Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-4. aprí 11984 Þakkir til Jakobs Tryggva- sonar Að kveldi sunnudags 25. mars sl. voru tónleikar haldnir í Akureyrar- kirkju til heiðurs Jakob Tryggvasyni, sem gegnt hefur starfi organista við Akureyrarkirkju síðan 1941 að þremur námsárum undanskildum, og æft og þjálfað söngkórinn á þann veg, að hann mun vera í fremstu röð kirkjukóra landsins. Auk þessa umfangsmikla starfs hefur Jakob kennt við Tónlistarskóla Akureyrar frá 1948 og verið þar skólastjóri frá 1950-1974. Stjórnandi og kennari Lúðrasveitar Akureyrar var Jakob í tvo áratugi og drengja- lúðrasveita í fjögur ár. M hefur hann verið söngstjóri Gígjunnar frá stofn- un 1967 að einum vetri undan- skildum. Tvo kvartetta, Smárakvart- ettinn og Geysiskvartettinn, hefur hann leitt og leikið undir söng þeirra. Fjöldi laga sem söngfélög undir stjórn Jakobs hafa flutt, hefur hann útsett og einnig stundað tónsmíðar, en flíkað þeim lítt, því að honum er ekki eiginlegt að trana sér fram til að vekja á sér eftirtekt fjöldans. Fleira mætti nefna af störfum Jakobs en hér verður það ekki tíundað. Af þeim sem tilgreind hafa verið er það full- ljóst að hér er um ærið dagsverk að ræða og hefur þar hvergi verið kastað til höndum. Að nefndum tónleikum í Akureyr- arkirkju stóðu: Kirkjukór Akureyr- ar, Söngfélagið Gígjan, Geysiskvart- ettinn og Tónlistarskóli Akureyrar. Mátti heyra margt fagurt lag hljóma í vönduðum flutningi og var stundin í kirkjunni gjafi ánægju og sálubótar, sem ber að meta og þakka. Margir komu til að njóta hennar og var kirkjan þéttsetin, að verðugu. Séra Birgir Snæbjörnsson flutti ávarp áður en tónleikarnir hófust, skýrði frá til- efni þeirra, bauð kirkjugesti vel- komna og færði heiðursgestinum þakkir og hlýjar óskir. Og að tónleik- unum loknum flutti séra Þórhallur Höskuldsson þakkarorð til stjórn- anda og flytjenda og þeirra sem komu í kirkju til að njóta stundarinn- ar með þeim. Efnisskrá tónleikanna var fjöl- breytt og á meðal verkanna voru nokkur eftir Jakob, og önnur, sem hann hafði raddsett. Söngstjórnina hafði Jakob með höndum, og enn- fremur annaðist hann undirleik í sumum laganna, sem flutt voru (söngur Geysiskvartettsins). En einnig komu fram sem undirleikarar Dýrleif Bjarnadóttir (í söng Gígj- unnar.) Kristinn Örn Kristinsson og hljóðfæraleikarar frá Tónlistarskóla Akureyrar. Þrátt fyrir allháan aldur og "erils- samt og umfangsmikið starf ára- tugum saman er engin merki upp- gjafar að sjá á Jakob Tryggvasyni. Hann virðist síungur og samur er áhugi hans og söm heilindin í þjón- ustunni við listagyðjuna, sem hann sór trúnað á morgni sinnar ævi. Megi hljómborðið óma undir höndum Auglýsing i Degi BORGAR SIG Hvaö er góö auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir aö fá auglýsingu birta íblöðum. Hversvegnaauglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaðer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa íDegi, þar eru allar auglýsingargóðar lýsingar. Jakob Tryggvason. hans sem lengst og raddirnar hljóma við taktslátt hans - til unaðar og sæmdar. Sem fyrr getur kom Söngfélagið Gígjan fram á þessum kirkjutón- leikum, en Jakob Tryggvason hefur verið söngstjóri Gígjunnar frá stofn- un árið 1967, að einum vetri undan- skildum, er Michael John Clarke gegndi því hlutverki. Öll þessi ár hef- ur starfsemi Gígjunnar verið í föstum skorðum. Æfingar yfirleitt tvisvar í viku á vetrum og konsertar á hverju vori. Einnig hefur verið far- ið út fyrir Akureyri, tónleikar haldn- ir í sveitum norðanlands og sunnan, í Húsavíkurkirkju, á Siglufirði og í Reykjavík. Mun það hafa verið einna mest og merkast er kórinn var á meðal þátttakenda í hátíðardag- skrá í tilefni af fjörutíu ára afmæli Landssambands blandaðra kóra árið 1978. Kom kórinn fram í þeim hluta dagskrárinnar sem fram fór í Laugar- dalshöll, þar sem var múgur manns, er fagnaði hinum mörgu en ólíku kórum frábærlega