Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 16
Opnunartími á Báuta"" verður í sumar frá kl. 9-23.30. Opnunartími í Smiðju frá kl. 12-14 og frá kl. 18.30. BAUTINN - SMIÐJAN. Iðja segir upp samningum Iðja félag verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri hélt fund nú í vikunni þar sem leitað var heimilda til uppsagnar saiini- inga. Heimildin var fengin og samþykkt með meginþorra at- kvæða fundarmanna að segja samningum upp. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju sagði í samtali við Dag, að sér sýndist sem allt annar hugur væri í fólki nú en í vetur. Ekki kvað hún Iðju hafa full- mótað kröfur sínar, það væri best að bíða og sjá hver framvindan yrði, en það vantaði 7-8% uppá að vetrarsamningar stæðust. Það er því ljóst að 3% hækk- unin 1. september væri engan veginn nægjanleg. Aðspurð um hvort fólk væri tilbúið að leggja út í verkfall í haust, sagði Kristín að reynt yrði að haga hlutunum þannig að samningar næðust án verkfalla, en ef fyrirsjáanlegt er að svo verður ekki, þá taldi hún líklegt að fólk væri tilbúið að leggja út í aðgerðir á borð við verkfall. Sævar Frímannsson varafor- maður Einingar kvað félag sitt ekki endanlega hafa ákveðið hvaða leið best væri að fara. Fundur verður haldinn eftir miðj- an mánuðinn þar sem ákvörðun verður tekin. mþþ Erffitt að ná samstööu meöal sveitastjórna - en rétt að stóriðja hefur afgerandi áhrif á byggðaþróun segír Þórður Skúlason formaður stjórnar Fjórðungssambandsins "Þetta hefði betur borið að með öðrum hætti. Hér er um algjörlega ný vinnubrögð að ræða og óvenjuleg, þ.e. að senda fjölmiðlum tií birtingar tillögu sem Ieggja á fyrir fjórð- ungsráð, áður en fulltrúar sem þar eiga sæti fá hana í hendur," sagði Þórður Skúla- son formaður stjórnar Fjórð- ungssambands Norðlendinga um tillögu þá sem Áskell Ein- arsson, framkvæmdastjóri sambandsins, greindi frá í Degi nýlega. „Það er reyndar alveg skýrt að þetta eru hans persónulegu til- lögur, bæði að efni og orðavali. Hvað efnið varðar er líklega erf- itt fyrir sveitarstjórnir að bindast samtökum um að knýja á um ál- ver við Eyjafjörð, Pví að þar sem annars staðar eru skiptar skoðan- ir um málið. Fjórðungsráð hefur hins vegar ályktað um að undir- búningsrannsóknum verði haldið áfram og beint að Eyjafirði. Það er svo rétt og liggur í aug- um uppi að stóriðja hefur afger- andi áhrif á búsetuþróun, burtséð frá arðsemi eða öðru því sem að rekstrinum lýtur," sagði Þórður. Flugfélag Norðurlands hefur fest kaup á tveggja hreyfla Piper Chiftain flugvél í stað þeirrar sem hlekktist á í Bfldu- dal. Hin nýja vél verður tekin í gagnið nú í vikulokin. Kaupverð vélarínnar var um 2,7 millj. króna. Hér eru flug- virkjar að yfirfara vélina áður en hún verður tekin í notkun. Mynd: KGA. Annað nýra grætt í Ingva Stein: Aðgerðin tökst vel ^¦^^ hafnaði því. Pá var revnt að iá ræða nvtt lvf sem bvkir lofa eóðu Síðastliðinn þriðjudag var í annað simi grætt nýra í Ingva Stein Ólafsson, 5 ára dreng frá Akureyri. Nýrað var tekið úr móður drengsins. Aðgerðin var framkvæmd í Boston og tókst mjög vel. Þó verður ekki Ijóst fyrr en að nokkrum dögum liðnum, hvort fullkom- inn árangur hefur náðst. í apríl var grætt í Ingva nýra úr föður hans, en líkami drengsins hafnaði því. Pá var reynt að fá nýra úr nýrnabanka, en það hafði enn ekki fengist og ekki var talið ráðlegt að bíða lengur. Því var ráðist í annan nýrnaflutning. Núna er Ingvi í lyfjameðferð sem tekur 6 mánuði, þar er um að ræða nýtt lyf sem þykir lofa góðu, en slík meðferð fylgdi ekki í kjölfar aðgerðarinnar í apríl. Samkvæmt heimildum Dags líður Ingva vel og allar líkur benda til að aðgerðin hafi tekist. -KGA. Samband norrænna málmiðnaðarmanna: Aðal- fundur á Akur- eyri Samband Norrænna málmiðn- aðarmanna hélt aðalfund sinn á Akureyri um síðustu helgi. Þetta var í fyrsta skipti sem aðalfundur þeirra er haldinn hér á landi. Sagði Hákon Há- konarson, formaður félags málmiðnaðarmanna á Akur- eyri, að það væri sérstaklega ánægjulegt fyrir Norðlendinga að hann skyldi vera haldinn hér. Fundinn sátu 34 fulltrúar og voru þeir allir með maka og sum- ir með börn, hópurinn var því alls um 80 manns. Dvöldu fund- argestir á Stóru-Tjörnum. Aðspurður sagði Hákon að á fuhdinum hefðu verið venjuleg aðalfundarstörf. Mikið var rætt um tölvumál og tækni ýmiss konar. íslenskum málmiðnaðar- mönnum var veittur styrkur upp á 50.000 kr. sænskar, til að auð- velda þeim samskipti við „kollega" sína á hinum Norðurlöndunum. Sagði Hákon að með þessum styrk hafi sérstaða íslendinga verið viðurkennd. HJS Ekki vildi Markús Á Kin- arsson á veðurstofunni lofa okkur Norðlending- um góðu veðri um helg- ina, það verður hæg norð- an gola, skýjað og dálítil súld öðru hvoru sagði hann. Þannig verður veðr- ið um helgina og fer víst heldur kólnandi ef eitt- hvað er. Takið fram lopa- húfurnar! Nýtt Glansefhi í trímmgalla og fuUt af nýjuiii efnum í sumarfatnaðínn Opið á laugardag frá kl. 10-12,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.