Dagur - 10.09.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. september 1984
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI:. 24222
ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI -
LAUSASÖLUVERÐ 22 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Þenslan í
Reykjavík
Nýlega gerði DV úttekt á athafnalífi höfuð-
borgarinnar. Niðurstaðan staðfestir það sem
Dagur hefur haldið fram á undanförnum
vikum; það er spenna og uppgangur á flest-
um sviðum athafnalífsins á höfuðborgar-
svæðinu, á sama tíma og samdráttur er í at-
hafnalífi landsbyggðarinnar. „Víst lifum við
flott.“ „Söluaukning í tískuvörum." „Hrikaleg
ásókn í utanlandsferðir. “ „Mikil gróska í
myndbandasölu." Allt eru þetta orðréttar til-
vitnanir í úttekt DV og í öðru blaði mátti lesa,
að hvergi væri hægt að fá byggingariðnaðar-
menn til vinnu á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta gerist á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem stærstur hluti íbúanna lifir á verslun og
þjónustu, en á sama tíma er atvinnulífið úti á
landi, sem á flestum stöðum byggist á undir-
stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, komið á
heljarþrömina. Hvernig getur slíkt gerst? Það
er ljóst að fjármagnið hefur streymt til höfuð-
borgarinnar og skapað þar spennu í atvinnu-
lífinu. Það er líka ljóst að stórir hópar laun-
þega á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið
bætta þá kjaraskerðingu sem stærstur hluti
landsmanna lifir við - og jafnvel gott betur.
Dagur hefur heimildir fyrir stórkostlegum
yfirborgunum til fólks við verslun, skrifstofu-
störf og ýmiss konar aðra þjónustu, svo dæmi
séu nefnd.
Dæmi eru um að verslunarmenn í Reykjavík
hafi um og yfir 30 þúsund krónur í laun á
mánuði á sama tíma og kollegar þeirra á Ak-
ureyri hafa í mesta lagi 15 þúsund krónur.
Það virðist ljóst, að í landinu ríkja fleiri en
eitt og jafnvel fleiri en tvö hagkerfi. Eða ef til
vill er réttara að segja að hér ríki falskt hag-
kerfi. Haldi þessi þróun áfram verður þess
ekki langt að bíða að fólkið fari sömu leið og
fjármagnið. Raunar er þegar farið að bera á
fólksflutningum suður yfir heiðar. Þessi mál
hlýtur að þurfa að skoða grannt í komandi
kjarasamningum. Eða til hvers er verið að
gera almenna kjarasamninga á opinberum
vettvangi - jafnvel um smánarlegar launa-
hækkanir - ef einhverjir sérhagsmunahópar
geta síðan samið um stórkostlegar kjarabæt-
ur bak við tjöldin daginn eftir.
Þetta er þróun sem verður að breyta. Það
má ekki verða hlutskipti landsbyggðarinnar
að verða „ sumarbústaðaland" fyrir höfuð-
borgarsvæðið. Það þarf að hefja strax mark-
vissa uppbyggingu atvinnulífsins og skoða
öll ný atvinnutækifæri sem bjóðast. Engu má
hafna að óathuguðu máli. Til þessara hluta
þarf fjármagn, sem ríkisstjórnin verður að út-
vega. í þessa veru hafa margir rætt og skrifað
langt og mikið mál á undanförnum árum. Nú
er mál til komið að verkin verði látin tala. GS.
Minning:
^ Pétur Pálmason
Fæddur 10. janúar 1933 - Dáinn 1. september 1984
Það er oft skammt milli lífs og
dauða og í daglegum störfum
manna og samskiptum þeirra í
milli er sú hugsun oftast víðsfjarri
að þessi stund, sem nú er að líða
geti verið sú síðasta, þessi kveðja
eða þetta handtak verði ekki
endurtekið.
Þessi hugsun flaug í gegn um
huga minn þegar ég frétti hið
óvænta lát Péturs Pálmasonar.
