Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 5. nóvember 1984 Á að gefa útvarps- rekstur frjálsan á íslandi? Jens Ólafsson: Alveg tvímælalaust. Guðmundur Jónsson: Það má alveg mín vegna. Ég er hlutlaus í þessu máli. Björn Snædal: Já, hiklaust. Kristinn Torfason: Ég vil aö Ríkisútvarpið eigi rásirnar en leigi þær út. Gunnar Guðbrandsson: Já, endilega. Ríkisútvarpið er engan veginn nógu gott. Veðrið klukkan 18 - Spjall við Kristján á Grímsstöðum Degi var tekið að halla er við komum að Grímsstöðum. Húsaþyrpingin er hálf eyðileg enda vetur í nánd. Við komum frá Kópaskeri en þar voru menn að gera ráðstafanir til að birgja Grímsstaðabúa upp af matvælum fyrir veturinn. Kristján Sigurðsson, hrepp- stjóri og veðurathugunarmað- ur var nýbúinn að taka veðrið klukkan 18, er við knúðum dyra. Kristján féllst fúslega á að ræða lítillega við okkur en fyrst spurðum við hann um veðurathuganirnar. - Það er búin að vera veðurat- hugunarstöð hér síðan 1907. Fyrst í stað var veðrið tekið fyrir dönsku veðurstofuna í Kaup- mannahöfn og tölur sendar mán- aðarlega út en síðar þegar Veðurstofa íslands byrjaði komst þetta í fastari skorður. Faðir minn Sigurður Kristjánsson sem var bóndi hér starfaði við veður- athuganir í 52 ár en ég og konan mín, Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, tókum svo við 1952, þannig að það er langt í að ég slái föður mínum við, segir Kristján. Geta talað allan sólarhringinn Talið berst nú að símanum og símstöðinni á Grímsstöðum en Kristján er fyrrverandi símstöðv- arstjóri og reyndar oddviti líka. - t>að var gjörbreyting hér er við fengum símann. Síminn var lagður 1906 og sama ár var opnuð símstöð hér. Faðir minn var símstöðvarstjóri frá upphafi en við tókum svo við þegar hann lést og sáum um símstöðina þar til í fyrra að sjálfvirki síminn kom. Það var mikil og góð breyting sem fólk fagnaði ákaflega þó að auðvitað sé eftirsjá í símstöðinni. - Var byggðin hér einangraðri áður en sjálfvirknin hélt innreið sína? - Pað veit ég ekki en fólk get- ur nú talað í símann allan sólar- hringinn ef því býður svo við að horfa, segir Kristján og hlær. - Var erfitt starf að sjá um símstöðina? - Pað var talsvert start'. Kannski ekki fyrstu árin en alltaf þó jafn bindandi. Pað erfiðasta var að annast viðhald á línunni. Petta var oft erfitt starf á vetrum, mikil ferðalög í misjöfnum veðr- um en eftir að jarðstrengurinn kom um 1920 lagaðist þetta mikið. Mikil fólksfækkun - Hvað þjónaði símstöðin mörg- um bæjum? - Þeir voru sex þegar mest var. - Hvað bjuggu margir hér í hreppnum þegar best lét? - Það voru á milli 50 og 60 manns en það hefur fækkað mikið. Tvær stærstu fjölskyldurn- ar fluttu til Akureyrar þannig að nú eru hér aðeins um 25 manns eftir. - Er ekki einmanalegt hér á vetrum? - Ekki segi ég það. Veturnir eru misjafnir. Síðasti vetur var t.d. mjög góður. Snjóléttur með afbrigðum. - Hvað eru vegir lokaðir lengi? - Hér er auðvitað aldrei mok- að á vetrum en lengst held ég að hafi verið lokað frá því í október fram í maí. —Hvað með póst og aðrar nauðsynjar? - J?að eru póstferðir við Mý- vatn með jeppa eða snjóbíl og þaðan fáum við allar okkar mjólkurvörur. - Hvað með börn og skóla- hald? - Síðastliðinn vetur var ekki haldið uppi skóla hér en allar horfur á að svo verði í vetur. Hér eru tvö sjö ára börn og eitt sex ára en kennarinn Ólöf Bjarna- dóttir býr hér á nýbýlinu Gríms- tungu. Feiknamikill ferðamanna- straumur í spjallinu við-Kristján kemur fram að bændur á Grímsstöðum eru með talsverðan fjárbúskap. Sjálfur hefur Kristján verið að minnka við sig en var þó með 100 kindur á fóðrum síðastliðinn vetur. - Bændur þurfa ekki að kvarta nú eins og sumarið var gott. J?að hamlaði að vísu nokkru að mörg tún voru talsvert kalin en.úr því hefur ræst en þrátt fyrir allt urð- um við að kaupa nokkuð af heyj- um. Annars hefur sumarið lík- íega verið best ferðamönnunum. Hér var feiknamikill ferða- mannastraumur í allt sumar en venju samkvæmt mest í júlí og ágúst. Þar með látum við spjallinu við Kristján Sigurðsson, hreppstjóra lokið. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af ferðamannastraumn- um í vetur. Senn teppast þjóð- leiðir og Grímsstaðir leggjast í vetrardvala frá umheiminum. En lífið gengur sinn vanagang, þrátt fyrir fannfergi og frosthörkur. Sýnið hjólreiðamönnum tillitssemi „Reiður ökumaður á hjóli" skrifar: Það er alveg makalaust hversu tillitslausir ökumenn bifreiða á Akureyri eru gagnvart þeim sem í umferðinni eru á reiðhjólum. Ég hef hjólað hér í bænum í mörg herrans ár og lengi vel gekk allt greiðlega, ökumenn bifreiða sýndu tillitssemi þegar það átti við og ég hef lítið orðið var við að hjólreiðamenn væru með yfir- gang gagnvart þeim. En að undanförnu finnst mér sem þarna hafi á orðið mikil breyting til hins verra. Nú er svo komið að maður sem leggur í umferðina á reiðhjóli er í lífs- hættu nær daglega vegna yfir- gangs bifreiðastjóra sem hrein- lega neita að viðurkenna hjól- reiðamenn þótt þeir fari að reglum. Ég hef orðið illa fyrir barðinu á ósvífni ökumanna og það er ekki þeim að þakka að ég er enn í tölu Iifenda. Ég vil skora á bif- reiðastjóra að taka sig á hvað þetta varðar og sýna hjólreiða- mönnum tillitssemi og sjálfsagða kurteisi í umferðinni, annað er ekki hægt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.