Dagur - 20.08.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 20.08.1984, Blaðsíða 9
100 ára byggð í Ólafsfjarðarhorni: 20. ágúst 1984 - DAGUR - 9 Vegleg afmælishátíð „Við höfum heyrt að það sé mikill áhugi hjá brottfluttum Ólafsfirðingum að koma heim og taka þátt í þessari hátíð með okkur og það er vonandi að fólk fjölmenni til Ólafsfjarðar þá daga sem hátíðin stendur yfir,“ sagði Guðbjörn Arn- grímsson, en hann er formaður nefndar sem sér um hátíðahöld í tilefni af 100 ára byggð í Ól- afsfjarðarhorni. Hátíðin hefst nk. laugardag og stendur yfir í 8 daga. Minnst er upphafs byggðar í Öl- afsfjarðarhorni sem fyrr sagði, en það er staðurinn þar sem kaup- staðurinn stendur nú, en byggð er reyndar mun eldri í Ólafsfirði. Það var Ólafur Gíslason sem fyrstur byggði sér hús í Horninu eins og það er jafnan kallað og hóf að stunda þaðan sjósókn. Ólafur var fæddur á Burstar- brekku í Ólafsfirði en fluttist 16 ára gamall í Svarfaðardal þar sem hann kynntist konuefni sínu. Þau fluttu síðar í Hofshrepp í Skaga- firði þar sem þau bjuggu í sárri fátækt, en vorið 1884 fluttu þau í Ólafsfjarðarhorn, reistu sér þar hús og hófu búskap. Bæ sinn kall- aði Ólafur Sandhól og er talið að hann hafi staðið nálægt þar sem nú er Kirkjuvegur 4. Guðbjörn Arngrímsson for- maður afmælisnefndarinnar sagði í samtali við Dag að nefndin hefði unnið mikið starf á undan- förnum tveimur mánuðum til þess að undirbúa hátíðina sem best, og hefði nefndin haldið fjöl- marga fundi. Má sjá það á dagskrá hátíðarinnar hér á síð- unni að ekkert hefur verið til sparað að gera hana sem vegleg- asta enda búast Ólafsfirðingar við fjölmenni til bæjarins þá daga sem hátíðin stendur yfir. - í tengslum við afmælið er unnið að útgáfu bókar sem vænt- anleg er á markaðinn á þessu ári, og ber hún heitið „100 ár í Horn- inu“. Er það Friðrik Olgeirsson kennari sem hefur unnið að bók- inni og er hluti hennar liður í lokaprófi hans í sagnfræði. Bókin spannar yfir tímabilið 1883 til 1945, en það ár fékk Ólafsfjörður kaupstaðarréttindi. Laugardagur 25. ágúst: Kl. 14.0(1 Knattspyrna l.eiftur-Þór Akureyri. Sunnudagur 26. ágúst: Kl. 14.00 Hátiðarmessa og hátíðin sett. Kl. 15.00 Opnuð svning a munum og myudum et'tir Ólafslirðinga i Gagnfræðaskólan- um. Kl. 21.00 Garðshornskvöld og Guðnnmdar. Talað mál og tónlist af ýnisum toga. Ilutt af Sigursveini. Erni. Magnúsi og Helgu Magnúsarhörnum. Sigrúnu Valgerði Gestsdóttur. Helgu Alfreðs- dóttur og Guðmundi Ólalssvni. Mánudagur 27. ágúst: Kl. 21.00 Harmonikukvöid. dagskrá í umsjá Félags harmonikunnenda í Eyjafirði og Jóns Arnasonar ;i Syðri-Á. Þriðjudagur 28. ágúst: Kl. 21.00 Kvöldvaka. Dagskrá i umsjá Slvsa- varnardeildar kvenna. kirkjukórs og menningarmálanefndar Miðvikudagur 29. ágúst: Kl. 21.00 Kabarett Jon B. Gunnlaugsson. Siggi I lelgi •»!>. leiklelagið sja um dagskrana Fimmtudagur 30. ágúst: Kl. 17.00 og 21.00 K\ikmuulasuiingar. Föstudagur 31. ágúst: Kl. 17.00 jþróttamót. Kl 19.00 Fjolskylduhatíð i umsja l.eillurs. Kivvanis. Sinavvik og skáta. Þar verður varðeldur. grillveisla og margt l'leira. Kl. 21.00 Breaksyning í Tjarnarborg. syningar- flokktir lia Akureyri sýnir. Kl. 21.30 l'nglingadiskó. aldursmörk 12 l(> ara Laugardagur 1. september: Kl. 10.00 Bæjakeppni í sk;ik milli Olalsljarðar. Dalvikur. Sigluíjarðar og I Ijota. Kl. 13.30 Firmakeppni hestamanna K1 17.00 Barnaskemmtun á vegum skáta K1 22.00 -0300 Dansleikur i Tjarnarborg. hljómsveit Magnúsar Kjartanssonai leikur lyrir dansi. söngvari er Jóhann 1 lelgason. Nýtísku íbúðarhús setja svip á bæinn. Guðbjörn Arngrímsson formaður afmælisnefndarinnar. Ólafsfirðingar byggja afkomu sína að verulegu leyti sjávarútvegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.