru þeir brotsjóir, sem koma af opnu hafi og lemja kletta og klungur og ekki alveg hljóðlaust. • Rödd Hreins heyrðist restur yfír fjorðmn - Áður en ég varð stautfær heyrði ég um það talað, að Helgi magri, fyrsti eyfirski landnáms- maðurinn, hefði e.t.v. haft vet- ursetu á mínum æskuslóðum. Og ég heyrði ennfremur á það minnst, að í hól einum í Kálfs- skinni þar í sveit væri eina kon- ungsgröfin á íslandi. En þar á Hrærekur hinn blindi, konungur af Heiðmörk, að hvíla. Gerði ég mér snemma ýmiss konar hug- myndir um þessa menn og þótti mikið til þeirra koma. Hrísey, sem ég hef stundum nefnt Perlu Eyjafjarðar, er á miðjum firði, austur af nyrsta hluta Árskógsstrandar. Þar voru margir mótorbátar gerðir út í mínu ungdæmi og þar barst mikill fiskur á land, einkum á vorin. Þá voru kraftmiklar þorsk- göngur á nálæg mið nokkurn veg- inn árvissar, ef ég man rétt og oft uppgripaafli. Mótorskellirnir heyrðust stundum vel vestur yfir sundið á kyrrum sumarkvöldum, einnig heyrðist þaðan hundgá og kýrbaul. Og sögur heyrði ég síðar af því, eftir að Hreinn Pálsson varð dáður söngmaður, að rödd hans hefði einnig heyrst vestur yfir. En vitað var, að hann tók stundum lagið fram á bryggju. Hrísey varð síðar einnig kunn- ur síldarsöltunarstaður og var þar þá margt um manninn og mikið athafnalíf. Og enn hefur breyting orðið á, því nú eiga Hríseyingar togskipið Snæfell og treysta öðru meira á afla þess. Löngu síðar gerðust þeir at- burðir í Hrísey, að búfénaður var felldur en þangað fluttur nýr stofn nautpenings, sem síðar verður hreinræktað holdakyn, við endurtekna notkun erlends sæðis. En á meðan suðurendi eyj- arinnar einkennist af athafnalíf- inu til lands og sjávar í 300 manna byggð, sem er sérstakt sveitarfélag, heldur einn maður verndarhendi yfir norðurhluta eyjarinnar, ræktar skóg og æðar- fugl. Sá maður heitir Sæmundur Stefánsson, er Reykvíkingur en á ættir að rekja til eyjarinnar. £ Var í góðum blaðamanna- skóla - Ég gekk þrjá vetur í barna- skóla, sem þá var á Litla-Ár- skógssandi. Kennarar mínir voru Sigurvin Edílonsson, Ingimar Óskarsson og Helgi Símonarson. Næstu árin eftir fermingu dvaldi ég í foreldrahúsum, en lagði síð- an leið mína að Laugum í Reykjadal og stundaði þar nám tvo vetur. Vorið 1935 varð ég búfræðingur frá Hvanneyri, hafði þá áður starfað á tilraunastöðinni á Sámsstöðum í Fljótshlíð og stundaði síðar nám um skeið á Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði. Ég lít svo á, að ég hafi ver- ið ákaflega heppinn með skóla- stjóra mína og kennara. í þeim hópi voru ýmsir frábærir menn, sem mikils var vert að kynnast, auk allra skólasystkinanna. Að lokinni skólagöngu varð ég ráðsmaður við Héraðsskólann á Laugum og vann ég þar nokkur ár, tók þá að mér kornræktarstarf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og síðar starfaði ég við gróðurhús sama félags. Sumarið 1950 hóf ég starf hjá Degi, var afgreiðslumaður hans og auglýsingastjóri, annaðist einnig um skeið afg'reiðslu Sam- vinnunnar og Tímans. Ritstjóri Dags var Haukur Snorrason og um árabil var hann einnig rit- stjóri Samvinnunnar. Ég held það hafi verið tilviljun ein sem réði því, að ég byrjaði að starfa á Akureyri. Og það var ennþá meiri tilviljun, að ég tók fimm árum síðar við ritstjórastarfinu þar, þegar Haukur tók við rit- stjórn Tímans og flutti til Reykjavíkur. Lítilsháttar greip ég í að skrifa í blaðið fyrstu árin þar, einkum í veikindaforföllum og ég aflaði mér margvíslegrar þekkingar með því einu saman að vinna með ritstjóra Dags, Hauki Snorrasyni í fimm ár. Samstarf okkar var heilt og traust og ég tel mig hafa verið í