Dagur - 02.11.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 02.11.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 2. nóvember 1984 „Það dugir ekki að vera með neinn barlóm í krepp- unni, menn verða bara að meta aðstæður og haga sín- um rekstri samkvœmt því. Og við höfum ekki þurft að kvarta, því við höfum haft miklumeiraen nógaðgera og það eru næg verkefni framundan. “ Þetta sagði Jónas Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri hjá Valsmíði hf. á Akureyri, en fyrirtækið varð 10 ára í gær. Jónas stofnaði trésmíðaverk- stæðið 1974 í samvinnu við KánnafrorÉTW okkar bestu sckanem segja Jónas Sigurjónsson og Guðmundur Kristjánsson, eigendur Valsmíði, sem átti 10 ára afmæli í gær kí/l ' ‘'r // Ff Hl Björn Stefánsson ber sig fagmannlega að verki. Elín Gísladóttir mun vera fyrsta konan sem tekur Magnús Árnason ,,finiserar“ framlciðsluna. „sveinspróf“ í húsgagnasmíði á Akureyri. Heimi Jónasson og Sigurð F>or- geirsson. Þeir félagar keyptu verkstæðið af Torfa Leóssyni, en þar var í rauninni um að ræða einn angann af gönilu og góðu Valbjörk. Valsmíði dafn- aði vel og fljótlega kom Ragnar Ármannsson inn í fyrirtækið sem samstarfsmaður Jónasar. Upphaflega störfuðu aðeins tveir menn á verkstæðinu, en fyrirtækið dafnaði vel undir stjórn Jónasar og Ragnars, þannig að á t'imm ára afmæli þess störfuðu um 9 manns á þess vegum. Eftir lát Ragnars Ármannssonar gerðist Guð- mundur Kristjánsson meðeig- andi Jónasar og þeir félagar hafa átt gott samstarf við upp- byggingu fyrirtækisins; þeir hafa verið samhentir í rekstrin- um, þannig að nú á 10 ára af- mælinu starfar Valsmíði í nýju rúmgóðu húsnæði við góðan vélakost. • Reksturinn hefur gengið vel „Já, reksturinn hefur gengið þokkalega, þó hann hafi verið sveiflukenndur eftir aðstæðun- um í þjóðfélaginu hverju sinni," sagði Jónas. „Upphaflega var um að ræða húsgagnafram- leiðslu og megnið af framleiðsl- unni fór í verslanir í Reykjavík. En eftir að innflutningur á hús- gögnum var gefinn frjáls má segja að rekstrargrundvellinum hafi verið kippt undan þessari framleiðslu. Ekki þó vegna þess að framleiðsla okkar stæðist ekki samanburð við innfluttu húsgögnin, heldur vegna þess að húsgagnasalar gátu leyst inn- fluttu húsgögnin út úr tollvöru- geymslu eftir því sem þau seldust. í framhaldi af því tóku þeir upp þá stefnu, að panta eitt og eitt stykki frá innlendum framleiðendum, en það dæmi gekk ekki upp. Það hefði orðið til þess að verkstæðin hefðu þurft að standa uppi með lager- inn og þann fjármagnskostnað sem slíku fylgir.“ - En hvað var þá til ráða? „Við ákváðum að fara út í framleiðslu á einhverju sem hægt væri að selja beint til not- andans og byrjuðum á eldhús- innréttingum og einnig vorum við í samstarfi við Haga um tíma. Síðar þróaðist þetta út í að við fórum að framleiða aðrar innréttingar í híbýli manna, eins og hurðir, baðinnréttingar, hilluskilrúm og annað í þeim dúr.“ - Og hvernig hefur gengið? „Okkur hefur gengið vel og okkar framleiðsla hefur fallið í góðan jarðveg," svaraði Guð- mundur. „Við höfum ekki gert mikið af því að auglýsa, en ánægðir viðskiptavinir eru bestu sölumennirnir. Þannig höfum við smíðað innréttingar fyrir heilu ættirnar. Við höfum lagt áherslu á að gera viðskiptavini okkar ánægða og orðspor okkar hefur síðan gengið frá þeim til ættingja, vina eða nágranna. Þannig eru dæmi þess að við höfum smíðað innréttingar fyrir einhvern íbúa á tiltölulega fá- mennum þéttbýlisstað, sem síð- an hefur orðið til þess að við höfum farið þar hús úr húsi. Þannig erum við búnir að smíða innréttingar í 11 hús í Hrísey og núna erum við að byrja á Hauganesi," sagði Guðmundur. • Gerum föst verðtilboð - Hvernig takið þið á móti þeim sem koma inn og eru að „spekúlera"? „Við byrjum á því að sýna þeim þau sýnishorn sem við eig- um hér á verkstæðinu,“ og nú er það Jónas sem verður fyrir svörum. „Nú, ef viðkomandi hefur áhuga gerum við teikn- ingu, jafnvel tvær - aðra eftir óskum viðskiptavinarins