Dagur - 23.05.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 23.05.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. maí 1984 Hverjir heldur þú að verði íslands- meistarar í knatt- spyrnu í ár? Jóhann Róbertsson: ÍA, býst ég við, þeir hafa góða menn og æfa vel. Einar Áskelsson: Enginn vafi, Þór Akureyri. Rirkir Skarphéðinsson: Ég fylgist heldur lítið með knattspyrnu, en ég vona að raö verði annað Akureyrarlið- anna. Steindór Gunnlaugsson: Það gæti oröið Valur, mér finnst þeir góðir. Haukur Eiríksson: Ég hugsa að það verði ÍA, þeir eru með gott lið eins og venju- lega. „Hann segist græða vel á okkur samt“ — Sendibílastöðin sf. á Akureyri 30 ára um þessar mundir tonn af vörum,“ sagði Kristján. „Þetta voru hörkubílar síns tíma, reyndust vel, en gömlu Fordson- arnir eru að verða sjaldgæf ein- tök í dag. Þessir bílar voru einnig notaðir til fólksflutninga, þvf þegar síldarævintýrið var í al- gleymingi jókst eftirspurn eftir bílum til fólksflutninga, sem einnig gátu tekið talsvert af far- angri. Þá var skellt bekk í Ford- sonana og þannig gátu þeir tekið 4-5 farþega. Síðar komu Fordar- arnir, sem voru stærri og burð- armeiri bílar. Það þóttu ógurlega fínir bílar maður, tóku 8-10 far- þega og farangrinum var hrúgað á toppgrind. Algengustu túrarnir voru með síldarsjómenn og síld- arsöltunarfólk, oftast til Raufar- hafnar,“ sagði Kristján. - En nú er síldin horfin, hvernig hefur þróunin verið síðan? „Það komu önnur verkefni í staðinn fyrir aksturinn fyrir síld- arútgerðina, en á síðustu árum hefur smátt og smátt dregið úr at- „Hér á árum áður kom stundum fyrir, að við gát- um skipulagt vinnu okkar marga daga, því við önnuðum ekki eftirspurn. En nú er öldin önnur, því það er daglegt brauð að við bíðum hálfan daginn án þess að fá túr.“ Þetta sögðu þeir Kristján Grant og Örn Flansen, fulltrúar Sendibílastöðvarinnar sf. á Ak- ureyri, í samtali viö Dag. Stöðin er 30 ára um þessar mundir, tók fyrst til starfa 1954 og var með aðsetur sitt í gamla slippnum við Kaupvangsstræti. Síðan flutti stöðin afgreiðslu sína í Skipa- götu, þar sem Pétur & Valdimar höföu einnig bækistöð sína, en nú cr hún í Olís-húsinu við Tryggvabraut. „Fyrstu bílarnir voru af gerð- inni Fordson, scm tóku um '/2 3-4 mánuði á ári og það er oft dýrt að reka þá í smápakkaferð- um yfir veturinn. Þess vegna verðum við að eiga minni bíla til þeirra hluta,“ sagði Kristján Grant. - Eiga fyrirtækjabílarnir ekki sinn þátt í samdrættinum? „Jú, það er alveg rétt, fyrirtæki á Akureyri hafa verið að fjárfesta í eigin bílum til sendiferða, á sama tíma og fyrirtæki í Reykja- vík eru að losa sig við sína bíla. Þess í stað hafa þau gert samn- inga við sendibílastöðvar, sem sjá um allt snatt fyrir viðkomandi fyrirtæki. Með því móti spara þau sér bæði mann og bíl,“ sagði Örn Hansen. Kristján tók í sama streng. „Þetta sá Eyþór í Lindu fyrir mörgum árum, því hann seldi sinn bíl og nýtir sér þjón- ustu okkar. Hann hefur að vísu stundum orð á því, að reikning- arnir séu háir, en hann segist græða vel á okkur samt,“ sagði Kristján Grant í lok samtalsins. - GS vinnunni hjá okkur, samhliða samdrætti í atvinnulífi hér á svæðinu, ekki síst í byggingariðn- aðinum, sem notaði sér mikið þjónustu okkar,“ sagði Orn. „Núna erum við með bíla af ýms- um gerðum, allt frá litlum sendi- ferðabílum upp í vöruflutninga- bíl sem tekur 6 tonn. Auk þess erum við með fólksflutningabif- reiðar sem taka allt frá 8 farþeg- um upp í 40 farþega til lengri sem skemmri ferða,“ sagði Örn Hansen. - Er mikið að gera í hópferð- um? „Hópferðirnar bjarga sumrinu, því þá er minna að gera í bæjar- akstrinum,“ sagði Kristján. „Það kemur sér því vel, að hluti af bíl- stjórunum getur tekið að sér hóp- ferðir, þannig að þeir sem ein- göngu eru í vöruflutningum geti haft þokkalegt að gera. En til þess að þetta sé hægt þurfum við að eiga tvo bíla, því það eru ekki verkefni fyrir stóru bílana nema Bifrcióastjórar á Sendibílastöðinni sf.; f.v. Kristján Grant, Gunnbjörn Magnússon, Friðgeir Valdimarsson, Þóroddur Gunnþórsson, Eggert Jónsson, Örn Hansen, Helgi Þórsson, Kristján Gunnþórsson, Svavar Sigursteinsson og Þorsteinn Leifsson. Mynd: KGA. Falleg tré við Glerárgötuna Mig langar að koma á framfæri þökkum til þeirra sem ákváðu eða stjórnuðu því að gróðursetja þessi fallegu tré við nýju hrað- brautina gegnt Torfunefsbryggj- um. Það er einmitt þetta sem ein- kennir Akureyri sem fallegan bæ. Þessi tré setja mikinn svip á bæ- inn og er virkilega gaman að keyra þarna um og sjá þau við veginn. Einnig mætti líka setja tré á eyj- urnar á Glerárgötu út að brú, það mundi lífga mikið upp á hvers- dagsleikann. Mig langar einnig að senda ökumönnum hér í bæ smá ráð- leggingu vegna þess að mér finnst þeir fara alltof lítið eftir reglum þegar þeir beygja til vinstri. Þeir ættu að aka að miðlínu akbraut- ar, svo að aðrir bílar sem á eftir koma komist hindrunarlaust framhjá. Það mundi spara mik- inn tíma og ökuhraðinn yrði jafn- ari. Ég keyri mjög mikið um bæinn og einu ökumennirnir sem ég hef séð virða þessa reglu hafa verið þeir sem fást við ökukennslu, sem og lögreglan. Það getur verið agalega ergilegt að hanga í röð margra bíla fyrir aftan einn vit- leysing sem hefur stöðvað bíl sinn þannig á veginum að enginn kemst áfram fyrr en hann er bú- inn að taka sína vinstri beyju, þá losnar öll strollan og menn halda áfram bölvandi og ragnandi og kolvitlausir í skapinu út af þess- um asna. Þetta er bara spurning um að muna eftir reglunni. Öku- menn, takið ykkur á, og látið sjá. Sigurður Jóhannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.