Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 5. desember 1983 ömaaugiysmgar Húsnæði Til leigu 2ja herb. íbúft í Tjarnar- lundi. Uppl. í síma 24956. Ný tveggja herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 21551 eftir kl. 19.00. Ný 3ja herb. íbúð í Seljahlíð til leigu. Uppl. í síma 21683 eftir kl. 17.00. 5 herb. raðhúsaíbúð til leigu. Uppl. í síma 24361 á kvöldin. Sjónvarp. Til sölu er mjög gott svart-hvítt ITT sjónvarp. Uppl. í síma 24557 eftir kl. 20.00. Pioneer bílsegulband og útvarp (sambyggt) til sölu. Einnig tveir barnavagnar og talstöðvarloftnet. Á sama stað er hægt að taka barn í pössun eftir hádegi. Uppl. i síma 26138 eftir kl. 19.00. ísskápur og eldavél til sölu. Lftill ísskápur óskast til kaups. Uppl. í síma 26291 eftir kl. 19.00. Mjög vel með farið plusssófasett (3-2-1) til sölu. Uppl. í síma 22765 eftir kl. 17. Norðurmynd auglýsir: Spilaplöst - Spilaplöst. Vorum að fá spila- plöst. Síðast seldust þau upp á fáeinum dögum. Höfum einnig fengið smellurammana margeftir- spurðu. Norðurmynd, Glerárgötu 20, sími 22807. Jólafundur N.L.F.A. verður hald- inn þriðjudaginn 6. des. kl. 20.30 í kaffistofu Amaró. Félagar mætið vel og takið með ykkur gesti. Kaffi- veitingar. Stjórnin. Bílasala Bílaskipti. Bifreiðir Volvo Amazon árg. '66 til sölu til niðurrifs. Vélin er í góðu lagi. Uppl. í síma 22096 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Áskrift&auglýsingar 9624222 Bílasalan Ós, Fjölnisgötu 2b, Akureyri, sími 21430. Saab skutbifreið árg. '67 er til sölu til niðurrifs. Vél og gírkassi í góðu lagi, er á negldum snjódekkj- um, nýir hurðaþéttilistar fylgja. Verð kr. 9000. Sími 63161. [ ' STRANDGATA 31 ll Vpí"] . AKUREYRI J <*% Úrbæogbyggd FUNDIR □ RUN 59831277-inns. Stm Heims SMR H og V. Kvenfélagið Hlíf heldur jólafund með sérstakri dagskrá í Laxagötu 5 föstudaginn 9. des kl. 20.30. Styrktarfélagar sérstaklega vel- komnir. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur jólafund í kirkjukapell- unni fimmtudaginn 8. des. kl. 20.30. Nýir félagar yelkomnir. Stjórnin. Munið minningaspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld, Blómabúð- inni Akri, hjá Laufeyju Sigurðar- dóttur, Hlíðargötu 3 og í síma- vörslu sjúkrahússins. Allur ágóði rennur til Barnadeildar FSA. Minningarspjöld M i n n i nga rsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli, Bóka- versluninni Eddu Akureyri og hjá Jórunni Ólafsdóttur. Brekkugötu 21 Akureyri. Minningarkort Slysavarnarfé- lagsins fást í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Styrkið starf Slysa- varnarfélagsins. Kvennadeild SVFÍ Akureyri. Kirkjukvöld í Munkaþverár- kirkju föstudagskvöldið 9. des. kl. 20.30. Dr. Steindór Stein- dórsson flytur erindi. Séra Birgir Snæbjörnsson sýnir litskyggnur. Kirkjukórinn syngur undir stjórn frú Hrundar Kristjánsdóttur. Sóknarprestur. Kirkjukvöld í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 11. des. kl. 21.00. Sverrir Pálsson, skóla- stjóri, flyturerindi. Kirkjukórinn og nokkrar stúlkur úr Hrafnagils- skóla syngja undir stjórn frú Sig- ríðar Schiöth. Sóknarprestur. Fablon sjálflímandi dukur í miklu úrvali HL.rtAXU.-iM Ragnheiður Steindórsdóttir í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar 28. sýning fimmtud. 8. des. kl. 20.30. 29. sýning föstud. 9. des. kl. 20.30. 30. sýning laugard. 10. des. kl. 20.30. Uppselt. 31. sýning sunnud. 11. des. kl. 15.00. Síðustu sýningar fyrír jól. Pantid miða með góðum fyrirvara. Miðasala opin alla daga kl. 16-19 nema sunnudaga kl. 13-16 og kvöldsýningar- daga kl. 16-20.30. