Dagur - 10.09.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 10.09.1984, Blaðsíða 12
ÐiiHUli Akureyri, mánudagur 10. september 1984 RAFGEYMAR '"““‘"'Si. i BiUHi 6Á1INH. VHWUVtUNA MERKi Fjöldauppsagnir kennara í október vegna launakjara? „Útlitið orðið ákaflega svart“ - segir Sigurður Aðalgeirsson, formaður B.K.N.E Mörg fyrirtæki greiða 3% launahækkun frá 1. sept. - Þeirra á meðal eru KEA, Iðnðardeildin og Niðursuðan Flest stærstu fyrirtækin á Ak- ureyri hafa tekið þá ákvörðun að greiða starfsfólki sínu þá þriggja prósenta kauphækkun, sem gert var ráð fyrir að kæmi 1. september samkvæmt al- mennum kjarasamningum. Þessi hækkun átti að falla út ef kjarasamningum yrði sagt upp, eins og flest verkalýðsfélög hafa gert. Vinnumálasamband samvinnu- -félaganna gaf aðildarfélögum sín- um frjálsræði um hvað þau gerðu í þessum efnum. Kaupfélag Ey- firðinga greiðir öllu sínu starfs- fólki umrædda hækkun og sömu sögu er að segja um Iðnaðardeild Sambandsins. Fleiri samvinnufé- lög gera eflaust slíkt hið sama. Bæjarráð Akureyrar hefur einnig samþykkt að greiða starfs- mönnum Akureyrarbæjar um- samda launahækkun, þótt samn- ingum hafi verið sagt upp, og sömu afstöðu tóku stjórnendur Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- son & Co. Þar verður greitt út 3% hærra kaup næsta fimmtu- dag, en ekki eru líkur til þess að Útgerðarfélag Akureyringa hf. geri slíkt hið sama, samkvæmt upplýsingum sem Dagur fékk þar á bæ á föstudaginn. A sjúkrahús- inu fær starfsfólkið ekki þessa launahækkun, nema læknar og lyfjafræðingar, sem ekki hafa sagt upp samningum. Hjá Slipp- stöðinni fá félagar í Einingu og Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks ekki launahækkun, þar sem þau félög hafa sagt samningunum upp. Félagar annarra stéttarfé- laga hjá Slippstöðinni fá hins veg- ar hækkunina, þar sem þeirra samningar eru í fullu gildi. Þá er Degi kunnugt um að mörg smærri fyrirtæki hafa ákveðið að greiða starfsfólki sínu umrædda launahækkun, þó þeim beri ekki skylda til þess. - GS. - Útlitið er ákaflega svart varðandi launakjörin og ég hef ekki trú á öðru en það verði fjöldauppsagnir í október hjá kennurum. Þetta sagði Sigurður Aðal- geirsson, skólastjóri Hrafnagils- skóla og formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra er blaðamaður Dags ræddi við hann Stóra laufblaðið á myndinni hér að ofan er ekki af gúmmí- plöntu úr gróðurhúsi eins og margur gæti haldið við fyrstu sýn. Hér er um að ræða risa- vaxið laufblað af ösp en mörg slík hafa vaxið á nýjum grein- um víða á Norðurlandi í um horfurnar í kjaramálum kennara. Að sögn Sigurðar er nú orðið fyllilega tímabært að taka störf kennara til endurskoðunar, svo mikið hafi þessi starfsstétt dregist aftur úr launum á undanförnum árum. Ef af fjöldauppsögnum verður, getur ríkisvaldið dregið algjöra vinnustöðvun á langinn í sumar, þökk sé hlýindunum. Svo mikil hefur gróskan í görð- um t.a m. á Akureyri verið í sum- ar að mörg dæmi eru til þess að sumar plöntur hafa tekið út tvö- faldan ársvöxt, myndað enda- brum um mitt sumar og byrjað upp á nýtt. Er þetta sérstaklega þrjá mánuði vegna þurrðar í sétt- inni. I janúar eða febrúar á næsta ári gætu skólarnir hins vegar stöðvast ef ákveðið verður að grípa til þessa vopns og ef samn- ingar nást ekki milli aðila. - Ég er ekki hræddur um að menn sýni ekki samstöðu, sagði Sigurður er hann var spurður að því