Dagur - 27.02.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27. febrúar 1984 \ \ I I i í ; ’ ! i i i i i t i f r í \ “ i i t: f: i Spilarðu á hljóð- færi? Jóhannes Arason: Nei, ég hef reynt við mörg, en nenni þessu ekki. Kristján Sig. Sigtryggsson: Nei, ég hef lítið reynt og ekki lært. Björn Þorláksson: Já, píanó - nei, ég er ekki góður. Steingrímur Kárason: Nei. Selma Ásmundsdóttir: Já, ég spila dálítið á píanó. Fáum gömlu tækin aftur Bíógestur hringdi. Það er ekki einleikið hvað þeim gengur illa að stilla tækin sín í Borgarbíói. Þeir voru gagnrýndir réttilega fyrir lélegan tón þegar Skilaboð til Söndru var sýnd á dögunum og nú hef ég sannfærst um að það er síður en svo undan- tekning. Ég hef að undanförnu farið á þrjár myndir í röð í Borgarbíói, Tootsie, Firefox og Fanny Hill of tónninn í þessum myndum var þannig að þær voru nánast óskiljanlegar. Allt rann saman í eitt endalaust burrrr. Ég kvartaði yfir þessu við ráðamenn bíósins og þá var mér sagt að þetta væri stillingaratriði sem þeir réðu ekki við. Nú eru ný og dýr tæki í Borg- arbíói og fyrst starfsmönnum bíósins tekst ekki að fá viðunandi hljóð úr þeim, þá legg ég til að við fáum gömlu tækin aftur. Þá væri óhætt að bregða sér í bíó. Gamalt súkku- ■ ÆM ■■ laði og flogur Krisiinn Kristinsson hringdi: Marabou-súkkulaðið er sagt best fyrir des. ’83 og það finnst - Ég vil vekja alhygli fólks á greiniíega á bragöinu. Kartöflu- þvi að ini er til sölu hér ;í Akur- flögurnar sem ég keypti voru á síð- eyri i flestum kjörbúðum og asta söludegi og eru því uú orðin sjoppum. Marabou-súkkulaði og gömul vara sem ekki ætti að vera Hstrella-kai töíluflögur. Þetta leyfilegt að selja. Það cr ckki víst væri í sjálfu sér ekki í frásögur að allir taki cftir þessum merk- f;erandi nema vegna þess að hér ingum og því finnst mér full er um gamlar vörur að neða. ástæða til að vara fólk viö. Einstrengingsleg afstaða hafnarstjórnar Hr. ritstjóri. Varðandi viðtal það er þú hafðir við formann hafnarnefndar, Stef- án Reykjalín, í blaði þínu, 22. febrúar sl. og þar sem mér er málið skylt vil ég mótmæla orð- um háns kröftuglega. í upphafi viðtals þíns nefnir hann, að ákvörðun meirihluta bæjarráðs sé í algjörri andstöðu við hafnar- stjórn. Þetta er rétt og ég veit að þessi ákvörðun er gerð að vel hugsuðu máli, enda hefur bæjar- ráð haft rúman tíma til ákvörð- unar, eða tæp tvö ár. Ágæti ritstjóri. Greinarkorn í blaði þínu 20. febrúar sl. veldur því að ég annars rólegheitamað- ur, hætti mér út á hinn hála ritvöll. í téðri grein segir bréfrit- ari frá vandamáli varðandi blómaræktun sína og annarra, sem orsakast af hundum og köttum, er valda þar þungum búsifjum, þá er blessaðar skepn- urnar losa sig við úrgangsefni lík- amans, eins og okkur öllum jarð- arskepnum er áskapað. Ljótur vandi það. Jú víst er þetta sjón- armið vel skiljanlegt og sárindi hljóta það að vera, að sjá verk sitt stórlega skemmt og hervirki unnin með þessum hætti. Ekki ætla ég mér að draga dul á það. Við mannanna börn, erum stund- um kölluð æðstu skepnur jarðar- innar, og hver vill neita því að svo sé. En hvernig göngum við um bæ- inn okkar og fagra fold? Hefur bréfritari Dags gengið um bæinn okkar að morgni dags og séð hvaða verk bíður þeirra er sópa götur og torg? Eða hvað það er, sem verslunarfólk verður að gjöra fyrst á morgnana, til þess að geta hafið störf sín við af- greiðslu? Hætt er við að við Hér ætla ég ekki að fara að verja gerðir bæjarráðs, enda eru þau örugglega menn til þess sjálf, en þegar Stefán Reykjalín talar um, að þetta „pláss“ eigi að nýt- ast fyrir fiskiðnað vil ég benda honum á, að það svæði sem bæjarráð úthlutaði okkur núna er aðeins brot af þessu svæði öllu auk þess sem svæði vestan og sunnan Útgerðarfélags Akureyr- inga séu ónýtt að verulegu leyti. Eðlilegast þykir mörgum að frek- ari úrvinnsla sjávaraflans verði mættum líta okkur nær. Það þarf sem sé oftlega að byrja daginn með