Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5. desember 1983 5. desember 1983 - DAGUR - 7 Ársþing K.S.Í: Ellert var endurkjörinn EUert B. Schram var um helg- ina endurkjörinn formaður Knattspyrnusambands íslands á ársþingi þess sem haldið var á Húsavík. Reyndar var öll stjórnin endurkjörin, og vara- stjórn einnig nema að Ingvi Guðmundsson kom inn fyrir Sigurð Hannesson sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Miklar umræður urðu á þinginu um Aganefnd og starfsreglur fyrir nefndina. Voru uppi mjög skiptar skoðanir um fyrirkomu- lag og starfsreglur nefndarinnar og fór svo að lokum að málinu var vísað til milliþinganefndar þannig að óbreytt ástand verður næsta keppnistímabil. Samþykkt var að í Bikar- keppninni skuli ávallt leikið til þrautar nema í sjálfum úrslita- leiknum. í kvennaknattspyrnu var ákveðið að lengja leiktímann og einnig að skipta í riðla í öllum deildum. Samkvæmt þeim heim- ildum sem við öfluðum okkur í morgun verður t.d. fjölgað í 1. deildinni og verða lið Þórs, KA, Hattar frá Egilsstöðum og Súl- unnar frá Stöðvarfirði í öðrum riðlinum. Fulltrúar á þinginu voru óvenjufáir. Þannig sóttu t.d. að- eins 29 fulltrúar þingið frá Reykjavík af þeim 54 sem þar höfðu rétt til þingsetu, og virðist ljóst að mun lengra sé frá Reykjavíkur til Norðurlands en frá Norðurlandi til Reykjavíkur þegar svona þing eru haldin og er það víst ekkert nýtt. Stórleikur hjá Davíð — nægði ekki gegn Ármanni Snilldarmarkvarsla Davíðs Haraldssonar í marki Þórs nægði liðinu ekki til sigurs gegn Ármanni í 3. deild Is- landsmótsins um helgina, en leikið var á Akureyri. Davíð var í geysilegu stuði í markinu, varði 20 skot, en félagar hans náðu ekki að fylgja frammi- stöðu hans eftir þvi Ármann sigraði í leiknum 23:22. Leikurinn var mjög jafn lengst af, Þórsarar oftast yfir í fyrri hálf- leik en þó leiddi Armann í hálf- leik 10:9. í síðari hálfleiknum héldu Þórsarar áfram að hafa forustuna, þetta 1-3 mörk en þegar langt var liðið á hálfleikinn Armann upp Ai komst Armann þeirra. Sigurmark að hlið rmenninga kom 20 sek. fyrir leikslok er ein- um Ármenninga var leyft að fara inn úr horninu og Davíð sá ekki við honum. Sannarlega biturt fyrir Þór að tapa leiknum og dýrmætum stigum á heimavelli. Þau stig kunna að reynast dýr- mæt þegar upp verður staðið. Ef frammistaða Davíðs er undanskilin var leikur Þórs slak- ur og það var eins og allan bráttu- vilja vanti í liðið. Mörk Þórs skoruðu Sigurður Pálsson 10, Guðjón Magnússon og Gunnar Gunnarsson 4 hvor, Baldur Hreiðarsson 2, Tómas Viðarsson og Gunnar M. Gunnarsson 1 hvor. Markhæstir Ármenninga voru bræðurnir Óskar og Þráinn Ásmundssynir með 9 og 4 mörk. Sigurður Pálsson um það bil að skora eitt af 10 mörkum sínum gegn Ár- manni. Mynd: KGA. Freyr Aðalsteinsson - vann Grétarsstyttuna fyrir besta árangur Akureyrings á mótinu. Freyr hefur sýnt ótrúlegar framfarir og er nú að skipa sér í hóp bestu kraftiyftingamanna heims. Glæsilegt Grétarsmót í Sjallanum Kári bætti tveim metum í safnið Þór vann sætan sigur gegn ÍS í 1. deildinni í körfuknattleik um helgina, en leikið var