Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI // 9-1 i t/fi// r/>//Áfy//W//ÆW/// Litmynda- framköllun 67. árgangur Akureyri, mánudagur 12. nóvember 1984 112 Plasteinangrun á Akureyri: Yfirtekur nánast fiskkassamarkaðinn - Norskt fyrirtæki hættir framleiðslu vegna aukinnar samkeppni Plasteinangrun hf. á Akureyri hefur heldur betur unnið sig upp á markaði fyrir fiskikassa. Gieggsta dæmið um það er að aðalkeppinauturinn á mörkuð- um við noröanvert Atlantshaf- ið, Dyno Nordplast AS í Nor- egi hefur sagt upp helmingi starfsliðsins í verksmiðju sinni í Bodo og horfur á að loka verði verksmiðjunni alveg. Þar hafa unnið 18 starfsmenn. Samkvæmt fréttum í Nord- landsposten og Nordlands Fram- tid stafar þetta af aukinni sam- keppni og er einkum nefnd fram- leiðsla sem Per Strdmberg selur, en það er fyrirtækið sem Plastein- angrun er í samstarfi við. Per Strpmberg framleiðir ekki kassa en hefur veitt Plasteinangrun framieiðsluleyfið. Dyno Nord- plast fyrirtækið sat nær einrátt að Bode-fabrikk har mát^^ermittere W ÆSssíÁW1 Fyrirsagnir úr norsku blöðunum. markaði fyrir fiskikassa í löndum við Norður-Atlantshafið þar til framleiðslan hófst í Plasteinangr- un á Akureyri í apríl 1981. í dag er Plasteinangrun búin að fram- leiða og selja 360-70 þúsund kassa á sama tíma og heiidarsal- an hefur numið um 550 þúsund kössum. Segir það nokkuð um markaðshlutdeild Plasteinangr- unar á þessum markaði. Fyrst framleiddi Plasteinangr- un aðeins 70 lítra kassa en síðast á árinu 1982 hófst einnig fram- leiðsla á 90 lítra kössum sem hef- ur mælst vel fyrir. - HS Svartfuglinn í stað rjúpunnar - Það er sáralítið um rjúpu hérna nú og lítil sem engin veiði. Mönnum þykir það gott að fá tvær til þrjár rjúpur eftir daginn, sagði Pétur Axelsson, útibússtjóri á Grenivík er við slógum á þráðinn til hans og forvitnuðumst um gengi skot- veiðimanna. Pétur sagði að snjólag væri nú þannig að rjúpan virtist vera dreifð út um allt og enn sem komið væri hefði hún ekki leitað í kjarrið eins og undanfarin ár. - Menn hafa bætt sér þetta upp með að fara í svartfugl hér út á fjörðinn, sagði Pétur Axelsson. Samkvæmt heimildum Dags mun nú vera talsvert af svartfugli á firðinum og nýlega höfðum við spurnir af þrem mönnum á bát sem höfðu 150 fugla í einum róðri. - ESE Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: Frelsið er að ganga af fram- leiðslunni dauðri Þetta rómaða frelsi er að leiðsla auk heldur mjög mikið ganga af innlendu framleiðsl- unni dauðri. Verð á innfluttum frönskum kartöflum er komið svo neðarlega að hvorki verk- smiðjan á Svalbarðseyri né í Þykkvabænum geta staðist samkeppnina. Astandið er orðið þannig hjá kartöfluverk- smiðjunni á Svalbarðseyri að lager hleðst upp,“ sagði Svein- berg Laxdal, kartöflubóndi í Túnsbergi á Svalbarðsströnd. „Framleiðsla verksmiðjunnar hefur verið seld á 56 kr. kg og leyfði ekki af. Nýlega fór innflytj- andi að flytja inn franskar kart- öflur frá einum stærsta framleið- anda í Hollandi og selja á 48 kr. kg. Þetta er hægt þrátt fyrir 70% toll, en við vitum ekki nákvæm- lega hvernig þetta verð er orðið til - höfum hins vegar grun um að þarna sé um undirboð að ræða, enda geta svona stórir framleið- endur