en hina samkvæmt okkar hug- myndum ef svo ber við að horfa og við bjóðum fast verð. Síðan getur verið að teikningarnar breytist eitthvað, nýjar hug- myndir komi frá viðskiptavinin- um eða þá að hann vill nýta sér einhverja af okkar tillögum. Við leggjum áherslu á að hafa teikningarnar greinilegar, þann- ig að það fari ekkert á milli mála hvað við erum að fara að smíða. Við viljum sem sagt vera öruggir um að viðskiptavinurinn fái það sem hann ætlar sér. En þá þarf hann líka að vera með það á hreinu hvað hann vill,“ segir Jónas. En nú eruð þið í harðri sam- keppni við innflutning, sem margir innréttingasmiðir hafa gagnrýnt hart. En er það ekki samt sem áður staðreynd, að innflutningurinn hefur orðið ykkur til góðs að mörgu leyti. Þið hafið aðlagað ykkur aðstæð- um, fengið hugmyndir frá er- lendu framleiðendunum og unnið að hagræðingu við fram- leiðsluna til að vera samkeppn- isfærir í verði? „Já, það er alveg rétt, sam- keppnin hefur gefið okkur gott aðhald og reynst okkur holl lesning að mörgu leyti,“ svaraði Guðmundur þessari spurningu. „Með innfluttu innréttingunum hefur t.d. komið ýmiss konar búnður til þæginda, eins og út- dregnir skápar og ýmiss konar grindur í skápa, svo eitthvað sé nefnt. En í okkar tilboðum reiknum við ekki með slíkum búnaði í óhófi, en miðum við óskir hvers og eins þegar frá samningum er gengið. Sumir eru ekki hrifnir af þessu, en aðr- ir vilja hafa alla skápa útdregna og rennibrautir á öllu og þá fá þeir það. En auðvitað verður slíkur munaður til þess að inn- réttingin verður dýrari.“ • Gerum allt klárt fyrir eldamennskuna - En hvað hafið þið fram yfir innflytjendur? „Fyrst og fremst tel ég að við bjóðum góða þjónustu," svar- aði Jónas. „Við höfum verið svo heppnir að hafa hjá okkur mjög góða fagmenn, sem skila vinnu sem viðskiptavinirnir eru ánægðir með. Auk þess fylgjum við innréttingunum á staðinn og setjum þær upp. Við skiljum ekki við eldhúsinnréttinguna fyrr en allt er tilbúið fyrir elda- mennskuna og viðskiptavinur- inn er ánægður. Auk þess get- um við fylgst með hvernig eitt og annað reynist í notkun og bætt úr því sem þarf.“ - Hvernig er „línan“ í eld- húsinnréttingum núna? „Ljóst er allsráðandi, beyki eða hvítar innréttingar, ýmist lakkaðar eða með plasti,“ svar- aði Guðmundur, og í framhaldi af því var hann spurður um fur- una. „Jú það er talsvert um furu, en hún er erfið, ekki síst vegna þess að það er erfitt að fá góða massíva furu hér á landi. Þar að auki er hún mjög viðkvæm og er fljót að láta á sjá þar sem mikið mæðir á. Áuðvitað smíðum við úr furu fyrir þá sem vilja, en við reyn- um að gera viðskiptavininum ljóst út í hvað hann er að fara. Við höfum nefnilega rekið okk- ur á að fólk rekur upp stór augu þegar það uppgötvar hvað furan er viðkvæm." Að lokum voru Jónas og Guðmundur spurðir um hvert væri erfiðasta Ijónið sem hefði mætt þeim í þau ár sem þeir hafa rekið Valsmíði. „Verðbólgan", svöruðu þeir báðir einum rómi. Þeir sögðu að reksturinn hefði verið erfiður á meðan hún var sem mest, vegna þess að efnið hækk- aði verulega í verði við hverja sendingu og viðskiptavinirnir áttu einnig í erfiðleikum með að standa í skilum. Ástandið hefði hins vegar verið mjög gott að. þessu leyti undanfarna mánuði. Þannig sögðust þeir Jónas og Guðmundur ekki hafa þurft að hækka verð framleiðslunnar frá því í júlí í fyrra þar til í haust. En hver er galdurinn við að byggja upp traust fyrirtæki? „Það hefst ekki nema með mikilli vinnu þeirra sem að fyrirtækinu standa og þá þurfa eigendurnir ekki að reikna með því að fá alltaf útborgað á til- settum degi. Með því móti og með traustu starfsfólki er þetta hægt, en þá þarf líka að koma til gott samstarf við kúnnana og því láni höfum við átt að fagna,“ sögðu þeir félagar í lok samtals- ins. - GS Starfsmcnn hjá Valsmíði hf.: Elín Gísladóttir, Jónas Steingrímsson, Magnús Árnason, Jónas Sigurjónsson, Björn Stefánsson og Guðmundur Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.