Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 9
6. júní 1984- DAGUR-9 Tekst KA aðleggja þá röndóttu? - KA mætir KR á föstudagskvöldið „Þessi ieikur við KR verður auðvitað erfiður eins og allir leikir í 1. deildinni, það virðast allir geta unnið alla, styrkleiki liðanna er það svipaður,“ sagði Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA er við ræddum stuttlega við hann um leik KA og KR sem fram fer á föstudagskvöld. „Ég er því hóflega bjartsýnn eins og fyrir alla leiki,“ sagði Stefán. „Pessi leikur verður að vinnast inni á vellinum, þar er það baráttan sem gildir og stór orð í fjölmiðlum duga skammt þegar á hólminn er kornið." KR er í efri hluta deildarinnar og hefur ekki tapað leik hingað til. Liðið hefur einn sigur að baki og þrjú jafntefli og er með 6 stig. KA er hins vegar með 5 stig, með einn sigur og tvö jafntefli og eitt tap. Handboltalið KA og Þórs: Ekki búið að ráða þjálfara Þótt nokkrír mánuðir séu til stefnu þar til vertíð handknatt- leiksmanna hefst eru forráða- menn félaganna víða farnir að huga að ráðningu þjálfara fyrir næsta vetur. Þannig hefur t.d. verið skýrt frá því að flest liðin í 1. deild séu búin að ráða þjálfara. Fundur hjá KA-mönnum Stjórn handknattleiksdeildar KA boðar leikmenn m.fl. til fundar nk. laugardagsmorgun kl. 10.30 og er áríðandi að sem flestir mæti. Fundurinn verður í KA- herberginu í Lundarskóla. Kvenna- knatt- spyma Fyrsti opinberi kvennaleikur- inn í knattspyrnu á Akureyri á þessu keppnistímabili verður háður á Þórsvelli í kvöld kl. 20 og leika þá Þór og KA. Þessi leikur er í Vormóti KRA og verður fróðlegt að sjá hvernig liðin koma undirbúin til leiks, en bæði taka þau nú þátt í 1. deild kvenna í sumar. Fimmta umferðin í 1. deild hefst í kvöld með tveimur leikjum, Akranes og Valur leika á Akranesi og Þróttur og Víkingur í Laugardal. Þriðji leikur umferðarinnar verður svo háður annað kvöld og mætast þá Fram og Þór í Laugar- „Þjálfaramálin eru í athugun hjá okkur og við höfum leitað nokkuð víða fyrir okkur,“ sagði Jóhann Karl Sigurðsson formað- ur handknattleiksdeildar KA er við ræddum við hann. „Við höfum m.a. talað við Danann Jan Larsen sem hefur þjálfað hjá okkur áður en hann er samningsbundinn í Danmörku og kemst ekki hingað þrátt fyrir að hann hafi áhuga á því.“ - Verða miklar mannabreyt- ingar í KA-liðinu? „Nei ekki sýnist mér það. Það er ljóst að þeir hætta að keppa Sigurður Sigurðsson og Jóhann Einarsson og hugsanlega Magnús Gauti markvörður. Friðjón Jóns- son kemur heim frá Danmörku og spilar með okkur næsta vetur en um aðrar breytingar veit ég ekki. En það er alveg ljóst að við förum ekkert út í það að kaupa til okkar leikmenn." „Það er ekkert að frétta af þessum málum hjá okkur,“ sagði Ólafur Jensson formaður hand- knattleiksdeildar Þórs. “Við eigum eftir að halda aðalfund og mér finnst rétt að sú stjórn sem þar tekur við annist þessi ráðningarmál.“ - Er Guðjón Magnússon inni í myndinni sem þjálfari áfram? „Ég tel æskilegt að talað verði við hann og að hann verði feng- inn til að þjálfa liðið ef hann hef- ur áhuga á því.“ - Verða einhverjar manna- breytingar hjá ykkur? „Mér er ekki kunnugt um það, hvorki að nokkur muni hætta eða að við munum fá liðsauka.