Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-4.apríl1984 ÚTQEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 A MÁNUÐI - _____________LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJANSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Árásirnará samvinnumenn Undanfarið hefur samvinnuhreyfingin orðið fyrir hatrömmum árásum nokkurra einkareksturs- og sérgróðamanna. Mest hefur borið á þessu í Morgunblaðinu, að sjálfsögðu, sem sér rautt þegar samvinnurekstur er annars vegar. Einnig hafa liðsoddar frjálshyggjunnar og einkagróð- ans verið leiddir til að vitna um svokallaðar skattaívilnanir samvinnurekstrar í tveimur sjón- varpsþáttum. Hefur marga furðað á því hvers vegna sfbyljuáróðrinum um skattafríðindi sam- vinnufyrirtækja er svo mjög haldið á lofti einmitt um þessar mundir. Ekki er langt að leita svarsins. Undanfarið hefur verið til umræðu og afgreiðslu á Alþingi frumvarp til laga sem að áliti fróðra manna ívilnar hlutafélögum stórlega hvað varðar skattfríðindi af greiddum arði til eig- enda þeirra. Moldviðrinu sem þyrlað hefur verið upp var ætlað að leiða athygli landsmanna frá þessu frumvarpi, sem nú er orðið að lögum. Þegar einkarekstrarmenn tala um skatta- hlunnindi samvinnufyrirtækja gagnvart einka- rekstri gera þeir sig seka um það æ ofan í æ að jafna saman ósambærilegum hlutum. Þetta hlýtur að vera gert með vilja til að kasta ryki í augu fólks, því varla er hægt að ætla þessum mönnum þá einfeldni að þeir skilji ekki hvernig þessum málum er háttað. Annars vegar bera þeir saman þann arð sem samvinnufélög veita félagsmönnum sínum í formi vöruverðslækkunar og hins vegar arði af hlutafjáreign í hlutafé- lögum. Reginmunur er á þessu tvennu og nær- tækasta leiðin sem einkareksturinn og kaup- mannaverslanirnar geta farið til að ná jafnræði að þessu leyti er einfaldlega að veita viðskipta- mönnum sínum afslátt á vöruverði, eins og kaupfélögin gera. Sá arður sem viðskiptamönn- unum yrði þannig greiddur með lægra vöruverði, yrði ekki skattlagður hjá einkarekstrinum frekar en samvinnurekstrinum. Yfirleitt skjóta þessir gagnrýnendur samvinnu hreyfingarinnar langt yfir markið í áróðri sínum. Samvinnumenn verða þó engu að síður að sam- eina krafta sína gegn þeim öflum sem vilja sam- vinnuhreyfinguna feiga og beita til þess öllum brögðum að gera hana tortryggilega. Nú þegar mikið ríður á að öflug atvinnuuppbygging hefjist út um allt land er þörfin fyrir samvinnu og sam- stillt átak óvenju mikil. Óþrjótandi verkefni eru framundan í íslensku atvinnulífi, sem samvinnu- hreyfingin ekki aðeins á að, heldur verður að taka öflugan þátt í. Hún verður hér eftir sem hingað til að setja mikinn svip á atvinnuupp- bygginguna, öllum landsmönnum til góða, hvar sem þeir búa á landinu. "Bjartarayfir en oft aður" - segir Kristján Ólafsson um atvinnu- ástandið á Dalvík „Mér finnst þessi neíkvæði fréttaflutningur vera farinn að ganga út í öfgar og ég tel ekki að hann geri neinum gagn," sagði Kristján Ólafsson, útibús- stjóri og bæjarfuUtrúi á Dalvík, vegna frásagna af skýrslu Fjórðungssambands Norðlendinga um ástand í fisk- veiðimálum og byggingariðn- aði. „Það viröisl aUt gert tU að sverta ástandið og ég vil nefna að hér á Dalvík er bjartara yfir í atvinnumálum en verið hefur um nokkurt skeið." Kristján sagöi að í áðurnefndri skýrslu hafi komið fram að einn togari Dalvíkinga hafi verið bundinn við bryggju frá því fyrir jól. Sagt var frá þessum þætti skýrslunnar í Degi 28. mars sl. Rétt væri hins vegar að Baldur hafi farið á veiðar 20. janúar og Dalborg á rækju í febrúar, eftir að hafa farið einn þorsktúr. Kristján sagði að Dalborgin hefði aflað mjög vel á rækjunni og rækjuvinnslan hefði farið í gang 19. mars og þar ynnu nú hátt í 30 manns. „Það er ekkert atvinnuleysi hér og allir hafa nóg að gera. Lægð var í fiskveiðunum um áramót, eins og svo oft á þeim tíma, en útlitið er bjartara en það hefur verið oft áður. Kvótinn nú er um 10% minni en afli okkar í