Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 5. desember 1983 Ertu farin(n) að hugleiða jólin? Krístín Waltersdóttir: Ég geri það, bý mig undir þau á sem einfaldastan máta. Hólmfríður Ólafsdóttir: Já, já, fyrir löngu. Ég kemst ekki hjá því í starfi mínu sem kennari að vinna mikið með börnum og þá er alltaf verið að tala um jólin. Jón Hólmgeirsson: Maður gerir það annað slagið. Áslaug Sigurjónsdóttir: Smávegis, það er þetta venju- lega. „Hótelið okkar er heill heimur út af fyrir sig“ — segir Emil Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Loftleiðum Þjónusta og samskipti við gesti okkar, ásamt lifandi og ánægjulegum samskiptum við mitt ágæta starfsfólk hér á hótelinu gerir starfið fjölbreytt og skemmtilegt, sagði Emi! Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Loftleiöum, í samtali við Dag. Margir Norðlendingar, sem gista höfuðborgina t.d. í helgar- ferðum, velja Hótel Loftleiðir og þeir sem koma þar einu sinni velja Loftleiðir gjarnan aftur. Og hvenær sem er sólarhringsins má búast við að rekast þar á Emil Guðmundsson, hótelstjóra, því ósjaldan kemur hann við á hótel- inu utan vinnutíma til að ganga úr skugga um að gestirnir hafi það gott. Emil er Akurnesingur að upp- lagi og er og verður eflaust alltaf Skagamaður inn við beinið. Hann fór ungur til sjós, en hóf síðan störf á Keflavíkurflugvelli. Síðan fór hann til Loftleiða og starfaði við flugafgreiðslu félags- ins á Reykjavíkurflugvelli til að byrja með. Eftir það sá Emil um söluskrifstofu Loftleiða í Lækjar- götu, en síðan fór hann út á völl aftur og tók þar við vaktstjórn í flugafgreiðslunni. Enn flutti Emil sig um set og nú alla leið til Kaupmannahafnar, þar sem hann var stöðvarstjóri hjá Loft- leiðum í 6 ár, fram til ársins 1966. Þá var búið að opna hótelið og Emil kom heim og tók þar við móttökustjórn og síðan varð hann aðstoðarmaður hótelstjóra. Frá 1979 hefur Emil verið hótel- stjóri. Eiginkona Emils er Sigur- björt Gústavsdóttir frá Vest- mannaeyjum og þau eiga tvo uppkomna syni. „Hótelstjórastarfið er mjög lif- andi,“ sagði Emil, „það er alltaf eitthvað að gerast, þannig að maður hefur í nógu að snúast all- an daginn. Raunar er maður allt- af í kapphlaupi við tímann. Við erum yfirleitt með í gangi Emil Guðmundsson hótelstjóri. dagskrár fyrir gestina, þannig að þeir hafi alltaf eitthvað við að vera og má segja að Loftleiðir sé eina hótelið í Reykjavík sem stendur fyrir slíku. Við erum með þjóðakynningar, sælkera- kvöld, víkingakvöld, sjávarrétta- kvöld og kjötkvöld, svo eitt- hvað sé nefnt. í desember verður fjölbreytt dagskrá hér hjá okkur með aðventukvöldi 4. desember, norskum dögum 9.-10. desem- ber, Lúsíukvöldi 11. desember og jólapakkakvöldum 17. - 18. des- ember. Þessi kvöld eru ekki hvað síst ætluð okkar ágætu gestum utan af landi og meðal þeirra hafa landshlutakvöldin okkar verið vinsæl. Við höfum verið með Vestfirðingakvöld, Aust- firðingakvöld og svo auðvitað Skagamannakvöld. Við reynum líka að halda Norðlendinga- kvöld, en það gekk ekki. Mér var þá sagt, að ég hefði veðjað á rangan hest. Pað væru til Eyfirðingar, Ak- ureyringar, Skagfirðingar og Húnvetningar, en Norðlendingar væru ekki til. Þess vegna hefði enginn tekið þetta til sín. Mér þótti þetta slæmt, því einn stærsti kúnnahópurinn okkar er á Akur- eyri og þar er eitt besta fólk sem ég þekki - fyrir utan Skagamenn náttúrlega. En ég er alveg ákveð- inn í því að vera með Eyfirðinga- kvöld áður en lýkur, sjá hvort það virkar ekki betur. En eftir áramót verðum við með villi- bráðarkvöld, kjöthátíð og síld- arævintýri. - Nú er hótelið ykkar svolítið út úr borginni. Hvað bjóðið þið á móti? „Við bjóðum bílaleigubíla á mjög góðum kjörum og stræt- isvagnaferðir eru á klukkutíma fresti. Nú, stjórnendur Reykja- víkurborgar voru búnir að lofa okkur fjölgun á strætisvagnaferð- um í vor, en þeir hafa nú ekki staðið við það enn, en lofa úrbót- um eftir áramót. Við erum með sundlaug, sem ekkert annað hótel býður upp á, vatnsnudd, gufuböð, nuddara, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, rakarastofu og minjagripaverslun svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með borðtennis, skíðaleigu, reið- hjólaleigu, þegar hægt er að hjóla og hótelgestir geta snætt hvort heldur sem er á teríunni eða í Blómasalnum. Hótel Loftleiðir er því heill heimur út af fyrir sig.“ - Hvað gerir hótelstjóri í frí- stundum? „Starfið tekur nú mestan hluta af mínum tíma, en þegar frí- stundir gefast nota ég þær fyrir fjölskylduna, ellegar þá að ég bregð mér i gönguferð, oft með Ormari Þór Guðmundssyni, arki- tekt. Við göngum hér upp á hæð- ir og hóla í nágrenninu og jafnvel lengri gönguleiðir, t.d. frá Hval- firði til Þingvalla,“ sagði Emil Guðmundsson í lok samtalsins. Fékk lánaða lukt og hirti hana! Dagur Hermannsson hringdi og vildi koma eftirfarandi á fram- færi: Ég varð fyrir dálítið óskemmti- legri reynslu á dögunum. Það var þannig að þann 4. nóvember var bankað upp á hjá mér í Hrísa- lundi 2 og maður sem þar var að verki bað mig um aðstoð við að koma bíl sínum í gang fyrir utan. Ég fór út með manninum og við reyndum í sameiningu að koma bílnum í gang, en það gekk ekki. Stuttu síðar bankaði maðurinn aftur og bað mig um lukt. Vildi svo til að ég átti mjög góða lukt sem ég lánaði honum. Stuttu síðar þurfti ég að fara, og bauðst í leiðinni til að aka konu sem var í bíl mannsins, og keyrði ég hana niður í Víðilund. Var maðurinn að bauka með luktina við bílinn þegar ég fór og gekk ég út frá því sem vísu að hann myndi síðar skila luktinni. Það gerði sá ágæti maður hins vegar ekki, og finnst mér slæmt að hann skuli launa svona greið- vikni mína við hann. Ég vil skora á manninn að sjá sig nú um hönd og skila luktinni, hann getur varla verið ánægður með þá „eign“ sína. Geri hann það ekki, er mín eina von að konan sem ég ók niður í Víðilund gefi sig fram við mig og láti mig vita hvaða maður þetta var. Ég verð að setja traust mitt á konuna gefi maðurinn sig ekki fram. Ég er að verða hálfþreyttur á þessu, því viku áður en þetta gerðist var stolið varadekki úr skottinu á bílnum mínum. Finnst mér ansi hart að sjá svona á eftir eigum mínum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.