Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 12
EIRRÖR -TENGIff SMURKOPPAR £ Lifðu af aftaka- veður á fjöllum — Veturgamalt fé skilaði sér í Skíðadal eftir að hafa gengið úti í allan vetur - Þetta er með ólíkindum og mcr vitanlega þá hefur það aldrci fyrr gerst í þessari sveit að fé hafi skilað sér svo seint af fjalli. Þetta er enn ótrúlegra þegar haft er í huga það af- takaveður sem hér var fram í febrúar, sagði Ingvi Eiríksson, bóndi á Þverá í Skíðadal í sam- tali við blaðið, en þau undur og stórmerki áttu sér stað á dögunum að veturgamalt fé, gimbur og hrútur komu til byggða eftir að hafa þreytt þennan „manndrápsvetur“ á fjöllum. - Við urðum fyrst varir við gimbrina fyrir tíu dögurri en þá var hún komin hér heim að bænum. Hún kom reyndar heim í haust með öðru fé en þá misst- um við hana aftur á fjall. Hrútinn sáum við svo í fjallinu hér fyrir ofan sl. sunnudag en hann hefur örugglega verið á afréttinni í vetur. Við sáum hann í göngum í haust en misstum af honum, sagði Ingvi. Að sögn Ingva voru bæði gimbrin og hrúturinn vel á sig komin eftir veturinn, sérstaklega hrúturinn og bæði virðast nú hafa jafnað sig fullkomlega eftir úti- ganginn. - Það er eiginlega mjög slæmt að þau skuli skila sér nú því við skárum allan fjárstofninn niður sl. haust vegna riðu. Við vorum með hátt í tvö hundruð fullorðið fé en vegna riðunnar skárum við niður og fórum yfir í loðdýrabú- skap. Við erum nú aðeins með um 30 kindur fyrir heimilið og það er því slæmt að þetta fé sem hugsanlega er sýkt, skuli skila sér til byggða. Við ætlum að reyna að koma gimbrinni og hrútnum fljótlega á fjall aftur og ef þau skila sér í haust þá bíður ekkert annað en sláturhúsið eftir þeim. Þau hafa unnið sér líf þangað til, sagði Ingvi Eiríksson, en að hans sögn þá gengur refaræktin sem hann stundar nú ágætlega. - ESE Hurðar- Hálfdán sigraoi Huröar-Hálfdán og Þrumu- fleygur báru sigur úr býtum í fyrstu bréfdúfnakeppni sum- arsins (Akureyrarmóti) sem haldin var á vegum Bréfdúfu- félags Akureyrar. Keppnin fór fram laugardaginn 26. maí sl. og var dúfunum sleppt í Ólafsfjarðarmúlanum. Vega- lcngdin sem dúfurnar flugu er 54,025 km miðað við beina loftlínu. Fyrsta dúfan, Hurðar-Hálfdán, var 65,12 mín. aö fljúga þessa vegalengd og var meðalhraði hennar 836,69 m/mín. Eigendur hennar eru Ágúst og Bergþór Ás- grímssynir. Meðalhraðinn hjá Þrumufleyg var 827,21 m/mín. en eigandi hans er Jón Sigurðsson. Dúfurnar bera hin skemmtileg- ustu nöfn og má auk nafna sigur- vegaranna nefna nöfn eins og Ekkju-Blárog Svarti soldáninn. Einnig hefur heyrst að dúfum verði sleppt úti í Grímsey í sumar og verði ákvörðunarstaður ein- hvers staðar á meginlandinu. Þessi keppni ætti að vera þess virði að taka þátt í því 1. verð- laun ku eiga að vera 50.000 kr. Starfsemi útibús KEA í Hlíðargötu var hætt síðastliðinn miðvikudag. Margir viðskiptavinir verslunarinnar létu þá í Ijósi óánægju með þessa ráðstöfun, en KEA hefur boðið þeim ókeypis akstur í stórmarkað félagsins við Hrísalund, tvisvar í viku. Um 50 manns skrifuðu sig á þátttökulista í þær ferðir. Þegar traustir viðskiptavinir kvöddu verslunina á miðvikudaginn urðu kveðjur innilegar, eins og sjá má á þessari mynd. Mynd: KGA. Ormars- málið tekið fyrir í sept- ember Mál Ormars