Dagur - 09.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 09.05.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-9. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hagnaður allra Gjörbreyting hefur orðið á afkomu fyrirtækja í land- inu með þeim breytingum á efnahagsstjórn sem kom til með núverandi ríkisstjórn. Mörg fyrirtæki riðuðu á barmi gjaldþrots fyrir rétt ríflega ári, sökum verðbólguþróunar og skuldasöfnunar. Fyrir- tækin eru hins vegar misjafnlega vel í stakk búin að verjast áföllum. Kaupfélag Eyfirðinga er með mjög margþættan rekstur og hefur staðist þrengingar undanfarinna ára betur en líklega flest önnur fyrir- tæki. Sá bati sem nú er orðinn hefur á hinn bóginn komið félaginu vel, eins og öðrum rekstri. í skýrslu á aðalfundi félagsins kom fram að árið 1983 hafi verið félaginu tiltölulega hagfellt, velta og viðskipti þróuðust með eðlilegum hætti, afkoman varð með besta móti og efnahagur félagsins stend- ur traustum fótum. Félagið hefur áfram getað sinnt sínu þýðingarmikla hlutverki í bæ og byggð. Verði ytri aðstæður sæmilega hagstæðar á reksturs- árangur síðasta árs að geta rennt stoðum undir áframhaldandi sókn til hagsbóta fyrir eyfirskar byggðir og íslenskt samvinnustarf. Hagnaður varð á rekstri kaupfélagsins á liðnu ári og að tillögum stjórnar um ráðstöfun eftirstöðva, var mestöllum skattskyldum hagnaði félagsins ráð- stafað til þúsunda félagsmanna með einum eða öðrum hætti. Þannig var greiddur um 5 milljón króna arður í stofnsjóð og auk þess veitti kaupfélag- ið 10,5 milljón króna afslátt frá vöruverði til við- skiptavina sinna. Þannig kemur góður hagur þessa fyrirtækis þeim sem við það skipta til góða. Varð- andi þessa ráðstöfun á skattskyldum hagnaði sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri í ræðu sinni á fundinum: „Vafalaust kann slíkt að verða þyrnir í augum einhverra andstæðinga samvinnufélaganna og hugsanlega gefa tilefni til nýrra ádeilna vegna ímyndaðra „ skattfríðinda “ samvinnufélaganna um- fram hlutafélög. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að væri Kaupfélag Eyfirðinga hlutafélag, gæti það vafalaust ráðstafað enn meira fjármagni til eig- enda sinna, sem þá væru væntanlega tiltölulega fáir hlutafjáreigendur. Með hliðsjón af eiginfé þess og stofnsjóðum, væri hlutafé í því tæpast lægra en 150 milljónir króna. Samkvæmt nýjum ákvæðum skatta- laganna er heimilt að greiða 10% arð til hluthafa og hefði hann þá numið 15 milljónum króna miðað við framangreint hlutafé. Auk þess hefði félagið svo mátt gefa út fríhlutabréf til hluthafa sinna fyrir mjög stórar upphæðir, og greiða síðan 10% arð af því. Með öllum þessum arðgreiðslum hefði kaupfé- lagið svo getað myndað reksturstap, sem væri síð- an frádráttarbært frá hugsanlegum hagnaði á næstu árum. Það má því ljóst vera, að „skattfríð- indi" eru meiri í hlutafélögum en í samvinnufé- lögum, ef yfirleitt á að tala um tilraunir yfirvalda til eflingar fjármunamyndun í atvinnulífinu sem „skattfríðindi‘‘.“ Stjórn Sparisjóós Svarfdæla ásamt sparisjóðsstjóra á hátíðarfundi að morgni 1. maí 1984 t.f.v.: Baldvin Magnússon, Halldór Jónsson, Gunnar Hjartarson, sparisjóðsstjóri, Hilmar Daníelsson, formaður, Hjörtur E. Þórarinsson, ritari og Óskar G. Jónsson. Mynd: Rögnvaldur. Sparisjóður Svarfdæla 100 ára: „Dæmi um þjóðarvakningu" - segir Jóhannes Nordal um stofnun sparisjóðanna Á forsíðu afmælisritsins er mynd af málverki Sigfúsar Halldórssonar af fyrstu stjórn sjóðsins 1884, en það voru Baldvin Þorvaldsson á Böggvi- stöðum, Jóhann Jónsson, Ytra-Hvarfi og Sigurður Sigurðsson á Tungufelli. Eins og fram hefur komið í Degi hélt Sparisjóður Svarf- dæla upp á 100 ára afmæli sitt 1. maí sl. í tilefni dagsins var opið hús hjá sparisjóðn- um og að sögn Gunnars Hjartarsonar, sparisjóðs- stjóra, var troðfullt allan tímann og töldu menn að á annað þúsund manns hafí notið veitinganna sem fram voru bornar. í tilefni afmælisins var gefið út ákaflega myndarlegt afmælisrit sem Hjörtur E. Þórarinsson ann- aðist útgáfu á. Ritið er 80 bls. með miklum fróðleik og fjölda mynda. Það var borið út í öll hús á Dalvík og í Svarfaðardal og hægt verður að fá það hjá spari- sjóðnum. í afmælisritinu er að finna for- mála eftir Hjört, Kveðju á aldar- afmæli eftir Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra, yfirlitsgrein um Sparisjóð Svarfdæla í 100 ár sem Hjörtur tók saman, en þar er að finna mjög miklar upplýsingar um byggð og búskaparhætti fyrr á tímum. Þá er í ritinu grein eftir Harald Hannesson um upphaf sparisjóðsstarfsemi á íslandi, skrá yfir ábyrgðarmenn og stjórnarmannatal og reikningar sjóðsins fyrir árið 1983. í grein Jóhannesar Nordal seg- ir m.a.: „Það framtak sem lýsti sér í stofnun fyrstu sparisjóð- anna, er enn eitt dæmi um þá þjóðarvakningu, sem fylgdi sjálf- stæðisbaráttu íslendinga á síð- ustu öld og kom fram í margvís- legum tilraunum til nýjunga í verslun og framleiðsíu, sem smám saman breytti aldalangri kyrrstöðu efnahagsstarfseminnar í markvissa framfarasókn." HS Samkór Dalvíkur söng á hátíðarsamkomu um kvöldið. Stjórnandi og undirlcikari er Colin P. Virr. Mynd: Rögnvaldur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.