Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 3
15. júní 1984- DAGUR-3 Upprmmá ogeftiilegir þjóðfébgsþegmr Alltaf er verið að setja út á blessaða unglingana, en þrátt fyrir það reyna allir að halda í ungdóminn sem lengst með því að vera sem yngstir í anda. Nú er verið að fárast yfir örlitlu fylli- ríi á mannskapnum um hvítasunn- una, aðallega þó þeim sem voru í Vaglaskógi. En hefur þetta ekki bara alltaf verið svona. Hafa unglingar allra tíma ekki þurft að fá úrás? Að sjálfsögðu hefur hegðun og fram- koma unglinga breyst með breyttum tímum, en ég held að við getum verið stolt af æsku íslands í dag. Þar eru efnilegir þjóðfélagsþegnar, þó að sjálfsögðu sé svartur sauður innan um hjörðina, eins og gengur. Þetta endemis áfengis- vcmdamál Áfengisvandamálin eru mörg og stór. Vinur minn einn átti við slíkt að stríða um hvítasunnuhelgina, en ekki þó í sama formi og blessaðir ungling- arnir í Vaglaskógi. Vinur minn varð sem sé vínlaus á miðju fylliríi. Hann leitaði því til mín, en ég sagði honum eins og er, að ég drykki aldrei daginn eftir, heldur daginn á undan. Þess vegna ætti ég ekkert vín. Þessi vinur minn hefur ekki talað við mig síðan, en ég verð við öllu búinn um helg- ina. Harner að koma -komaheim Nú er ég örugglega búinn að ofbjóða Marra vini mínum Eydal með brennivínstali. En hann dettur líka í’ða get ég sagt ykkur, þegar hann hámar í sig kaloríubólgnar stríðstert- ur þar sem enginn sér til. Enda átti hann við sína „timburmenn" að eiga þegar hann leit inn eftir helgina. En ég ætlaði nú að tala um alvarlegri málefni. Ég hef nefnilega heyrt það haft fyrir satt, að Jón Hlöðver Áskelsson sé væntanlegur til að taka við stöðu sinni hjá Tónlistarskólan- um. Jón hefur verið í Reykjavík undanfarin tvö ár, þar sem hann hef- ur gegnt starfi fræðslustjóra við tón- listarskóla landsins. En nú er hann sem sé væntanlegur heim í heiðar- fjörðinn aftur og það eru mikil fagn- aðartíðindi. Það fylgir kraftur með Jóni, sem á eftir að koma sér vel fyrir tónlistarlíf bæjarins. -----»-», ♦.-.. Skemmtilegt útsýnisflug Liðlegheit Flugleiða og umhyggju- semi fyrir farþegum er einstök, sagði einn góðkunningi minn frá Sauðár- króki þegar ég hitti hann á förnum vegi fyrir nokkru. - Ég var að koma frá Reykjavík og beið eftir því að kallað yrði um borð í flugvélina á Reykjavíkurílugvelli, sagði þessi vin- ur minn. _ jú; SVo kom kallið, en ég varð ögn hissa þegar farþegar til Vestmannaeyja, Húsavíkur og Sauð- árkróks voru beðnir að gana um borð ' í eina og sömu vélina. Svo hófst flugið. Fyrst fórum við til Vestmanna- eyja, síðan til Húsavíkur og loks til Sauðárkróks. Það var gaman að þessu útsýnisflugi og ég er viss um að Vestmannaeyingar á leið til megin - landsins hafa haft gaman af að sjá Húsavík og Sauðárkrók á fögrum sumardegi. Þetta fannst mér einstök tillitssemi af Flugleiða- mönnum. Ef til vill á ég eftir að lifa það, að félagið hætti þessum sérferð- um á hvern stað, en taki þess í stað upp hringferðir um landið tvisvar eða þrisvar á dag. Það væri nú ekki dóna- legt, sagði þessi ágæti vinur minn um leið og hann hjólaði af stað til síns heima. ------♦ « ♦ ■ Hroðakgar fréttir Ég get sagt ykkur það, að mér brá hroðalega þegar ég las frétt í DV um daginn undir fyrirsögninni: „Karl- menn að verða úreltir". Ég huggaði mig þó strax við þá hugsun, að konan mín hlyti þá að fá eitthvað úr úreld- ingarsjóði. Blaðið hafði þessi tíðindi eftir einhverjum Morris, deildarfor- seta við læknaháskóla í Bandaríkjun- um. Morris er kona, sem telur að kynsystur hennar stjómi heiminum árið 2000. Hún benti á svokallaða glasabarnatækni máli sínu til stuðnings, sem hún taldi gera karl- menn óþarfa. Með því móti væri hægt að framleiða ótiltekinn fjölda fóstra og geyma síðan frosin þar til þeirra tími kæmi. Það lyftist þó ögn á mér brúnin þegar haft er eftir próf- essornum, að konur stjórni heimin- um, en karlmenn verði ekkert annað en leikföng fyrir þær í bólinu. En síð- an þyrmdi yfir mig þegar ég las niðurlagsorð greinarinnar: „Þetta verður alveg eins og þegar kýr eru sæddar í dag,“ sagði prófess- orinn og hló. „Þrjátíu ættliðir kúa hafa ekki einu sinni séð naut,“ bætti hún við og skellihló. Prófessorinn sagði að lokum, að karlmennimir fæm sömu leið og nautin; þau væm þegar orðin úrelt, en karlmennirnir kæmu til með að verða það. Þar með er mér öllum lokið. Ég er farinn í sumarfrí. Aukin þjónusta, Akureyringar Iðnaðarbankinn hefur stigið stórt skref til aukinnar þjónustu við Akureyri og nágrannabyggðalög. ______Nýr afgreiðslusalur við Geislagötu. Við höfum gjörbreytt aðalútibúinu að Geislagötu 14. Stórbætt alla aðstöðu til vinnu og þjonustu. Við höfum líka glatt augað með glæsilegum og vönduðum innréttingum, — íslenskri hönnun og íslenskri framleiðslu. „On-line“ tölvukerfi. Afgrciðsla beint hjá gjaldkera. Nýtt tölvukerfi, beinlínukerfi hefur verið tekið í notkun. í»ví er ætlað að bæta þjónustu og auka öryggi við afgreiðslu. Þannig ferð þú beint til gjaldkera t.d.með úttekt og gjaldeyriskaup. Slíkt flýtir aldeilis fyrir. Nýr algreiðslustaður að Hrísalundi 1. Við höfum tekið í notkun nýja afgreiðslu. Tilgangurinn er auðvitað að stytta leiðir þeirra sem erindi eiga við Iðnaðarbankann. Afgreiðslan er opin á venjulegum bankatíma, frá kl. 9.15 - 16.00. Gjörið svo vel Akureyringar, komið og heimsækið Iðnaðarbankann að Geislagötu 14 og í Hrísalundi 1. Skoðið húsakynni, reynið þjónustuna. Z) / ln n n VALLARGERDU íln CZ31_TL- Iðnaðarbankinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.