Dagur - 27.02.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 27.02.1984, Blaðsíða 3
27. febrúar 1984 - DAGUR - 3 „Vonum að Akureyringar taki Alþýðubankanum vel‘ - sagði Stefán útibús - Tilefni þessa fundar hér í dag, er það að nú föstudaginn 24. febr. 1984 mun Alþýðubankinn h.f. opna fyrsta útibú sitt utan Reykjavíkur, hér á þessum stað, Ráðhústorgi 5 á Akureyri. Þetta sagði Stefán Gunnars- son, bankastjóri Alþýðubankans er hann bauð gesti velkomna við opnun útibúsins sl. föstudag. - Stofnfundur Alþýðubankans var haldinn 12. des. 1970, en lög um bankann voru útgefin 12. maí 1970. Fyrsti starfsdagur bankans var 5. mars 1971. Alþýðubankinn yfirtók starfsemi Sparisjóðs Alþýðu sem hóf starf- semi 29. apríl 1967. Hluthafar Alþýðubankans eru fjölmargir eða um 850, þar af flest eða öll verkalýðsfélög innan Alþýðu- sambands íslands. Stærstu hlut- hafar eru Alþýðusamband íslands, Verkakvennafélagið Framsókn, Verkamannafélagið Dagsbrún, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Iðja, félag verk- smiðjufólks. Ein sjö verkalýðs- félög hér á Akureyri eru misjafn- lega stórir hluthafar. Hlutafé Alþýðubankans var kr. 12.722 þús. um sl. áramót, ógreidd hlutafjárloforð námu þá 723 þús. Heildarinnlán námu kr. 399 millj. og heildarútlán kr. 266 millj. um sl. áramót. Hlutverk Alþýðu- bankans Hlutverk Alþýðubankans, eins og það er skilgreint í samþykkt- um, er að efla atvinnuþróun og treysta atvinnuöryggi launafólks, svo og að styðja menningarlega og félagslega starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi. Eins og fyrr segir er þetta Gunnarsson bankastjóri við opnun Alþýðubankans á Akureyri fyrsta útibú bankans utan Reykjavíkur, en þar er starfrækt eitt útibú. Alþýðubankinn hefur átt undir högg að sækja um leyfi til stofnunar útibúa, en ljóst má vera að viðskipti hljóta að tengj- ast því hversu auðvelt er að hafa skipti við bankann. Um leyfi fyrir stofnun útibús hér á Akureyri var fyrst sótt 2. maí 1979 og loks fengist samþykkt í dag. Að sögn Stefáns Gunnarssonar þá er það ekkert leyndarmál að sterkir aðilar á fjármagnssviðinu hafa barist gegn opnun þessa úti- bús, en sá kafli sé nú að baki. Alþýðubankinn er stór aðili að byggingu húss verkalýðsfélag- anna að Skipagötu 14 og þar mun verða framtíðaraðsetur bankans, þangað til verður útibúið starf- rækt hér í leiguhúsnæði að Ráð- hústorgi 5. Settur útibússtjóri er Kristín Jónsdóttir auk hennar munu tvær konur vinna í útibú- inu í heilsdagsstarfi og ein í hálfs- dagsstarfi. - Það er von Alþýðubankans að Akureyringar og Norðlend- ingar allir taki útibúi hans hér vel. Það er von okkar að efling og styrkur Alþýðubankans megi verða til þess að ná megi því markmiði sem honum hefur verið sett. Við þetta tækifæri ber að þakka öllum þeim sem stuðlað hafa að því að þessum áfanga væri náð, en leggja ber áherslu á að aðeins er um áfanga að ræða, vegna þess að áhrifavald Alþýðu- bankans á fjármagnsmarkaði þjóðfélagsins hlýtur að markast af hlutdeild hans í heildarsparn- aði. Til þess að sú hlutdeild vaxi er bankanum nauðsynlegt að koma sér upp aðstöðu sem víðast. Hér er ekki um það að ræða hvort nóg sé af bönkum fyrir, á þeim vettvangi sem öðrum hlýtur samkeppni að ríkja og þá hlýtur samkeppnisaðstaða að verða að vera sú sama fyrir alla, í frjálsu þjóðfélagi. Eins og einstaklingurinn elur þá von í brjósti að hann megi vera samfélagi sínu til gagns, eins vonum við sem hjá Alþýðubank- anum vinnum að starfsemi hans megi verða einstaklingum og samfélaginu öllu til þrifa, sagði Stefán Gunnarsson. Benedikt Davíðsson formaður bankaráðs Alþýðubankans og Stefán Gunn- arsson bankastjóri. Myndir: ESE. Verksmiðju- útsa/a Einstakt tækifæri til að eignast MODEL í MOKKA Þú þarft að sjá verðið og gæðin til að sannfærast Sigurður Kristjánsson ásamt Kristínu Jónsdóttur útibússtjóra og Valgarði Stefánssyni frá Menningarsamtökum Norðurlands. Sigurður sýnir í Alþýðubankanum Einn liður í starfsemi Alþýðu- bankans á Akureyri verður sá að myndlistarsýningar verða þar haldnar í samráði við Menningarsamtök Norðlend- inga. Að sögn Kristínar Jónsdóttur, útibússtjóra er það Sigurður Kristjánsson, iðnverkamaður sem ríður á vaðið en Sigurður er svo til sjálfmenntaður í list sinni. Á sýningunni eru níu verk eftir hinn aldna listamann og mun sýn- ingin standa í tvo mánuði. Að þeim tíma liðnum munu Menn- ingarsamtökin tilnefna nýjan listamann og síðan mun þetta ganga koll af kolli og hver lista- maður mun sýna um tveggja mánaða skeið. - ESE Opio frá kl. 9.00-17.00 á útsöluloftinu VERSLUN IÐNAÐARDEILDAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.