Dagur - 09.05.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-9. maí 1984
Sauðárkrókur:
Fimm
milljonir
í íþrótta-
húsið
Fjárfrekasta framkvæmd
Sauðárkróksbæjar á þessu
sumri er áframhald byggingar
íþróttahúss í bænum, en Sauð-
krækingar hafa hingað til orðið
að búa við mjög ófullnægjandi
aðstöðu í þeim efnum.
Hér er því um mjög brýna
framkvæmd að ræða og var húsið
gert fokhelt sl. haust. Fjárveiting
í framkvæmdir við húsið á þessu
ári er rúmar fimm milljónir
króna. gk-.
Slæmar horfur
í atvinnu-
málum
ungs fólks
Atvinnumál ungs fólks voru til
umræðu á fundi bæjarstjórnar
Akureyrar í gær, en horfur í
þeim efnum eru mjög slæmar.
Samþykkt var tillaga á fundin-
um sem Sigríður Stefánsdóttir
mælti fyrir, en meðflutningsmenn
eru Sigurður Jóhannesson, Val-
gerður Bjarnadóttir, Jórunn Sæ-
mundsdóttir og Gunnar Ragnars.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að
lagðar verði fyrir bæjarráð niður-
stöður könnunar atvinnumála-
nefndar og hagsýslustjóra á at-
vinnuhorfum ungs fólks, en þær
niðurstöður gætu legið fyrir nú
um helgina, og fundnar verði
leiðir til að firra vandræða-
ástandi. Þá er gert ráð fyrir að
gerð verði ný úttekt á atvinnu-
leysisskráningunni, sem ekki er
talin gefa nægilega góðar vís-
bendingar um stöðuna í þessum
efnum. - HS.
Mini-golfið
aftur til
bæjarráðs
Á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær var samþykkt til-
laga frá Jóni Sigurðarsyni um
að vísa aftur til bæjarráðs um-
sókn Hreiðars Jónssonar um
mini-golf sunnan sundlaugar-
innar, en bæjarráð hafði fallist
á erindið.
í rökstuðningi Jóns fyrir tillög-
unni kom m.a. fram að sund-
laugarstjóri hefði þrisvar sinnum
lagt erindi fyrir íþróttaráð um að
fá að starfrækja mini-golf á sund-
laugarlóðinni á vegum sundlaug-
arinnar. Þá hefði íþróttaráð sótt
um fjárveitingu til þessa en verið
synjað. Jón kvað sundlaugar-
stjóra telja að mini-golf gæti afl-
að sundlauginni tekna og óeðli-
legt og óæskilegt væri að skerða
tekjumöguleika sundlaugarinnar.
Kanna ætti hugmyndir sund-
laugarstjóra nánar.
Aðrir bæjarfulltrúar mæltu
með því að málið yrði skoðað
nánar, en hins vegar mætti ekki
dragast úr hömlu að afgreiða um-
sókn Hreiðars og væri hugsanlegt
að finna stað fyrir hans starfsemi
annars staðar í bænum. - HS.
- Ég er búinn að vera hér síð-
an ég var tvítugur. Ég er fædd-
ur og uppalinn á Valdanesi hér
á Vatnsnesinu og það má því
segja að ég hafi ekki leitað
langt yfir skammt. En ég kann
ákaflega vel við mig héma.
Hér er gott og gestrisið fólk og
við lítum björtum augum til
framtíðarinnar.
Það er Eggert Levy, fulltrúi
kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi
Vestur-Húnvetninga á Hvamms-
tanga sem er í Viðtali Dags-ins
að þessu sinni. Er blaðamenn
Dags heimsóttu Hvammstanga
vildi svo til að aðalfundur kaup-
félagsins stóð sem hæst og Eggert
varð því fúslega við því að bjarga
okkur um smá upplýsingar um
verslun og viðskipti og mannlífið
á Hvammstanga.
- Það hefur átt sér stað geysi-
leg uppbygging hér á Hvamms-
tanga sl. ár. Hér stendur verslun
í blóma, hér er rekin glæsileg
rækjuverksmiðja, vegagerðin
hefur hér aðsetur og hér eru rek-
in tvö bílaverkstæði og eitt tré-
smíðaverkstæði, sagði Eggert er
við forvitnuðumst um helstu at-
vinnuþætti. Uppbyggingin blasir
við hvert sem litið er. Ibúðarhús
eru hvarvetna í byggingu og á Eggert Levy á skrifstofu sinni.
aldarinnar og ég held ég megi
fullyrða að við höfum staðið okk-
ur mjög vel í samkeppninni hér
á Hvammstanga.
- Er mikið verslað hér á
sumrin?
- Verslunin virðist fara vel af
stað þetta árið og hér var t.d.
mjög mikil verslun í aprílmánuði
en það er auðvitað súrt í broti að
vera ekki nær hringveginum en
raun ber vitni. Við töpum á þess-
um fimm kílómetrum sem við
erum út úr en hins vegar þá bend-
ir margt til þess að við getum átt
von á auknum ferðamanna-
straumi hingað. Fólk er smám
saman farið að gera sér grein fyr-
ir möguleikum Vatnsnessins og
ég spái því að Hvammstangi og
Vatnsnesið eigi eftir að verða
vinsæll ferðamannastaður þegar
fram líða stundir.
