Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 7
21.maí1984-DAGUR-7 irnartilburði Ormars Örtygssonar. Mynd: KGA. sterkari! in cr er 3g í a" li. ra n- na Sveinbjörnssonar og Kristján Kristjánsson það síðara á 35. mínútu með lúmsku skoti sem ágætur markvörður KA Þorvald- ur Jónsson réði ekki við. Yfirburðir KA í síðari hálfleik undan vindunum voru ekki þeir sömu, jafnvel þótt þeir lékju ein- um fleiri eftir að Nói Björnsson fyrirliði Þórs fékk rauða spjaldið á 60. mínútu. Voru menn sam- mála um að Þórsliðið hefði verð- skuldað sigur en naumur var hann þó í lokin. gðu þeir? - „Fyrsta skrefið" Óskar Hjaltalín: li'- „Þetta var sanngjarn sigur Þórs ðai og síst of stór. Eg er viss um að aÖ Þór verður í toppbaráttunni í aö sumar og þessi sigur gegn KA var aðeins fyrsta skrefið hjá mínum mönnum." Hinrik Þórhallsson sem kom inn sem varamaður í s.h. minnk- aði muninn í 2:1 á 83. mínútu, nikkaði boltanum inn af stuttu færi og á lokamínútu leiksins mátti Páll markvörður Þórs taka á öllu sínu í tvígang til að bjarga marki. Besta tækifæri leiksins fékk hinsvegar Óli Þór í upphafi síðari hálfleiks, komst einn innfyrir vörn KA en Þorvaldur Jónsson í marki KA hirti boltann af tám hans. „Þetta var sennilega of auðvelt fyrir mig, þetta var aga- legt," sagði Óli Þór eftir leikinn. Leikurinn bar mjög merki þeirra aðstæðna sem hann var leikinn við, en Þórsarar ollu áhangendum sínum ekki von- brigðum og sýndu góða takta. „Ég er mjög ánægður með strák- ana, þeir börðust vel og þetta er góð byrjun," sagði Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs eftir leik- inn. Hljóðið var ekki eins gott í herbúðum KA: „Þetta var afar slakt hjá okkur," sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA. - „Betra liðið vann en við eigum eftir að gera betur, sérstaklega þegar það er haft í huga að við erum með menn í meiðslum. Þessi leikur segir ekkert um sumarið í heild." - Það vakti athygli að þú settir Hinrik Þórhallsson á varamanna- bekk en lést Bjarna Jóhannsson leika frammi, mann sem hefur ekki leikið þá stöðu áður. „Ég var með nýja uppstillingu, þannig var Bjarni hafður frammi og það má segja að þetta hafi ver- ið tilraun hjá mér," sagði Gústaf. Kristín sló í gegn! Akureyrarmót í fimleikum var haldið í íþróttahúsi Glerárskóla dagana 4. og 6. maí. Á föstudaginn fóru fram undanúrslit hjá stúlkum sem voru 40 alls. Átta fyrstu á hverju áhaldi komust í úrslit sem voru á sunnudaginn. Þá kepptu einnig 10 drengir til úrslita. Það er óhætt að segja að keppnin hafi farið vel fram og margir efnilegir krakkar sýndu nú árangur langra og strangra æfinga síðustu mánaða og ára. Besta manneskja mótsins mun þó hafa verið Kristín Hilmars- dóttir, en hún varð Akureyrar- meistari á þremur áhöldum og í öðru sæti á tveimur. Matthea Sig- urðardóttir