Dagur - 27.02.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 27. febrúar 1984 27. febrúar 1984 - DAGUR - 7
„Það voru sumir okkar alveg
að niðurlotum komnir og ekk-
ert vit í að halda áfram
Iengur,“ sagði Njáll Eiðsson
KA-maður, einn þeirra sem
þreyttu maraþonknattspyrnu í
Menn voru farnir að lýjast talsvert, svo ekki sé meira sagt, enda álagið ekki
lítið. Mynd: KGA.
Unglingamejstaramót Islands í fimleikum:
Stefán fór heim
með 5 verðlaun
Akureyringar héldu heim með
7 vcrðlaunapeninga eftir Ung-
lingameistaramót Islands í Gm-
leikum sem haldið var í
Reykjavík, fjóra silfurpeninga
og þrjá bronsverðlaunapen-
inga.
Stefán Stefánsson lét mikið að
sér kveða á mótinu, en fyrri dag-
inn keppti hann í flokki 13-14 ára
og varð í 3. sæti. Sigurður Ólason
varð í 2. sæti í flokki 11-12 ára og
Baldvin Hallgrímsson varð í 2.
sæti í flokki 15-16 ára.
Daginn eftir var keppt til úr-
slita á hverju áhaldi fyrir sig og
komust þeir í úrslit sem verið
höfðu með 6 bestu einkunnir frá
fyrri deginum án tillits til aldur,
og þá fór Stefán heldur betur í
gang. Hann varð í 2. sæti í stökki
yfir áhaid og einnig í keppni á
svifrá og í 3. sæti í æfingum í
hringjum og á tvíslá. Stefán hélt
því heim á leið með 5 verðlauna-
peninga.
Talsverður uppgangur virðist
vera hjá fimleikafólki á Akureyri
um þessar mundir, en þjálfarar
hjá fimleikaráði eru Helgi Jó-
hannsson, Konráð Gunnarsson,
Anna Hermannsdóttir og Edda
Hermannsdóttir.
Verðlaunahafarnir þrír frá Akureyri, Stefán Stefánsson í miðið.
Mynd: KGA.
íþróttaskemmunni um helg-
ina.
Þeir hófu leikinn kl. 22 á föstu-
dagskvöld og voru að stanslaust í
30 klukkustundir eða til kl. 4 að-
faranótt sunnudags.
„Það er alveg óhætt að segja að
okkur langar ekki í svona keppni
aftur,“ sagði Njáll. „Sumir voru
farnir að þjást af ógleði og ann-
arri vanlíðan og það var ekkert
vit í að halda þessu áfram.
Megintilgangurinn með þessu
var að safna peningum í fararsjóð
vegna æfingaferðar KA til Eng-
lands í apríl. Safnað var áheitum,
og munu piltarnir hafa aflað á
annað hundruð þúsund krón*
með þessu uppátæki sínu.
Sem fyrr sagði var leikið í 30
klukkustundir, og gert var hlé í 5
mínútur á klukkustundar fresti.
Þá nærðu menn sig, köstuðu sér
aðeins niður og hvíldu fæturna
sem voru orðnir ansi lúnir og
blöðrum settir. Alls munu hafa
verið skoruð um 1550 mörk í
leiknum og munaði um 20
mörkum á liðunum tveimur þeg-
ar upp var staðið.
Þór í
1. deild!
Stúlkurnar úr Þór tryggðu sér
um helgina sigurinn í 2. deild
kvenna í handknattleik, og þar
með sæti í 1. deild næsta
keppnistímabil eftir ársveru í
2. deild.
Þór lék þrjá leiki um helgina
og heim komu stúlkurnar með 6
stig eða „fullt hús“. Þær unnu
yfirburðasigur gegn Þrótti í fyrsta
leiknum 25:15 og síðan lá leiðin
til Keflavíkur.
Stúlkurnar úr ÍBK voru heldur
engin hindrun, úrslit jafnvel enn
hagstæðari en í fyrri leiknum því
Þór vann 25:11. Og næst var að
taka Stjörnuna í Garðabæ í
„karphúsið“.
Iþróttafélag fatlaðra:
Er aö lifna
yfir starfinu
- segir Tryggvi Haraldsson formaður
„Það hefur verið að lifna yfir
starfinu hjá okkur að undanförnu
enda stór verkefni framundan
eins og Hængsmótið og íslands-
mót,“ sagði Tryggvi Haraldsson
formaður Iþróttafélags fatlaðra
á Akureyri í stuttu spjalli við
Dag.
- Tryggvi sagði að félagið væri
með æfingatíma í Glerárskóla á
laugardagsmorgnum kl. 10-11,30
og í sundlauginni á sunnudögum
kl. 17-18. Þá er verið að taka upp
þá nýjung að félagsmenn hafa að-
gang að þrektækjasal í endur-
hæfingarstöðinni að Bjargi á laug-
ardögum kl. 14,30 og geta þar
komist í tæki, nuddpott og gufu-
bað. Vildi Tryggvi hvetja félaga
til þess að notfæra sér þessa að-
stöðu.
