Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 7
12. nóvember 1984 - DAGUR - 7 iiiiu vörn Reynis og nokkuð virðist aug- Mynd: KGA gegn Reyni Gamli landsliðsmaðurinn Sturla Örlygsson var langbestur Reynismanna og skoraði 36 stig. Þór - Rcynir 98:90 í þessum leik náðu Þórsarar strax yfirhöndinni og sigldu fram úr. í hálfleik voru þeir tíu stigum yfir 48:38 og í byrjun seinni hálfleiks jókstmunurinn enn og þegar 3 mínútur voru til leiksloka höfðu Þórsarar 18 stiga forskot. Þegar hér var komið sögu hafði Eiríkur þjálfari lofað flestum leikmanna Þórs að koma inn á og Reynis- menn náðu aðeins að rétta úr kútnum undir lokin. Söxuðu á forskotið og þegar upp var staðið var munurinn átta stig. 98:90 fyr- ir Þór. Björn var stigahæstur Þórsara með. 22 stig, Konráð 21, Jóhann 17 og Guðmundur 11. Aðrir skoruðu minna. í þessum leikjum vakti annars ungur nýliði Hólmar Ástvaldsson, mikla athygli. Átti mjög góðan leik í vörn og sókn þegár hann kom inn á. Stigahæstur Reynismanna: Sturla 34 stig. - ESE „Megum sennilega þakka fyrir að fá að vera með" - segir Jón Héðinsson, Þórsari - Þetta gekk hjá okkur en það var ansi skrykkjótt á köflum, sagði Jón Héðinsson, reynd- asti ieikmaður Þórsliðsins í samtali við Dag eftir leikina gegn Reyni. Jón lék þarna sína fyrstu leiki fyrir Þór í vetur og munar svo sannarlega um minna, ekki síst í vörninni þar sem Jón gefur aldrei tommu eftir. - Ég er ánægður með það að menn tóku sig saman og reyndu að spila almennilega vörn. Við lékum þarna gegn miklu baráttu- liði, eins og öll Suðurnesjaliðin eru og það má því ekki mikið bera út af til þess að illa fari. - Er ekki blóðugt að hafa tap- að fyrir Reyni í Sandgerði með einu stigi? - Jú, ég skil eiginlega ekki hvernig strákunum tókst að tapa þeim leik. Jón Héðinsson. - Nú hefur Þór leikið fjóra leiki í vetur og þar af þrjá gegn Reyni. Hvað þykir mönnum um þessa niðurröðun? - Þetta er auðvitað ákaflega kjánalegt en við verðum að hafa það í huga að verkfallið setti mótið úr skorðum og eins vilja liðin að sunnan leika tvo leiki við okkur þegar þau koma norður. Staðreyndin er sú að þessi lið vilja ekki koma oftar hingað og við verðum að sætta okkur við þetta fyrirkomulag. Sennilega megum við bara þakka fyrir að fá að vera með í þessu Reykja- víkur- eða Suðurnesjamóti sem íslandsmótið er orðið í dag. Lið úr dreifbýlinu eiga ekki annarra kosta völ en að samþykkja allt sem að þeim er rétt, sagði Jón Héðinsson, en það sem hann ótt- ast mest í vetur er reynsluleysi leikmanna Þórsliðsins. - Ég er tíu árum eldri en næst elsti maður liðsins og það vantar nauðsynlega eitthvað til að fylla í þetta tóm. En ef strákarnir berj- ast í vörninni þá ættum við ekki að þurfa að kvíða vetrinum, sagði Jón Héðinsson. - ESE Haraldur Ólafsson æfir og keppir í Svíþjóð: „ Læri sænsku og lyfti mikið" Haraldur Olafsson, lyftinga- maðurinn kunni frá Akureyri hefur undanfarna mánuði dvalið við æfingar og keppni í lyftingum í Svíþjóð. Haraldur keppir fyrir Baltic Club í Málmey sem er einn sterkasti lyftingaklúbbur Svíþjóðar. Tildrög þess að Haraldur fór utan ásamt unnustu sinni, eru þau að þegar Haraldur keppti á Evrópumeistaramótinu á Spáni, hrifust forráðamenn Baltic