vel. Þótti hlutur Gígjunnar, sem hún átti hér að góð- ur - vel til söngsins vandað. Er mér minnileg þessi stund í Laugardalshöll á Söngleikum 78, en sú var yfirskrift þessarar hátíðardagskrár. Gígjukórinn var stofnaður 12. febrúar árið 1967, stofnendur voru 48 konur, en hugmyndina að stofnun kórsins átti Sigurður D. Franzson, sem þá var búsettur og starfandi hér á Akureyri. Verkefni kórsins hafa verið íslensk og erlend lög og nær aldrei mun hafa vantað á söngskrána lög Björgvins Guðmundssonar og sýnir það virðingu við minningu þessa merka tónlistarmanns, sem eins og kunnugt er, vann mikinn hluta ævistarfs síns hér á Akureyri. Jakob Tryggvason hefur verið áhuga- samur og ötull stjórnandi Gígjukórs- ins og trúr því markmiði að vanda skyldi allt sem best. Hefur hann hér í öll þessi ár unnið mikið og óeigin- gjarnt starf og m.a. gjört fjölda radd- setninga laga sem kórinn hefur flutt. Stofnun Gígjunnar var myndarlegt framtak. Af þeim 48 konum sem þar áttu hluta að eru enn nokkrar starf- andi og ber það ljóst vitni um áhuga þeirra fyrir sönglistinni og trúfesti þeirra í þjónustunni við hana - og virðingu fyrir gildi þeirrar félagsfest- ar sem tengir þær hverja annarri. Þetta er orðið mikið framlag. frá upphafi og að baki þess mörg starfs- og vökustund og er við hæfi að fyrir það séu færðar alveg sérstakar þakkir. Einnig ber að þakka þeim sem stóðu fyrr á sviði í hópi Gígju- kvenna og voru virkar í starfi en hafa með árunum hætt þátttöku. Og þeg- ar horft er yfir farinn veg er huga beint í hlýrri þökk til þeirra söng- systra sem voru starfandi frá fyrsta degi og alltaf jafn vakandi varðandi starfsemi, hag og heiður kórsins - en hafa nú fyrir aldur fram orðið að hlýða því kalli sem enginn fær staðist. Yfir minningu þeirra er bjart, eins og yfir minningu Þorgerðar Ei- ríksdóttur, fyrsta undirleikara kórsins, sem hlaut tónlistargáfuna í vöggugjöf. Starf Gígjukvenna, flestra önnum kafinna húsmæðra, er orðið mikið frá því að þær hófu verk sitt - og merkt framlag til menningar í þessum bæ. Söngur kórsins hefur ávallt verið vandaður og með einkar fallegum blæ og það hefur vissulega verið styrkur hans, hversu góðum einsöngvurum hann hefur átt á að skipa fyrst og fremst þeim Helgu Al- freðsdóttur og Gunnfríði Hreiðars- dóttur, núverandi form. Gígjunnar. Þann 29. okt. sl. haust söng kórinn í Borgarbíói, en þar hefur löngum verið hans konsertsalur. Þetta var fallegur konsert, en samfara honum viss dapurleiki í hugum margra, því að raunar var þetta kveðjukonsert. Upplýst hafði verið að kórinn hætti vísast starfsemi sinni - eða gjörði a.m.k. hlé á henni um sinn. Bar sitthvað til að sú ákvörðun var tekin, en m.a. sívaxandi annir margra kórfélaga sem draga úr því að auka vinnuálag geti átt sér stað endalaust. Það er hægt að þreytast jafnvel þótt unnið sé að eigin hugðar- efnum. En óskandi er, að svo vel skipist að hafist verði handa að nýju, því eftirsjá er að, fái rödd Gígjunnar ekki hljómað. En muna ber starfið í sl. 16 ár, þá birtu sem það hefur borið. Með þessum línum vil ég færa þeim Gígjukonum - hverri og einni, vinarkveðju mína og heilar þakkir fyrir allt, í gegnum tíðina, og biðja þeim allra heilla, hvar sem þær fara og starfa - innan eða utan söngsala. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Hvítasunnusöfnuðurinn á Akureyri: Góður gestur f rá Danmörku wmm Um þessar niundir dvelur á Akureyri, Garðar Ragnarsson, forstöðumaður Hvítasunnu- safnaðaríns í Odense í Dan- mörku. Garðar Ragnarsson verður með biblíufyrirlestra í Fíladelfíu, Lundargötu 12, hvert kvöld þessa viku og hefjast fyrirlestrarnir kl. 20. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar. Garðar endar síðan þessa heimsókn sína með vakningar- samkomu sunnudaginn 8. apríl kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir að því er segir í frétt frá Hvítasunnusöfnuðinum á Ak- ureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.