varð tvöfaldur meist- ari og Baldvin Hallgrímsson varð Akureyrarmeistari í samanlögðu hjá drengjum. Sex bikarar voru veittir á mót- inu og 46 verðlaun, gefendur voru Sigbjörn Gunnarsson, Baut- inn, Slippstöðin og þjálfarar. Úrslit urðu þessi: Hestur 12 ára og yngri: 1. Sigrún H. Ingadóttir 7,40 1. Heiðdís Smáradóttir 7,40 2. Guðrún Gísladóttir 7,35 3. Harpa M. Örlygsdóttir 6,35 Hestur 1.V árn og eldri: 1. Kristín Hilmarsdóttir 8,70 2. Mattheá Sigurðardóttir 8,55 3. Sigríður Viðarsdóttir 8,40 Tvíslá 0., 1., 2. gráða: 1. Harpa Örlygsdóttir 5,70 2. Rildur B. Sigbjörnsdóttir 5,07 3. María Pálsdóttir 5,00 Tvíslá 3., 4. gráða: 1. Matthea Sigurðardóttir 9,00 2. Kristín Hilmarsdóttir 8,70 3. Hanna Dóra Markúsdóttir 7,35 Slá 2. gráða: 1. HildurB. Sigbjörnsdóttir 6,65 2. Árný Árnadóttir 5,60 3. Guðrún Sigbjörnsdóttir 5,55 Slá 4. gráða: 1. Kristín Hilmarsdóttir 9,20 2. Matthea Sigurðardóttir 8,85 3. Hanna Dóra Markúsdóttir 8,30 Gólf 2. og 3. gráða: 1. Aðalheiður Ragnarsdóttir 6,25 1. Sigrún H. Ingadóttir 6,25 2. Heiðdís Valbergsdóttir 5,85 3. Marta Hreiðarsdóttir 5,65 Gólf 4. gráða: 1. Matthea Sigurðardóttir 8,85 2. Kristín Hilmarsdóttir 8,75 3. Hanna Dóra Markúsdóttir 8,25 Frjáls æfing á gólfi: 1. Kristín Hilmarsdóttir 9,45 2. Matthea Sigurðardóttir 9,40 3. Katrín Káradóttir 9,00 Dýna: 1. Stefán G. Stefánsson 8,55 2. Baldvin Hallgrímsson 8,45 3. Sigurður Ólason 7,85 Bogahestur: 1. Baldvin Hallgrímsson 8,25 2. Sigurður Ólason 7,65 3. Stefán G. Stefánsson 6,30 Hringir: 1. Baldvin Hallgrímsson 8,95 1. Stefán G. Stefánsson 8,95 2. Sigurður Ólason 8,05 3. Ólafur Aðalgeirsson 7,85 3. Guðlaugur Halldórsson 7,85 Hestur: 1. Baldvin Hallgrímsson 8,95 2. Stefán G. Stefánsson 8,90 3. Ólafur Aðalgeirsson 8,45 Tvíslá: 1. Stefán G. Stefánsson 9,10 2. Sigurður Ólason 8,50 3. Baldvin Hallgrímsson 8,40 Svifrá: 1. Stefán G. Stefánsson 9,35 2. Baldvin Hallgrímsson 8,65 3. Helgj Jónsson 8,20 Akureyramteistarar 1984. Stúlkur: Hestur: Kristín Hilmarsdóttir. Tvíslá: Matthea Sigurðardóttir. Slá: Kristín Hilmarsdóttir. Gólf: Matthea Sigurðardóttir. Frjáls æf. á gólfi: Kristín Hilmarsd. Drengir (úr samanlögðu): Baldvin Hallgrímsson. Matthea Sigurðardóttir, Kristín Hilmarsdóttir og Baldvin Hallgrímsson. „Tígerinn" tók Amaróbikarinn Sverrir „Tiger" Þorvaldsson sigraði í „snærisleik" hjá Golf- klúbbi Akureyrar um helgina. Nokkur fjöldi kylfinga lét sig hafa sunnlenska rigningarveðrið á laugardagsmorgun og voru menn ansi vel „dúðaðir" margir hverjir og veitti ekki af. Árangur var upp og ofan eins og gerist við slíkar aðstæður eins og voru fyrir hendi en Sverrir var hinn öruggi sigurvegari á 67 höggum og hlaut bikar þann sem Amaró h.f. gaf til keppninnar. Sigurður H. Ringsted og Ólaf- ur Gylfason urðu jafnir í 2. og 3. sæti á 69 höggum. Þeir