Dagur - 20.08.1984, Blaðsíða 1
íS? * W|I \vnut \4a>ic\w pa?P«
FILMUhúsib akureyri
67. árgangur
Næsta
stóriðja
verði
byggð í
Eyjafirði
- Hreppsnefnd
Grýtubakkahrepps
hefur samþykkt
áskorun til stjornvalda
Hreppsnefnd Grýtubakka-
hrepps hefur samþykkt
áskorun til stjórnvalda um að
næsta stóriðjufyrirtæki verði
byggt á Eyjafjarðarsvæðinu,
svo framarlega að rannsóknir
Ieiði í Ijós að lífríki héraðsins
stafi ekki hætta af væntan-
legum rekstri þess.
Bókun þessi var samþykkt á
fundi í hreppsnefndinni 15. ágúst
sl. og orðrétt er hún þannig:
„Hreppsnefnd Grýtubakka-
hrepps skorar á stjórnvöld að
hraða svo sem hægt er rannsókn-
um og öðrum ’undirbúningi vegna
hugsanlegs álvers við Eyjafjörð.
Einnig er hlutast til um að næsta
stóriðjufyrirtæki á íslandi verði
byggt á Eyjafjarðarsvæðinu, svo
framarlega að rannsóknir leiði í
ljós að lífríki héraðsins stafi ekki
hætta af væntanlegum rekstri
þess.“
Akureyri, mánudagur 20. ágúst 1984
94. tölublað
„Kvótakerfið verður
endurskoðað í haust“
- þao hafa ekki allir nýtt sinn kvóta af fyrirhyggju
segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
„Það er engin trygging fyrir
því að uppbótarkvóti fáist á
einstaka stað, og mjög ólíklegt
reyndar, því það myndi koll-
varpa hlutfallinu milli staða.
Það verður því að fara fram
heildarendurskoðun á kvóta-
kerfinu. Sýni sú endurskoðun
fram á að ástand þorskstofns-
ins hafi verið vanmetið eða að
heildaraflamagninu hafi ekki
verið náð, þá er hugsanlegt að
aukið aflamagn verði leyft.“
Þetta sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, þeg-
ar Dagur bar undir hann horfur í
atvinnumálum sjávarútvegsins,
þar s^m margir togarar og bátar
eru búnir eða að verða búnir með
kvótann. Atvinnuleysi blasir því
við á næstunni verði ekkert gert.
„Það hefur alltaf verið um það
rætt, að kvótinn yrði endurskoð-
aður í haust,“ sagði Steingrímur.
„Þá verður það gert með tilliti til
ástands þorskstofnsins og hvað
hefur nýst af þessum kvóta yfir
landið í heild. Hins vegar vek ég
athygli á því að kvótakerfið í
heild var unnið í mjög nánu sam-
starfi við hagsmunaaðila. Ég fæ
því ekki séð hvernig í ósköp-
unum einstaka stöðum verður
veittur viðbótarkvóti. Það yrði
þá að koma yfir allt landið og þá
vaknar spurningin; þolir þorsk-
stofninn það. Eru menn þá hættir
að hafa áhyggjur af honum? Og
ég verð að segja það, að mér
finnst kvótinn ekki hafa verið
nýttur af fyrirhyggju á öllum
stöðum. Menn áttu að gera 'sér
grein fyrir því, að það er engin
trygging fyrir því að viðbótar-
kvóti fáist.“
- En ef forsendur eru ekki til
staðar, þannig að hægt sé að leyfa
meiri afla, verða menn þá að
þrauka atvinnuleysið fram á
næsta ár?
„Síst af öllu vil ég mæla með
því, en eins og ég sagði, hvað
halda menn um þorskstofninn?
Erum við að eyða honum eins og
haldið var fram af mörgum í
vetur? Eða eru menn hættir að
hafa áhyggjur af því?“
- Þú vilt meina að hægt sé að
þrauka atvinnuleysi með lang-
tímasjónarmið í huga?
„Já, það getur vel verið, en
þessi mál verða að bíða endur-
skoðunar á kvótakerfinu í haust.
Inn í þá endurskoðun kemur
væntanlega einnig atvinnuástand
á hverjum stað,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson. - GS.
Alttum
íþróttir
helgarmnar
-Opna
: ijSK""i' 's Ekki þurrafúi í okkar húsum
— bls. 8
Slappað af í Miðbænum. Mynd: KGA
Hlutafélag um seiða- og laxeldi stofnað í Kelduhverfi:
Alvarleg tilraun gerð til
laxeldis í fersku vatni
Eimskipafélag Islands og
Samband íslenskra samvinnufélaga hluthafar
„ Já það er rétt að Eimskipa-
félag íslands og Samband ís-
lenskra samvinnufélaga hafa
skráð sig fyrir stórum hlut í
þessu nýja félagi, en stofn-
fundur hefur ekki verið hald-
inn ennþá. Við höfum verið að
vinna að hlutafjársöfnun með-
al heimamanna og hreppanna
fyrir austan og fleiri aðilar
koma þar inn í,“ sagði Þórhall-
ur Björnsson fyrrverandi
kaupfélagsstjóri á Kópaskeri í
samtali við Dag.
Þórhallur er einn af eigendum
jarðarinnar Krossdals í Keldu-
hverfi, en þar eru aðstæður taldar
henta mjög vel til fiskeldis. Þarna
er jarðhiti sem er forsenda fyrir
slíku, og við spurðum Þórhall
að hvaða tegund fiskeldis hið
nýja félag hygðist einbeita sér.
„Það er seiðaeldi og jafnframt
ætlum við að gera alvarlega til-
raun með að ala lax í sláturstærð
í fersku vatni. Slík tilraun hefur
ekki verið gerð í neinni alvöru
hér á landi ennþá. Það er jú vitað
að lax lifir í fersku vatni, en hvort
það borgar sig að ala hann upp í
sláturstærð í því vatni er ekki
ljóst, hvort hann vex jafn hratt
við slíkar aðstæður og t.d. í volg-
um sjó. Þetta er hlutur sem okk-
ur finnst tilvinnandi að kanna til
hlítar.“
- Hvernig hefur hlutafjár-
söfnun gengið?
„Það er óhætt að segja að hún
hafi gengið vel og þegar hafa
safnast um 5 milljónir króna.
Málið hefur fengið góðar undir-
tektir heimamanna, enda er sam-
dráttur í öllum þessum hefð-
bundna búskap. Þegar svo er
þurfa menn að bregðast við og
leita nýrra leiða og það er því
eðlilegt að menn horfi vonaraug-
um til nýjunga eins og þess sem
við ætlum að kanna.“
- Þess má geta að áformað er
að halda stofnfund fyrirtækisins í
lok september eða í október, og
á næstunni er fyrirhugað að hefja
byggingaframkvæmdir í
Krossdal. „Það verður ekkert
gert nema koma einhverju upp
og málið er komið það langt að
það er farið að huga að bygginga-
framkvæmdum. Við erum komn-
ir í kapphlaup við veturinn, það
veit enginn hvenær hann kemur
og því ekki séð fyrir endann á
því hver vinnur það kapphlaup,"
sagði Þórhallur. gk-.