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimurtímum fyrirsýningu. Ath! Miði á My fair Lady er tilvalin jóiagjöf Leikfélag Akureyrar. Sigurður Hanncsson, bygginga- meistari, formaður kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisfélaganna á Norðurlandi eystra, verður sex- tugur 8. desember nk. Sigurður mun taka á móti gestum á afmæl- isdaginn í Oddfellow-húsinu á milli kl. 16 og 19. Æ/ jfaöirbor, w þtiSftti crtAljinmum, 'h' 7 fjrtaist þitt tiafii, tiltomi þitt \) 1 rilti tierbi þitin tiilji.öúo á jöttiu sem \ h fjitniiuin;gtí oas I dag bort baglrgt Itrattfi og fprirgtf oss tiorar sttuUnr, stio setn tifr og fpriroefum bontm sbultiunautum, ctgi féib þú oss I , L freistni, Ijelburfretóa osá ítdillii.J þtiiabþitterrlbiö.tnátturintiZ' ogtuirtiiii at) eilífu, Zy) vtfh. aitten Tilvalin tækifæris- og jólagjöf. Veggdiskur með bæninni FAÐIR VOR Útgefinn af byggingasjóði KFUM og K. Til styrktar byggingu félaganna i Sunnuhlíð.. Fœst í Hljómver, Pedromyndum og Véla og raftækjasölunni f Sunnuhlíð. Verð kr. 400.00. ,„Konnaramir“ vinsælir söngvarar „Hljómplata Kristjáns er upp- seld hjá okkur eins og er og hún hefur þegar selst í 6 þús- und eintökum. Næsta sending er væntanleg eftir helgina,“ sagði Jón Karlsson hjá bóka- klúbbnum Veröld í samtali við Dag. Sölumet hérlendis á fyrri Vísnaplatan, sem seldist í 28 þús- und eintökum, samkvæmt upp- lýsingum Jóns. í næsta sæti kem- ur plata frá Hvítasunnusöfnuðin- um með um 16 þúsund eintök og að líkindum er seinni Vísnaplat- an í 3. sæti. Jón taldi líklegt, að plata Kristjáns yrði með sölu- hæstu plötum, því hún kæmi til með að seljast jafnt og þétt í nokkurn tíma. Jóhann Már, bróðir Kristjáns, sendi frá sér hljómplötu á haust- dögum og hún hefur einnig selst mjög vel. Til marks um það seld- ist fyrsta upplagið upp á rúmri viku. Fjör hefur færst í hljómplötusölu Fjör virðist hafa færst í hljómplötusölu eftir „penna- strik“ fjármálaráðherra a.m.k. er víst að hljómplötuútgáfa er með fjörugasta móti þessa dag- ana. Steinar hf. hafa t.a.m. aldrei áður gefið út jafn marg- ar plötur á jafn stuttum tíma og það sama virðist upp á ten- ingnum hjá Fálkanum. Þær plötur sem Fálkinn gefur út eða lætur pressa hér á landi fyrir jólavertíðina eru m.a. eftir- taldar: Milli tveggja elda, ný safnplata með úrvalslögum. Tit- illagið er nýtt lag eftir Gunnar Þórðarson. Sögur Bakkabræðra er ný plata með Sigurði Sigur- jónssyni leikara sem bregður sér í gervi þeirra Gísla, Eiríks og Helga. Tekst Sigurði að sögn frábærlega vel upp á plötunni og er víst að henni verður tekið með kostum og kynjum af börnum á öllum aldri. Auk þessara íslensku platna, þá gefur Fálkinn út nýja píanóplötu með Rögnvaldi Sigurjónssyni, óperuplötu með Einari Krísjánssyni og plötu með lögum Dr. Gunnars Thoroddsen. Af erlendu plötunum má nefna nýju plöturnar með Paul McCart- ney, Genesis, KIZZ, Rolling Stones, Duran Duran, Classic Nouveaux og Queen. Steinar hf. hafa þegar gefið út eftirtaldar plötur: Einn með Jó- hanni Helgasyni, Línudans, safnplata með Bubba Morthens en plata þessi hefur að geyma tvö ný lög, Gas með Bara- flokknum en þetta verður líklega plata ársins hér á Norðurlandi ásamt plötu Krisjáns Jóhanns- sonar, Kalinka, með snilldarfiðl- aranum á þakinu, Graham Smith en auk þess er m.a. von á nýrri plötu með Ladda og nýrri safn- plötu, Rás 4 er ætlað að taka upp þráðinn þar sem Rás 3 hætti en sú plata gerir það enn mjög gott. Þá er nýja platan með Mezzo- forte komin út. Nefnist hún Yfir- sýn. Af erlendum hetjum á vegum Steina er hægt að nefna að nýja Culture Club platan var pressuð hjá fyrirtækinu fyrir skömmu, sömuleiðis nýja platan með Bob Dylan og nýja platan með Billy Joel og margar margar fleiri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.