Club mjög af frammistöðu hans og eft- ir mótið buðu þeir honum að koma og æfa í Málmey. - Við kunnum ágætlega við okkur hérna, sagði Haraldur í samtali við Dag nú um helgina. - Þetta er búið að vera ansi stíft. Miklar æfingar sem hafa komið nokkuð niður á tækninni en auk þess sitjum við á skólabekk og lærum sænsku öllum stundum. Haraldur og unnusta hans eru flokkuð sem innflytjendur í Sví- þjóð og fá þau því laun á meðan á sænskunáminu stendur. Þau komast ágætlega af og að sögn Haraldar getur hann nú einbeitt sér að lyftingunum. - Ég æfi yfirleitt fimm sinnum í viku en auk þess keppi ég með BtIíöí klúbbsins í annarri deild- inni í lyftingum hér. Ég er ekki gjaldgengur í A-liðið sem keppir í Allsvenskan, þar sem ég er ekki sænskur ríkisborgari. Ég get unn- ið mér þennan þátttökurétt eftir að ég held tveggja ára búsetu hér og ætti þá að vera sjálfsagður í A- liðið, sagði Haraldur og bætti því við að enn sem komið væri, ætti hann talsvert eftir til að kom- ast í sitt besta form. - Ég hef ver- ið að byggja mig upp og stefni að því að standa mig vel á Sweden Cup í Stokkhólmi í janúar og Norðurlandamótinu sem haldið verður í Óðinsvéum í apríl. Þá verð ég líklega á toppi, sagði Haraldur, sem jafnframt bað fyr- ir kveðjur til ættiiigja ög vina á Akureyri. - ESE 1-X-2 Úrslit leikja á getraunaseðlinum: Arsenai-A. Villa 1:1 x Coventry-Ipswich 1:0 i ! Leicester-Man. Unt. 2:3 2 Newcastle-Chelsea 2:1 1 Norwich-Luton 3:0 1 Nott. For.-Tottenham 1:2 2 i Watford-Sunderland 3:1 1 WBA-Stoke 2:0 1 West Ham-Everton 0:1 2 Blackburn-Brighton 2:0 1 Man. City-Birmingham 1:0 1 j Schrewsbury-Oxford 2:2 X Staðan í Englandi Evcrton. 1. deild Everton 14 9 2 3 28:18 29 Man. Utd. 14 7 5 2 30:16 26 Arsenal 14 8 2 4 29:21 26 Tottenham 14 8 1 5 29:15 25 West Ham 14 6 4 4 20:20 22 Sheff. Wed 14 6 4 4 25:17 22 Southampton 14 5 6 3 17:15 21 Newcastle 14 5 6 3 28:27 ' 21 Sunderland 14 5 5 4 22:18 20 Norwich 14 5 5 4 21:19 20 Chelsea 14 5 4 5 22:15 19 WBA . 14 5 4 5 22:18 19 Liverpool 14 4 6 4 16:15 18 Nott. For. 14 5 3 6 21:20 18 Ipswich 14 3 7 4 17:18 16 Aston Villa 14 4 4 6 18:28 16 Coventry 14 4 3 7 12:20 15 OPR 13 3 6 4 19:24 15 Luton 14 3 4 7 17:29 13 Watford 14 2 6 6 29:33 12 Leicester 14 3 3 8 20:33 12 Stoke 13 1 4 8 11:29 7 2. deild Oxford 13 9 3 1 30:12 30 Portsmouth 14 9 3 2 23:12 30 Blackburn 14 8 3 3 28:13 27 Haraldur Ólafsson æfir nú stíft í Svíþjóö. Mynd:ESE Settu fjöra leiki á - en Höllin var fullbókuð! Engir leikir eru hjá meistaraflokkum KA og Þórs í handknattleik um þessa helgi. Reyndar voru einhverjir gáfumenn hjá mótanefnd HSÍ búntr að setja eina fjóra leiki á um helgina en af þeim getur ekki orðið af skiljanlegum ástæðum. Kapparnir hjá HSÍ ætluðu að senda Gróttu og HK í leiki gegn KA og Þór og án þess að ræða við Pétur eða Pál voru leikdagar ákveðnir föstudagur og laugar- dagur. Það sem snillingarnir gleymdu hins vegar að athuga var hvort Höllin væri laus. Því fór fjarri. Körfuknattleikur á föstu- dagskvöld og „turnering" í körfu á laugar- dag en köppunum fyrir sunnan fannst sem sagt ekkert sjálfsagðara en að „dreifbýlis- höllin" væri laus þegar þeim sýndist svo. -ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.