góðum blaða- mannaskóla í þessu samstarfi við afburða góðan blaðamann. # Ýmsum áhyggjum var af mér létt - Ég hef aldrei borið garðyrkju eða blaðamennsku saman. Hitt veit ég, að öll þau störf, sem ég hef tekið að mér, hafa átt starfs- krafta mína óskipta, hafa fyllt huga minn og fullnægt starfsorku minni. Ekkert blað getur orðið gott nema margir leggist á eitt við að skrifa það og hrekkur þó stund- um ekki til. Samkvæmt þessu er til of mikils ætlast af einum manni að rita um öll þau efni, sem eitt blað telur sér skylt að fjalla um og á ég þá hér við viku- blað. Þetta þurftu þó ýmsir að gera og varð árangurinn eftir því, auðvitað misgóður, svo sem blöðin vitna um. Hugleiknast var mér að rita greinar um málefni dreifbýlisins og ýmsa þætti félags- mála, auk þess sem viðtölin fengu snemma allmikið rúm í blaðinu, svo og samvinnumálin. Blaðstjórnin sagði mér aldrei fyrir verkum og er ég henni ætíð þakklátur fyrir það frjálsræði, sem ég naut. En stundum leitaði ég til hennar um stefnumarkandi mál. Það bar þó lítinn árangur nema að velja sér einhvern einn í blaðstjórninni og var það alveg ómetanlegt, enda um greinda menn og gegna að ræða. Ég var ekki alltaf sammála Framsókn og fyrir kom, að ég hélt mínu striki, hvað sem hver sagði, en oftast var samvinnan góð við flokksbræður mína. Það eru mörg mál eftirminni- leg úr blaðamennskunni, svo sem allar kosningarnar en þær valda jafnan miklum hræringum, sumum æði broslegum. Þá losnar mikill kraftur úr læðingi. Stund- um hefur mér fundist, að gaman hefði verið að geta virkjað alla þá krafta á annan veg. En kosn- ingar eru eitt af því nauðsynlega í lýðræðislandi og svo er Guði fyrir að þakka, að hér á landi get- um við talað og skrifað að vild, án þess að þurfa að óttast um hið dýrmæta frelsi okkar, eða það allra dýrmætasta, lífið sjálft. í augnablikinu minni ég á mál- efni Niðursuðuverksmiðjunnar hér á Akureyri, stálskipasmíð- ina, bindindismálin og íþróttirn- ar, Laxárdeiluna. Ég minni einn- ig á Vistheimilið Sólborg og Davíðshús, svo nefnd séu mál af öðru tagi. En í stórum dráttum má segja, að Dagur tæki þátt í umræðu og stefnumótun allra helstu mála í þessum landshluta, auk þess að styðja Framsóknar- flokkinn, samvinnustefnuna og ungmennafélögin. Ég vissi hvað tímanum leið og skynsemin sagði mér, að eftir nær þriggja áratuga starf við blaðið, yrði það einhverjum erfiðleikum bundið að draga sig í hlé, en þar sem hjá því yrði ekki komist væri betra að gera það fyrr en síðar. Benti ég blaðstjórn á að fara að huga að eftirmanni mínum. Síð- an gerðist það síðla árs 1979, að ég veiktist nokkuð hastarlega og nýr ritstjóri fannst, Hermann Sveinbjörnsson. Málið var far- sællega leyst og ég hef oft fagnað því. Við þessi þáttaskil var ýms- um áhyggjum af mér létt, svo ég gat farið að njóta lífsins með nýj- um hætti þegar heilsan leyfði, án þess að hafa áhyggjur af efni og umbroti næsta blaðs! % Sú stutta færði sig upp á skaftið Þá sneri ég mér að því að skrifa bækur, já var raunar byrjaður á því í hjáverkum áður. Þekktustu bækurnar, sem ég hef tekið saman er eflaust bókaflokkurinn „Aldnir hafa orðið“. í þeim flokki eru komnar út tólf bækur, hver með frásögnum sjö manna, karla og kvenna. Þessar bækur hafa selst mjög mikið og þær 'fyrstu hafa verið endurprentaðar. Én auk þess hef ég tekið saman ellefu aðrar bækur. Allar eiga þær það sameiginlegt, að ég skrái frásagnir fólks, safna í bækur og bý til prentunar. í bókaflokknum „Aldnir hafa orðið", segja aðeins aldnir frá. Nokkrar ævisögur hef ég einnig skráð og eru þar flestir sögumenn nokkuð rosknir. Um dulræn efni hef ég