Hann var ekki maður margra
orða í hinum daglegu sam-
skiptum, en í öllu samstarfi við
hann fannst ætíð að þar fór vand-
aður maður, hreinskiptinn og
áreiðanlegur. Hann hafði til að
bera skapfestu og víðsýni, sem
fram kom í öllum störfum hans,
svo að þeir sem með honum unnu
um lengri eða skemmri tíma
fundu að með honum var gott að
starfa.
Pétur Jökull Pálmason fæddist
í Reykjavík 10. janúar 1933 og
var því 51 árs þegar hann lést 1.
september sl. Foreldrar hans
voru hjónin Pálmi Hannesson
rektor Menntaskólans í Reykja-
vík og Ragnhildur Skúladóttir.
Að loknu stúdentsprófi 1953
hóf Pétur nám í byggingarverk-
fræði og lauk prófi í þeirri grein
frá Verkfræðiháskólanum í
Kaupmannahöfn árið 1959. Þeg-
ar Verkfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsen setti á stofn útibú á Akur-
eyri árið 1964 flutti Pétur til Ak-
ureyrar og hefur veitt útibúinu
forstöðu frá upphafi.
Pann 6. janúar 1962 kvæntist
Pétur eftirlifandi eiginkonu sinni,
Hrafnhildi Ester Pétursdóttur
frá Sauðárkróki og eignuðust þau
5 börn. Börn þeirra eru Jón
Rafn, f. 1962, Pálmi Ragnar, f.
1964, Katrín Ólína, f. 1967,
Ragnhildur Ólafía, f. 1968 og
Dagbjört Helga, f. 1974.
Pétur var félagslyndur maður
og átti mörg áhugamál sem nutu
hans mikla dugnaðar og starfs-
orku. Ég vil sérstaklega minnast
hér starfa hans að félagsmálum
fyrir Akureyrarbæ, en Pétur
vann mikil störf á vegum fram-
sóknarmanna í ýmsum nefndum
Akureyrarbæjar. Þann 4. des-
ember 1973 var Pétur kosinn í
húshitunarnefnd til að rannsaka
möguleika á jarðvarmaveitu fyrir
Akureyri eða annarri hitaveitu
byggðri á innlendri orku en síðan
hefur hann átt sæti í stjórn Hita-
veitu Akureyrar frá upphafi.
Hann var varamaður í bygginga-
nefnd 1973-1982 og í skipulags-
nefnd 1978-1982.
í öllum þeim störfum sem Pét-
ur tók að sér komu fram hinir
góðu eiginleikar hans til starfa og
afkasta, sem bæjarbúar hér munu
lengi búa að.
í huga okkar allra sem áttum-
þess kost að starfa með Pétri um
lengri eða skemmri tíma ríkir
mikill söknuður, en einnig þakk-
læti fyrir að hafa notið þess að
starfa með honum og starfsamra
handa hans og huga um langt ára-
bil. Mestur er þó missir og sökn-
uður eiginkonu hans, barna og
nánustu skyldmenna. Ég sendi
þeim innilegustu samúðarkveðj-
ur og óska þeim guðsblessunar á
mikilli reynslustund.
Blessuð sé minning Péturs
Pálmasonar.
Sigurður Jóhannesson.
Skammt er milli lífs og dauða. í
daglegu amstri eru þessi sannindi
að jafnaði víðs fjarri hugum
manna. En þær stundir koma að
þessi vísdómur altekur hugann
og gnæfir öllu ofar. Og þannig
varð með okkur samstarfsmenn
Péturs Jökuls Pálmasonar er við
spurðum sviplegt andlát hans
fyrsta dag þessa mánaðar. Með
honum er genginn langt um aldur
fram dyggur samstarfsmaður, at-
hugull stjómandi og glöggur
verkfræðingur.
Pétur Jökull var fæddur f
Reykjavík 10. janúar 1933 og var
því 51 árs er hann lést. Foreldrar
hans voru Pálmi Hannesson
rektor Menntaskólans í Reykja-
vík og kona hans Ragnhildur
Skúladóttir Thoroddsen. Pétur
var næstelstur fjögurra barna
þeirra hjóna. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavfk
vorið 1953. Hann lauk fyrri hluta
prófi í verkfræði frá Háskóla ís-
lands vorið 1956 og lokaprófi í
byggingarverkfræði frá Verk-
fræðiháskólanum í Kaupmanna-
höfn sumarið 1959.
