Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-4. júní 1984 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Stjörnugötu 7, Akureyri, þingl. eign Mikaels Ragn- arssonar o.fl., fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl. 15.20. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Steinahlíð 5b, Akureyri, þingl. eign Sigurðar L. Arnfinnssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl. 14.40. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Stapasíðu 18, Akureyri, þingl. eign Baldurs Bald- urssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl. 14.20. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Frostagötu 3b, B-hluta, Akur- eyri, þingl. eign Barðs sf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Jóns Ingólfssonar hdl. og Ólafs B. Árnasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Skarðshlíð 28d, Akureyri, talinni eign Arndísar Antonsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akur- eyri og Ólafs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl 13.40. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Núpasíðu 6f, Akureyri, talinni eign Sigurðar Þ. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl. 13.20. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Smárahlíð 9I, Akureyri, talinni eign (vars Sigur- jónssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudag 8. júní 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Steinahlíð 5h, Akureyri, talinni eign Gylfa Krist- jánssonar o.fl., fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands, bæjarsjóðs Akureyrar, Hilmars Ingimundarsonar hrl. og Sigríðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl. 13.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Brúnalaug, Öngulsstaðahreppi, þingl. eign Hólmfríðar Jóhannsdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu- manns ríkissjóðs, veðdeildar Landsbanka (siands, Ólafs B. Árnasonar hdl. og Vilhjálms Vilhjálmssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. júnf 1984 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Eyjafjarðarsýslu. Minning Gunnar Brynjólfsson Jæja gamli. Þá ert þú stunginn af. Þú gafst þér eiginlega ekki tíma til að kveðja svo mikið lá við. Þú lést ekki bíða eftir þér þegar þú þurftir að sinna einhverju. Þú varst ætíð mættur á þinn stað. Bæði á sólríkum sumardegi þegar gufar upp af nýlögðu malbikinu og bláklæddir menn eru á þönum í kringum gular vinnuvélar sem færast með taktfastri ró fram og til baka og svört gatan lengist meðfram grænkandi görðum og ljósmáluðum húsum. Þegar vinn- andi mannlífið sýnir að nú sé að koma betri tíð. Þú varst einnig mættur í iðandi hríðarbyl á köld- um vetrum þegar vegfarendur sátu fastir í snjósköflum og kom- ust hvergi leiðar sinnar. Hvers vegna hefðir þú átt að breyta út af þínum samviskusama vana þótt stærra verk stæði til boða? Lengri ferð væri fyrir höndum. En samt lá þér eiginlega aldrei á. Þú gafst þér jafnan tíma til að sinna þeim hlutum sem smærri virtust og ekki eins mikilvægir. Þér þótti skylt að sinna áreiti lít- illa barnshanda, sem létu það vera löngun sína og eftirsóknar- verða iðju að róta vel í hárinu á þér þangað til það stóð allt út í loftið og toguðu þá þéttingsfast í. Eða þá í stórhríðinni forðum þegar rok og snjór meinaði litlum dreng útiveru svo dögum skipti. Þá barst þú hann í strigapoka í fjárhúsin og hengdir upp á nagla meðan þú sinntir daglegum verk- um áður en haldið var út í sort- ann á nýjan leik. Þótt skyldustörfin kölluðu jafnan, stundum samfellt svo sól- arhringum skipti og eftir öllu mannlegu úthaldi hefði hefillinn átt að vera búinn að rata sjálfur götu eftir götu, gast þú birst í dyrunum, auðvitað ósofinn, kannski svolítið úfinn og þreytu- Iegur en ekki einu sinni kominn með störu, snarast úr úlpunni og verið fljótur að búa til sterkt og bragðmikið kaffi. I þínum augum var gott kaffi allra meina bót og sannfæringin svo sterk að þér varð ekki úr vegi að gera mjólk- urungling að áköfum kaffimanni. Það verður sennilega aldrei kom- ið tölu á fjölda þeirra kaffibolla sem við drukkum saman, allt frá þeim fyrsta þegar sá er þetta ritar var um fermingu og að stíga sín fyrstu spor utan foreldrahúsa til þess síðasta sem við drukkum saman uppi á herbergi 309 á Reykjalundi skömmu fyrir síð- ustu páska. Þú áttir alltaf nægan tíma til að rabba, jafnvel við ung- linginn sem sá hlutina ekki alltaf í sama ljósi og þú. Það var heldur ekki von. Óharðnaður, reynslu- lítill og ekki alinn upp á kreppu- árunum. En það var ætíð tími fyrir innihald einnar kaffkönnu til, þótt stundum væri farið að birta af nýjum degi og hefillinn biði húsbónda síns á stæðinu við kaupfélagið í Byggðaveginum. Stundum er sagt að sérstakt samband sé milli manns og hests. Samband byggt á mjög gagn- kvæmum skilningi hvors á öðrum. Trausti og vináttu. Öllu fátíðara er að þvílfkt samband myndist milli manns og vélar. Samband þitt og hefilsins minnti þó einna mest á manninn og hest- inn hans. Þið þekktuð hvor annan, vissuð vel hvað hvor mátti bjóða hinum. Hlýdduð skipunum hvors annars auðveldlega og án nokkurrar áreynslu. Mér kæmi ekki á óvart þótt hefillinn hafi verið ögn óþjálli í sambúðinni þegar einhver annar hélt um stjórnvöl hans og einnig að þér hafi fundist þú ekki vera alveg fullur maður vitandi annan skipa sæti þitt í stýrishúsinu. Þér var svo tamt að bera ábyrgðina á þessum förunaut. Það hefur örugglega verið sterk lífsreynsla að alast upp í stórum barnahópi á kreppuárun- um. Þegar öllum var nauðsynlegt að standa saman til að komast af. Bera ábyrgðina hver á öðrum. Þessi jarðvegur var gróðurmold þeirrar iðni og trúmennsku sem einkenndi störf þín og samskipti við annað fólk. Sú seigla sem uppeldi þessara erfiðu tíma skyldi eftir hjá fólkinu fór ekki hjá garði þínum. Þótt þú ættir ætíð glaðværð til þegar fundum bar saman var eðlisfarið dult. Spádómsgáfa hefði ekki alltaf nægt til að ráða rúnir þinna innstu hugsana. Einn með sjálf- um sér á hver sín leyndarmál. Hver veit nema ég taki fram eitt- hvert kvöldið kvikmyndina sem ég tók af þér um árið í Brekku- götunni og varpi henni á vegg. Þótt það sjáist raunar ekki annað en himinháir snjóruðningar bera við Oddfellowhúsið og rauður hefillinn. Þið áttuð saman leyndarmálið og f myndinni hverfur hefillinn inn í snjógöngin eins og maðurinn hverfur á vit feðra sinna. Farðu vel vinur. 31. maí 1984 Þórður Ingimarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.