í íþróttahöllinni á Akureyri. Urslitin 81:73 Þór í vil, en í leikhléi hafði ÍS yfir 34:32. Þetta var fjórði heimaleikur Þórs i deildinni og hefur liðið sigrað í þeim öllum. ÍS hafði frumkvæðið í byrjun og komst í 8:4 en Þór svaraði með 8 stigum og komst yfir 12:8. Síðan var nokkuð jafnræði með liðunum, staðan t.d. 18:18 og 26:26 en þá komst ÍS yfir 32:26. Þórsarar náðu að laga stöðuna fyrir leikhlé, þeir breyttu yfir í maður gegn manni í vörninni og meðan ÍS var að átta sig á því jafnaði Þór 32:32 áður en Krist- inn Jörundsson kom ÍS yfir rétt fyrir leikhlé. Allan fyrri hálfleikinn var eins og einhvern neista vantaði í Þórsliðið. ÍS leikur fremur hægan bolta en það hentar Þór betur að leika aðeins hraðar eins og kom í ljós í síðari hálfleiknum. Þá náð- ist upp mjög góð barátta í vörn- inni og í kjölfar hennar hraðari sóknarleikur. Þór skoraði 12:4 í upphafi síðari hálfleiksins og komst því yfir 44:38. Eftir það hafði Þór forustuna, mesta 11 stig er staðan var 68:57 og 7 mínútur til leiksloka. Þá tók Kristinn Jör- undsson þjálfari ÍS og leikmaður sig til og fór að raða niður skot- um sínum lengst utan af velli og hann öðrum fremur jafnaði leik- inn 71:71 og þrjár mínútur eftir. En þá sýndu Þórsarar hvers þeir eru megnugir, þeir tvíefldust í vörninni og unnu lokakaflann 10:2 og leikinn þar með 81:73 sem fyrr sagði. Þessi leikur var nokkuð köfl- óttur hjá Þórsliðinu, slakir kaflar í fyrri hálfleiknum en þó stígandi í leik liðsins eftir því sem á leið. Vörnin er oft góð hjá liðinu ef baráttan næst upp, en ekkert gengur ef hún gleymist. Sóknar- leikurinn verður fjölbreyttari með hverjum leik og liðið hefur skorað að jafnaði um 80 stig í leikjum sínum. Að þessu sinni bar stórleik Guðmundar Björnssonar hæst í liði Þórs. Hann steig varla feil- spor allan leikinn, var drjúgur í vörninni og geysisterkur í sókn þar sem hann brenndi einungis af einu eða tveimur skotum og upp- skeran 20 stig. Þá kom Jóhann Sigurðsson mjög vel frá þessum leik og sömuleiðis Jón Héðins- son. Aðrir voru jafnir og liðs- heildin stóð sig vel þegar mest á reyndi. Kristinn Jörundsson var bestur leikmanna ÍS þótt þessi gamli jaxl sé aðeins farinn að láta á sjá með árunum. ÍS hefur nú tapað 6 stigum eins og Þór en Framarar sem hafa forustu eru aðeins með eitt tap - gegn Þór - en hafa unn- ið marga leiki naumt. Þeir eru því ekki ósigrandi. Stig Þórs: Guðmundur Björnsson 20, Jón Héðinsson 16, Björn Sveinsson og Konráð Óskarsson 12 hvor, Jóhann Sigurðsson 11, Eiríkur Sigurðsson 10. Stig ÍS: Kristinn Jörundsson 22, Guðmundur Jóhannesson 17, Ágúst Jóhannesson 16, Árni Guðmundsson 14, Gunnar Jóa- kimsson 4. Kári Elíson, kraftiyftinga- maður úr KA bætti um helgina tveim nýjum Islandsmetum í voldugt Islandsmetasafn sitt. Metin setti Kári í bekkpressu á Grétarsmótinu í kraftlyfting- um sem haldið var í Sjallanum á laugardag. í 75 kg. flokki háðu þeir Kári og Haraldur Ólafsson, tvíþraut- armaðurinn knái, skemmtilegt einvígi. Þar sem Kári gengur ekki heill til skógar eftir meiðsl átti Haraldur möguleika á að slá kappanum við. í upphafi leit líka út fyrir