Dagur - 02.11.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 02.11.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 2. nóvember 1984 Hulda Pálsdóttir á Höllustöðum í Blöndudal var eitt- hvað að sýsla í eld- húsinu sínu, þegar blaðamenn Dags renndu í hlaðið og báðu um smá spjall. „Pó ég þyki fremur málglöð er ekki þar með sagt að ég telji lítt hugsað spjall mitt við bláókunnugt fólk nokkurs virði sem blaðamat.“ Við sögðumst vera ósköp saklausar og hún lét það gott heita. Hulda bar fyrir okkur kaffi og með því og á meðan barst talið að veðrinu og heyskapnum. „Spretta var óvenju góð og heyskapartíð ágæt, aðeins rigningartíð í hálfan mánuð, sem ekki kom verulega að sök. Heyin eru feikna mikil, með meira móti. Sama er að segja um kartöflu- sprettu og annan garðagróður. Það liggur við að hægt sé að sjá ungu aspirnar spretta. “ Pegar hægist um í eldhúsinu spyrjum við Huldu samkvæmt gömlum góðum sið um uppruna hennar. „Ég er fædd og uppalin á næsta bæ hér fyrir framan, Guðlaugs- stöðum. En meirihlutann af minni búskapartíð hef ég búið hér á Höllustöðum. Þegar við hjónin keyptum þessa jörð voru allar byggingar hér að hruni komnar og aðeins tæplega tveggja kúa tún, en mýrarnar voru allar grasi vafðar. Þetta var vorið 1934 og langt í að skurðgröfur flytt- ust hingað til lands, svo það var erf- itt verk að stækka túnið, þar sem grafa þurfti alla skurði með hand- verkfærum. Því miðaði þó furðu fljótt.“ Þeirri spurningu okkar hvort ekki væru mikil tún komin hér nú í ' seinni tíð og hvort Höllustaðir væru ekki góð bújörð svaraði Hulda ját- , Synda kvittun er bara óskhyggja“ - Dagur í heimsókn hjá Huldu húsfreyju á Höllustöðum andi. Langt væri stðan hætt hefði verið að beita kúm á úthaga og kindur og hross væru einnig mikið höfð á ræktuðu landi. Hún á enn dálítinn hluta í félagsbúi, en telur samt óhagkvæmt að vera með bú fyrir þá sem ekki hafa heilsu og krafta til að vinna fyrir því sjálfir. „Annars er ekki uppörvandi að vinna að landbúnaði núna eins og bændur eru níddir og ofsóttir og mestu og bestu nytjadýrum okkar líkt við óargadýr. Landbúnaður hefir alltaf verið kjölfesta þessarar þjóðar og ef þessum „menningar- vitum“ sem svo telja sig, tekst að ganga á milli bols og höfuðs á bændastéttinni þá er búið að vera með þjóðerni okkar og að því gæti ég fært rök.“ Eins og að vera alltaf að kveikja Ijós - Þú fórst í skóla Hulda, var það ekki óvanalegt að kvenfólk tæki sig upp og færi í skóla í þinni tíð? „Fólk úr Húnavatnssýslu hefir alla tíð farið talsvert í skóla. Að sjálfsögðu voru það bara bænda- synir sem fóru í langskólanám og það var að nokkru leyti prestunum að þakka. Ef þeir tóku eftir dreng sem var óvenju námfús töluðu þeir um það við foreldra hans og hvöttu þá til að reyna að kosta hann í skóla. Misjafnlega gekk með farar- eyri og þótt sumir þessara manna yrðu síðar velgerðarmenn þjóðar- innar komu sumir aldrei aftur. Fjöl- skyldur þeirra sátu eftir fátækar og harmi slegnar. Húnvetningar fengu snemma kvennaskóla í byggðarlagið og þangað fóru flestar stúlkur sem höfðu einhver peningaráð. Ég var send í þann skóla veturinn 1924-5, en þá var hann bara eins vetrar skóli og lítið annað kénnt en mat- reiðsla, saumaskapur og vefnaður. Allt var þetta nytsamlegt, en sér- skólar eru hálfvegis dauflegir og ég saknaði bóknámsins. Veturinn eftir fór ég í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri, að eigin ósk, og aldrei hefi ég séð eftir því, þótt ég tæki bara gangfræðapróf, en skólinn var bú- inn að fá menntaskólaréttindi. Ég fór norður í trássi við föður minn, hann vildi helst hafa mig heima, en mamma hefði helst kosið að ég héldi áfram námi. Hún var svo sannarlega kvenrétt- indakona. Nokkrar stúlkur úr sveit voru í G.A., en þó fleiri frá Akur- eyri og öðrum þéttbýlisstöðum. Sigurður skólameistari var ekki hrifinn af að hafa margar náms- meyjar í skólanum, og undrar það mig alltaf, en þetta var tíðarandinn þá. Eftir að ég kom heim var ég far- kennari fáa vetur, fyrst hér í næstu sveit og síðan suður í Borgarfirði. Mér fannst gaman að fást við börnin, að hjálpa þeim til að fræð- ast er eins og að vera alltaf að kveikja ljós. Sveitabörnin eru oft- ast dugleg og hlýðin. Vel gefnum börnum er eðlilegt að vera skemmtileg. Alltaf man ég hvað gaman var í teiknitímunum, en sjálf hafði ég líka mest gaman af teikningunni. Þar sem ég hafði hvorki þrek né manndáð til að „pipra“ giftist ég og fór í búskapinn. Þá þýddi ekki fyrir konur að hugsa sér „að hafa bæði í posa og sekk“ eins og þær gera núna. Sveitakonur, einkum þó ein- yrkjakonur, höfðu fullt verk á heimilinu og vel það.“ „Lastaðu aldrei stöðu þína..........“ - Og þú ert sátt við þetta hlut- skipti? „Ég efast um að ég þekki nokkra manneskju sem er að öllu leyti sátt við hlutskipti sitt. „Lastaðu aldrei stöðu þína, það er staðurinn til að starfa, þjást og líða“, segir máls- hátturinn, sem líklega hefur verið búinn til handa kvenfólki, en eitt- hvert vit gæti samt verið í honum. Það er að sjálfsögðu mikilsvert að hafa gaman af starfi sínu og una vel sínum kjörum, en það er líka íþrótt að gera gott úr því sem fyrir hendi er og kunna ráð við hverju sem að höndum ber. Á kreppuárunum voru flestir fá- tækir og þess vegna var það ekki svo óbærilegt. Ef maðurinn er sviptur voninni öðlast hann gjarnan skopskynið í staðinn og það er hressandi gjöf. Svo er nú eitt, sem er sérstaklega snjallt hjá móður náttúru. Ætli það séu ekki fáar konur, sem vildu skipta á sinni fjölskyldu við ein- hverja aðra konu á hennar fjöl- skyldu? Aldrei hefði ég kært mig um slík skipti. „Pví hvert eitt lítið barn mun það lán í fyrstu hljóta að litið sé á það, sem hið fegursta ájörð. Og fánýt verður skipting hins fagra og hins Ijóta. Það finnur h ver sinn dýrgrip með lofi og þakkargjörð. ““

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.