Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-21.maí1984 Nói Björnssoii Nói fékk rautt spjald „Þetta var strangur dómur," sagði Nói Björnsson fyririiði Þórs er hann gekk af leikvelli í leiknum gegn KA í gær er hinn spjaldaglaði dómari, Friðgeir Hallgrímsson hal'ði sýni lionuiii rauða spjaldið. Nói á því leikbann yfir höfði sér. „Hann braut á andstæðingnum liggj- andi og það var ekkert annað fyrir mig að gera en sýna rauða spjaldið," sagði dómarinn eftir leikinn. „Að vísu braut andstæðingur hans á honum og hann fékk reyndar gult spjald fyrir það." „Þetta var samsluð og eðlileg við- brögð að ntaður reyni að bera hönd fyrir höl'uð sér," sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs, hress með sigurinn en sá sigur var að vísu dýrkeyptur fyrir hann, Alfreð tognaði Alfreð Gíslason og félagar hans í þýska liðinu Essen voru um helgina slegnir út úr bikarkeppninni þar í landi er þeir töpuðu fyrir Berlín 16:22 á útivelli. Alfreð byrjaði vel í leiknum og hafði skorað tvö mörk er hann meiddist ¦ (tognun) og var ekki með eftir það. Völsungur sigraði Svavar Geirfinnsson, kornungur piltur i sem er að leika sína fyrstu leiki með 1 m.fl. Völsungs á Húsavík, tryggði lið- I iiiii sigur gegn UMFN í leik liðanna á 1 Húsavík um belgina. Hann skoraði mark sitt á 8. míiiútu 1 með mjög góðu skoti utan vítateigs Og i þrétt fyrir marktækifæri á báða bóga í 1 leik sem einkenndist af slökum vallar- 1 og veðurskilyrðum urðu mörkin ekki | fieiri. Góð byrjun bjá Vðlsungi.H.J. I Tindastóll | tapaði Tindastóll tápaði illa í sínum fyrsta leik í 2. deild, en liðið mætti FH í Hafnar- firði í gær. Úrslitin 6:1 fyrir FH sem talið er líklegt tii afreka í deildinni í sumar. Önnur úrslit urðu þau að ísfiröingar unnu 3:2 sigur í Borgarnesi gegn UMFS, ÍBV og Víðir gerðu jafntefli í Eyjum og Völsungur vann L.YIFN eins og fram kemur í annarri grein hér á síð- umii. Olympiuleikarnir í Los Angeles Haraldur á verðlauna- pallinn? Ef svo fer sem horfir að A.- Evrópuríkin með Sovétríkin í broddi fylkingar hætti við þátt- töku á Olympíuleikunum í Los Angeles, gæti farið svo að ís- lendingur kæmist á verð- launapall í lyftingakeppni leik- anna. Sá sem hér um ræðir er enginn annar en Haraldur Ólafsson, lyft- ingamaður úr Þór en Haraldur á best 300 kg í samanlögðu í 75 kg flokki. Alþjóðalágmarkið í þess- um flokki er 295 kg en Haraldur hefur að undanförnu sýnt og sannað að hann ætti að geta lyft 310 til 315 kg þegar hann verður á toppi - um líkt leyti og Olymp- íuleikarnir fara fram. Á Evrópumeistaramótinu á dögunum atti Haraldur kappi við 14 lyftingamenn og þar af voru 12 frá Austurblokkinni. Fáir aðrir koma til greina í verðlaunasæti þannig að ef A.-Evrópuþjóðirnar mæta ekki þá ætti Haraldur að eiga góða möguleika á brons- verðlaunum. Gallinn er bara sá að ekki er búið að velja Harald til keppni á leikunum en fullvíst.má þó telja að hann verði einn þeirra fjög- urra sem bætast við Olympíuhóp íslands. - ESE. Snjjór á Sigló -og ekkert varð úr leik KS og Einherja í 2. deildinni „Því miður, hér er um 10 cm jafnfallinn snjór á vellinum og enginn Ieikur í dag," sagði Karl Pálsson formaður Knatt- spyrnufélags Siglufjarðar er við ræddum við hann í gær. Siglfirðingar áttu að taka á móti Einherja frá Vopnafirði í gær, en á laugardagskvöld var ljóst að ekki gat orðið af þeim leik vegna þess að þá hafði snjó- að á Siglufirði. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Siglfirðingar verða fyrir barðinu á veðurguð- unum í upphafi íslandsmóts í knattspyrnu. Annars var Karl bjartsýnn á sumarið. - „Strákarnir tveir sem við fengum frá Leeds, þeir Darr- en og Colin eru komnir hingað og byrjaðir að æfa með okkur," sagði Karl. „Mér. líst mjög vel á þá, þeir eru geysisterkir miðvall- arspilarar en mega því miður ekki leika með okkur fyrr en í 7. umferð. Pá er Björn Ingimundar- son kominn heim, hættur við að leika með FH og.þar fáum við sterkan mann en hann má því miður ekki leika með fyrr en í 5. umferð. Við förufn hægt í sakirn- ar í fyrstu umferðunum en þegar þessir leikmenn verða komnir á fulla ferð verðum við tilbúnir í hvað sem er," sagði Karl. Kristján Kristjánsson lielur skotíð og boltinn siglir í mark KA þrátt fyrir varnarlill Þórsarar Það voru Þórsarar sem hrós- uðú sigri eftír leik sinn gegn KA - í 1. leik liðanna í 1. deild á keppnistímabUinu. Leikur- inn á Þórsvclli endaði 2:1 þcim í vil og Þór fer í leikinn gegn Skagamönnum á miðvikudag með 3 stig. „Þetta var gott í fyrri hálfleik hjá okkur, meira þóf í síðari hálf- leik, en úrslitin voru sanngjörn," sagði Páll Guðlaugsson mark- vörður Þórs eftir leikinn. Hann lék nú sinn fyrsta deildarleik með Þór og er óhætt að segja að hann hafTkomið vel frá leiknum. „Ég hef góðan kennara og það er sómi fyrir mig að taka við treyj- unni af Þorsteini Ólafssyni," sagði Páll eftir leikinn. - Kalsaveður var í gær er leikurinn fór fram, norðanátt og suddi. Þórsarar undan vindi í fyrri hálfleiknum og „áttu hann" eins og sagt er á knattspyrnumáli. Þeir skoruðu tvö mörk, það fyrra Guðjón Guðmundsson á 15. mín- útu eftir aukaspyrnu Bjarna S i n á u u s u f> á n sl h Hvað sögðu þeir? - Hvað sögðu þeir? - Hvað sögði „Agætur leikur" Konráð Gunnarsson: „Þetta var ágætur leikur. Ég átti hálft í hvoru von á þessum úr- sliiiiiii en ég veti líka að KA á eftir að standa sig vel í sumar, það er á hreinu." „Faller fararheill" Jón Arnþórsson: „KA-Iiðið er ungt og efnilegt með ágætan þjálfara. Þessi fyrstí leikur í Islandsmótínu segu- enga aðra sögu en þá að fall er fararheill." „KA getur betur" Haukur Jakobsson: „Þetta var mjög lélegt hjá iiiíiiuiii mönnum í KA og betra liðið vann sanngjaman sigur. Mínir menn í KA eiga ettir að gera bet- ur sjáðu til." „Þór hafði yfirburði" Ragnar Þorvaldsson: „Þór hafði yfirburði að sjálf- sögðu og liðið á eftír að verða mJög gott í sumar. Ég áleit að KA-Iiðið væri sterkara en \>nö var." o Þ si ai

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.