Dagur - 22.02.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 22. febrúar 1984 23. tölublað Fóðurverksmiðja í Krossanesi: Mikill áhugi á samstarfi Finnbogi Jónsson hjá Iðnþró- unarfélagi Eyjafjarðar og Pét- ur Antonsson framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðjunn- ar eru nýlega komnir frá Nor- egi og Svíþjóð þar sem þeir ræddu við fulltrúa tveggja fyrirtækja um samstarf varð- andi byggingu og rekstur Iaxa- fóðurverksmiðju á Akureyri. „Þetta voru mjög jákvæðar viðræður og það kom fram mikill áhugi hjá þessum aðilum um samstarf við okkur," sagði Finnbogi Jónsson í samtali við Dag. Fyrirtæki þau sem um ræðir eru Skretting a.s. í Nor- - hjá tveimur fyrirtækjum í Noregi og Svíþjóð egi og Evos a.b. í Svíþjóð, en þetta eru tvö stærstu fyrirtæki á þessum vettvangi í Evrópu. Talið er að Krossanesverk- smiðjan sé eina fiskimjölsverk- smiðjan hérlendis sem geti fram- leitt nægilega gott mjöl í laxafóð- ur og því er rætt um samstarf Krossaness og annars af þessum erlendu aðilum, en ekki hefur verið rætt um eignaraðild fleiri aðila. Gert er ráð fyrir að Krossanes myndi annast rekstur fyrirtækis- ins og erlendi aðilinn kæmi inn varðandi tæknimál og fleira þess háttar. „Við gerum ráð fyrir því að það verði ákveðið með vorinu hvort fyrirtækið verður fyrir val- inu varðandi frekari viðræður," sagði Finnbogi. „Það verður stefnt að því að ljúka öllum at- hugunum þannig að hægt sé að taka ákvörðun með haustinu og byggingarframkvæmdir geti haf- ist í maí á næsta ári. Verksmiðjan yrði þá komin í gagnið fyrir lok næsta árs. Hér er um geysilega mikla fjár- festingu að ræða en gera má ráð fyrir þvi að svona verksmiðja kosti um 40 milljónir króna. Við gerum jafnframt ráð fyrir því að þessi verksmiðja muni framleiða fleiri fóðurtegundir en laxafóður sem nú eru fluttar inn í landið en ekki framleiddar hér eins og t.d. fyrir svín og kýr en það mál er í athugun. Við gerum ráð fyrir að í byrjun myndu starfa við framleiðsluna 5-6 manns en síðan kæmu til við- bótar störf við stjórnun, sölu og dreifingu." - Yrði um útflutning að ræða? „Það er vel hugsanlegt. Mark- aðurinn innanlands er tiltölulega lítill eins og- er og það er ekki grundvöllur fyrir laxafóðurverk- smiðju í dag sem myndi eingöngu framleiða fyrir innanlandsmark- að. Menn binda hins vegar vonir við að fiskeldi fari mjög vaxandi hér á næstunni og reyndar er það nauðsynlegt ef við ætlum ekki að missa af lestinni þar. Fiskeldi hef- ur t.d. tífaldast í Noregi á nokkr- um árum. Við bindum því vonir við að innanlandsmarkaðurinn hafi stækkað mjög þegar verk- smiðjan tekur til starfa en þó er hugsanlegt að byggja verði eitthvað á útflutningi fyrstu árin og því er samstarf við sterkan er- lendan aðila mjög æskilegt," sagði Finnbogi Jónsson. gk-. Hádegislokun í 5 hverfabúðum: Til hagræð- ingar í rekstri - segir Magnús Gauti fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga „Rekstur litlu hverfabúðanna hefur gengið illa og samdrátt- urinn í verslun hefur bitnað hvað mest á þeim. Við reynum því að finna leiðir til hag- ræðingar í rekstri þeirra og þessi tílraun, að loka í hádeg- iiiu, er þáttur í þeirri viðleitni að halda þessum búðum gang- andi," sagði Magnús Gauti Gautason, fulltrúi hjá Kaup- félagi Eyfirðinga, í viðtali við Dag, en frá og með næsta mánudegi verður lokað í há- deginu í Gmm af hverfabúðum félagsins. Búðirnar sem um ræðir eru að Strandgötu 25, Hafnarstræti 20 og Hafnarstræti 91, Byggðavegi 98 og í Kaupangi. Lokað verður fráklukkan 12.15 til 13.30. „Samdráttur í þjóðfélaginu og breyttar innkaupavenjur fólks valda því að stöðugt dregst sam- an í minni búðunum en aukning verður í beim stærri. Með þessari hádegislokun. og e.t.v. einhverj- um frekari hagræðingarráð- stöfunum, gerum við okkur vonir um að búðirnar standi betur und- ir sér og að ekki þurfi að loka þeim, a.m.k. ekki eins mörgum og ella hefði reynst nauðsynlegt. Við leitum allra leiða til að halda þessum búðum gangandi í þjón- ustuskyni við almenning og þetta er einn liðurinn í því," sagði Magnús Gauti. Samkvæmt könnun sem gerð hefur verið versla mjög fáir í matvöruverslununum á þessum tíma dags. Eftir sem áður verða verslanirnar í Sunnuhlíð 12, Brekkugötu 1, Höfðahlíð 1 og Hrísalundi opnar í hádeginu. -HS. Þótt þægindin séu ekki upp á marga fiska, er allt betra en að ganga. Þessir náungar fengu sér hið besta. far upp Gilið og undu Mynd: KGA. Engin áform um al- mennan niðurskurð - Það eru engin áform uppi hjá Sauðfjárveikivörnum að fara út í almennan niðurskurð á fé í Kelduhverfi til þess að komast fyrir riðuveikina. Þessu máli hefur þó verið hreyft á fundi með bændum og heimamönnum og tilmælum í þessa átt hefur alfarið verið hafhað. Menn óttast m.a. að fólk kynni að flytjast á brott ef bændur verða að snúa sér að öðrum búgreinum þó ekki væri nema í þrjú ár. Þetta sagði Bárður Guðmunds- son, dýralæknir á Húsavík er Dagur hafði samband við hann vegna riðuveikinnar sem virðist hafa verið landlæg í Kelduhverfi hátt á annan áratug. Að sögn Bárðar þá er það eina sem nú er gert til að halda veik- inni í skefjum að reynt er að hindra samgang sauðfjár og eins hefur veiku fé verið lógað jafn óðum og það hefur fundist. - Ástandið er slæmt í Keldu- hverfi því er ekki að leyna. Það var skorið niður á tveim bæjum sem verst var ástatt fyrir fyrir tveim árum og nú eru aðeins tveir bæir eftir þar sem ástandið er mjög slæmt. Þeim bændum sem skáru fé sitt á sínum tíma var hjálpað til að fara út í aðrar bú- greinar gegn því skilyrði að þeir héldu ekki fé næstu þrjú árin, en hvort það sama verður gert fyrir þessa bændur sem nú eru að hugsa um að skera niður, veit ég ekki, sagði Bárður Guðmunds- son. Samkvæmt heimildum Dags eru bændur í nágrenni Keldu- hverfis mjög uggandi vegna sýkta fjárins, ekki síst austan Jökulsár þar sem engin riðuveiki er nú. Jökulsá er frá náttúrunnaF hendi mjög góð vörn gegn sauðfjár- sjúkdómum en á hitt ber að líta að riðuveikin hefur borist út á ótrúlegasta hátt undanfarin ár. -ESE.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.