Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-6.JÚIÍ1984 ÚLFAR HAUKSSON, ÁÆTLANA- OG HAGSÝSLUSTJÓRI f yy EG ER POLIT Bílasérfræðingur Dags og áætlana- og hagsýslustjóri Akureyrarbæjar, Úlfar Hauksson, var ekki of viss um að eiga nokkurt erindi í viðtal. Taldi sig alltof venjulegan náunga til að hafa nokkuð að segja sem einhver nennti að lesa, En blaðamaður gerði sig kaldan til augnanna og tók ekki mark á undanfærsl- um. Mættur á skrifstofu Úlfars í ráðhúsinu, segulbandið af stað - yfirheyrsla. Og Úlfar svarar til skiptis spurningum og í símann. Bíladella - Er það satt sem ég fregnaði að bílasérfræðingur Dags hafi verið tekinn fyrir of hraðan akst- ur og hafi misst bílprófið? „Nei, ég held að einhver óráð- vandur maður hafi logið þessu í ritstjórann til að gera hann hræddan. Bílasérfræðingur Dags er alveg einstaklega löghlýðinn." - Er hægt að prófa bíla al- mennnilega ef maður er alltaf löghlýðinn? „Já, það er vel hægt. Það er nóg af vondum vegum." Úlfar er fæddur og uppalinn á Eyrinni, „rétt sunnan við þar sem Hag- kaup er núna." En þá voru engin Hagkaup, heldur kartöflugarðar og fótboltavellir og „pínulítil slippstöð." Úlfar er fæddur 1952, foreldrar Anna Steindórsdóttir, Eyfirðingur og Haukur Kristjáns- son, ættaður úr Skagafirði. - Er einhver Skagfirðingur í þér? „Nei, ég held að hestamennsk- an hafi breyst í bíladellu. Pabbi var upphaflega bifvélavirki og ég hafði svona eins og aðrir strákar áhuga á bílum, fram til 15-16 ára aldurs. Þá breyttist þetta í sjúk- dóm - og það alvarlegan að ég hef aldrei komist á það stig að liggja í bílum og dunda við þá með handafli. Þetta er á ennþá hærra stigi en það - þetta eru draumórar. Ég fæ útrás á tíma-, ritalestri." - Hefurðu átt marga bíla? „Tvo. En hef reyndar ekið fleiri gerðum og tegundum af bíl- um en ég hef tölu á, bæði af áhuga og í atvinnuskyni. Til dæmis var ég um nokkurn tíma í slökkviliðinu hérna í gamladaga. Svo var ég nokkuð í akst- ursíþróttum - en það tók nú skjótt af, til að geta stundað þetta þarf maður að hafa bæði tíma og fjárráð. Og svo er erfitt að stunda þetta hérna fyrir norðan því að megnið af þessum keppnum fer fram fyrir sunnan." Úlfar keppti með Halldóri Jónssyni í fyrstu rallykeppnunum sem fóru fram hér á landi. Og skyldi þeim hafa gengið sæmi- lega? „Það gekk nú þokkalega. í þeirri fyrstu tókst okkur að vinna, ég veit ekki hvers vegna. Við vorum sæmilega skynsam- lega útbúnir og auk þess hef ég grun um að við höfum vitað betur en margir aðrir um hvað málið snérist. í annarri keppninni tókst okkur að stökkva útaf veginum, snyrtilega, og þar með lauk þátt- töícu okkar í það skiptið. En það sem mér fannst einna athyglis- verðast við að taka þátt í þessum rallkeppnum var það hvað and- inn meðal keppnismanna var skemmtilegur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa hverjir öðrum. Menn kepptu að vísu meðan þeir voru að því, en utan voru þeir bestu félagar." - Nú . . .þetta er ákaflega virðulegt embætti sem þú ert í . . . ? „Afar virðulegt!" - Og . . . sæmir það manni í þínu embætti að hafa áhuga á bílum? „Það finnst mér - alveg tví- mælalaust. Ég hef alla tíð verið með tækjadellu. Þetta er ekki einangrað við bílana þótt blossi hvað mest þar. Ég er ekki alveg ósnortinn af flugvélum og sam- göngutækjum yfirleitt. Jafnvel þvottavélar . . . þær gætu höfðað til mín. Ef eitthvað er'af tökkum og slíku dóti á þeim, þá er aldrei að vita." En Úlfar hefur áhuga á fleiru en einungis bílum og þvottavél- um með mörgum tökkum. Hann segist hafa gaman af því að ferðast, bæði innan lands og utan „og vill þá helst fara sem víðast á sem skemmstum tíma." og það kemur í ljós að hann hefur víða farið. En alltaf stansað í stuttan tíma. Skólinn Eins og sönnum Eyrarbúa sæmdi fór Úlfar fyrst í Oddeyrarskólan- um, þaðan lá leiðin í Gagnfræða- skólann og í landspróf. Og síðan tók Menntaskólinn við. - Var gaman í Menntó? „Já. Sennilega finnst manni það þó ennþá skemmtilegra eftir á heldur en meðan á því stóð. Og af einhverjum ástæðum man ég frekar eftir menntaskólaár- unum heldur en megninu af há- skólaárunum, þótt lengra sé um liðið. Ég veit ekki hvers vegna. Þegar ég kom í Menntaskólann, haustið '68, þá gengu sjöttubekk- ingar um í jakkafötum og hvítri skyrtu og með bindi. Uppstrílað- ir og flottir og litu út fyrir að vera minnsta kosti fimmtugir. En þeg- ar ég fór úr skólanum vorum við komnir í gallabuxur og lopapeys- ur. Þannig að það varð nokkur hræring á þessum tíma." , - Hvað kom til? „Það var þessi hreyfing sem varð nánast alls staðar í Evrópu á þessum tíma, tíðarandinn var að breytast. Menn fóru að taka sjálfa sig öðruvísi og töldu sig hafa meira hlutverki að gegn en aðeins því að gleypa í sig fróðleik í skólanum. Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að segja frá þessu, en menn fóru að skipta sér að ýmsu öðru en náminu, til dæmis urðu margir ákaflega póli- tískt meðvitaðir. Ef þú lest skóla- blöðin frá þessum tíma þá eru þau afar sérstök. Þar var farið úr huggulegu rabbi um daginn og veginn, yfir í það að skammast og vera með skæting." - Tókstu mikinn þátt í þessu? „Nei. Ég hygg að það hafi ver- ið minnihluti nemenda sem var með í þessu, en þeir höfðu hátt og voru áberandi." Að menntaskóla loknum tók viðskiptadeild Háskólans við. „Það voru töluverð viðbrigði að koma úr þessu nána samfélagi sem Menntaskólinn þó er, í Há- skólann sem þá var þrátt fyrir allt minni að umfangi en hann er núna. Auk þess fór veðurfarið í Reykjavík ákaflega í taugarnar á mér. Sérstaklega rigningin - og það sem verra er, að það rignir íárétt í Reykjavík." Úlfar gerði hlé á háskólanámi einn vetrar- part og vann þá á Bæjarskrifstof- unum hér fyrir norðan. „Og það má eiginlega segja að þá hafi ver- ið gengið frá því að ég réðist hingað að loknu námi. Það var reiknað með því að ég færi þá í að koma í gagnið tölvuvinnslu hérna og þess vegna sveigði ég námið meira í þá átt en annars

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.