Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 25. nóvember 1983 Kvennalistinn Opinn fundur í Húsi aldraðra (Alþýðuhúsinu) sunnudaginn 27. nóvember kl. 15.00. Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður, segir frá þingstörfum. Allir velkomnir. Kristján frá Djúpalæk Helgarferðir til Reykjavíkur Gisting: Loftleiðir, Esja, Saga, Borg Gerum verðtilboð fyrir stærri hópa H FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR RAÐHUSTORGI 3 SIMI 96-25000 Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 26. nóvember. Matur f ramreiddur frákl. 18.30 til 22. Tískusýning frá Hagkaup Casablanca leikur fyrir dansi. HOTEL KEA AKUREYRI SÍML96-22200 Borðapantanir í síma 22200. Askrift, afgreiðsla, auglýsingar. ^ Sími 24222 {P SKAMMDEGIS- Mörgum verður skammdegið farg. Myrkrið leggst með lím- kenndum þunga sínum á hug- ann og lamar einnig líkamlegt framtak og fjör. Sólin, þessi al- góða fóstra, fjarlægist meir og meir og við stöndum ein í bar- áttunni við ömurleikann. Myrkrið er þó ekki illt í sjálfu sér en undir skikkju þess felast vofur, ósýnilegir vargar í véum hugrekkis og gleði. Er þá ekkert hægt að gera til að sigrast á martröð skammdeg- is, sleni þess og deyfð, ugg þess á gleðivana stundum? Jú, sem betur fer er það hægt. Fyrst mætti beina huganum að því að öll él birtir, tíminn líður, sólin hækkar. Þúsundir kynslóða hafa þraukað af við minni kost en við. Því skyldum við þá gef- ast upp? Við líkamlegu sleni má taka fjörefni, stunda líkams- rækt úti og inni, stæla vöðvana. En mest er um vert að efla vilja- þrek sitt, vita hvers maður ósk- ar og fylgja óskinni eftir, and- æfa, hefja sókn. Hvers virði er góður vilji ef döngunina brestur, röggina, uppburðina? Þó flest blóm dafni illa í skammdegi má rækta rós vonar- innar með nokkrum árangri. Rétt er þá að hætta alveg að opna sjónvarp því stjórnendur þess hafa gerst samverkamenn skammdegisins. Þeir sýna okk- ur eymd, ljótleíka, vonarsnauða visku. Við ályktum að fyrst allt það fólk sem birtist á skjánum er sjúkt og niðurbrotið, já með allt að sextán geðflækjur, þá sé engin von að okkur vegni betur. Við verðum hrygg og leggjum árar í bát. Hví ættum við að bjargast fremur en hinar þús- undirnar? Hví skyldum við vænta fegurðar og gleði í önn dagsins fyrst vofur myrkursins hafa hertekið hugi flestra þeirra er gerast óboðnir gestir okkar hvert kvöld? Stjórnendur þessa fjölmiðils virðast lifa eftir kunnri formúlu hins bölmóða: „Hrekkja spara má ei mergð./Manneskjan skal vera/hver annarrar hrís og sverð./Hún er bara til þess gerð.“ Útvarp verður einnig að um- gangast með varúð, athuga vel hvað í boði er og opna aðeins fyrir það sem við teljum áð leggi okkur lið í baráttunni við myrkrið. Uppbyggjandi tónlist er þar oft flutt, talað orð, eink- um snemma dags, er tíðum skammlaust, jafnvel styrkjandi. En fréttir ætti að meðtaka í hófi. Þær niðurbrjótandi eru í meirihluta því skammdegið rík- ir í heiminum allt árið og skuggi styrjalda er dekkri nú en löng- um fyrr. Við megnum ekki að blása hann burt. Verkþrælar dauðans í austri og vestri standa honum að baki. En forðast ber kannski ekki síst þá jurt er kallast pólitík sem er vaxin upp úr menguðum jarðvegi og ber svört blóm. Þá er gott ráð í skammdegi að blanda geði við sér betri menn, þá sem enn eiga sól liðins sumars í huga sér, hitta þá að Reiður sær Það eru tímaskipti að slysum. Þau koma í bylgjum og á þessu hausti hefur reiður sær heimtað of mörg mannslíf af okkur. Sjóslys eru harmsaga þessarar jájóðar öld af öld, enn í dag, hvað þá fyrr er við ekkert var að styðjast nema styrka hönd og hug. máli, hringja; ganga úti og láta svalan vetrargustinn kæla ennið, sjá grös og tré bíða kyrr- lát í von. En besti geislagjafinn er bók; ekki allar bækur, því miður, en nokkrar. Án þeirra væri ekkert viðnám