Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 7
6-DAGUR-6. júní 1984 pað iim . . . í ekki stærra bæjarfélagi,“ segir Zophonías Zophoníasson, forstjóri Pólar- prjóns á Blönduósi l i Myndir: ESE, Blönduos er vaxandi bæjarfélag í blómlegu héraöi. Um þetta geta flestir veriö sammála en hins vegar er sorglega lítið um að ferðamenn geri tilraun til að sannreyna þessa staðhæfmgu. Eftir að nýi vegurinn var lagður liggur mesti feröamannastraumurinn framhjá Blönduósi og ESSO-sjoppan er oft það eina sem situr eftir í minningum ferðalangsins. Blönduós er því dæmdur eftir gæðum pylsanna og hamhorgaranna í sjoppunni og stöku maður veit að í þessu bæjarlelagi er öndvegisdrykkurinn Blanda upprunninn. Enn færri hafa svo bergt á samnefndri á enda ekki lystug á að líta þar sem hún veltur frani kolmórauð og skiptir bæjarfélaginu í tvo árbakka. Ef menn leggja lykkju á leið sína og líta Blönduós öðru en hornauga þá kemur ým- islegt í Ijós sem að öllu jöfnu er hulið bílistum á þjóðvegi númer eitt. A Blöndu- ósi er rekin fjölþætt atvinnustarfsemi. Kaupfélagið og samvinnuhreyflngin eru stærstu atvinnurekendurnir en þar á eftir kemur fyrirtæki með nafn sem flestir íslendingar kannast við en fáir vita hvar á kortinu er staðsett. I’etta er fyrirtækiö Pólarprjón hf. sem eins og nafniö bendir til rekur prjónastofu og reyndar saumastofur líka. Við heimsóttum Pólarprjón hf. á dögunum og ræddum við forstjóra fyrirtækisins Zophonías Zophoníasson. Hann var fyrst beöinn að segja frá tildrögunum að stofnun fyrirtækisins. - Fyrirtækiö Pólarprjón hf. var stofnað árið 1971 ogcrþví 13 ára um þessar mundir. Pólar- prjón var mcð fyrstu fyrirtækjun- um scm stofnuð voru hcr á landi í þcssari iðngrcin - löngu áður cn prjóna- og saumastofur urðu það lausnarorö í sambandi við smærri iðnað scm þær cru cnn þann dag í dag. Tildrögin aö stofnun fyrir- tækisins voru þau aö cg haföi um nokkurt skcið annast ullarinn- kaup fyrir Álafoss. Var mcð vöru- flutninga cn langaði til að vinna úr þcssu hrácfni hcr hcima og hressa um lcið upp á atvinnulífiö. Ég byrjaði svo hcr á Húnabraut- inni mcð átta starfsmenn cn starfsmönnum hcfur fjölgað jafnt og þctt og nú cru á milli 70 og 80 manns í vinnu hjá Pólarprjóni. - í hverju cr starfsemi ykkar aðallega fólgin? - Við rckum prjónastofu hér og síðan tvær saumastofur. Aðra hcr á Blönduósi cn hina á Sveins- stöðum. Við prjónum svo fyrir okkur og margar aðrar sauma- stofur á svæöinu allt frá Vopna- firði til Hafnarfjarðar og Selfoss. Allt í allt má segja að um 40% af prjóninu fari í vinnslu hjá okkur sjálfum cn um 60% hráefnisins fer á aðra staði. - Hvaða vörur eruð þið aðal- lega með? - Það eru ullarjakkar, kápur, peysur, húfur, vettlingar og trefl- ar og við höfum mikið framleitt fyrir aðra s.s. Álafoss og Sam- bandið. Við erum meðal annars núna að prjóna trefla upp í 100 þúsund trefla samning Sam- bandsins við Sovétmenn. „Kuldinn er bandamaður okkar“ - Hvert fara svo vörurnar? Hvar eru helstu markaðirnir? - Okkar aðalmarkaðir eru í Bandaríkjunum og Skandinavíu. Ég játa það fúslega að mér er það ljúft að horfa á fréttamyndir í sjónvarpinu af vetrarkuldum í Bandaríkjunum. Það hafa verið harðir vetur þar undanfarna tvo vetur og sala á ullarvörum í Bandaríkjunum hefur tekið kipp í samræmi við það. Bandaríkin eru okkar besti markaður og kuldinn því okkar bandamaður. Að sögn Zophoníasar þá stefn- ir hann að því að auka þann út- flutning sem fyrirtækið stendur nú þegar að. - Við höfum komist í sam- band við sterka söluaðila erlendis fáa en stóra og við hyggjumst reyna að auka útflutninginn jafnt | og þétt. Útflutningur á eigin veg- um er framtíðin og þá ætlum við jafnframt að reyna að hafa þetta kerfi einfalt í sniðum og losna að mestu við milliliðina og það flókna sölukerfi sem einkennt hefur þessi viðskipti fram að þessu. - Er hörð samkeppni í þessari iðngrein? - Það er engin samkeppni hjá okkur við aðrar saumastofur. eins og hjá mörgum fyrirtækjum í sjávarútvegi en ég veit að fólk sem hér vinnur kærir sig ekkert um að vinna myrkranna á milli. - Hvað með bónus? - Bónusinn er það sem koma skal. Það er stefnan að taka upp