Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 12. nóvember 1984 Enska knattspyrnan: BIKARINN AFRAM í LIVERPOOL? Everton stefna ótrauðir að meistaratitlinum Enn sem komið er bendir fátt til þess að enski meistaratitill- inn sé á leiðinni úr borginni Liverpool. Á meðan meistar- arnir sjálfir dóla um miðja deild halda erkifjendurnir, Everton, uppi merkinu. Liðið hefur nú leikið 19 leiki í röð í deildinni, deildarbikarnum og Evrópukeppni án ósigurs. A laugardaginn náði Everton svo þriggja stiga forystu í deildinni með naumum sigri í Lundún- um á West Ham. Fyrri hálfleikurinn var ekki rismikill og engu líkara en að Everton ætlaði að gera sig ánægt með jafnteflið. f þeim seinni lifn- aði yfir leiknum og varð.fótbolt- inn að sama skapi mun betri. Um miðjan hálfleikinn sótti West Ham grimmt og bæði Paul Godd- ard og Tony Cottee voru þuml- ungum frá því að skora. 11 mínút- um fyrir leikslok náði Everton sókn sem endaði með marki. Sharp og Heath léku í gegnum vörn West Ham og þeirri sókn lauk með skoti þess síðarnefnda en Tom McAllister náði að verja. Hahn hélt ekki boltanum sem rann fyrir fætur Heath á ný og kauði lét ekki slíkt færi fara for- görðum. Góður sigur í höfn í leik sem þótti heldur slakur. Arsenal var í öðru sæti fyrir leikina á laugardaginn og þurfti á sigri að halda gegn Aston Villa á heimavelli. En það fór á aðra leið. Villa náði að skora strax á áttundu mínútu þegar Paul Birch stakk sér inn fyrir Arsenal-vörn- ina sem hafði blundað ögn á verðinum. En áður en blásið var til leikhlés hafði Arsenal jafnað með marki Paul Mariner af fimm metra færi. í seinni hálfleik hélt Mervin Day liði sínu á floti með stórgóðri markvörslu. Arsenal hefur því einungis fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum. Enn bjargar Strachan United Bragðmesta steikin á laugardag var sennilega á Filbert Street í Leicester þar sem heimamenn fengu Manchester United í heim- sókn. 24 þúsund áhorfendur fengu heil fimm mörk fyrir pund- in sín. Eftir 25 mínútna leik hafði United náð forystunni. Remi Moses lék Alan Brasil frían. Brasil fékk markvörðinn út á móti sér og skaut góðum lágbolta í markhornið, 1:0. Tíu mínútum síðar jafnaði Leicester með skallamarki Ian Banks. Mark Hughes, strákurinn sem heldur gullkálfunum Frank Stapleton og Norman Whiteside fyrir utan United-liðið, kom sínum mönnum 2:1 yfir. En Leicester- liðið barðist af krafti og sjö mínútum fyrir leikslok náði Gary Lineker að jafna. Jafntefli hefði verið sanngjörnustu úrslitin en tveim mínútum fyrir leikslok handlék einn varnarmanna Leic- ester boltann á marklínu og dóm- arinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Gordon Strachan skoraði af ör- yggi úr spyrnunni og er þetta í annað sinn í sömu vikunni að Strachan skorar úrslitamarkið úr vítaspyrnu. Á miðvikudag skor- aði hann úr vítaspyrnu í Evrópu- leik gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven eftir að dómarinn hafði framlengt leikinn. Tottenham heppnir á City Ground Það gengur hvorki né rekur hjá Brian Clough og félögum hjá Nottingham Forest. Á laugardag var Tottenham í heimsókn og laumaðist á brott með öll stigin þrjú. Forest hefur nú aðeins krækt í einn sigur í síðustu tíu leikjum. Þrátt fyrir tapið lék For- est ágætan bolta og Ray Clem- ence mátti hafa sig allan við til að koma spöðunum fyrir skot og skalla leikmanna Forest. Fyrri hálfleikur var markalaus, ein- göngu vegna frammistöðu Clem- ence sem varði þrívegis meistara- lega. Á 54. mínútu kom Mike Hazard Spurs á bragðið með góðu marki af 20 metra færi eftir hornspyrnu. Peter Davenport náði að jafna og var svo aftur á ferð í námunda við vítateig Spurs en að þessu sinni náði Clemence að slæma hendi í boltann og bjarga meistaralega. Sigurmarkið gerði Tony Galvin sem annars átti slakan dag. Hann fann eyðu vinstra megin í vörn Forest og átti ekki í vandræðum með að koma knettinum fram hjá mark- verðinum. Ennþá einu sinni átti Hollendingurinn hjá Forest Johnny Metgod snilldai leik með liði sínu. Gary Stevens átti og góðan leik með Spurs. Loks sigur hjá Watford Það hlaut að koma að því að Watford færi að sigra. Hvað eftir annað hefur liðið skorað þrjú mörk í leik en annað hvort tapað eða gert jafntefli á síðustu mín- útu. Watford var miklu betra en spuntniklið Sunderland