Hængsmótið, sem er opið mót
og haldið í samvinnu Lions-
klúbbsins Hængs og íþróttafélags
fatlaðra Akureyri verður haldið
í íþróttahöllinni 10. mars og
verður þar keppt í borðtennis,
boccia, bogfimi og lyftingum, Þá
verður íslandsmót haldið í
Reykjavík dagana 6.-8. apríl nk.
og fyrirhugað að senda þangað
hóp keppenda.
Það var annar leikur Þórs í
gær, keppt í Keflavík fyrir hádegi
og í Garðabæ kl. 15. En það voru
lítil þreytumerki á stelpunum í
Þór og þær innsigluðu góða helgi
með 20:16 sigri.
Jón Héðinsson skorar hér eina af körfum sínum í leik Þórs við stúdenta.
Mynd: KGA.
Stúdentamir
vora heppnir
- skoruðu sigurkörfuna gegn Þór á síðustu sekúndunni
þeir ættu að geta unnið ÍS-liðið
létt. Þór náði átta stiga forystu í
fyrri hálfleiknum en í hálfleik var
staðan 47:44 Þór í vil.
Lokamínútan í leik Þórs og ÍS
í fyrstudeildarkeppninni í
körfuknattleik um helgina er
ein sú æsilegasta sem menn
muna eftir. Staðan 85:81, stúd-
entum í hag en þá skorar Jón
Héðinsson tvö stig fyrir Þór.
Nákvæmlega minúta eftir og
skömmu síðar missa stúdentar
boltann. Enn er Jón Héðins-
son á ferðinni og fær dæmd tvö
vítaskot þegar 22 sekúndur eru
eftír. Bæði skotin rata ofan í
körfuna og allt á suðupunkti.
Staðan 85:85 og framlengingin
blasir við. Kristinn Jörundsson
reynir skot fyrir ÍS en hittir
ekki en eftir mikinn hamagang
tekst Guðmundi Jóh. að
koma boltanum I körfuna.
Þrjár sekúndur til leiksloka og
stúdentar standa uppi sem sig-
urvegarar.
Leikur Þórs og ÍS var annars
ekki eins skemmtilegur og loka-
mínútan gæti gefið til kynna.
Mikið var um mistök í báðum lið-
um og fátt um allra fínustu takt-
ana. Þórsarar voru þó alltaf með
undirtökin og einhvern veginn
höfðu menn á tilfinningunni að
í seinni hálfleiknum komust
Þórsarar svo mest sjö stigum yfir
55:48 en stúdentar, drifnir áfram
af stórgóðum leik Kristins Jör-
undssonar, þjálfara, sigu jafnt og
þétt á. Komust yfir 76:75 þegar
fimm mínútur voru til leiksloka
og mínútu síðar var staðan 78:78.
Þá skoruðu stúdentar sex stig í
röð og flestir héldu þá að sigurinn
væri þeirra. Svo fór einnig að lok-
um en sem fyrr segir gáfu Þórsar-
ar sig ekki fyrr en í fulla hnefana
og þó það hafi verið sárt að tapa
leiknum þannig á síðustu sekúnd-
um þá mega Þórsarar nokkuð vel
við una.
Hjá Þór áttu flestir nokkuð jafnan
leik. Fjórmenningarnir Guðmundur
Björnsson 19 stig, Jón Héðinsson
18, Konráð Óskarsson 15 og Björn
Sveinsson 14 stig, voru bestu menn
liðsins. Aðrir sem skoruðu voru Ei-
ríkur Sig. 7, Ríkharð Lúðvíksson 6,
Hrafnkell Túliníus 4 og Jóhann Sig.
2.
Kristinn Jörundsson skoraði 29
stig fyrir ÍS og Guðmundur Jóh. 27.
- ESE.
Helgi í 2. sæti
Helgi Eðvarðsson frá Akureyri
varð í 2. sæti í sínum þyngdar-
flokki á Unglingameistaramóti
Islands í kraftlyftingum sem
haldið var I Hveragerði um
helgina.
Helgi keppti í 125+ flokki og
bætti fyrri árangur sinn um 35 kg.
Hann lyfti 210 kg í hnébeygju,
105 kg í bekkpressu og 220 kg í
réttstöðulyftu.
Bragi Konráðsson keppti í 100
kg flokki og féll úr keppni. Hann
reyndi fyrst við 140 kg í hné-
beygju og lyfti því léttilega, en
rak lóðin í stangirnar og fékk
lyftuna dæmda ógilda. Vegna
þess hversu létt hann lyfti þessu
hækkaði hann í 160 kg en þá
þyngd réði hann ekki við í tveim-
ur tilraunum og var því úr leik.
Þórsarar í efsta
sæti 3. deildar?