bónus í framtíðinni í því skyni að bæta afköst og um leið launin og þú mátt skrifa það að við fáum of lágt verð fyrir okkar framleiðslu, sagði Zophonías Zophoníasson. - ESE. Hvorki hér í héraðinu né annars staðar á landinu. Það er nokkur samkeppni á túristamarkaðnum í Reykjavík en hann er það smár í sniðum að það tekur því ekki að slást um þann markað. - Engin undirboð? - Lítið um slíkt. Staðreyndin er einfaldlega sú að besta varan selst. „Það munar um okkur“ - Hver er staða fyrirtækisins á Blönduósi? - Þetta er auðvitað stærsta fyrirtækið utan kaupfélagsins þó ekki muni miklu í mannafla og það hlýtur því að muna talsvert um okkur í tæplega 1200 manna bæjarfélagi. - Er samkeppni um vinnuafl hér? - Það er talsverð samkeppni og ég tel okkur vera samkeppnis- færa við t.d. sjávarútveginn. Að vísu er hér ekki unnin yfirvinna Þessir kappar sjá um prjónavélarnar . . . . . . og þessi passar upp á bandið. Zophonías við treflana sem fara eiga til Sovétríkjanna. 6. júní 1984 - DAGUR - 7 „Við erum með i ýmislegt á prjónunum“ — Heimsókn í Saumastofunni Drífu á Hvammstanga - Þetta hefur slampast hjá okkur hingað til. Þess ber þó að geta að við erum nýbúin að standa í miklum framkvæmd- um. Við eigum hér nýtt hús- næði, stórt og gott og það tekur tíma að greiða það niður, sagði Elín Þormóðs- dóttir hjá Saumastofunni Drífu á Hvammstanga í samtali við blaðamann Dags en við rædd- um við Elínu þegar við áttum leið um Hvammstanga fyrir skömmu. Að sögn Elínar þá er sauma- stofan í eigu fimm einstaklinga en í nýja húsnæðið var flutt 1981. Saumastofan er til húsa í „ráð- húsi“ þeirra Hvammstangabúa og næstu nágrannar eru bóka- safnið, verslun Sigurðar Pálma- sonar og sjálfur sóknarpresturinn sem hefur skrifstofu í húsinu. - Okkar framleiðsla er aðal- lega prjónaflíkur sem við saum- um fyrir Hildu hf. Þetta eru mest jakkar og peysur sem fara til Bandaríkjanna og Norðurland- anna en þó þessar vörur seljist þar á háu verði þá finnst okkur að við fáum alltof lítið fyrir okkar þátt, segir Elín en að hennar sögn hafa yfirleitt um 20 konur verið fastráðnar hjá fyrirtækinu. Sumar í fullu starfi en aðrar í hlutavinnu en samtals eru það um 14 dagsverk sem unnin eru hjá Drífu á hverjum degi. - í dag eru reyndar 32 konur í vinnu hjá okkur og skila um 20 dagsverkum. Þetta er vegna þess að við erum að sauma upp í samning vegna pantana sem þarf að afgreiða fyrir sumarleyfi. Vinnan er í sjálfu sér ágæt en það er slæmt að verkefnin skuli berast í bylgjum. Það er mikið að gera í nokkra mánuði og síðan er dauði þess á milli. - Er erfitt að halda í starfs- fólkið? - Nei okkur helst ekki illa á fólki og það lausráðna fólk sem nú er í vinnu hjá okkur veit alveg að vinnan endist ekki nema fram að sumarleyfi sem væntanlega verður tekið um miðjan júlí. - Er ekki samkeppni við fisk- vinnsluna um starfskraftinn? - Það myndi ég ekki segja. Við borgum svipuð laun ef miðað er við fastakaupið en bónusinn í fiskvinnunni heillar suma án þess þó að það hafi valdið okkur vandræðum. - Eru einhverjar nýjungar á döfinni hjá fyrirtækinu? - Við erum með ýmislegt á prjónunum og forgangsverkefni er að koma hér upp okkar eigin prjónastofu. Það er hugmyndin að byrja á þessu í litlum mæli til að byrja með en feta okkur svo upp á við. Þetta ætti að geta gengið því við höfum flest það sem til þarf s.s. þekkingu og hús- næði en auðvitað þarf svo að fjárfesta í tækjabúnaði. - Hyggið þið á sjálfstæðan út- flutning? - Ætli það. Ég býst við því að innanlandsmarkaðurinn dugi al- veg fyrir okkur, segir Elín en samkvæmt upplýsingum hennar þá er aðalvandamál fyrirtækisins í dag fólgið í því að mikið af hrá- efninu kemur langt að og því oft erfitt að fá allt sem þarf til rekst- ursins yfir vetrarmánuðina. En aðstandendur Saumastofunnar Drífu eru bjartsýnir og starfsfólk- ið er ánægt og því ætti þctta harð- snúna lið á Hvammstanga að geta prjónað sig í gegnum lífið með bros á vör um ókomin ár. -ESE Séð yfir vinnusalinn I Saumastofunni Drífu. Elín Þormóðsdóttir í prjónajakka frá Drífu á Hvammstanga. Allt í kring tifa saumavélarnar. Myndir: ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.