Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 12
Hróður íslensku uHarinnar berst víða. Til dæmis um það skartar einkaþyrla Reagans Bandaríkjaforseta Gefjunar- áklæði á innréttingum sínum og sömu sögu er að segja um eitt helsta lúxushótel í Evrópu. Á þessu ári hefur ullariðnaður Sambandsins flutt til Danmerkur 150 þús. metra af húsgagna- áklæði og gluggatjöldum, ásamt ullarteppum í litlu magni. Aðal- kaupandinn er heildsölufyrirtæk- ið Kvadrat. Þar eru röskir sölu- menn við stjómvölinn og sölu- kerfi þeirra nær allt til Bandaríkj- anna. Þegar mætir menn í Hvíta húsinu sáu, að ekki var annað fært en endurnýja bólstrun í einkaþyrlu Reagans forseta ákváðu þeir eftir íhugun, að velja Gefjunaráklæði. Um svipað leyti var ákveðið að endurnýja áklæði á húsgögnum á 6 hæðum í SAS- hótelinu Scandinavia í Kaup- mannahöfn. Ráðamenn þess komust að sömu niðurstöðu og ráðgjafar forsetans; þeir völdu Gefjunaráklæði. Flugleiðir: Kolbeinn sölustjóri Kolbeinn Pálsson hefur verið ráðinn sölustjóri Flugleiða á íslandi í stað Karls Sigurhjart- arsonar, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá Ferða- skrifstofunni Urval. Meðal verkefna sölustjóra Flugleiða er dagleg umsjón með sölustarfsemi millilandaflugs, skipulagningu leiguflugs og hóp- ferða jafnframt því að vera tengi- liður við umboðsmenn og ferða- skrifstofur. Kolbeinn Pálsson er 37 ára gamall og hefur starfað hjá Flug- leiðum í liðlega sjö ár, þar af undanfarin þrjú ár í markaðs- deild. Heilsugæslustöð á Akureyri: Læknamiðstöðin og heilsu- verndarstöðin sameinaðar - Ekki ákveðið hvenær byggt verður yfir þessa starfsemi „Á Akureyri hefur ekki verið stofnuð formleg heilsugæslu- stöð en á næsta ári verður slík heilsugæslustöð stofnuð þótt það þýði ekki að alveg á næst- unni verði sú starfsemi í nýrri byggingu,“ sagði Ólafur Odds- son héraðslæknir á Akureyri er við ræddum við hann um þessi mál á dögunum. „Við verðum áfram í húsnæði okkar á 5. hæð í Amaróhúsinu og fáum einnig aukið húsnæði á 3. hæð í því húsi. Fyrirbyggjandi starfið eða heilsuverndarstöð eða hún flutt verður áfram í sínu húsnæði að Hafnarstræti 104. Þaö sem mun gerast er að úr læknamiðstöðinni og heilsuverndarstöðinni verður stofnuð ein heilsugæslustöð.“ - Þýðir þetta aukna þjónustu við bæjarbúa? „Það er ætlunin að hafa þjón- ustuna sem mesta en ég get ekki sagt á þessu stigi hvað þessi breyting mun hafa í för með sér. Það hefur verið skipuð nefnd til þess að vinna í þessu máli, skipuð einum fulltrúa frá bænum, einum frá heilsuverndarstöðinni og ein- ndir eitt þak um frá læknamiðstöðinni. Þessi nefnd hefur reyndar ekki komið saman ennþá en það er ætlunin að fara að vinna að þessu máli þannig að hægt verði að ganga frá þessu formlega á næsta ári. Fyrirkomulagið á þessari heilsugæslustöð verður til að byrja með eins og ég sagði hér að framan. Þegar lengra er horft má segja að þrír möguleikar séu fyrir hendi, það er að byggja eina stóra heilsugæslustöð á spítala- lóðinni eða í námunda við spítal- ann, í öðru lagi stóra heilsugæslu- stöð í Miðbænum og í þriðja lagi litlar einingar sem yrðu í hverf- unum. Það að við höfum verið í leigu- húsnæði gerir það að verkum að það liggur enginn fjármagns- kostnaður í heilsugæslu hér á Ak- ureyri og engar skuldir hafa safn- ast upp. Þetta gefur okkur nokk- uð frjálsar hendur með að læra af því sem aðrir hafa gengið í