fyrra, 5 þúsund lestir í stað 5.500 lesta í fyrra, og get- um við sjálfsagt sæmilega við unað. Varðandi byggingariðnaðinn er nóg að gera á þeim vettvangi á næstunni. Það dró úr í kringum áramótin en bæjarfélagið hefui með ýmsu móti reynt að stuðla að því að skapa iðnaðarmönnum atvinnu. Nú er búið að bjóða út verkamannabústaði og hafist verður handa við byggingu versl- unarhúss KEA í vor. Þá verður einnig byrjað á þjónustuhúsi í vor þar sem verður áhaldahús fyrir bæinn, aðstaða fyrir lðg- reglu og Rarik. Þá má geta þess að miklar hafnarframkvæmdir verða í sumar og á að reka niður stálþil. Framkvæmt verður fyrir 10 milljónir króna," sagði Krist- ján Ólafsson. - HS. Alyktanir Búnaðar- sambands Eyjafjarðar Á aðalfundi Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar 29. og 30. mars var gerð breyting á lögum Búnaðarsambandsins þannig að nú hafa starfandi sérgreina- félög á sambandssvæðinu rétt til að senda fuUtrúa á aðalfund þess með fullum réttindum. Þá var samþykkt áskorun tíl sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu þar sem óskað er eftir undan- þágu frá sauðfjárböðun þar tU í Ijós kæmi að nauðsyn væri á slíkri framkvæmd. Einnig ályktaði fundurinn um fyrir- hugaða fóðurstöð fyrir loðdýr sem í byggingu er á Dalvík. Taldi fundurinn að nauðsyn- legt væri að standa vel að þeirri framkvæmd og að tryggt verði að ekkert verði notað í fóðrið frá riðuveiku fé. Þá taldi fundurinn einnig að æski- legt væri að öUu riðuveiku fé á svæðinu væri slátrað á einu sláturhúsi þ.e. á Dalvík. Hér fara á eftir ályktanir aðal- fundarins: „Aðalfundur Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar haldinn 29. og 30. mars 1984, t.elur að hrinda beri tafarlaust í framkvæmd til- lögu síðasta aðalfundar Stéttar- sambands bænda um fyrirkomu- lag innheimtu kjarnfóðurgjalds og gjaldið verði að hámarki kr. 1.500 pr/tonn svo að nokkur jöfnuður náist. Eðlilegt má telja að það mis- rétti sem ríkt hefur í þessu efni verði leiðrétt með endur- greiðslum til kjarnfóðurkaup- enda. Því skorar fundurinn á landbúnaðarráðherra að veita þessu máli brautargengi." Breyting á lögum um Stéttarsamband bænda „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn að Lauga- borg 29. og 30. mars 1984 telur að með tilliti til breyttra að- stæðna í landbúnaði sé mjög tímabært að taka lög Stéttar- sambands bænda til endur- skoðunar." Greinargerð: Fundurinn legg- ur áherslu á, að Stéttarsamband bænda verði framvegis sem í upp- hafi sameiginlegur vettvangur allra þeirra sem búvörufram- leiðslu stunda. Nýjar búgreinar hafa nú öðlast aukna hlutdeild í íslenskum land- búnaði og margar stofnað sín sér- greinafélög til eigin hagsmuna- gæslu. Miður er ef þessir aðilar telja ekki hagsmuna sinna gætt innan núverandi skipulags Stétt- arsambandsins. Bendir fundurinn því á, að fulltrúa á Stéttarsambandsfund mætti kjósa að hluta eftir núver- andi fyrirkomulagi, en hins vegar í gegnum búgreina- eða afurða- sölufélög sem þá hefðu fulltrúa- fjölda í hlutfalli við umfang við- komandi búgreinar." Breyting á mjólkursölusvæðum „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn að Lauga- borg 29. og 30. mars 1984 skorar á Framleiðsluráð landbúnaðarins að endurskoða nú þegar skipt- ingu landsins í mjólkursölusvæði. Pær forsendur sem voru fyrir núverandi skipan eru ekki lengur fyrir hendi. Því er eðlilegt að breyta núverandi svæðaskiptingu og koma á meiri verkaskiptingu á milli mjólkursamlaga." Samræma uppgjör vinnslustöðva „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn að Lauga- borg 29. og 30. mars 1984 telur að samræma þurfi uppgjör vinnslustöðva landbúnaðarins við bændur." Greinargerð: Óviðunandi er að uppgjöri vinnslustöðva sé hag- að þannig að verðbreyting og ógreiddar verðbætur lána séu færðar til gjalda áður en fullt grundvallarverð er greitt til bænda. Ekki er óeðlilegt að vinnslustöðvar megi gera upp með tapi samkv. skattalögum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.