Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5. nóvember 1984 Rauð spjöld á lofti l.ins og jafnan í leikjum KA og Þórs, gekk mikið á sl. föstudagskvöld, leikmenn tauga- trekktir og gerðu sig seka um mistök í hita leiksins. Gunnar E. Gunnarsson Þór mótmæiti harðlega dómi á 23. mínútu fyrri hálfleiksins og fékk gult spjald og 2ja mínútna straff fyrir. Hann lét sér ekki segjast og hélt áfram mótmælum sínum og þá var rauða spjaldið komið á loft og Gunnar útilokaður frá frek- ari þálftöku í leiknum. Arni Stefánsson var óhress með dóm á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerði sig líklegan til að sparka í andstæðing sinn í mót- mælaskyni. Það er fremur illa séð og hann mátti gjöra svo vel að fara í bað. „Eg er mjög óánægður með þetta," sagði Guðjón Magnússon eftir leikinn. „Við vor- um búnir að ræða það fyrir leikinn að láta ekki skapið hlaupa með okkur í gönur en svo gerist þetta í hita leiksins og er óafsakan- legt," bætti hann við. „Ánægður með mina menn' - sagði Guðjón Magnússon „Þetta var skemmtilegur slagur og áhorfend- ur fengu ýmislegt að sjá fyrir aurana sína," sagði Guðjón Magnússon þjálfarí Þórs eftir leikinn við KA. „Það var ágætt að við gátum velgt þehn undir uggum en ætli það hafí ekki haft úr- slitaáhríf undir lokin að við vorum of bráðir, ætluðum okkur að gera út um leikinn eftir að hafa iiimio upp fjögurra marka forskot. Ég er ánægður með mína menn, mér fínnst þetta vera að koma hjá okkur þrátt fyrír að segja megi að ég sé enn að leita að liðsupp- stillingunni eins og ég vil hafa hana í vetur." „Tauga- spennan alls- ráðandi" - sagði Helgi Ragnarsson „Þórsarar gáfu allt í þennan leik og komu mér virkilega á óvart," sagði Helgi Ragnarsson þjálfari KA eftir leíkinn gegn Þór. „Það breytir því ekki að við vorum mjög lélegir og markvarslan engin. Menn voru yfírspenntír og gerðu barnaleg niistök allan íeikinn út í gegn. Ég þekki svona f augaspennuleiki, þetta er alveg eins og þegar FH er að leika gegn Haukum. Þá er taugaspennan allsráðandi og menn eyða kröftum sínum í alll annað en það sem þeir eiga að gera inni á vellinum," sagði Helgi Ragnarsson þjálfari KA. Erlingur Kristjánsson skorar í leiknum á föstudaginn. Flosi 4A eyra - á Grétarsmótin 10. Grétarsmótið í kraftlyfting- um var háð í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Mót þetta er haldið árlega til minningar um Bernharð Grét- ar Kjartansson sem lést fyrir 10 árum, en Grétar var frum- kvöðull í Iyftingamálum á Ak- ureyrn Keppendur að þessu sinni komu frá Akureyri og Vest- mannaeyjum en engir keppendur komu frá Reykjavík eins og álitið hafði verið fyrirfram. Keppt var í fimm þyngdarflokkum. Kári Elíson sigraði örugglega í 75 kg flokki. Hann lyfti 230 kg í hnébeygju, 160 kg í bekkpressu og 245 kg í réttstöðulyftu. Sam- tals 635 kg. Annar varð Björgúlfur Stefánsson ÍBV sem lyfti samtals - þegar KA sigraði Þór 22 : 20 í 2. deildinni Það er óhætt að segja að „gamalkunnar senur" hafi ver- ið á boðstólum í íþróttahöll- inni á Akureyri sl. föstudags- kvöld er KA og Þór léku þar í 2. deildinni í handboltanum. Leikurinn var eius og þeir ger- ast bestir á milli þessara erki- fjenda hvað varðar spennu og djöfulgang og það var ekki fyrr en í lok leiksins að ljóst var hvort liðið færi með sigur af hólmi. Það kom í hlut KA, en óhætt er að segja að þeir urðu að hafa meira fyrir honum en reiknað hafði verið með fyrirfram. Loka- kafla leiksins var fumið og fátið allsráðandi, allt urrandi á áhorf- endapöllunum og má segja að hver taug hafi verið þanin. Leikurinn hófst