Strax að námi loknu réðst Pét-
ur til frænda síns Sigurðar Thor-
oddsen, verkfræðings. Hann var
einn af stofnendum sameignar-
félagsins Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen sf. árið 1962. Og
þegar verkfræðistofan setti á
laggirnar fyrsta útibú sitt utan
Reykjavíkur árið 1964, útibúið á
Akureyri, tók Pétur við forstöðu
þess og gegndi því starfi til ævi-
Íoka. Starfsvettvangur hans að
námi loknu hefur þannig verið
hjá sama fyrirtækinu ef frá eru
taldir nokkrir mánuðir á árunum
1959-61 er hann starfaði hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur við
eftirlit með smíði Steingríms-
stöðvar við Sog.
Æviágrip segir sögu en sýnir
ekki mynd. Og mynd af einstakl-
ingi er mjög háð athugandanum.
Sú mynd, sem hér verður reynt
að draga upp af Pétri Jökli
Pálmasyni verður að skoðast í
því ljósi. Þeir eiginleikar hans
sem horfa við meðeigendum að
verkfræðistofunni eru meðal ann-
ars skapfesta, dugnaður og áreið-
anleiki. Pétur rækti starf sitt sem
deildarstjóri Akureyrarútibús
Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen af skyldurækni og trú-
mennsku. Hann var hreinskipt-
inn og vandur að virðingu sinni.
Tengsl útibús við höfuðstöðvar
voru ætíð með ágætum, og úti-
búið dafnaði svo undir hand-
leiðslu hans að það er nú ámóta
stórt í sniðum og höfuðstöðvarn-
ar voru, þegar útibúið var sett á
stofn. Hann lagði ríkt á við sam-
starfsmenn sína á Akureyri að
þeir temdu sér sjálfstæð vinnu-
brögð. Hann var ráðhollur þegar
til hans var leitað. Hann fylgdist
vel með því sem var að gerast
hverju sinni. En hann lagði það
á vald einstakra starfsmanna að
leysa þau verkefni sem þeim voru
fengin í hendur og hafa frum-
kvæði að því að afla þeirrar
þekkingar sem nauðsynleg var
hverju sinni. Pétur var ósérhlíf-
inn maður og sparaði hvorki tfma
né fyrirhöfn til að sá rekstur sem
honum var trúað fyrir væri til
fyrirmyndar. Hann var góður
húsbóndi sinna undirmanna en
jafnframt dyggur ráðsmaður
sinna samherja um rekstur verk-
fræðistofunnar á Akureyri.
En myndin er fjölbreyttari.
Pétur var félagslyndur maður og
vinfastur. Hann var kátur og
hress í vinahópi og gott að eiga
hann þar að. Hann var líka góður
heim að sækja. Hann átti sín
áhugamál langt út fyrir verkfræð-
ina - útivist, náttúruskoðun, fé-
lagsmál svo eitthvað sé nefnt. En
þeim málum verða engin skil
gerð hér.
Starfsfólk Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen hf. sér á
bak góðum samstarfsmanni, fé-:
laga og vini með söknuði. En
söknuðurinn verður sárari annars
staðar. Ástvinur er horfinn úr
hópi fjölskyldu. Undir slíkum
kringumstæðum finnur maður til
smæðar orðanna: „Ég votta þér
samúð“. En þó verða þau að
nægja hér sem kveðja til eigin-
konu Péturs og barna. Hrafn-
hildur Ester Pétursdóttir og
börnin Jón Rafn, Pálmi Ragnar,
Katrín Ólína, Ragnhildur Olafía
og Dagbjört Helga bera nú sinn
þunga harm og þeim sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Við eigum eitt sameiginlegt,
minninguna um góðan dreng.
Kveðja frá starfsfólki
Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen hf.