- Þið hjá kaupfélaginu hafið
ekkert verið í útgerð fram að
þessu. Eru einhver áform uppi í
þessu sambandi?
- Við höfum auðvitað rennt
hýru auga til sjávarútvegsins og
einkum þeirra miklu möguleika
sem rækjan og skelin bjóða upp
á. Mér er hins vegar ekki kunn-
ugt um að neinar ákvarðanir hafi
verið teknar í þessum efnum.
Mynd: ESE. - Hvað finnst fólki um „rækju-
Hér býr gestrisið
og mjög gott fólk
- segir Eggert Levy, fulltrúi kaupfélagsstjórans á Hvammstanga
Hvammstanga er jafnframt verið
að stækka grunnskólann og
heilsugæslustöð er þar í bygg-
ingu. Hálft annað ár er liðið síð-
an „stolt staðarins“ - sundlaugin
var tekin í notkun og Eggert
dregur ekki dul á að íbúar
Hvammstanga eru ánægðir með
þessa laug.
- Það varð algjör atvinnubylt-
ing þegar hitaveitan og rækju-
vinnslan komu hingað. Hitaveit-
an olli tímamótum. Hún var
byggð áður en verðbólguvitleys-
an óð upp úr öllu og við njótum
því ódýrrar og góðrar hitaveitu í
dag. Það hefur einnig verið ör
fólksfjölgun undanfarinn áratug.
- Hvernig er aðkomufólki
tekið?
- Mjög vel. Við erum gestrisn-
ir hér á Hvammstanga og fólki
hefur gengið mjög vel að aðlaga
sig þeim lifnaðarháttum sem hér
tíðkast.
- Hvernig er félagslífið á
staðnum?
- Ég tel að hér sé boðið upp á
mjög fjölbreytt tómstundalíf.
Hér eru starfræktir allir hugsan-
Iegir klúbbar og íþróttalíf t.d.
sund er hér á mikilli uppleið. Það
er frekar að fólk sé í vandræðum
með að finna sér tíma fyrir tóm-
stundirnar en að framboðið sé
ekki nóg.
- Hvernig gengur reksturinn
hjá kaupfélaginu?
- Það er auðvitað rétt að
kaupfélagsstjóri svari því beint
en almennt séð þá gengur rekst-
urinn vel. Hér eru mikil viðskipti
og við rekum hér alhliða verslun
með nánast allar hugsanlegar
vörur. Þetta er rótgróið og traust
kaupfélag, stofnað í byrjun
æðið“ sem nú virðist í algleymi?
- Ég er að vísu ekki mjög
kunnugur þessari starfsemi en
það sem ég heyri á götunni,
bendir til þess að fólk sé almennt
ekki mjög hrifið af þessu brölti.
Við höfum heyrt að það sé í bí-
gerð að flytja rækju frá Sauðár-
króki til vinnslu suður í Reykja-
vík og þetta mælist ákaflega illa
fyrir meðal fólks hér. Fólk viil að
við vinnum okkar afurðir sjálf
hér á Norðurlandi og eins er fólk
ekki hrifið af því að stórum
skipum verði í auknum mæli
stefnt á rækjumiðin. - ESE.
Bein sending frá
Olympíuleikunum
— Við erum tilbúin að vaka, en er Sjónvarpið tilbúið?
iróttamaður hringdi:
tð hefur komið fram í fréttum
) forráðamenn Sjónvarpsins
/ggjast ekki senda út beint efni
á Olympíuleikunum. Er því
>rið við að þessar sendingar séu
nóttinni að íslenskum tíma og
n ekki hægt að gera neitt í mál-
u.
Nú veit ég að ég mæli fyrir
munn margra þegar ég segi að við
treystum okkur alveg til að vaka
ef við eigum kost á að sjá íþrótta-
menn okkar í beinni sendingu í
keppni við bestu íþróttamenn
heims. Ég er ekki að tala um að
allir leikarnir verði sendir beint,
heldur aðeins keppni þeirra ís-
lendinga sem taldir eru eiga
möguleika. Þeir Einar Vilhjálms-
son og Vésteinn Hafsteinsson
geta báðir hitt á risaköst á góðum
degi - góðri nótt á íslandi og því
skora ég á Sjónvarpið að sýna
a.m.k. spjótkastskeppnina og
kringlukastið. Treysti sjónvarps-
starfsmenn sér ekki til að vaka,
þá mætti a.m.k. semja við Varn-
arliðið um að fá að dreifa ein-
hverju af beina efninu sem þeir
fá í gegnum litlu jarðstöðina við
hliðina á Skyggni, í gegnum ís-
lenska dreifikerfið. Það getur
varla kostað mikið, þó ég dragi
ekki í efa að einhverjum kynni að
þykja erfitt að brjóta odd af of-
læti sínu og biðja um þetta efni.
Það er allt í lagi að vera stoltur og
reyna að sporna gegn óæski-
legum erlendum áhrifum en það
á varla við um íþróttir frá Olymp-
íuleikunum eða hvað? Því miður
virðist þó oft á tíðum stutt á milli
þjóðarstolts og þjóðrembu.