hvort ekki væri hætta á því að áberandi með lerkið, að sögn Jó- hanns Pálssonar, forstöðumanns Lystigarðsins á Akureyri. Ef vel er að gáð má sjá ótrúleg- ar breytingar á gróðri víða á Norðurlandi og þarf að fara langt aftur í tímann til að finna viðlíka „gróðursprengingu“ og verið hef- ur í sumar. einhverjir úr röðum kennara sæju sér leik á borði til þess að ná í eftirsóttari kennarastöður svo sem í Reykjavík, eftir að þeir sem skipaðir hafa verið í stöðurn- ar hafa sagt upp störfum. - Petta verður formað þannig að menn komast aftur í fyrri stöður, sagði Sigurður Aðalgeirs- son. - ESE Viðtölum safnað fyrir Safna- húsið „Þórarinn Björnsson hefur verið að vinna við að taka við- töl fyrir Safnahúsið. Hann er nú búinn í bili a.m.k. og ræddi við 28 aldraða Þingeyinga,“ sagði Finnur Kristjánsson hjá Safnahúsinu á Húsavík er við ræddum við hann. Finnur sagði að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að safna röddum fólks, fá það til að lesa upp o.þ.h. en úr hefði orðið að Þórarinn tók viðtöl við fólkið sem sagði sögur frá sinni lífstíð að einhverju leyti, einstökum at- burðum og öðru slíku. „Við höfum látið dagskrár- stjóra útvarpsins vita af þessu efni og að útvarpinu sé velkomið að skoða þetta ef þeir hafa áhuga á að nota það sem dagskrárefni en við höfum enn ekki fengið nein viðbrögð frá útvarpinu. Ég reikna með að það verði framhald á þessu á næsta ári, en við höfum að vísu takmarkaða peninga í þetta. Það væri æskilegt ef útvarpið keypti eitthvað af þessu efni af okkur, það myndi færa okkur tekjur og auðvelda okkur að halda þessu áfram,“ sagði Finnur. ,»8HS04«S» Risavaxin laufblöð - á trjám á Akureyri eftir óvenjugott sumar Húsavík: Það er gert ráð fyrir hægri norðanátt og skýjuðu veðri með örlítilli úrkomu fyrri hluta vikunnar. Sem sagt nú er hið dæmigerða haustveður allsráðandi. # Dauðakippur Sólbaks Hann dugði vel og lengi, sá sem liggur nú ryðgaður og vonlaus við Torfunef. Sólbak- ur sjálfur. Eiginlega er hann að verða hluti af umhverfi Ak- ureyrar og verður ef til vill sárt að sjá hann hverfa á braut. Nú hefur hann sem sé fengið dagskipunina f síð- asta sinn, og er það verkefnið að draga þrjú skip til Eng- lands þar sem þau verða að brotajárni. Síðan hlýtur Sól- bakur sömu örlög. Hefur margur hlotið óvirðulegri dauðdaga. # Lokkar Os svo var það kvensvarkur- inn sem sá fertugasta af- mælisdaginn sinn nálgast. Pantaði eitthvað veruiega fal- legt í gjöf frá eiginmanninum. Hring, armband, eyrnalokka - eða eitthvað í þá veruna. Eig- inmaðurinn var ekki alveg með á nótunum. Færði henni háls- nef- og eyrnalokka. # Rollur á flæðiskeri Margt mörlandahjartað tók aukakipp þegar sjónvarpið sýndi myndir af nokkrum kindum sem lentu á flæði- skeri, ef svo má segja, í fram- haldi af gosinu við Kröflu. Þær urðu sem sé innilokaðar þegar glóandi hraun flaut allt umhverfls hóllnn sem þær voru á. Og nokkru síðar flutti sjónvarpið okkur sorgarfrétt, hraunið hafði flætt yfir hólinn og dagar kindanna voru allir. # Björgunar- ieiðangur En bændur þarna fyrir austan létu ekki deigan síga. Nokkuð var um það að sauðfé væri á þennan máta lokað af með hraunstraum allt í kring. Nokkrir tóku sig til og stikuðu yfir nýstorknað hraunið til að bjarga rollum. S&S fregnaði þannig af fimm kindum sem bjargað hafði verið af bletti sem ekki var stærri en meðai stofugólf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.