- Unnu Aftureldingu og Keflavík um helgina
Þegar Þórsarar eiga einn leik
eftír í 3. deildinni í handknatt-
leik er staða þeirra þannig að
þeir geta tryggt sér efsta sæti
deildarinnar á hagstæðara
markahlutfalli en keppinautar
þeirra. En þá er úrslitakeppni
4 efstu liða eftir, og leika þau
lið tvöfalda umferð um tvö
laus sæti í 2. deild næsta
keppnistímabil.
Þórsarar gerðu mjög góða ferð
suður um helgina, en þá léku þeir
gegn Aftureldingu og Keflavík.
Báðir leikirnir unnust, og er
greinilegt eftir 5 útisigra liðsins í
röð að það er að ná sér á strik eft-
ir fremur dapran kafla um mitt
Spiluðu í
30 tíma
keppnistímabilið.
Leikur Þórs og Aftureldingar
var æsispennandi og ekki séð fyr-
ir um úrslit fyrr en undir það síð-
asta. Þórsarar börðust af miklum
krafti, og sú barátta fleytti liðinu
til sigurs. Guðjón Magnússon
þjálfari var markhæstur Þórsara
með 6 mörk, Kristinn Óskarsson
var með 5 og Gunnar M. Gunn-
arsson með 4 mörk.
Leikur Þórs gegn Keflvíking-
um var hins vegar ekki nærri eins
góður, og ekki ólíklegt eftir vel-
gengnina að undanförnu að Þórs-
arar hafi vanmetið andstæðinga
sína. Þrátt fyrir það höfðu Þórs-
arar undirtökin í leiknum en voru
kærulausir í lokin. Voru þá með
4 marka forskot sem þeir töpuðu
niður í eitt mark. Lokatölur
20:19 fyrir Þór en sigurinn ekki í
hættu þrátt fyrir slæma kaflann í
lokin.
Nú var Guðjón Magnússon
markhæstur með 5 mörk, Sigurð-
ur Pálsson og Kristinn Óskarsson
með 4 hvor og kom Kristinn sem
enn er leikmaður í 3. flokki mjög
vel út úr þessum leikjum liðsins
um helgina.
Og þá er það úrslitakeppni 4
efstu liðanna um sætin tvö í 2.
deild. Þórsarar hafa gulltryggt sig
í þá keppni, og einnig Týr og
Ármann, en um eitt laust sæti
berjast Týr og Akranes. Leikin
verður tvöföld umferð og dregið
um það hjá HSÍ hvar verður
spilað. í þá keppni taka liðin stig-
in með sér, og Þórsarar geta enn
tryggt stöðu sfna með sigri gegn
Akranesi nk. föstudag.
Þórsarar
gegn
Fram á
morgun
Það er stutt á milli leikja hjá Þór í körfubolt-
anum þessa dagana. Liðið lék gegn ÍS í gær
og tapaði naumlega eins og fram kemur hér
á síðunni, og annað kvöld leika Þór og Fram
í íþróttahöllinni kl. 20.
Telja verður sigurmöguleika Þórs mjög
góða í þeim leik, því Þór vann Fram örugg-
lega þegar liðin áttust við hér á Akureyri fyrr
í vetur. Pressan er líka öll á Fram, því tapi
þeir leiknum annað kvöld má telja nokkuð
víst að þeim takist ekki að komast í Úrvals-
deildina.
Þórsarar áttu að mörgu leyti góðan leik
gegn ÍS í gær, en smá mistök undir lok leiks-
ins kostuðu þá sigurinn. Þórsarar mæta því
grimmir í Höllina annað kvöld og með góð-
um stuðningi áhorfenda eru möguleikar
þeirra vænir. Fram er þó sýnd veiði en ekki
gefin.
Hörð keppni
yngri flokka
2. umferð í Norðurlandsriðli yngri flokka ís-
landsmótsins í handknattleik var leikin í síð-
ustu viku, og er nú einni uinferð ólokið.
Staðan í riðlunum er nú þannig að Þór virðist
örggur með að komast í úrslit í 5. flokki, KA
hefur þegar sigrað í 4. Ilokki, en í 3. fiokki er
geysileg barátta.
Úrslit í 2. umferðinni urðu sem hér segir:
5. flokkur:
Þór-KA 8:3
KA-Dalvik 7:6
Þór-Dalvík 22:3
4. fiokkur:
KA-Þór 14:7
3. flokkur:
Þór-KA 12:12
Þór-Dalvík 30:11
KA-Dalvík 31:11
Staðan í flokkunum er því þannig þegar einni
umferð er ólokið:
5. flokkur:
Þór 4 4 0 0 54:12 8
KA 4 2 0 2 22:26 4
Dalvfk 4 0 0 4 15:53 0
4. flokkur:
KA 2 2 0 0 26:16 4
Þór 2 0 0 2 16:26 0
3. flokkur:
KA 4 2 2 0 83:41 6
Þór 4 2 2 0 73:50 6
Dalvík 4 0 0 4 39:104 0
Síðasta umferðin verður háð í íþróttahöllinni
á Akureyri á föstudag og hefjast leikirnir kl.
15.40.