Dagur - 21.12.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 21.12.1983, Blaðsíða 5
21. desember 1983 - DAGUR - 5 Svo segir í gamalli vísu og víst er það að jóla- sveinarnir hafa alltaf skilað sér fyrir hver jól, hversu mikið svo sem þeir hafa haft að gera í heimahögum. Hér áður fyrr komu þeir á tveim jafnfljótum. Hnýttu í mesta lagi upp í stöku hest sem þeir rákust á en eftir því sem stundir hafa liðið fram þá hef- ur ferðamátinn breyst og á nýrri tímum eru það snjósleðarnir og heilu snjóbílarnir sem Sveink- arnir nota til flutning- anna. Blaðamaður Dags rakst á nokkra af þess- um skeggprúðu sveinum sl. mánudag en þá voru þeir á leið í heimsókn til barnanna á dagheim- ilinu Lundarsel. Það voru kátir karlar sem ruddust þar klyfjaðir af eplum og mandarínum og þó að minnstu bömin grétu pínulítið fyrst af hræðslu við þessa skegg- júða þá var allt í himna- lagi eftir smástund. Krakkarnir af „bangsa- deildinni“ og „kisudeild- inni“ töluðu tæpitungu- laust við syni Grýlu og Leppalúða og báðu þá endilega að koma aftur að ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.