strax með miklum látum og eftir 10 mín- útna leik var staðan jöfn 4:4 og Sigurður Pálsson hafði skorað öll mörk Þórsara. KA náði undir- tökunum og allt til loka hálfleiks- ins munaði 2-3 mörkum en stað- an í hálfleik var 12:9. Sigurður Pálsson minnkaði muninn í 12:10 í upphafi síðari hálfleiks en næstu tvö mörk komu frá KA, staðan 14:10 og síðan 17:14. Þennan mun vann Þór upp og jafnaði 17:17 og þá voru 15 mínútur eftir. Jón Krist- jánsson og Friðjón Jónsson komu KA yfir 19:17 en Oddur Sigurðs- son jafnaði með tveimur mörk- um. Staðan 19:19 og allt að verða vitlaust er 4 mínútur voru eftir. Bæði Hðin fengu góð tækifæri til að auka við markaskorun sína á þessum mínútum en færin fóru flest forgörðum og skipti þá ekki máli hvort þau voru í hraðaupp- hlaupum eða öðruvísi. Erlendur Hermannsson og Erlingur Krist- jánsson komu KA yfir 21:19 en Oddur minnkaði muninn í 21:20 er 2 mínútur lifðu af leiktíma. Það var svo Jón Kristjánsson sem átti síðasta orðið er hann skoraði 22. mark KA. Leikurinn var æsispennandi eins og leikir þessara liða eru svo oft, en ekki að sama skapi vel leikinn. Nokkrir góðir kaflar sáust þó hjá báðum liðum en þess á milli var flumbrugangurinn í fararbroddi. Bestu menn voru þeir Friðjón og Erlingur Krist- jánsson í annars jöfnu liði KA en hjá Þór voru bestu menn Nói Björnsson í markinu, Sigurður Pálsson og Oddur Sigurðsson. Dómarar voru Ólafur Haralds- son og Stefán Arnaldsson. Þeirra hlutverk ekki öfundsvert og þeir gerðu sín mistök eins og leik- mennirnir. Mörk KA: Friðjón Jónsson 9, Jón Kristjánsson 5, Logi Einars- son 4, Erlingur Kristjánsson og Erlendur Hermannsson 2 hvor. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 9, Oddur Sigurðsson 5, Guðjón Magnússon og Rúnar Steingríms- son 2 hvor, Árni Stefánsson og Gunnar E. Gunnarsson 1 hvor. „Piltar á Akureyri ¦ ¦ ¦ t inni i myndinni" - segir Geir Hallsteinsson sem velur lands- lið 18 ára og yngri fyrir NM í Finnlandi „Það eru piltar á Akureyri sem eru inni í myndinni hjá mér," sagði Geir Hallsteinsson hand- knattleiksþjálfari er við rædd- um við hann, en Geir er nú að velja hóp pilta til æfinga fyrir Norðurlandamót unglinga 18 ára og yngri sem fram fer í Finnlandi í vor. Geir sagði að hann vissi um Jón Kristjánsson í KA og einnig fleiri pilta þar. „Ég hef áhuga á að sjá þessa pilta í leik og jafnvel einhverja í Þór líka. Ég er þessa dagana að byrja að leita fyrir mér og skoða 3-4 félög í einu og ég reikna með að við reynum að fá þessa Akureyrarstráka suður áður en við veljum 18 manna hóp í desember," sagði Geir. Um næstu helgi heldur lið skip- að leikmönnum 21 árs og yngri á NM sem haldið verður í Dan- mörku. Margir eru á þeirri skoðun að þar hefði Jón Krist- jánsson KA átt að fá tækifæri enda gefi hann ekki eftir mörgum þeim piltum er þar keppa. Við bárum þetta undir Helga Ragn- arsson þjálfara KA en hann þekkir mjög vel til leikmanna á Reykjavíkursvæðinu þar sem flestir leikmanna liðsins eru. „Ég held að Jón hafi alla burði til að geta spilað með 21 árs lið- inu," sagði Helgi. „Hann er orð- inn mun sterkari líkamlega en hann var í fyrra og það sýnir sig best í vörninni. Hann leikur e.t.v. ekki eins áberandi hlutverk í sóknarleik KA og í fyrra vegna þess að það eru komnir fleiri menn þarna inn en ég hefði ekki orðið hissa þótt Bogdari hefði gefið honum tækifæri með 21 árs liðinu." Svo fór ekki, og nú erað sjá hvort Jón, og hugsanlega ein- hverjir fleiri piltar úr KAsog Þór hljóta náð fyrir augum þeirrasem velja 18 ára liðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.