Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 5
21. maí 1984 - DAGUR - 5 Friðarhreyfing stofnuð í Þingeyjar- sýslum Friðarhreyfing Þingeyinga hef- ur verið stofnuð. Síðastliðinn vetur hafa margir atburðir gerst hér í sýslu. Það voru kon- ur í Bárðardal sem áttu frum- kvæðið með stofnun friðar- hóps kvcnna. Eftir það voru stofnuð Friðarsamtök kvenna á Þórshöfn og nágrenni, þau telja nú um 40 manns. Á Húsavík var farin blysför fyrir friði á þorláksmessu 1983 með þátttöku yfir 500 manns. Síðan hefur verið stofnaður friðarhópur kvenna á Raufarhöfn eftir að farin hafði verið friðar- ganga í bænum. í dymbilviku var haldin fjölskylduhátíð fyrir friði gegn kjarnorkuvígbúnaði og allri stríðsógn í heiminum. Laugar- daginn fyrir páska mættu á sam- komuna í Félagsheimili Húsavík- ur um 200 manns og fjölmargir skráðu sig til þátttöku f fyrirhug- aðri Friðarhreyfingu Þingeyinga. í framhaldi af þessu öllu var boð- aður allsherjarfundur til stofnun- ar F.I>. laugardaginn 12. maí 1984 á Húsavík. Fundinum bárust skeyti frá sex aðilum, þar á meðal Friðarsam- tökum kvenna á Þórshöfn og Raufarhöfn sem lýstu yfir áhuga á aðild. Stuðningskveðjur bárust víðar að og áhugahópur á Kópa- skeri skráði þátttöku sína. Á fundinum voru samþykktar starfsreglur fyrir hreyfinguna og kosin var þriggja manna fram- kvæmdanefnd. I henni eiga sæti Sveinn Rúnar Hauksson formað- ur, Þórarinn Ólafsson ritari og Björg Árnadóttir gjaldkeri. Þá voru kosnir þrír varamenn. Sam- þykkt var að vinna að því fyrir næsta allsherjarfund að koma á laggirnar framkvæmdaráði sem í eiga sæti 1 fulltrúi hvers sjálf- stæðs starfandi friðarhóps í sýsl- unni. "\_______________________/~ STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð. Nýjar sumarvörur Þýskir barnastakkar a 8-14 ára, nýir litir. Joggingföt á 2-12 ára. Gallabuxur og flauelsbuxur á 5-12 ára. Gott verð. Bolir og peysur í úrvaii. Dömu- og gallabuxur á aðeins kr. 540,00. Sigurtar Gubmundssonarkf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI ^Jj£,Trésmiðafélag Akureyrar Aðalfundur y'*»tx*v Aðalfundur Trésmiðafélags Akureyrar fyrri hluti verður haldinn miðvikudaginn 23. maí 1984 á sal félagsins og hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Inntaka, úrsagnir. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Ákvæðisvinna, málefnasamningur. 4. Önnur mál. Ékki má gleyma kaffinu og kökunum. Á ekki að mæta? Nú verður fjör. Stjórnin. Halló - Halló - Halló! Félagar í Flúðum Lesið tilkynningu í glugga Sportvöruverslunar Brynjólfs Sveinssonar, Skipagötu 1. Stjórnin. Teppahreinsun -Húsgagnahreinsun Hreingerningar með ÉhIsí! nýjum og fullkomnum vélum. fm Sérstök efni á ullarteppi IL og ullarklæði. fl Löng reynsla - ^^ vanirmenn. | mrSt Sími 21719. Kardemommu- bærinn eftir Thorbjöm Egner Þriðjudagur 22. maí kl. 18.00. Fimmtudagur 24. maí kl. 18.00. Miðasala opin alla virka daga frá kl. 15-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Leikfélag Akureyrar. Sími 24073.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.