Snæbjörnssonar, fyrrverandi kennara við Þela- merkurskóla á hendur mennta- málaráðherra fyrir hönd menntamálaráðuneytisins verð- ur flutt fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur í septembermán- uði nk. Kæra Ormars á hendur ráðu- neytinu gengur út á að hann hafi ekki fengið kennarastöðuna sem fyrrverandi menntamálaráðherra Ingvar Gíslason hafði sett hann í. Góðar vonir stóðu til að hægt yrði að taka þetta mál fyrir í síð- ari hluta maí eða byrjun júní en sökum veikindaleyfis dómara var málflutningi frestað fram í sept- ember. - ESE Templara- þingá Akureyri Næstkomandi miðvikudag, 6. júní, hefst í Oddeyrarskólan- um á Akureyri Unglingareglu- þing og sama dag hefst Stór- stúkuþing á Hótel Varðborg. Dagskrá Unglingaregluþings- ins hefst með skrúðgöngu frá Hótel Varðborg að Oddeyrar- skólanum en Stórstúkuþingið með veislu í boði bæjarstjórnar Akureyrar á Varðborg kl. 19.30. Meðal dagskrárliða verður úti- fundur við Hótel Varðborg þar sem ræðumenn verða Helgi Seljan, alþingismaður og Hilmar Jónsson, stórtemplar, en fundar- stjóri verður Ingimar Eydal. Þingunum lýkur laugardaginn 9. júní. Gert er ráð fyrir að þátttak- endur verði á annað hundrað með gestum. Gert er ráð fyrir hægviðri og bjartviðri, alveg fram á fimmtudag, sem sagt svipað veður og verið hefur. Norðaustan gola og hitastigið um 10 gráður, örlítið hærra að deginum. A fímmtudag þykknar trúlega upp og það gæti gert smáskúrir við strendurnar. # Tófulykt og hrossaskítur Eitthvað mun vera um það að Dalvíkingum þyki vera frem- ur sóðalegt i bænum sínum eins og gengur og gerist í öllum plássum. Því var það að inn á fund heilbrigðis- nefndar á dögunum barst vísukorn nokkurt þar sem aðeins var tekið á þessu máli. Hún hljóðaði svo: Gangstéttina snjóalag þekur þykkt þúsund glerbrot hvert sem augað lítur. Með sunnangolu gýs upp tófulykt á aötunni er mold og hrossa- skítur. í beinu framhaldi af þessari vísu var heilbrigðisfulltrúa falið að fylgja vel eftir fyrri samþykktum nefndarinnar varðandi loðdýrabúið! # Tómas ritstjóri íslendings Á biaðstjórnarfundi íslend- ings í gær var gengið frá ráðningu nýs ritstjóra blaðs- ins og sá sem hnossið hlaut var Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari og fyrr- um konrektor MA. Tómas er fyrrverandi bæjarfulltrúi þeirra sjálfstæðismanna á Akureyri. Aðrir umsækjendur voru að því er Dagur hefur fregnað þeir Sigurður Kristinsson og Friðrik Indriðason, blaða- maður á DV . Sá fyrrnefndi er sonur Kristins G. Jóhanns- sonar, fyrrum ritstjóra íslend- ings. Þá hefur einnig heyrst að einn af aðstandendum Víkurblaðsins á Húsavík hafi sótt um að komast ( rit- stjórastól íhaldsins á Akur- eyri og hefur Arnar Björns- son helst verið nefndur í því sambandi. # Dýrt er sportið Oft er rætt um að dýrir séu dagarnir ( okkar eftirsóttustu laxveiðiám. En það er líka dýrt að komast inn í veiðifé- lögin, sem hafa þessar ár á lefgu. Þannig var bætt við nokkrum félögum í „Strauma“, veiðifélagið sem hefur hluta af Laxá ( Aðaldal á leigu. Hver þeirra varð að snara út 50 þ.kr. ( inntöku- gjald, en þar að auki verða þeir að greiða fyrir sín veiði- leyfi. Það er þv( hætt við að þeir verði dýrir laxarnir þeirra ( sumar, ef þeir fá þá ein- hverjal

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.