“ dalnum. Gengi þessara liða hefur verið fremur dapurt það sem af er mótinu, og því mikið í húfi fyr- ir liðin að standa sig vel annað kvöld. Það má því búast við hörkuleik annað kvöld í Laugar- dalnum. Leikurinn á föstudagskvöld sem verður að öllum líkindum á grasvelli KA kl. 20 verður án efa mjög spennandi og vonandi styðja Akureyringar vel við bak- ið á sínum mönnum. Stefán Gunnlaugsson. STAÐAN Einn leikur var í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu í fyrra- kvöld. UMFN vann þá Einherja 1:0 og eftir þann leik er staðan sem hér segir: FH 4 3 10 11:3 10 Völsungur 4 3 0 1 7:3 9 UMFN 4 3 0 1 5:2 9 Skallagr. 4 12 1 6:6 5 KS 2 110 4:1 4 Víðir 4 112 3:6 4 ÍBV 3 0 3 0 4:4 3 ÍBÍ 4 10 3 6:9 3 Tindastóll 4 10 3 3:12 3 Einherji 3 0 0 3 1:4 0 STABAN Einn leikur var í b-riðli 3. deildar í gærkvöld, Leiftur og Valur frá Reyðarfirði léku í Ólafsfirði. Heimamenn sigruðu með einu marki gegn engu og var það skorað af Hafsteini Jak- obssyni á 30. mínútu. Leiftur hafði gífurlega yfirburði í leiknum gegn slöku liði Vals, en mörkin létu á sér standa. Annars vekur það athygli að 6 af þeim 8 leikjum sem lokið er í riðlinum hafa endað með jafntefli, en staðan er nú þessi: Magni 3 1 2 0 4:2 5 Leiftur 2 110 2:1 4 Austri 3 0 3 0 3:3 3 Þróttur N. 2 0 2 0 3:3 2 Huginn 2 0 2 0 3:3 2 HSÞ 2 0 2 0 2:2 2 Valur 2 0 0 2 0:3 0 Þórsarar mæta Fram Steingrímur Birgisson KA-maður hefur leikið vel með liði sínu að undan- förnu. Tekst honum að skora gegn KR? Tvö glæsimörk á Húsavík - er Völsungur vann Tindastól í Bikarkeppninni - KS vann Vask Tvö draumamörk Völsunga nægðu þeim á Húsavík í gær- kvöld til þess að slá Tindastól út úr Bikarkeppni KSÍ. Heimamenn voru mun betri aðilinn í leiknum og hefðu átt skilið sigur, en kornungur markvörður í liði Tindastóls bjargaði liði sínu frá stærra tapi. Jónas Hallgrímsson skoraði fyrra mark Völsunga á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks, fékk þá sendingu fyrir markið og tók boltann viðstöðulaust og hann söng í netamöskvunum. Síðara mark leiksins skoraði hinn stór- efnilegi leikmaður Svavar Geir- finnsson frá vítateigshorni. Þrumuskot hans fór í þverslána á fjærhorni marksins og inn. Ekki slorlegt mark það. Mótherjar Völsunga í næstu umferð verða leikmenn KS sem í gærkvöld unnu Vask 2:0 á Akur- eyri. Þeir lentu þar í nokkru basli og mörkin tvö komu ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik, og má skrifa þau að verulegu leyti á markvörð Vasks. Sævar Guð- jónsson skoraði það fyrra og Baldur Benónýsson það síðara. Vilt þú læra tennis? Tennisáhugamenn á Akureyri hafa samið við Svisslendinginn Christian Staup urn að verða með kennslu í bænum og mun hún standa yfir frá fimmtudegi í þessari viku og fram á sunnu- dag. Staup hefur getið sér mjög gott orð sem þjálfari i þessari íþrótt, og á námskeiðið hjá honum eru allir velkomnir hvort sem þeir eru lengra komnir í íþróttinni eða hafa áhuga á að byrja undir leiðsögn góðs þjálfara. Innritun á námskeiðið stendur yfir og eru þeir sem hafa áhuga á að vera með beðnir að hafa sam- band við Hauk í síma 25346 á daginn og 22473 á kvöldin eða Hörð í síma 21223 á daginn og 21261 á kvöldin. Námskeiðið verður á vellinum við sundlaug- ina. Námskeið hjáÞór Leikja- og íþróttanámskeið Þórs og knattspyrnuskóli félagsins hefjast 12. júní. Innritun stendur yfir þessa dagana í síma 21539 kl. 16-20 og lýkur á föstudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.