Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-6. júní 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Alhæfingar ber að varast Undanfarið hafa miklar umræður verið um landbún- aðarmál. Að flestu leyti hafa þessar umræður mót- ast af þekkingarskorti og hroka, enda hafa þær markast af slagorðum frjálshyggjunnar og mark- aðsfrelsisins. Heildsalaklíkunum í Reykjavík hefur runnið það mjög til rifja að íslendingar skuli eins og aðrar þjóðir reyna að vernda landbúnaðarfram- leiðslu sína, því þær eygja gróðavon í stórauknum matvælainnflutningi. Til liðs við sig hafa þær fengið ótrúlegustu aðila. Skemmdu kartöflurnar frá Finnlandi mögnuðu upp mikla óánægju og það verður að segjast eins og er: Frammistaða Grænmetisverslunarinnar í því máli var hreinasta hneisa. Þar var eins illa staðið að máh og unnt var. Það er hins vegar ekki þar með sagt að alfrjáls innflutningur á kartöflum eigi endi- lega að koma í kjölfarið, enda kom í ljós að slíkur innflutningur er vandasamur í meira lagi og fleirum en Grænmetisverslun ríkisins getur orðið það á að flytja inn ósöluhæfar kartöflur. En það er háttur íslendinga að alhæfa og það hef- ur gerst í þessu máli. „Finni hann laufblað fölnað eitt, þá fordæmir hann skóginn," segir í kvæðinu. Skemmdu kartöflurnar finnsku hafa orðið til þess að innflutningur almennt á kartöflum hefur verið for- dæmdur og gott ef ekki landbúnaðurinn allur. Væn- legasta ráðið sem sumir sjá er þó ekki að afnema innflutning á kartöflum, eins og væri e.t.v. rökrétt- ast, heldur að leyfa frjálsan innflutning, sem vísast myndi leiða til skipulagslauss glundroða. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrir nokkru, að endurskoða bæri landbúnaðarstefnuna og miða hana við það að íslendingar yrðu sem mest sjálfum sér nægir í þessum efnum og útflutningur að mestu úr sögunni og þar með útflutningsbætur. Ef af verður er hér um róttæka breytingu að ræða. Framleiðsla landbúnaðarvara verður að minnka verulega frá því sem nú er og hefur þó þegar orðið verulegur samdráttur á undanförnum árum að frumkvæði bændanna sjálfra. Til þess að þetta geti orðið verður að breyta mörgum hlutum jafnhliða. Skapa verður atvinnu- tækifæri í strjálbýlinu t.d. við smáiðnað og þjónustu. Taka verður upp nýjar búgreinar. Fyrst og fremst verður þó að koma í veg fyrir að eina bjargræðið sem bændur hafi til að lifa á búum sínum sé sífelld aukning framleiðslu. Greiða verður meira fyrir auk- in gæði svo magnið geti minnkað og þetta á raunar einnig við í sjávarútveginum. Verði rekstrarskilyrði þessara tveggja undirstöðuatvinnugreina ekki bætt og með þeim hætti í framtíðinni að þær skapi eðli- legan afrakstur, munu íslendingar áfram þurfa að glíma við offramleiðslu landbúnaðarafurða og of- nýtingu á fiskimiðum. Þáttaskil í sögu Gagnfræða- skóla Akureyrar Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri, ræddi m.a. um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipu- lagi framhaldsmenntunar á Akureyri með tilkomu Verk- menntaskólans, en hann yfir- tekur framhaldsdeildir Gagn- fræðaskólans og Iðnskólans. Sverrir sagði í upphafi ræðu sinnar: „Enn er upp runnin sú stund, sem afmarkar lok skólaárs og starfsárs nemenda og kennara. Ég hygg, að þetta skeið í sögu skólans, þetta skólaár, sem nú er á enda runnið, fáí góð eftirmæli á flesta lund, og að mínum dómi hefir skólastarfið og skólalífið verið farsællegt og friðsamlegt. Ég vona, að velflestum nemend- um hafi liðið vel í skólanum og þeir hafi sótt hingað nokkurn fróðleik, menntun og þroska. Ég vona einnig, að kennurum hafi þótt nokkuð sækjast fræðsluverk- ið og þeir hafi unað allvel í starfi. Sjálfum hefir mér liðið hér vel í góðri sambúð og samvinnu við nemendur, kennara og annað starfsfólk skólans, og fyrir þetta allt er ég þakklátur fólki og forsjón. Þessi skólaslit marka að því leyti mikil þáttaskil í sögu Gagn- fræðaskóla Akureyrar, að við þau hverfur starf hans á fram- haldsskólastigi til annarrar stofn- unar, framhaldsdeildir hans verða lagðar niður. Þess vegna brautskrást nú í síðasta sinn nem- endur af þeim námsbrautum framhaldsskólastigs, sem skólinn hefir haldið uppi um 15 ára skeið. Það starf allt er eftir þetta kvöld orðið liðin saga, endurminning horfinna daga. Gagnfræðaskóli Akureyrar verður aftur viðtöku- skóli nemenda að lokinni barna- fræðslu, - ekki fjögurra ára skóli eins og fyrir 1969, þegar fram- haldsdeildir tóku til starfa, held- ur þriggja ára grunnskóli eins og á árabilinu 1934-1949.