því að þvo af gluggum versl- ana, það sem kettir gera gjarnan á sand og mold. Tröppur þarf að þvo af sömu sökum, og líka væri kannski hægt að sjá á bak við hús miðbæjarins það, sem betur væri komið í þar til gerða salernisskál á okkar eigin heimilum. Svona erum við þá sjálf, hvað um þenn- an sóðaskap, við hvern á að kvarta? En ég vil líka koma inn á annað í þessari grein bréfritara Dags. Þar er spurt hvort Dýravernd- unarfélagið geti látið það af- skiptalaust að þessi dýr séu vanrækt. Það teljum við með öllu óverjandi ef svo væri. Það má vel koma hér fram, að oftlega hefur verið kvartað um vanhirt dýr, einkum hefur verið kvartað um ketti í óskilum hér og þar. f öllum þessum tilvikum hefur ver- ið reynt að liðsinna viðkomandi. En vandinn er mikill, æskilegt væri að allir heimiliskettir væru merktir með hálsól með síma- númeri og heimilisfangi viðkom- andi. Þá væri málið auðleysan- legra. Góðgjarnar konur hafa oft tengd Útgerðarfélaginu, þar sem allir bestu fiskistofnar landsins eru fullnýttir, veiðikvóti kominn á fiskiskip og sýnilegt að minnk- andi sjávarafli berist á land, þykir mér eins víst að Útgerðarfélagið geti hýst þessa fullvinnslu þegar á líður. Stefán Reykjalín segir í lok viðtalsins. „Það er afleitt ef dregið er úr möguleikum á upp- byggingu atvinnulífs með því að setja niður heildverslun á þessum stað, sem ekki hefur neina þörf fyrir að vera svo nálægt höfn- tekið þessa ketti að sér, um lengri eða skemmri tíma, og oft hefur vel til tekist og kisa komist aftur í réttar hendur þakklátra eig- enda. Hinu er ekki að neita að Dýra- verndunarfélagið eitt er illa í stakk búið til þess að gjöra, svo vel sé í þessum málum. Félagið er févana. Hefur ekki annað fé úr að spila en ársgreiðslur félag- anna, sem víst mættu vera miklu meiri. Öll okkar hjálp verður því fólgin í góðum ráðum fólki til handa, sem á við vandamál að stríða með sín gæludýr eða ann- arra. En þakkarvert er það, hvað oft er komið með ábendingar um dýr, sem kannski eiga í erfið- leikum vegna hugsanlegrar van- hirðu. Það finnst mér benda á að dýraverndun á sér marga formæl- endur. Miklu fleiri en þá, sem fylla félag okkar. Af ofanrituðu má það ljóst vera að við í Dýraverndunarfé- laginu viljum svo gjarnan koma þessum málum varðandi góða umönnun dýra á betri veg. Með þökk fyrir birtinguna, Níels Halldórsson formaður Dýraverndunarfélags Akureyrar mni. Er öflug heildverslun, fyrir- huguð pökkun matvöru, full- vinnsla matvöru og hreinlætis- vöru, ekki atvinnuuppbyggjandi? Er það ekki atvinnuuppbyggj- andi, að stöndugt fyrirtæki treysti sér til á þessum tímum að ráðast í stórbyggingu undir starfsemi sfna, auk nýrra iðnaðarþátta í matvöruframleiðslu? Ég vil benda Stefáni Reykjalín á að fleira sé matur en fiskur. Varðandi staðsetningu fyrir- tækisins nærri höfn, vil ég benda á að á fáum undanförnum árum hafa miklar breytingar orðið á þessari tegund fyrirtækja, sem flytja inn, framleiða og dreifa vöru. Samfara nýrri flutningatækni, þ.e. svokölluðum gámaflutning- um hefur staðsetning þessara fyrirtækja breyst nokkuð og fyrir- tækin flutt nær hafnarsvæðum og öðrum flutningaleiðum samanber Holtagarða og Sundaborg í Reykjavík auk þess sem flest fyrirtæki sem starfa í þessari grein hér á Akureyri eru staðsett við Hjalteyrargötu. Vona ég nú og veit að vilji bæjaryfirvalda er mikill til að koma þessu hagsmunamáli míns fyrirtækis og starfsfólks míns í höfn og að þau samþykki fyrri samþykktir bæjarráðs þótt hafn- arstjórn sé með ákaflega ein- strengingslegar og lítt haldbærar fullyrðingar máli sínu til stuðnings. Með þökk fyrir birtinguna. Hólmgeir Valdemarsson, framkv.stj. Heildverslunar Valdemars Baldvinssonar hf. ATH! Tekið er á móti hringingum frá les- endum í síma 24222. Einnig er hægt að senda lesendabréf til blaðsins, meikt Dagur, Strandgata 31 600 Akureyri Hvernig göngum við um bæinn okkar?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.