Dagur - 21.12.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 21.12.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. desember 1983 Bækur frá Almenna bókafélaginu Almenna bókafélagið hefur sent á markaðinn nýja skáldsögu eftir Agnar Þórðarson. Agnar hefur eins og kunnugt er aðallega fengist við leikritagerð, og er Kallaður heim 4. skáldsaga hans. Þessi nýja saga gerist í Vest- mannaeyjagosinu 1973 og segir frá nokkrum Vestmannaeyingum á ýmsum aldri undir þeim ein- stöku kringumstæðum sem gosið skapaði. Þetta er í senn ástarsaga með dularfullu ívafi og saga af baráttunni við að bjarga Vest- mannaeyjum, byggðinni og höfn- inni undan jarðeldunum. Kalladur heim er 217 bls. að stærð og unnin í Prentverki Akraness. Almenna bókafélagið hefur gefið út þrjár bækur fyrir yngstu les- endurna eftir Beatríx Potter, frægan breskan barnabókahöf- und. Þýðandi er Sigrún Davíðs- dóttir. Þessar bækur eru: Sagan um Pétur kam'nu. Hún fjallar um ærslabelginn Pétur kanínu, nánasta umhverfi hans og hættuleg ævintýri sem hann lendir í. Sagan um Tuma kettling. Þessi Tumi kettlingur er hálfgerður óþekktarangi en ansi skemmti- legur og svo segir sagan frá systr- um hans tveimur sem eru ekki síður skemmtilegar. Sagan um Jemínu pollaönd. Jemína vildi fremur unga út eggjunum sínum sjálf en láta ein- hverja hænu gera það. En hún setti sig í mikla hættu, því að rebbi sat á svikráðum. En fyrir- ætlun hans mistókst, og var það að þakka hundinum Snata. Litmyndir eru á annarri hverri síðu í þessum bókum af þeim at- burðum sem verið er að segja frá á'síðunni á móti. Bækur Beatrix Potter eru í litlu broti og er hver bók 60 bls. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér Minningar Thors Jensens í tveimur bindum skrásettar af Valtý Stefánssyni ritstjóra. Þetta er 2. prentun Minninganna, en fyrri prentunin kom út 1954 og 1955. Thor Jensen var sá einstakling- ur sem lagt hefur einna drýgst af mörkum til framþróunar atvinnu- mála íslendinga á þessari öld. Hann var kunnastur fyrir útgerð- arfélagið Kveldúlf sem hann stofn- aði með sonum sínum 1912 og rak með miklum myndarbrag, þannig að Kveldúlfur var um ára- tugi stærsta og glæsilegasta út- gerðarfélag landsins. Thor Jensen rak einnig lengi búskap og var bú hans á Korp- úlfsstöðum hið stærsta hér á landi á seinni öldum, og hefur enginn bóndi komist jafn langt og hann í landbúnaði fyrr en þá á síðari árum. Fyrri hluti minninganna nefnist Reynsluár og síðari hlutinn Framkvæmdaár. Bækurnar eru með fjölda mynda bæði af mann- virkjum, tækjum og þó einkum af fjölskyldumeðlimum og sam- starfsmönnum Thors Jensens. Fyrra bindið Reynsluár er 246 bls. að stærð og síðara bindið, Framkvæmdaár 264 bls. Bæku- rnar eru unnar í Prentsmiðjunni Odda. