Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 7
6.júíí 1984-DA6UR-7 Um helgina í Laxdalshúsi Matseðill hússins, laugardags- og sunnudagskvöld. Fastir liðir eins og venjulega. * Rauðvínsleginn og soðinn nautakjötspottréttur. * Gráfíkjuæði (sjá matkrókinn). Krístinn Örn Krístinsson píanóleikarí leikur Raggie-tónlist fyrír matargesti á laugardagskvöld. Borðapantanir og upplýsingar í síma 24490. Opið alla daga frá kl. 11-23. Hermann Gunnarsson. >> Akureyringum er ekkert Ula við mig" - Halló, er þetta Her- mann Gunnarsson hinn eini og sanni? „Já, sá er maðurinn og komdu blessaður." - Þú hefur ailtaf verið mikill gleðimaður, og nú ert þú orðinn Sumargleði- maður? „Já það er allt komið á fulla ferð og Norðlending- ar mega fara að vara sig því við erum næstum því á leiðinni. Við verðum á Skagaströnd 19. júlí, tökum hús á Hallbirni og það verður auðvitað mikið fjör. Þá er það Akureyri 20. og 21. júlí, Árskógs- strönd 22. júlí og svo verð- um við á fullri ferð á Norðurlandi um verslun- armannahelgina." - Og það þarf ekki að spyrja að því að þetta er í góðu lagi, skemmtunin og ballið á ég við? „Ég held að þetta sé mjög hresst þótt ég segi sjálfur frá. Það var óvenju- mikið æft fyrir þetta núna enda ákeðið að kúvenda prógramminu. Og miðað við móttökur á fyrstu skemmtunum okkar er hægt að lofa góðu, það er allt á útopnuðu í 6 klukku- tíma. Það er eitt atriði sem hefur vakið óhemjuathygli en það er Sumargleðidans- inn. Það er dans sem má dansa alls staðar og þeir sem aldrei hafa stigið út á dansgólf geta verið með. Einnig má dansa þennan dans í baði, uppi í rúmi og reyndar nánast hvar sem er. Og auðvitað er það Bessi sem stjórnar þessu, hann er okkar sérfræð- ingur í öllu sem snýr að fótaburðinum enda með sérstakan dansfótaburð eins og alþjóð veit." - Er ekkert erfitt fyrír þig að koma inn í þetta með þessum þrautreyndu skemmtikröftum ? „Jú vissulega, en ég hef alltaf haft gaman af því að reyna eitthvað nýtt. Ég var þó kvíðinn en það hefur bjargað öllu að þetta eru svo miklir öðlingar, Ómar, Ragnar og Bessi og þeir hafa „peppað" mig upp. Það er því eins og ég sé kominn heim. Þeir eru hins vegar gjarnir á það Ómar og Bessi að breyta sífellt út af textanum þann- ig að ég er alltaf með lífið í lúkunum að ég skelli upp úr sjálfur, maður er jú bú- inn að hlæja að þessum gaurum í áratugi." - Nú ert þú gamall „Ak- ureyringur", verður ekkert erfitt að koma í Sjailann og skemmta gömlu kærust- unum? „Ha, ha. Ég kom þarna í vetur til að skemmta og fann það að Akureyring- um er ekkert illa við mig, langt frá því og ég kvíði engu. Það eina sem er að í Sjallanum er að sviðið er nokkuð lítið þannig að það er viðbúið að við verðum að skemmta eitthvað við borð gestanna." - Saknar þú ekki starfs- ins hjá útvarpinu? „Nei, ég er eins og prins, laus úr álögum vinur minn og verð í fríi eitthvað fram á veturinn. Annars eru málin í góðum höndum á íþróttadeild Útvarpsins." - Það er ailtafsami létt- leikinn í kring um þig? „Já annað er bannað vegna þess að það er verra og getur síðan smáversnað hægt og sígandi." - Það er nefnilega það. Ætli við látum þetta þá ekki nægja í bili og bíðum bara spenntir eftir að sjá þig í Sumargleðinni. „Við sjáumst ljúfur og vertu ævinlega blessaður og að sjálfsögðu bið ég að skila kveðjum til allra vina minna á Akureyri." gk-. býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. • • Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 7. júlí Hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufiröi leika fyrir dansi til kl. 02.00. Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Borðapantanir teknar í síma 22200. Verið velkomin. HOTEL KEA AKUREYRI adidas^ Knattspyrnu- áhugamenn Fyrirhuguð er hópferð til Akraness, laugar- daginn 14. júlí á leik Í.A. og Þórs ef næg þátt- taka fæst. Farið verður að morgni 14. og komið heim samdægurs. Áætlað verð kr. 600 pr. mann. Nánari upplýsingar veitir Jónas Hallgrímsson á skrifstofu knatt- spyrnudeildar Þórs í síma 22381 milli kl. 16—18 alla virka daga. Þátttöku verður að tilkynna fyrir fimmtudaginn 12. júlí. Áhugamenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.