skrifað ofurlítið og á því sviði átti ég metsölubókina á jólamarkaðin- um 1979. Hún hafði að geyma frásagnir fólks af viðskiptum þess við læknamiðilinn Einar Jónsson á Einarsstöðum. Bókin heitir „Miðilshendur Einars á Einars- stöðum“. Ég vil einnig sérstak- lega nefna bókaflokkinn „Með reistan makka“. Þrjár bækur eru komnar út með þessu nafni. Og nú er fyrsta barnabókin komin. Lítil sonardóttir spurði mig að því í sakleysi sínu, hvort ég gæti skrifað um sig bók. Ég gaf víst í skyn, að svo væri. En um þetta var ekki talað meira í bráð. En næst þegar við hittumst færði sú litla sig upp á skaftið og spurði, hvort ég vildi ekki skrifa um sig bók, af því ég gæti það. Ég ját- aði. Síðan fór ég að hugsa málið í alvöru og í framhaldi af þessum samtölum fórum við í ökuferð um nágrennið. Þá varð sagan til og ég skráði hana síðar. # Óskemmdur af lofínu Skáldsagnapersónur hafa öðru hverju gert vart við sig og jafnvel ónáðað mig. En mér hefur til þessa ekki þótt eins mikið í þær varið og það lifandi fólk, sem ég á kost á að tala við og fræðast af. Held ég mig því sennilega við sama heygarðshornið, ef ég kem því í verk að skrifa fleiri bækur. Ég er nú óskemmdur af lofinu og hef oftar fengið aðfinnslur en lof. í einni bók sinni segir þó Halldór Laxnes, að Dagur sé bet- ur skrifað blað en önnur íslensk blöð. Hafði hann raunar haft orð á þessu áður við fréttamenn í Reykjavík. Mér þótti mjög vænt um þessa umsögn. Þá þótti mér vænt um það munnlega og skrif- lega leyfi Jónasar Jónssonar frá Hriflu, að mega breyta greinum hans, birtum í Degi. Og ég varð í senn montinn og þó í vanda staddur, er hann eitt sinn hringdi til mín út af grein, sem hann hafði sent til birtingar og bað mig að lagfæra niðurlag hennar. # Samfélagið á mikið ógert Starf mitt í Félagi aldraðra er rit- arastarf og sannast að segja er það ekki margbrotið. Hitt er ann- að mál, að starf félagsins er mikið. Félagið fór af stað með miklum glæsibrag og það hefur sfðan haft góðan byr í seglin. Nú erum við að undirbúa afmælis- hátíð á sunnudaginn og minn- umst þar eins árs starfs. Félagið telur nú nær hálft fimmta hundr- að manns. Félagsformaður er Jón G. Sólnes fyrrv. alþingismaður. Verkalýðsfélögin gáfu okkur Al- þýðuhúsið, sem nú heitir Hús aldraðra og það er félagsheimili okkar. Þar er opið hús flesta fimmtudaga og þangað viljum við, að sem allra flestir aldraðir komi. Fólki á mínum aldri, hefur sennilega aldrei liðið eins vel hér á landi og nú, enda eru íslending- ar flestum þjóðum langlífari. Nú er talið að 65 ára fólk og eldra hér á landi sé nánast 10% af þjóðinni og 75 ára fólk og eldra tæplega 5%. Reiknimeistarar hafa áætlað, að fyrrnefndi aldurs- flokkurinn stækki um 104% til aldamóta en sá síðari um 170%. Mér er sagt, að áralangar bið- raðir séu við elliheimilin okkar tvö, Hlíð og Skjaldarvík. Þar þurfa einhver rúmliggjandi gam- almenni að dvelja vegna vöntun- ar á rými fyrir langlegusjúklinga í sjúkrahúsi okkar. Nýr tími er kröfuharðari en hann var um að- búnað hinna öldnu á stofnunum. Þar eru mikil verkefni. Löggjafinn bætti nokkuð okk- ar hlut, m.a. á ári aldraðra, 1982. Framkvæmdasjóður aldraðra er mjög gagnlegur og aukin aðstoð hins opinbera á afmörkuðum sviðum er þakkarverður, þá er aðstoð Félagsmálastofnunar öldnu fólki ómetanleg. Mér sýn- ist ljóst, að vel þurfi að vinna á tveim sviðum sérstaklega fyrir hina öldnu. Það þarf að gefa öllum, sem vilja eða þurfa að dvelja á elliheimilum, kost á því. Til þess þarf að stórauka heimil- ishjálp og sjúkraþjónustu á heim- ilum aldraðra, því það er nokkr- um sinnum ódýrara fyrir samfé- lagið en að taka