Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 6. júní 1984 EIRRÖR -TENGI @ S SMURKOPPAR ® I Tveir aðilar vilja íbúðalóðir fyrir aldraða Tveir hópar aldraðra borgara á Akureyri leita nú eftir samn- ingum við bæjaryfírvöld um lóðir undir íbúðir. Annars veg- ar er það Félag aldraðra en hins vegar einstaklingar sem vilja byggja slíkar íbúðir. Skipulagsstjóra hefur verið fal- ið í samráði við byggingafull- trúa að leiða þetta mál til lykta fyrir hönd bæjarins. Félag aldraðra hefur viðrað hugmyndir um fimm hugsanleg byggingasvæði: í nágrenni Hús- stjórnarskólans, á svæði sunnan og austan Víðilundar, svæðið á milli Skógarlundar og Hjalla- lundar, svæðið vestan Mýrarveg- ar og norðan Akurgerðis eða lóð- ina vestan lögreglustöðvarinnar. Að sögn Stefáns Reykjalín sem á sæti í byggingarnefnd Fé- lags aldraðra þá má líta á þessa röð sem óskalista félagsins. Bjarni Reykjalín, arkitekt hefur farið með þessi mál fyrir félagið í viðræðum við skipulagsnefnd en samkvæmt upplýsingum Finns Birgissonar, skipulagsstjóra þá hafa engar ákvarðanir verið tekn- ar í málinu. - Við höfum verið að ræða þær hugmyndir sem komið hafa fram og miðað við að aðalskipu- lag breytist ekki þá kemur í raun- inni aðeins eitt svæðið sem nefnt er til greina kemur undir íbúða- byggingar. Það er svæðið milli Skógarlundar og Hjallalundar. Ef hins vegar er litið á þessar íbúðir aldraðra sem stofnun þá gætu svæðin við Hússtjórnarskól- ann og vestan lögreglustöðvar- innar komið til greina, sagði Finnur Birgisson, en samkvæmt upplýsingum hans er stefnt að því að taka ákvörðun um stað- arvai innan fárra vikna. Varðandi hina umsóknina sagði Finnur að skipulagsnefnd væri nú að kanna hvort hægt væri að sameina þessa hópa um sam- eiginlegan byggingarstað en niðurstöður lægju ekki fyrir ennþá. - ESE Bæjarráð Akureyrar: Mælt með kaupum á vélarrúmshermi í kjölfar ferðar þriggja manna nefndar til Noregs til að athuga gildi vélarrúmshermis til kennslu á vélstjórnarbraut Verkmenntaskólans á Akur- eyri hefur skólanefnd orðið sammála um að kaupa skuli slíkan hermi og bæjarráð hefur lýst sig sammála því að æski- legt væri að kaupa slíkt tæki. Áætlað kaupverð er 2-2,5 milljónir norskra króna, eða 8-10 milljónir íslenskra króna, án að- flutningsgjalda, en gert er ráð fyrir að þau fáist felld niður. Skólanefndin hyggst sækja um sérstaka fjárveitingu til Alþingis að upphæð 7,5 milljónir sem komi til útborgunar á næstu þremur árum. Ennfremur verður leitað stuðnings tryggingafélaga, útgerðaraðila, stéttarfélaga og annarra sem hag hafa af þessum tækjakaupum, en gert ráð fyrir að Akureyrarbær tryggi greiðslu þess sem á vantar. HS Stööugt unnið að athugunum „Það er ekkert nýtt að frétta af því máli,“ sagði Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi Flug- leiða er við ræddum við hann um fyrirhugaða endurnýjun á innanlandsflugflota fyrirtækis- ins. Talið er að tvær gerðir flugvéla komi aðallega til greina, ný teg- und af Fokker og ítölsk vél sem tekur áiíka marga farþega. Sæ- mundur sagði að stöðugt væri unnið að athugunum varðandi þetta mál, en hugsanlega gæti ákvörðun tafist eitthvað vegna þess að fyrirtækið þarf að fara að huga að kaupum á vélum vegna Bandaríkjaflugsins. Þar ganga í gildi nýjar reglur um hávaða- mengun um næstu áramót og þær vélar sem Flugleiðir nota nú í það flug verða á bannlista um ára- mótin. Sæmundur sagðist reikna með að endurnýjunin á innanlands- flugflotanum myndi fara fram á stuttum tíma þótt ekki væri víst að allar vélarnar kæmu í einu. Hann sagði að það væri dýrt að liggja með varahluti í tvær gerðir flugvéla. Ekki er talið að nein vandkvæði verði á því að selja þær fjórar Fokker-vélar sem nú eru notaðar í innanlandsflugið. Blóm barín augum í bakgarði í Brekkugötu! Mynd: KGA. María Bára HiJmarsdóttir, 100. sjúkraliðinn frá GA, tekur við prófskírtcini sínu úr hendi Sverris Pálssonar skólastjóra. Mynd: KGA. Við