að svo gæti orðið. Harald- ur lyfti 225 kg í hnébeygju en sökum meiðslanna varð Kári að Iáta sér nægja 70 kg minni þyngd. í bekkpressunni lyfti Haraldur 105 kg en Kári óð beint í íslands- metin. Lyfti fyrst 165 kg og síðan 167.5 kg við ógurleg fagnaðarlæti viðstaddra. í síðustu greininni lyfti Kári svo 240 kg en Haraldur 200 kg og Kári varð því örugg- ur sigurvegari. Lyfti alls 562.5 kg en sá árangur nægði honum til annars sætis í stigakeppni mótsins. Freyr Aðalsteinsson (82.5 kg), undramaðurinn úr Þór sem sett hefur 20 Akureyrarmet á árinu, var heldur betur í essinu sínu á mótinu. Freyr reif upp 250 kg í hnébeygju, 160 kg í bekkpressu, hvort tveggja Akureyrarmet og átti síðan mjög góðar tilraunir við 290 kg í réttstöðulyftu. Ef sú þyngd hefði farið upp þá hefði Freyr rofið 700 kg múrinn en það tókst ekki að þessu sinni. Freyr lyfti 270 kg og samtals 680 kg sem er árangur á heimsmælikvarða. Alls setti Freyr fjögur Akureyr- armet á mótinu og árangur hans nægði honum til sigurs í stiga- keppninni. Flosi Jónsson var eini keppandinn í 90 kg flokki. Lyfti samtals 635 kg sem er nálægt hans besta en Flosi á að geta gert mikið betur á góðum degi. í 100 kg flokknum var hörku- keppni milli feðganna, Jóhannes- ar Hjálmarssonar og Jóhannesar M. Jóhannessonar. Gamli maðurinn hefur líklega aldrei verið eins sterkur og um þessar mundir og hann sigraði strákinn örugglega. Lyfti samtals 640 kg þar af 240 kg í hnébeygju, (Akur- eyrarmet) og 270 kg í réttstöðu- lyftu, afrek sem enginn jafnaldri hans og fáir yngri menn leika eftir. Jóhannes yngri lyfti 620 kg. „Undrabarn" kraftlyftinganna á Akureyri, Konráð Jóhannsson sem hefur æft lyftingar í eina sjö mánuði, er að verða einn skemmtilegasti keppnismaðurinn hérlendis. Konni fór létt með 250 kg í hnébeygju og 262.5 í rétt- stöðulyftu og samtals lyfti hann 617.5 kg. Ótrúlegur árangur eftir ekki lengri æfingar. Gestirnir á mótinu, Jón Páll Sigmarsson, Hialti Úrsus Árna- son og Torfi Ólafsson stóðu sig allir frábærlega vel og t.a.m. bætti Hjalti árangur sinn um ein 90 kg. Lyfti samtals 765 kg. Torfi, eitt undrabarnið enn sem komið hefur fram í íþróttinni, aðeins 18 ára og um 140 kg á þyngd lyfti 815 kg og Jón Páll fór létt með 860 kg. Jón Páll sýndi það og sannaði að hann er engum líkur. Kom beint á Grétarsmótið frá Nýja Sjálandi þar sem hann varð í öðru sæti í keppni sterk- ustu manna heims og það var ekki að sjá að hann væri búinn að vera á ferðinni í eina fimm daga fyrir mótið. Guðmundur Bjðmsson kominn í skotfærí í leiknum gegn ÍS og í körfunni hafnaði boltinn. Mynd: KGA. Jón Páll Sigmarsson sem kosinn var vinsælasti keppandinn í keppni sterk- ustu manna heims á Njýja Sjálandi, sýndi áhorfendum í Sjallanum marga af sínum bestu töktum. I einni hébeygjunni sprakk „stálbrókin“ og Jón Páll snéri því bara upp í glens og dillaði afturendanum framan í áhorfendur. Myndir: KGA Góður sigur Þórs gegn liði ÍS Svavar Þór Guðmundsson á fullri ferð í flugsundinu. Glæsilegt met tm VI lirii im ii|3 Dræorunum 12 ára piltur frá Akurcyri, Svavar Þór Svavar metið cr hann synti á 34,3 