fólkið inn á stofnanir. Auk þess vilja flestir búa í eigin íbúðum eða heimilum eins lengi og nokkur kostur er. Samfélagið á mikið ógert fyrir elstu borgara sína sem þar ef- laust vildi þó gera. Með ári hverju stækkar hlutur hinna öldnu í þjóðarheildinni og kallar sú staðreynd á úrbætur. # Kapphla upið um lífsins gæði Hinir öldnu í þjóðfélaginu og fé- lög þeirra, eru engir þrýstihópar, komnir út úr atvinnulífinu og hafa ekkert vopn í höndum, ekki einu sinni samningsrétt og hafa ekki haft. En við getum bent á, að sú kynslóð, sem nú telst til hinna öldnu, reisti flest frá rústum, ekki aðeins nálega öll mannVirki, heldur ræktaði hún landið, lagði yngri kynslóðinni til skipaflota, flugflota og bílaflota, fékk henni í hendur skóla og sjúkrahús og skilaði menntuð- ustu kynslóð íslenskri út í þjóð- lífið. Störf þeirrar kynslóðar, sem nú er að verða þunnskipuð á elliheimilum og í heimahúsum, skilaði þjóð sinni svo langt áleiðis í verklegum framkvæmdum og framleiðslu, að íslendingar standa nú jafnfætis tekjuhæstu þjóðum heims. Gamla fólkið á Islandi þarf ekki og á ekki að vera neinar hornrekur. Félag aldraðra var til þess stofnað, að vinna að málefnum þess eftir bestu getu. Við gefum hinum öldnu tækifæri með opnu húsi í viku hverri - tækifæri til fél- Iagsskapar og til að koma óskum sínum og skoðunum á framfæri við stjórnendur félagsins og aðra jafnaldra. Eflaust myndi ég lifa og starfa á annan veg, ef ég væri að hefja starf nú á þessum síð- ustu tímum hinna mörgu tæki- færa. Tækifæri ungra manna eru orðin svo mörg, næstum ótelj- andi, svo hver og einn ætti að geta valið sér lífsstarf eftir hæfi- leikum og áhuga. Því fylgir að vísu mikill vandi, að velja og hef- ur jafnan verið svo. Hitt er þó mun erfiðara, að sitja fastur í sömu slóð og feður og afar og eiga ekkert val. Fólk á miðjum aldri hefur yfir- leitt valið og hafnað, hvað lífs- starf snertir og einnig hefur það skapað sér lífsvenjur. Hamingja þess er starfið og heimilið og frelsi til orða og athafna. Ég er þess ekki umkominn að gefa starfsömu og hamingjusömu fólki ráðleggingar um nýja lífshætti og hef ekki löngun til þess. Vegna aldurs míns mætti ég þó e.t.v. benda á að mörgum væri hollt að endurskoða kapphlaup sitt um hin ýmsu lífsins gæði, einkum hvort þau eru of dýru verði keypt. Mikil verðbólga margra undangenginna ára og næg atvinna í landi okkar, hefur gert mörgum góðum dreng ljótan grikk og skekkt fyrir honum þær myndir, sem menn gera sér jafn- an af sjálfum sér og umhverfinu. Hvort núverandi lægð í efnahags- málunum er jafnframt læknis- dómur, læt ég ósagt. En hún ætti þó að hvetja menn til endurskoð- unarinnar. # Er komin n langt suður í álfur Ég fer á síðari árum oftast tíman- lega á fætur, en var fremur morg- unsvæfur á meðan ég var ungur. Ég bý mér til ósvikið morgun- kaffi og sit að því búnu oftast ein- hverja stund við ritvélina. Næst er morgunganga fastur liður og nú undanfarið hef ég átt marga dýrlega morgna á göngu minni, meðan birtir og litadýrð lofts og lands morgunsins varir. Morgungangan tekur eina til hálfa aðra klukkustund. Torfi Guðlaugsson hefur reiknað það nákvæmlega, hvað ég væri kom- inn langt suður í álfu okkar, ef ég hefði gengið beinustu leið síðan ég hóf morgungöngur. Það er ekki langt síðan hann sagði mig í Alpafjöllunum, en var þá ekki alveg viss hvaða fjallaskarð hann veldi mér! Heim kominn bíða verkefnin mín og ég skipti mér á milli þeirra, hvíldarinnar á dívan- inum og kaffisins í eldhúsinu. Mín hamingja felst í því að hafa næg verkefni og geta unnið að eigin vild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.