skólaslit Gagnfræðaskól- ans á Akureyri 2. júní var 100. sjúkraliðinn útskrifaður frá skólanum og jafnframt sá síð- asti. Þetta var María Bára Hilmarsdóttir frá Ólafsfírði. Framhaldsdeildir skólans hafa nú verið innlimaðar í Verk- menntaskólann, sem tók form- lega til starfa 1. júní, og Gagn- fræðaskólinn verður nú þriggja ára grunnskóli, viðtökuskóli nemenda að lokinni barna- fræðslu, eins og á árabilinu 1934-1949. Áður en þessi breyting kom til var Gagnfræðaskólinn næst- stærsti framhaldsskóli landsins utan Reykjavíkursvæðisins og aðeins MÁ fjölmennari. Sl. vetur voru kennarar alls 75 og þar af 33 stundakennarar. Nemendur skól- ans í vetur voru samtals 867. Ell- efu sjúkraliðar luku prófi á sl. vetri, þriggja ára verslunarnámi luku 26 og almennt verslunarpróf tóku 36. Átján luku 2ja ára námi á uppeldissviði og 15 á heilbrigð- issviði. Þá þreyttu 140 nemendur samræmt grunnskólapróf og varð árangur langt yfir meðaltali yfir landið og nokkurn veginn eins og hjá Reykjavíkurskólunum. Frá því GA varð að samræmd- um framhaldsskóla 1977 hafa 93 útskrifast af uppeldissviði, 169 eftir 2ja ára verslunarnám og 85 með 3ja ára verslunarnám að baki og auk þess 100 sjúkraliðar, eins og áður sagði. Þetta kom m.a. fram í skólaslitaræðu Sverr- is Pálssonar, skólastjóra, en nán- ar er sagt frá henni á bls. 4. HS Gagnfræðaskóli Akureyrar: 100. og síðasti sjúkraliðinn utskrifaður MSIIll I „Það er nú varla hægt að spá í þetta því það eru svo litlar breytingar sjáanlegar. Horfur eru á hægviðri eða austan golu næstu dagana og gæti orðið skýjað af og til fyrir norðan. Austanáttina herðir svolítið á föstudag, en dregur úr því aftur á laugardag. Hún ætti svo að ná sér aftur á strik á sunnudag. Þið megið búast við mjög góðu veðri,“ sagði þessi bráð- skemmtilegi veðurfræðingur sem var á vakt í morgun. # Krafla áfram blótsyrði Skýrslan sem Dagur dró fram I sviðsljósið um hag- kvæmnisathuganir á Kröflu- virkjun, sem leiddu í Ijós að virkjunin er með hagkvæm- ustu virkjunarkostum í land- inu í dag og eina leiðin til að láta Kröflu greiða skuldir sín- ar niður sé að auka afl hennar, því meira því betra, hefur vakið mikla athygli norðanlands. Þó Krafla hafi sýnt fram á það á undanförn- um árum að hún hefur nánast bjargað byggðalínunni og þó að mjög jákvæðar upplýs- inar hafi nú komið fram um framtíð virkjunarinnar, virð- ast menn áfram ætla að berja höfðinu við steininn. Krafla skal áfram fá að verða blóts- yrðl á ísiensku máli og blóra- böggull íslenskra efnahags- mála. Það er svo þægilegt að geta kennt einhverju um ófar- irnar í efnahagsstjórn. # Málverkin og Krafla Það furðulegasta við þetta mál er þó e.t.v. þögn Reykja- víkurblaðanna. Þau geta andskotast út af einhverjum málverkum sem formanni stjórnar Landsvirkjunar voru gefin, en þeim dettur ekki í hug að athuga hvort Lands- virkjun eigi að fá Kröflu að gjöf í skjóii þeirra blekkinga að hún sé ónýtt drasl, efnskis virði og án nokkurrar framtíð- ar. Þeim dettur heldur ekki í hug að kanna hvaða áhrif það gæti haft á framtíð fólksins sem starfar víð og tengist starfsemi Kröfluvirkjunar ef gefist verður upp. Þau fjalla um stórkostlega gufuvirkjun og risafiskeldi á Reykjanesi og ýjað er að flutningi véla frá Kröflu þangað suður á sama tíma og möguleikar Kröflu eru ónýttir. Reykjavíkurblöð- In eru eins og stjórnmála- mennirnir, hrædd við hug- takið Krafla. Þetta sýnir eins og fjölmargt annað að lands- byggðin þarf að efla sín eigin blöð og gera þau áhrifameiri. # Skrifstofu- fárviðri Já, 24 gráður mældist hitinn á Akureyri (gær á opinberum mælum. Vísast hefur orðið nokkru heitara og einn gestur sundlaugarinnar tjáði okkur að þar hafi hitinn mælst 33 gráður á mæli - og sá hafi verið í skugga. Svona veður kalla menn gjarnan skrif- stofuóveður eða skrifstofu- fárviðri og ætti skýring á hugtakinu að vera með öllu óþörf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.