hjá mörgum manni. En það verður að velja rétt: Bók um venjulegt fólk, bók um bar- áttu og sigra, bók um trú, von og kærleika. Mikil list þar sem orð og form vekur silfurbjöllu- klið, reisir fagnaðarbylgju á sæ dapurleikans, tendrar stjörnur á himni skammdegis. Góðar bækur. En eru slíkar bækur til? Já, margar, bæði nýjar og gamlar. Hvernig á að þekkja þær ólesn- ar? Það er létt því þær lýsa í myrkrinu. Það líður á nóvember. Fram- undan er hátíð ljóss. Við verð- um að axla þungar byrðar auglýsingaskrums og enn dimmri daga svo sem mánuð í viðbót. Með tilstyrk þeirra hjálparhellna sem við vitum að eru til má loka húsi okkar og hug fyrir öllum vofum er fela sig í myrkri skammdegis, ósýnileg- um jafnt sem sýnilegum. Af öllum stéttum hins ís- lenska samfélags eru sjómenn mikilverðastir. Þeir fæða okkur og klæða. Þeir leggja líf sitt í hættu alla daga ársins og nú, í sviptibyljum skammdegisskugg- anna byltast skip þeirra á tryllt- um öldum, langt til hafs. Kunnum við að meta sjó- menn og þakka sem vert er? Nei, þeir eru lágt metnar horn- rekur, nema á vörum land- krabba einn dag á ári. Yfirleitt metum við lítt erfiðismenn, bæði á sjó og landi. Við lítum upp til þeirra er baða sig í vel- sældinni er hrjúf vinnuhöndin skapar okkur. En þegar rok hvín á gluggum villanna okkar, hlýjum og raflýstum, verður sumum hugsað út á haf, jafnvel þeim sem eiga þar engan ná- kominn á völtu fleyi. Og óttinn truflar öryggi okkar; hvað þá um eiginkonur, börn, foreldra og systkini þessara stríðsmanna sem sækja hættulegustu mið heimsins, norður í dumbshafi. Og fréttir dynja í eyrum um hörmuleg slys. Stundum er fréttagleði fjölmiðlanna svo mikil að það gleymist að aðvara þá er hlut eiga að máli. Þess eru hörmuleg dæmi. Hver verður næstur? er ugg- vænleg spurn. Kannski gæti hjálpað að senda hlýja ósk um heillir þeim til handa, þarna úti í fangi grimmra sjóa, Vorleikur að vetri Þegar „vetrarskammdegið" (nútíma íslenska) hafði þrúgað gleði gesta danshúsanna svo að tregðast tók um streymi aura þeirra í kassann og hvorki kántrísöngvar né þungarokk, gullin vín né gras megnuðu að lyfta brúnum þeirra, tóku góð- hjartaðir forstjórar húsanna sig til og pöntuðu listakonur tvær frá háborg menningarinnar sunnar á hnetti til að freista þess að létta byrðar mörlandans á kvöldum. Fyrirhöfn þeirra og fórnfýsi gelst þeim í gleðinni að gleðja aðra - og skyggir ekki á til muna þó hraðar streymi fé í kassa. Beðfreyjur þessar úr hofi Er- osar hófu þegar listilegan dans í marglitu ljósflæði glaðheim- anna, felldu föt sín hvert af öðru, sem er hin besta íþrótt og kveikir sólbaðsþanka í höfðum áhorfenda. Loks stóðu þær, að sögn, á evuklæðum einum. Þótti þá mörgum Norðkollubúa sem vorblær færi um salinn. Sem hér var komið hófu gyðj- ur þessar að sýna frjósemisleika á gólfteppum og þótti með ágætum takast þótt nokkuð skorti á leiktæki sem von var. Lyftust nú til fulls brúnir áhorf- enda og stóðu fagnandi augu þeirra á stilkum. Myndavélar fréttamannanna geltu eins og líbanskar hríðskotabyssur svo þeir gætu miðlað fjarstöddum svo sem eins og reyk af réttun- um. Einhverjir náttúruleysingjar tóku að röfla um ósiðsemi og nefndu ákveðnar greinar laga er bönnuðu öll beðmál og blaut- lega skemmtan. En forstöðu- menn bentu þeim góðfúslega á að hér væri á ferðinni hin sanna list. Seig þá hinum fyrrnefndu larður svo og öðrum púrítönum og lögðu þeir niður skottin. Undu svo allir glaðir við sitt og nutu til hlítar þessa vorleiks að vetri. Er nú „í skoðun“ í vissum ráðuneytum syðra hvort bænd- ur landsins gætu ekki komið sér hér upp nýrri aukabúgrein, þeirri að selja skammdegis- hrelldum borgarbúum aðgang að tilhleypingum nú um hátíð- arnar gegn vægu gjaldi. Þeir mættu nefna þessa aukabúgrein list í auglýsingum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.