Dagur - 09.05.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 09.05.1984, Blaðsíða 9
9. maí 1984 - DAGUR - 9 Síðustu æfinga- leikir Þórs - gegn ÍBK og Fram um helgina „Þessir lcikir verða lokaundir- búningur hjá okkur fyrir 1. deildina,“ sagði Þorsteinn Olafsson þjálfari Þórs er við ræddum við hann. Meistara- flokkur félagsins fer suður um næstu helgi og leikur tvo leiki, gegn ÍBK og Fram. „Við verðum þá búnir að leika 11 æfingaleiki fyrir 1. deiidar keppnina og ég tel það hæfilegt og nóg til þess að liðiö verður komið í leikæfingu. Við byrjuð- um á liðum í neðri deildunum og höfum síðan leikið við lið úr 1. deild og ég tel þetta góðan undir- búning,“ sagði Þorsteinn. Haraldur Ólafsson í keppni á Evrópumeistaramótinu á Spáni á dögunum. Mynd: GG. Svanberg og co. og Slipp- Svanberg Þórðarson og co. sigruðu í flokkasvigi í firma- keppni skíðaráðs um síðustu helgi. í sveitinni voru auk Svanbergs þeir Gunnar Svan- bergsson og Kristinn Svan- bergsson. í 2. sæti varð sveit Kjötiðnað- arstöðvarinnar, þá kom Hamar sf., a-sveit Slippstöðvarinnar, b- sveit Slippstöðvarinnar, Sjallinn og Pan hf. í boðgöngu sigraði a-sveit Slippstöðvarinnar en í henni voru Baldvin Stefánsson, Jóhannes Kárason og Árni Antonsson. í næstu sætum urðu sveit FN, b- sveit Slippstöðvarinnar og c-sveit Slippstöðvarinnar. mætir Tinda- stóli Síðasti undirbúningsleikur KA fyrir átökin í 1. deild í sumar verður á KA-velIi annað kvöld og hefst Ieikurinn kl. 19.30. Mótherjar KA verða leikmenn Tindastóls, og er þetta 14. æf- ingaleikur KA-liðsins fyrir sumarið. Verður fróðlegt að sjá lið Tindastóls í þessum leik, því liðið er nú að hefja keppni í 2. deild í fyrsta skipti eftir að hafa náð 2. sætinu í 3. deild sl. sumar. Þar er sem kunnugt er í markinu gamall KA-kappi, Árni Stefáns- son og fær hann það verkefni að glíma við sitt gamla félag. Björn og Signe unnu Síðustu skíðamót keppnistíma- bilsins voru í Hlíðarfjalli um síðustu helgi, og hafa nú skíða- menn komið skíðunum sínum fyrir uppi í hillu, flestir a.m.k. Akureyrarmót í stórsvigi var um síðustu helgi og í karlaflokki sigraði Björn Víkingsson Þór á 102, 31 sek. í öðru sæti var „gam- all jaxl“, Haukur Jóhannsson KA sem fékk tímann 102,95 sek. og þriðji varð Ingólfur Gíslason Þór á 103,19 sek. í kvennaflokki sigraði Signe Viðarsdóttir KA á 107,99 sek., önnur Anna M. Malmquist Þór á 109,24 sek. og þriðja Hrefna Magnúsdóttir KA á 109,49. í flokki 15—16 ára sigraði Guðrún Kristjánsdóttir KA í stúlknaflokki á 106,03 sek. og Björn B. Gíslason KA í pilta- flokki á 102,43 sek. Kristín M. Jóhannsdóttir Þór sigraði í flokki 13-14 ára á 116,84 sek. og í piltaflokknum Valde- mar Valdemarsson KA á 106,84 sek. í svigkeppninni sigruðu þau Björn og Signe einnig í flokki fullorðinna, Guðrún H. og Smári Kristinsson KA í flokki 15-16 ára. Akureyrarmót í skíðagöngu: Haukur náði bestum tíma Akureyrarmót í skíðagöngu var háð um síðustu helgi og var keppt í 14 flokkum í Hlíðar- fjalli. Sigurvegarar urðu sem hér segir: 10 ára og yngri (1,5 km): Kári Jóhannesson Þór 6,59 mín. Drengir 11-12 ára (2,5 km): Baldvin Þ. Ellertsson KA 11,44 mín. Stúlkur 11-12 ára (2,5 km): María Magnúsdóttir KA 13,55 mín. Drengir 13-14 ára (5 km): Ásgeir Guðmundsson KA 20,50 mín. Stúlkur 13-14 ára (2,5 km): Kristín Jóhannsdóttir Þór 18,51 mín. Drengir 15-16 ára (5 km); Rögnvaldur Ingþórsson Þór 16,08 mín. Karlar 17-19 