Dagur - 20.08.1984, Blaðsíða 5
20. ágúst 1984 - DAGUR - 5
Minning
Margrét Hallgrímsdóttir
- Kveðja frá Zontaklúbbi Akureyrar
Hinn 23. júlí sl. kvöddum við
vinkonu okkar Margréti Hall-
grímsdóttur. Hún lést í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18.
þessa mánaðar eftir stranga bar-
áttu við manninn með ljáinn.
Margrét var fædd á Akureyri
13. desember 1916, dóttir hjón-
anna Hallgríms Davíðssonar
verslunarstjóra og Sigríðar
Davíðsson, fædd Sæmundssen.
Hún ólst upp í foreldrahúsum
ásamt fjórum systkinum á miklu
myndar- og menningarheimili, og
það bar hún með sér til æviloka.
Látin voru á undan Margréti, Ari
bróðir hennar og systirin Lena,
sem einnig var ágætur félagi í
Zontaklúbbi Akureyrar. Eftirlif-
andi bræður hennar eru Þorvald-
ur og Pjetur.
Mestan hluta ævi sinnar vann
Margrét við verslunarstörf. Hún
var fjöldamörg ár starfsmaður í
versluninni „Onnu og Freyju"
hér í bæ, en setti síðan á stofn í
félagi við Lenu systur sína
„Hannyrðaverslunina Dyngju“
sem hún rak til ársins 1980. Þá
tók hún að sér starf föndur-
kennara á Kristnesspítala og
vann þar þangað til í ársbyrjun
1984. Henni féll föndurstarfið
vel, enda var hún mjög fær í
öllum hannyrðum.
Ung að árum gekk Margrét í
Kvenskátafélagið Valkyrjuna á
Akureyri. Þar var hún fljótlega
valin til forystu, og var hún fé-
lagsforingi Valkyrjunnar um 20
ára skeið. Síðustu árin starfaði
hún fyrir St.Georgs Gildið, sem
er félag eldri skáta, og var í for-
svari fyrir það félag meðan kraft-
ar entust.
Margrét varð félagi í Zonta-
klúbbi Akureyrar 27. mars 1959.
Par var hún okkur ævinlega til
hvatningar og lagði lið öllum
góðum málefnum. Hún var rösk
og ósérhlífin, svo að af bar, og
einnig hugmyndarík og góður
skipuleggjari. Komu þessir eigin-
leikar hennar okkur oft vel, eink-
um þegar við vorum í fjáröflun-
arhugleiðingum fyrir klúbbinn.
Ekki má gleyma að geta gestrisni
þeirra systra Margrétar og Lenu.
Gott var að sækja þær heim, og
stundum tóku þær fyrir okkur á
móti erlendum gestum klúbbsins
á heimili sínu Aðalstræti 19 með
miklum glæsibrag, enda voru þær
báðar frábærar húsmæður.
Margrét var formaður Zonta-
klúbbs Akureyrar árin 1964-1965
og 1972-1973 og gegndi fjöl-
mörgum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir klúbbinn, sem of langt yrði
upp að telja.
Margrét, elskulega vinkona.
Við þökkum þér 25 ára samfylgd
af heilum hug. Við erum auðugri
eftir að hafa þekkt þig. Heiðar-
leiki þinn, hreinskilni og heilbrigt
lífsviðhorf hafa haft mannbæt-
andi áhrif á okkur.
Við sögðum í upphafi þessara
orða, að þú hefðir látist eftir
harða sjúkdómsbaráttu. Enginn
sá þó á þér, að baráttan væri
erfið. Engin okkar sá þér bregða
í banalegunni. Þegar við heim-
sóttum þig í sjúkrahúsið, jafnan
ein í senn til að þreyta þig ekki
um of, varst þú alltaf hressari að-
ilinn. Og nú þegar baráttunni er
lokið, óskum við þér góðrar ferð-
ar inn í ókunn sólarlönd æðra til-
verustigs.
Vandamönnum Margrétar
vottum við okkar dýpstu samúð.
Zontasystur
í Zontaklúbbi Akureyrar.
NORRÆNA
SUNDKEPPNIN
1984
Kaupið
sundmerkin
Orgel til sölu
Til sölu er orgel úr Hríseyjarkirkju.
Framleiöandi er Jóh. P. Andersen & Co. Ringkobing,
og er þaö sex og hálf rödd. Mjög vel útlítandi.
Upplýsingar í sima 61702 fram til kl. 17 og í síma
61717 á kvöldin fram á fimmtudag 16. ágúst. Þar á eftir
í síma 61731 og 61740.
Atvinnutækifæri
Til sölu er leiktækjastofa á góðum stað í bænum,
vel búin tækjum, m.a. billjardborði. Afhending og
greiðsluskilmálar eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Fasteignasala Ásmundar S. Jóhannssonar
Brekkugötu 1, sími 21721
Sölumaður Ólafur Þ. Ármannsson,
heimasími 24207.
Sameiginlegir viðtalstímar
þingmanna
Norðurlandskjördæmis eystra
Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra
(þingmenn allra flokka) verða sameiginlega til
viðtals fyrir sveitarstjórnarmenn og forsvars-
menn samtaka og fyrirtækja og aðra, sem
bera vilja upp erindi sín við þingmenn, á eftir-
töldum stöðum:
Á Raufarhöfn fimmtudag 6. september.
Á Húsavík föstudag 7. september.
Á Akureyri mánudag og þriðjudag 10. og
11. september.
Þeir.sem óska eftir að fá viðtal við þingmanna-
hópinn, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til
þeirra, sem hér eru taldir, og munu þeir sjá um
niðurröðun viðtalsbeiðna:
Valgarður Baldvinsson bæjarritari á Akureyri
tekur á móti beiðnum af Akureyrar- og Eyja-
fjarðarsvæði að meðtöldum 3 vestustu hrepp-
um Suður-Þingeyjarsýslu.
Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri á Húsavík
annast um viðtalsbeiðnir úr Suður-Þingeyjar-
sýslu (að öðru leyti en að framan greinir) og
frá Húsavík. Þess ber að geta, að þingmenn
verða staddir í Mývatnssveit laugardaginn 9.
september í boði sveitarstjórnar þar og geta
Mývetningar því haft samband við Arnald
sveitarstjóra varðandi viðtöl við þingmanna-
hópinn, ef þeir óska.
Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufar-
höfn sér um viðtalsbeiðnir úr Norður-Þingeyj-
arsýslu.
kemur út þrisvar í viku,
mánudaga, midvikudaga og föstudaga
Jónas Róbertsson, Þór
Nu er það KR - Allir á völlinn
Kristján Kristjánsson, Þór
ÞÓR-KR
mánudag 20. ágúst kl. 19.00
Hvetjum Þór til sigurs í barattunni
adidas -i-
VÖRí
8ATASMIÐJA