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þrjár bækur fyrir unga les- endur í flokki svonefndra gægju- bóka , en þær eru þannig að á annarri hverri blaðsíðu er spurn- ing viðkomandi því efni, sem bókin fjallar um, en á síðunni á móti er mynd sem snertir spurn- inguna og lítið spjald sem fletta má upp og undir spjaldinu er svar við spurningunni. Gægjubækurn- ar sameina því það tvennt að vera skemmtilegar og veita byrj- andanum undirstöðufræðslu í ýmsum hagnýtum efnum. Þessar bækur eru eftir Bretann Eric Hill, sem er höfundur vinsælla barnabóka. Slökkviliðsmenn vonast til að ekki komi til eldsvoða þessa fáu daga sem eftir eru af árinu - já og það á raunar við um næstu ár líka! Akureyri: Enginn elds- voði á árinu „Það hefur enginn eldsvoði orðið á Akureyri á þessu ári, og við vonum að svo verði þeg- ar árið verður kvatt,“ sagði Víkingur Björnsson sem sér um eldvarnir hjá Slökkviliði Akureyrar. Víkingur hefur að undanförnu farið á milli skóla á Akureyri þar sem hann hefur frætt nemendur um eldvarnir og sýnt kvikmyndir. Hann sagði í spjalli við Dag að hann vildi hvetja fólk til þess að fara varlega um jól og áramót. Þá vildi hann koma því á fram- færi að á slökkvistöðinni væru nú til sölu reykskynjarar og gæti fólk fengið þá setta upp á heimil- um sínum sér að kostnaðarlausu ef óskað væri eftir því. Bragi Bergmann: I sólskinsskapi! Ég ætla að sleppa ölllum hryll- ingsbröndurum þar sem jólin eru á næsta leiti. En þá eru það orðaleikjabrandararnir, sem oft hafa reyndar verið nefndir fimm aura brandarar, hvernig svo sem á því stendur. Þeir eru margir í formi spurninga. Fimm aura brandarar - Hefurðu heyrt um bakarann sem bakaði vandræði? En píp- arann sem fór í vaskinn? Og múrararnn sem rann út í sandinn? Eða smalann sem fór út um þúfur? Ef þú hefur heyrt þessa, sem er einmitt mjög líklegt, þá hefur þú eflaust heyrt um hænsnabúseigandann sem var svo eggjandi, hár- greiðslukonuna sem var svo lokkandi, kafarann sem botnaði ekki neitt í neinu þótt hann væri á kafi í vinnunni, bóndann sem var svo hrífandi, ræstingakon- una sem var alltaf til í tuskið, enda fataðist henni aldrei, leigubílstjórann sem var úti að aka enda fékk hann fyrir ferð- ina, flugstjórann hjá Arnarflugi sem hætti vegna flugleiða, trésmiðinn sem þoldi ekki við, blaðamanninn sem var daufur í dálkinn, skjalavörðinn sem var skúffaður allt þar til að hann sá hilla undir betri framtíð, ösku- karlinn sem var alltaf í rusli, kokkinn sem fór í steik, verka- manninn sem sat alltaf á hakan- um, götusóparann sem var far- inn að færa sig upp á skaftið, gítarleikarann sem tók alltaf í sama streng og bassaleikarann sem aftur tók oftast misgrip, trommuleikarann sem sló í gegn, söngvarann sem söng sitt síðasta, tannlækninn sem reif kjaft, saumakonuna sem sýndi á sér fararsnið, klæðskerann sem varð ekki kápan úr því klæðinu, úrsmiðinn sem drap tímann og afsakaði sig svo með því að klukkan hefði slegið fyrst, gullsmiðinn sem gerði ein- tóma hringavitleysu, þjálfara kvennaliðsins sem var rekinn vegna þess að hann lá á liði sínu, teppasalann sem hélt sig á mottunni og dýralækninn sem stóð á öndinni. Svona mætti lengi telja. Veistu annars hvað stendur á skiltinu í draugaher- berginu í Tívolí? „Bannað að gefa öndunum." (Það er satt, þetta eru hálfgerðir fimm aura brandarar.) Ég ætla að ljúka þessu með einum orðaleikja- brandaranum enn. Bakarinn Einu sinni var bakari sem týndi gleraugunum sínum. Hann leit- aði út um allt. Fyrst leitaði hann í franskbrauðsdeiginu, svo í normalbrauðsdeiginu, síðan í rúgbrauðsdeiginu, snúðadeig- inu og vínarbrauðsdeiginu. Svo fann hann þau loksins - í hádeg- inu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.