ára (12 km): Haukur Eiríksson Þór 36,37 mín. Karlar 20-29 ára (12 km): Ingþór Eiríksson Þór 38,26 mín. Karlar 30-34 ára (12 km): Ingþór Bjarnason Þór 42,26 mín. Karlar 35-39 ára (12 km): Sigurður Aðalsteinsson KA 39,36 mín. Karlar 40-44 ára (6 km): Gunnar Arason KA 24,35 mín. Karlar 45-49 ára (5 km): Gunnar Ragnars KA 24,17 mín. Karlar 50-54 ára (5 km): Loftur Magnússon 21,37 mín. Karlar 55 ára og eldri (5 km): Ásgrímur Stefánsson 24,51 mín. Næsta mót á vegum Knattspyrnu- ráðs Akureyrar verður hið svo- kallaða „Vormót“ og sagði Páll Leósson formaður KRA að ekki væri ákveðið hvenær það hæfist. Síðan kemur Akureyrarmót og að lokum Haustmót. Páll vildi geta þess að verð- launapeningar fyrir Bikarmótið sem lauk um helgina hefðu verið gefnir af Dagskránni. Haraldur fékk tilboð - frá sænskum lyftingaklúbbi Haraldur Ólafsson lyftinga- maður úr Þór íhugar nú tilboð frá lyftingaklúbbi í Malmö í Svíþjóð um að koma út og keppa fyrir klúbbinn. Forráða- menn þessa sterkasta lyftinga- klúbbs Svíþjóðar sáu til Har- aldar á Evrópumeistaramótinu á Spáni á dögunum og hrifust mjög af þessum efnilega lyft- ingamanni. - Þeir komu til mín eftir síð- ustu lyftuna og buðu mér að koma, sagði Haraldur í samtali við Dag. Haraldur sagðist nú íhuga þetta tilboð en vissulega væri gaman að slá til og æfa undir handleiðslu færustu þjálfara. Ár- angur Haraldar á Evrópu- meistaramótinu var mjög góður. Hann setti tvö íslandsmet á mót- inu, lyfti 172.5 kg í jafnhöttun og 300 kg í samanlögðu og er hann jafnframt fyrsti íslendingurinn sem setur met í lyftingum á al- þjóðlegu stórmóti. Á mótinu kepptu einnig tví- burarnir Garðar og Gylfi Gísla- synir en þeir lyftu 320 og 315 kg í 100 kg og 90 kg þyngdarflokki. -ESE. Næsta mót er Vormót 1-x-2 1-x-2 Og þá er það lokaslagurinn hjá spckingunuin í Getraunaþætti Dags. Um næstu helgi er síðasta leikvika hjá Getraunum og nú dregur til úrslita í keppninni hjá okkur hér. Einar Pálnii hcldur enn forustunni og jók hana reyndar, var með 6 rétta. Tryggvi Gíslason var með fimm rétta og cr í 2. sæti. Pálmi Matthíasson var með 4 rétta og er í þriðja sæti og Eiríkur S. Eiríksson sem einnig hafði 4 rétta er í „júmbósætinu“. - Stað- an þannig að Einar er með 50, Tryggvi 47, Pálmi 46 og Eirík- ur 34. Og þá eru það síðustu leikimir. Tryggvi Gíslason. 47 Birmingham-Southampton Coventry-Norwich Everton-QPR Ipswich-A.Villa Leicester-Sunderland Notts C.-Liverpool Tottenham-Man.Utd. Watford-Arsenal WBA-Luton West Ham-Nott.Forest Bamsley-Carlisle Grimsby-Chelsea 2 X 2 1 1 2 2 2 1 2 2 1 Pálmi Matthíasson. 46 Birmingham-Southampton Coventry-Norwich Everton-QPR Ipswich-A.Villa Leicester-Sunderland Notts C.-Liverpool Tottenham-Man.Utd. Watford-Arsenal WBA-Luton West Ham-Nott.Forest Barnsley-Carlisle Grimsby-Chelsea 2 1 1 1 X 2 X 1 1 1 1 1 Einar Pálmi Árnason. 50 Birmingham-Southampton Coventry-Norwich Everton-QPR Ipswich-A.Vilia Lcicester-Sunderland Notts C.-Liverpool Tottenham-Man.Utd. Watford-Arsenal WBA-Luton West Ham-Nott.Forest Barnsley-Carlisle Grimsby-Chelsea X 1 1 1 X 2 X 2 1 1 X X Eirfkur Eiríksson. 34 Birmingham-Southampton Coventry-Norwich Everton-QPR Ipswich-A.Villa Leicester-Sunderland Notts C.-Liverpool Tottenham-Man.Utd. Watford-Arsenal WBA-Luton West Ham-Nott.Forest Barnsley-Carlisle Grimsby-Chelsea 2 X 1 X 1 2 X 2 1 X 1 X 1-X-2 1-x-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.