“ Sverrir sagði síðan í ræðu sinni: „Eins og ég gat um áðan, hafa yfirvöld ríkis og bæjar ákveðið og um það samið, að það starf, sem fram hefir farið á framhalds- skólastigi í þessum skóla í hálfan annan áratug, skuli nú frá honum tekið og fengið annarri stofnun í hendur, Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem stofnaður var í gær og mun þar að auki taka við hlutverki Hússtjórnarskólans og Iðnskólans. Um þessa ráðstöfun hafa fæst orð minnsta ábyrgð. En við, sem átt höfum dálítinn metn- að fyrir hönd Gagnfræðaskóla Akureyrar og höfum reynt eftir megni að koma á fót og hlynna að þeirri menntunaraðstöðu, sem fólki hefir staðið til boða hér í skólanum, hljótum að hugleiða, hvað okkur hafi orðið á. Við, sem trúað var fyrir hag, heill og heiðri skólans, hljótum að spyrja sjálf okkur, í hverju við höfum brugðist. Vígið var að vísu ekki gefið upp baráttulaust, og vegna þeirrar baráttu voru okkur sumum valdar miður frægilegar nafnbætur. En nú er þetta vígi fallið, og ekki bætir að sakast um orðinn hlut. Honum verður að una. Þetta er líkast því að vakna af ljúfum draumi til grákalds veruleika. En var draumurinn hugarburður einn? Til eru sögur af því, að fólk hafi haldið eftir áþreifanlegum hlutum til sann- indamerkis eftir liðinn draum. Svo kann að reynast hér. Eitt- hvað hlýtur að hafa áunnist þessi 15 ár, eitthvert gagn kann að hafa orðið af þeirri viðleitni skólans að veita fólki hagnýta framhalds- menntun. Hér hafa m.a. starfað fullgildur verslunarskóli og full- gildur sjúkraliðaskóli, sá eini utan Reykjavíkur, svo að eitt- hvað sé nefnt. Ég el þá von í brjósti, að þessir skólar hafi orð- ið bæ og byggð að nokkru liði með því að leggja þeim til nýta og vel menntaða starfsmenn, sem mikil þörf var fyrir.“ í lok ræðu sinnar óskaði Sverr- ir Pálsson Verkmenntaskólanum allra heilla, skólameistara og kennurum hamingju í starfi. HS f Gísli Magnússon byggingastjóri F. 29. júní 1917 - D. 29. maí 1984 - Kveðjuorð frá Kaupfélagi Eyfirðinga í dag, miðvikudaginn 6. júní, er til moldar borinn frá Akureyr- arkirkju Gísli Magnússon, byggingastjóri, sem andaðist þann 29. maí sl. Hann fæddist 29. júní 1917 að Tjörn í Svarf- aðardal sonur hjónanna Magn- úsar Gíslasonar og Jóhönnu Júlíusdóttur. Hann hafði ekki gengið fyllilega heill til skógar síðustu ár en þó kom hinsta kallið vinum og vandamönnum í opna skjöldu nú þegar hann var aðeins 66 ára að aldri. Stórt skarð er fyrir skildi, þegar hans nýtur ekki lengur við. Það er ekki tilgangurinn með þessum fáu línum að rita ýtar- lega minningargrein um Gísla Magnússon, heldur aðeins að bera fram örfá þakkar- og kveðjuorð frá Kaupfélagi Ey- fírðinga. Eftir að hafa búið í Ólafsfírði á árunum 1945-1965, þar sem Gísli starfaði sem bygg- ingameistari, byggingafulltrúi og verkstjóri hafnarmálastjórn- ar, flutti hann til Akureyrar og hóf störf hjá KEA 6. júní 1965. Fyrsta verkefni hans var ýtarleg úttekt á aðstæðum til tankvæð- ingar mjólkurflutninga í hérað- inu. Heimsótti hann þá nálægt öll sveitabýli á framleiðslusvæði Mjólkursamlags KEA og renndu þær heimsóknir stoðum undir ýtarlega staðháttaþekkingu Gísla í eyfírskum byggðum. Hann varð síðan byggingastjóri KEA. Hann stýrði fjölda stórra verkefna í uppbyggingu félags- ins í starfsstöðvum þess á Akur- eyri og í hinum ýmsu þéttbýlis- kjömum við Eyjafjörð. Hæst ber að sjálfsögðu stjóm hans á byggingu hinnar miklu mjólkur- stöðvar félagsins á Akureyri, en það verk var aðallega unnið á árunum 1974-1980, en ýmis verkefni önnur mætti nefna í bæ og byggð, mörg þeirra stór og heillandi. Á löngum starfsferli í bygg- ingariðnaði hafði Gísli Magnús- son öðlast mikla reynslu og víð- tæka þekkingu. Hann var jafn- framt ágætum gáfum gæddur, glöggur og athugull. Skapgerð hans gerði honum sem stjórn- anda auðvelt að umgangast fólk. Hann var því mannasættir og leysti hver þau vandamál, sem að höndum bar. Hann gekk jafnan brautir sanngirni og heiðarleika og laðaði fólk til góðra starfa. Ráð hans vom góð og til hans var gott að leita. Sem byggingastjóri Kaupfélags Ey- fírðinga var hann því mjög farsæll. Fyrir félagsins hönd flyt ég honum að leiðarlokum inni- legar þakkir og óska honum velfarnaðar og blessunar Guðs á vegferðinni handan móðunnar miklu. Eftirlifandi eiginkona Gísla Magnússonar og traustur lífs- förunautur er Sigríður Helga- dóttir frá Ólafsfírði, en þau gift- ust þann 5. janúar 1946. Synir þeirra eru Magnús, múrara- meistari, sem kvæntur er Soffíu Tryggvadóttur og eiga þau fjögur böm, og Víðir, rafvirki, sem býr ókvæntur hér í bæ. Persónulega og fyrir hönd Kaupfélags Eyfírðinga votta ég þeim dýpstu samúð og bið þeim huggunar Guðs í harmi þeirra og sárum söknuði. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.