fóru í bráðabana og Sigurður hafði sigurinn á 2. holu. Næstu mót hjá GA eru „Videó-, mót" á fimmtudag (ræst út kl. 16-18 og leiknar 9 holur), four ball best ball á laugardag og drengjakeppni á sunnudag. Badminton: ni\UirByi vann stór- sígur! Akureyringar og Siglfirðingar háðu um helgina bæjakeppni í badminton og fór hún fram í íþróttahöllinni á Akureyri. Akureyringar höfðu nokkra yfir- burði í keppninni sem lauk með 15 stigum þeirra gegn 3 stigum Siglfíröing- anna. í einliðateik karia vann Kristinn Jónsson Akureyri Odd Siguðsson S, Þórður Pálmason A sigraði Ottó Guð- jónsson, Sigurður Steingrímsson S sigr- aði Tómas Leifsson A, Sigurjón Er- lingsson S sigraði Fjölni F. Guðmunds- son A, Finnur Birgisson A sigraði Jón E. Sigurðsson S, Haukur Jóhannsson A sigraði Jóhann Jónsson S, Sveinn B. Sveinsson A sigraði Bjarna Árnason S og Einar J. Kristjánsson A sigraði Jó- hannes Egilsson S. «v». í einliðaleik kvenna sigraði Jakobína Reynisdóttir A Sigrúnu Jóhannsdóttur S, Guðrún Erlendsdóttir A sigraði Guðbjörgu Ottósdóttur S, Margrét Ey- fells A sigraði Auði Erlendsdóttur S og Ragnheiður Haraldsdóttir A sigraði Ernu Erlendsdóttur S. I tvfliðaleik karia sigritðu Siglfirðingarnir Sigurður og Ottó þá Þórð Pálmason og Fjölni F. Guð- mundsson, Kristinn Jónsson og Sveinn B. Sveinsson A unnu Odd Sigurðsson pg Bjarna Árnason, Haukur Jóhanns- son og Tómas Leifsson A unnu Sigur- jón Erlingsson og Jóhann Jónsson og Björn og Erlingur A unnu Jón E. Sig- urðsson og Jóhannes Egilsson. í tvíliðaleik kvenna unnu Jakobína og Guðrún A þær Sigrúnu og Guð- björgu frá Siglufirði og Ragnheiður og Margrét A unnu Auði og Ernu frá Siglufirði. Engin mótabók handa Degi Blöðin í Keykjavík mega ekki vatnt halda vegna ánægju sinnar með frammistöðu mótanefndar KSÍ, enda fengu þau mótabók knatt- spyrnusumarsins 1984 í hendur „glóðvolga" nokkrum mínútum eft- ir að hún kom úr pressunni fyrir 10 dögum síðact. En hér á Degi er hljóðið í mönnum ekki eins gott. Við höfðum samband við KSI fyrir mánuði og var þá lofað að við myndum l;i seml drög að mótaskrá sumarsins. Fyrir um hálfum mánuði höfðum við aftur samband og aftur kom lof- orð en efndintar urðu eins og í fyrra skiptið. Loks rakst umsjónarmaður íþróttasíðu^ Dags á framkvæmda- stjóra KSÍ á biaðamannafundi í Reykjavík í síðustu viku og fékk munnlegt loforð um að mótabókin færi í póst samdægurs frá skrifstofu KSÍ. Síðan er líðin vika og ekkert hefur gerst. Því er ástandið hér þannig að yið höfum ekki á hreinu næstu leiki Íslandsmótsins eða Bikarkeppninn ar sem mun að sögn hefjast í vik umii, og bíðum við þess nú að móta- bókin komi i bókabúðir hér á Akur eyri. En við samgieðjumst blaða- mönnum í Reykjavík yegna þess hversu góð þjónusta KSI er við þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.