ástundað slíkt um nokkurn tíma til að losna við keppinauta. Ef að líkum lætur er þessi fram- niðurgreidd, eins og aðrar land- búnaðarvörur í Evrópu. Mér líst sannast sagna ákaflega illa á þessa þróun. Það var leikur fyrir verksmiðjuna á Svalbarðs- eyri að selja tvo bílfarma á mark- aðinn fyrir sunnan vikulega, en nú er gott ef hefst á einn bíl. Inn- flutningsfrelsið er að gera út af við framleiðsluna,“ sagði Svein- berg. HS Lakari innheimta Innheimta bæjargjalda til Akureyrarbæjar er lakari á þessu ári en því síðasta sem nemur 4,5%, eða sem næst 11 milljónum króna. Helgi M. Bergs, bæjarstjóri sagði þetta stafa fyrst og fremst af því að mörg stór fyrirtæki í bænum eiga í mikl- um greiðsluerfiðleikum og geta ekki staðið í skilum. Að sögn Rafns Hjaltalín, bæjar- gjaldkera, hefur innheimta gjalda hjá einstaklingum geng- ið með eðlilegum hætti og sagðist hann ekki merkja það að fólk greiddi gjöld sín verr eða seinna en áður. Taldi hann ástæðuna fyrst og fremst þá að atvinnuástand hafi verið tiltölulega gott það sem af er. Vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækjanna á opinberum gjöldum til bæjarins er grejðslustaða bæjarsjóðs nú erfiðari en oft áður skv. upp- lýsingum bæjarstjóra. HS t t t i }■ k *»**!»# *«•»* mnmilí II #ffffff >’ I |tt'M izz: - //// i# ■ Til að týna ekki af mömmu er langöruggast aö vera um borð í innkaupavagn- inum - eins og hver annar kornflekspakki. Mynd: KGA Vonir bundnar við tilraunaeldi - hjá fiskeldisstöð Krossdals hf. Frá Sigurgeiri Isakssyni, frelfarilara Dags í Kclduhvcrfi: Um næstu mánaðamót er fyrir- hugað að hefja eldi á um 3.000 laxaseiðum í fiskeldisstöð Krossdals hf. sem er í landi Krossdals og Árdals í Keldu- hverfi. Verða laxaseiðin alin í fersku vatni í tilraunaskyni og á tilraun þessi að standa í vetur. Miklar vonir eru bundnar við hina nýju fiskeldisstöð. Öll úti- vinna við stöðina er búin og búið er að ráða Erlu Ingólfsdóttur frá Mörk til að sjá uin eldið í vetur en Erla lærði fiskeldi í Noregi. Mikill snjór er nú í Keldu- hverfi en samgöngur hafa verið með eðlilegu móti það sem af er vetri. Sjávarútvegur í kreppu! ViðbrÖgð útvegsmanna viö tillögum Hafrannsóknastofn- unar um aflamagn á næsta ári hafa verið á ýmsan veg. Margir telja að hægt þurfí að fara í sakirnar og gefa fískstofnunum tækifæri á að jafna sig, en aðrir eru ósammála fískifræðingum og vilja að áhætta verði tekin varðandi veiðarnar á næsta ári. í tiiiögum Hafrannsókna- stofnunar er gert ráð fyrir 130 þúsund tonna aflaminnkun á næsta ári og er samdrátturinn mestur á þorskveiðum. Menn eru ekki á eitt sáttir sem fyrr sagði og telja margir útilokað að reka útgerð verði farið að þessum tillögum. „Það er vonlaust að ætla sér að reka útgerð eftir þessum til- lögum,“ segir Þorsteinn Ás- geirsson framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Óiafsfjarðar. - Grétar Friðriksson fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags N.-Þingeyinga sem gerir út togarann Stakfell segir: „Ég held að það sé óhætt að taka 300 þúsund tonn af þorski á næsta ári, hafa hugsanlega einn- ig kvóta á karfanum en gefa aðrar veiðar frjálsar." - Sjá nánar á bls. 3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.