gegn- um varðandi byggingu heilsu- gæslustöðva um Iandið,“ sagði Olafur. Félag aldraðra á Akureyri átti eins árs afmæli í gær og var haldinn fjölmennur afmælisfundur í Sjallanum. Mynd: KGA Atvinnumálanefnd: Lækkun rafmagns til atvinnu- rekstrar Á fundi atvinnumálanefndar á fimmtudag var skorað á Raf- veitu Akureyrar að samræma rafmagnstaxta til atvinnu- rekstrarins þeim töxtum sem gilda í Reykjavík. Talið er að atvinnureksturinn á Akureyri greiði frá 6-9% hærra verð fyrir raforku en sambærilegur rekstur í Reykjavík. Hins veg- ar eru heimilistaxtar á Akur- eyri tvið lægri. Þrátt fyrir það að heildsölu- verð á raforku er það sama í Reykjavík og á Akureyri, greiðir atvinnureksturinn á Akureyri nokkru hærra raforkuverð, að sögn Jóns Sigurðarsonar, for- manns atvinnumálanefndar. Jón kvaðst ekki vita hvort lækkun á rafmagnstöxtum til fyrirtækja þyrfti að koma niður á heimilun- um með hækkun á raforkuverði til heimilisnota. Þetta væri mikill taxtafrumskógur, svo mikið væri víst. Veður „Norðanátt er á undanhaldi fyrir norðan og éljagangur- inn einnig,“ sagði Bragi Jónsson verðurfræðingur á Veðurstofunni í morgun. „Það fer að létta til síð- degis hjá ykkur eða í kvöld og á morgun verður mjög gott veður, a.m.k. framan af. Ég held ekki að það fari neitt að hlýna fyrir norðan alveg á næstunni en á mið- vikudag og fímmtudag verð- ur veður orðið suðlægara og þá hlýnar verulega,“ sagði Bragi. # Fyrstir með fréttirnar Á dögunum birti Morgun- blaðið nokkuð skondna frá- sögn af því er rjúpnaskytta nokkur lenti í erfiðleikum í Eyjafirði. Var rjúpnaskyttan að koma þar heimundir bæ austan Eyjafjarðar er gömul kona sem þar var heimavið sá til ferða skyttunnar. Tók hún riffll með kíki í þeim tii- gangi að sjá í gegnum kíkinn hver þar væri á ferðinni en skyttan varð hrædd og skellti sér niður í skurð er sú gamla miðaði rifflinum á hana. Var þetta bara skemmtilega upp- sett hjá fréttaritara Morgun- blaðsins á Akureyri. En eitt- hvað hefur farið úrskeiðis. Þessi atburður átti sér nefni- lega stað fyrir um 10 árum og eru þeir margir sem minnast hans. En Morgunblaðið held- ur sínu striki, einu sinni var það „kryddsíldarveisla", nú ný 10 ára gömul „frétt“. # KR gegn ísraelum í 8 liða úrstitum í Evrópu- keppni bikarmeistara eiga KR-ingar að leika gegn hinu heimsfræga liði Maccabi le Zion. Liðið er að sögn það langbesta í ísrael, og með því leika víst einlr fimm Þjóð- verjar og einn Sovétmaður. Er hann að sögn geysilega stór og sterkur og Ijótur. Þeir eru því sýnd veiði ísraels- mennirnlr en ekki gefin ef marka má úrsiitin í leikjum FH og Maccabi Tel Aviv á dögunum, en það lið er líka langbesta liðið í ísrael og er ekki með neina Þjóðverja og Rússa innanborðs. # Leiðindin eru búin Óhætt er að segja að margir anda nú léttar eftir að sjón- varpsþættirnir um Wagner eru að baki. Þessir þættir sem hafa verið á dagskrá marga undanfarna sunnu- daga eru einhverjir þeir þrautfúlustu sem boðið hefur verið upp á, efnið þungt og langdregið og illa unnið og segja má að lopinn hafi verið teygður og teygður enda- laust. Ekki bætti það úr skák að Richard Burton þessi heimskunni leikari var af- skaplega þurr og leiðinlegur, engu líkara en að hann væri með í maganum eða eitthvað í þá áttina. Vonandi ber sjón- varpið gæfu til þess að bjóða okkur eitthvað betra næst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.