sek. Guðmundsson, gerði góða ferð suður Þetta var elsta metið i sveinaflokki, tii Reykjavíkur á dögunum, en þá orðið 9 ára gamalt. keppti hann þar í Unglingameistara- móti íslands í sundi og á Ármanns- Önnur Akureyrarmet Svavars mótinu sem fram fór að því loknu. komu í 100 metra baksundi 1,21,90 Svavar gerði sér lítið lýrir og setti 4 mín. og í 200 metra buksundi 3,06,00 Akureyrarmet í ferðinni, og jafnframt mín. Bróðir hans Ármann keppti eitt íslandsmet. einnig fyrir sunnan og hann setti þrjú íslandsmetið kom í 50 metra fiug- Akureyrarmet. Synti 100 metra sundi. Á unglingameistaramótinu skriðsund á 1,00,06 mín, 200 metra jafnaði Svavar reyndar það met er skriðsund á 2,13,90 mín. og 400 metra hann synti á 34,5 sek. en á Ármanns- skriðsund á 4,45,39 m»n. - Þeir eru mótinu þar sem hann keppti við svo sannarlega efnilegir í sundlauginni fyrrum handhafa metsins, Ákurnes- þessir tveir og eiga vafalaust eftir að inginn kunna Inga Þór Jónsson bætti láta enn meira að sér kveða. Þrjú stig fyrir sigur Merkasta samþykkt ársþings Knattspyrnusambands íslands sem haldið var á Húsavík um helgina var án efa sú að næsta keppnistímabi! skuli gefa þrjú stig fyrir sigur í öllum deildum íslandsmótsins. Það voru Vals-menn sem báru upp tillögu að þetta yrði tekið upp í 1. deild og var það annað árið í röð sem þeir lögðu haná fyrir þing KSÍ. í fyrra var hún felld, en nú hafði mönnum snúist hugur. Tillagan var samþykkt fyrir allar deildir þannig að reikna má með líflegri sóknar- knattspyrnu næsta sumar og er það vel. Það hefur verið haft á orði undanfarin ár þegar áhorfendum að knattspyrnuleikjum fór fækk- andi að ein af ástæðunum væri sú að allt kapp væri lagt á varn- arleikinn, og var þessi „leikað- ferð“ sögð komin frá þeim ensku þjálfurum sem hér voru við störf. Gengu þeir langt í því efni sumir að láta „pakka“ í vörnina og reyna að sækja með snöggum upphlaupum þess á milli. En nú sjá íslenskir knattspyrnuáhuga- menn fram á það að boðið verði upp á meiri sóknarknattspyrnu og því hljóta þeir að fagna. Víta- kastið varið og Þór tapaði 19:20 Vítakast sem fór forgörðum er 15 sek. voru til leiksloka varð Þór að falli er Þór og ÍBV mættust í 2. deild kvenna um helgina, en þar fóru einu taplausu liðin í deildinni fram að því. Leikur liðanna var mjög jafn og spenn- andi, og á köflum vel leikinn af beggja hálfu þótt nokkur taugaspenna setti mörk sín á hann. í hálfleik var staðan 9:9 og er ein mínúta var til leiksloka var jafnt 19:19. Þá fékk ÍBV vítakast og komst yfir 20:19 og Þór fékk svo vítakast þegar 15 sek. voru til leiksloka sem fyrr sagði. Það kom í hlut Þórunnar Sigurðardóttur að taka það en markvörður IBV gerði sér lít- ið fyrir og varði með tilþrifum. Sannar- lega súrt fyrir stúlkurnar hjá Þór en þær geta alveg unnið ÍBV í Eyjum og svo fara tvö lið upp í 1. deild þannig að ekki er ástæða til að leggja árar í bát. Mörk Þórs skoruðu Sólveig Birgisdóttir 5, Inga Pálsdóttir 5, Þórunn Sigurðardótt- ir 4, Sigurlaug Jónsdóttir 3, Anna Einars- dóttir og Hanna Rúna Jóhannsdóttir eitt hvor.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.