Dagur - 23.05.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 23.05.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, míðvikudagur 23. maí 1984 59. tölublað Valur Arnþórsson um breytingar á dagvöruverslun KEA: „Stórátak til bættra verslunarkjara fólks" - Kjörmarkaðsverð í fleiri búðum en áður en litlu búðunum fækkar „Við ætlum að reyna að gera stórátak til að bæta verslunar- kjör fólks á félagssvæði KEA, alls staðar þar sem því verður mögulega við komið með tilliti til byggðar," sagði Valur Arn- þórsson, kaupfélagsstjóri KEA, í viðtali við Dag, en á næstunni ganga í gildi veruleg- ar breytingar á dagvöruverslun félagsins. Meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru þær, að fleiri búðir munu bjóða upp á kjör- markaðsverð á vörum en áður, en til þessa hefur það nær ein- göngu verið í Hrísalundi. Þær verslanir sem við bætast að þessu leyti eru útibúið í Sunnuhlíð og á Byggðavegi, eftir að stækkun þess er lokið. Þá verða útibú kaupfélagsins á Dalvík, í Ólafs- firði og á Siglufirði rekin með svipaðri verðstefnu, þannig að segja má að markaðsverslanir félagsins verði þá orðnar sex talsins. Svo þetta sé unnt verður að beita hagræðingu í verslunar- rekstrinum og verða litlu búðirn- ar í Hlíðargötu 11 og Strandgötu 25 lagðar niður um næstu mán- aðamót í því skyni. Kjörbúðin í Kaupangi hefur hætt starfsemi vegna þess að ekki náðust samn- ingar um áframhaldandi leigu á húsnæðinu. Nánar er fjallað um þessar breytingar á bls. 4 í blað- inu í dag. HS Framleiöa jarðvegs- bætiefni úr skelinni Hjá rækjuverksmiðjunni Mel- eyri hf. á Hvammstanga eru nú hafnar tilraunir með að framleiða jarðvegsbætiefni úr skelinni sem til fellur vegna hörpudiskveiðanna. Að sögn Magnúsar Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins þá er þessi framleiðsla nýhaf- in og niðurstöður um ágæti jarð- vegsbætisins liggja því enn ekki fyrir. Aðferðin við framleiðsluna er sáraeinföld. Skelin er möluð í kvörn og hugmyndin er síðan sú að bændur og aðrir geti komið og keypt mulninginn fyrir sáralitla upphæð. Skelin er mjög auðug að kalki og stuðlar að því að sýrustig jarðvegsins verði sem best auk þess sem talið er að tún verði mun þéttari og betri á eftir. Sjá viðtal við Magnús Sigurðsson í opnu. - ESE ¦HÉ '<&*&£. Magnús Sigurðsson og tveir starfsmenn Meleyrar hf. virða skeljamulninginn fyrir sér. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra: Mitt síðasta verk — að láta byggja álverksmiðju við Eyjafjörð ef dreifingarspá vegna álvers verður óhagstæð - Fulltrúar Alcan koma til landsins 26. júní og þá verður Iitið á staðinn. Sjálfum sýnist mér þetta afar álitlegur kostur og ég bind miklar vonir við að þetta fyrirtæki verði að veru- leika. Það myndi verka sem vítamín í allar æðar á svæðinu. Þetta sagði Sverrir Hermanns- son í viðtali við Dag er hann var spurður að því hvað stóriðjumál- um við Eyjafjörð liði. Sverrir var fyrst að því spurður hvort dreif- ingarspá fyrir staðinn lægi fyrir. - Nei, en núna höfum við pen- inga til að ráðast í það verkefni af fullum krafti og það verður unnið við þessa dreifingarspá í sumar. Þá munu liggja fyrir ótal upplýs- ingar, bæði um veðurfar og strauma og þá sjáum við hvað er rétt í þessu máli. Hitt er það að það eiga eftir að koma einhverjir garpar og láta sem svo að þetta verði eiturspúandi eimyrja. Þess- ir menn eru staðráðnir í að vera á móti þessu hvað sem allri skyn- semi líður. Ég óttast það ekki. Ég held að það sé svo mikið al- mennt fylgi með stóriðjuáform- um að verksmiðja verði byggð ef dreifingarspáin segir að það verði í lagi. Það er forsendan. - Verður ekkert byggt ef dreifingarspáin verður neikvæð? Meleyri hf. á Hvammstanga ^ - Ef rannsóknir benda til þess að hætta sé á ferðum þá ætla ég ekki að reisa verksmiðju við Eyjafjörð. Það verður mitt síð- asta verk. Við höfum nóga staði fyrir stóriðju annars staðar en það væri auðvitað mikið áfall fyr- ir atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðuriandi ef ekki verður hægt að reisa þessa verksmiðju, sagði Sverrir Hermannson, iðnaðar- ráðherra. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.