og þó einkum og sér í lagi í vörninni sem hefur verið þeirra Akkilesar- hæll. í vikunni keypti liðið John McLelland frá Rangers og það gerði gæfumuninn í leiknum. McLelland átti frábæran leik. Kenny Jeckett kom Watford yfir með skringilegu marki. Hann hugðist senda fyrir mark Sunder- land en Chris Turner markvörður misreiknaði boltann sem hafnaði í markinu. David Hogdson jafn- aði fyrir Sunderland. En tvö mörk hjá Watford, Steve Perry og Warren Sterland tryggðu lið- inu fyrsta heimasigurinn í langan tíma. Liverpool var mörgum árgerð- um betri en Southampton á heimavelli sínum, en mátti sætta sig við 1:1 jafntefli. Ian Rush náði forystunni fyrir Liverpool og reiknuðu flestir með því að fleiri mörk fylgdu í kjölfarið. En Peter Shilton var aldeilis í banastuði í markinu. Hvað eftir annað hirti hann bolta sem voru á leið í netið. Rétt áður en dómarinn flautaði leikinn af náði South- ampton sinni annarri sókn í leiknum og Joe Jordan plataði Grobba í markinu og jafnaði leikinn. Það vekur athygli hvað QPR virðast slakir um þessar mundir. Á miðvikudaginn var þeim sparkað út úr Evrópukeppninni og á laugardaginn tókst þeim að- eins að ná í eitt stig í 0:0 leik gegn Sheffield Wednesday. Þar með hefur QPR aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum. Það hlýtur að vera heitt undir bossanum á stjóranum Alan Mullery sem virðist á góðri leið með að eyði- leggja liðið. Stoke eru kyrfilega staðsettir á botninum og þeir riðu ekki feit- um hesti frá viðureigninni við WBA. Albion vann 2:0 með mörkum Steve Hunt og Steve McKenzie. Coventry tókst að bera sigur úr býtum í viðureign- inni gegn Ipswich. Mick Adams náði að skora eina mark leiksins seint í leiknum. Tvö af liðunum sem komu upp úr annarri deild Chelsea og Newcastle áttust við á heimavelli síðarnefnda liðsins. Newcastle vann 2:1 með mörkum Neil McDonald og Chris Waddle. Kerry Dixon sá mikli markaskorari minnkaði muninn fyrir Chelsea. Luton er enn á hættusvæðinu eftir ósigurinn í Norwich 0:3. Peter Bentham, Asa Hartford og Dave Gordon sáu um að lúskra á Luton, sem tapar ævinlega á útivelli. í annarri deild missti Qxford niður tveggja marka forystu gegn Schrewsbury. Leiknum lauk 2:2. John Aldridge gerði bæði mörk Oxford en brenndi auk þess af víti í leiknum. Portsmouth vann Notts County auðveldlega og gerði Scott McGarvey tvö mörk fyrir liðið en McGarvey þessi lék meðal annars á Akureyrarvelli fyrir nokkrum árum með Man. Utd. - AB Miklar framkvæmdir á svæði KA við Lundarskóla Knattspyrnufélag Akureyrar boðaði á dögunum til fundar í Félagsmiðstöð KA í Lundar- skóla, og var bæjariulltrúum, íþróttaráðsmönnum og bæjar- starfsmönnum boðið til fuiul- aríns. Efni fundarins var að ræða uppbyggingu þá sem átt hefur sér stað á félagssvæði KA og framhald þar á. Framkvæmdir á félagssvæði KA hófust 1975 með gerð malar- vallar sem tekinn var f notkun 1977. Á næstu árum var unnið að gerð grasvallar sem tekinn var í notkun 1982. 1 fyrrahaust var svo hafist handa um byggingu gras- vailar sem var þökulagður í sumar, Það kom fram hjá forráða- mönnum KA að þeir hafa átt mjög gott samstarf við Akureyr- arbæ og starfsmenn bæjarins og var það samstarf þakkað. Þá hafa sjálfboðaliðar verið drjúgir við að leggja sitt af mörkum við upp- bygginguna og hafa lagt fram yfir 10 þúsund vinnustundir. Talið er að framkvæmdakostnaður við uppbyggingu svæðisins nemi nú um 11,5 milljónum króna. Á fundinum gerðu forráða- menn KA grein fyrtr hugmynd- um sínum um áframhaldandi uppbyggingu á svæðínu. Félagið óskar eftir nýju svæði austan við núverandi svæði þar sem ætlunin er að koma upp sparkvöllum. Þá er vakin athygli á nauðsyn þess að byggja upp áhaldageymslu þar sem einnig yrði vinnuaðstaða og kaffistofa starfsmanna vallanna og er þessari byggingu ætlaður staður í norðausturhorni núver- andi svæðis félágsins. • Þá vöktu forráðamenn KA á fundinum athygli á nauðsyn þess að ráðist verði í byggingu íþrötta- húss við Lundarskóla og ræddu það mál við fundarmenn, Mögu- leiki er talinn vera á því að hefj- ast fýrst handá við byggingu stjórnunarálmu við skólann, en þar í kjallara yrðu búningsklefar og sturtur. Sú aðstaða er mjög ófullkomin f dag. Fundurinn var mjög gagnlegur að mati KA-manna, bæjarfull- trúar sýndu mikinn skilning á þeim málum sem félagið lagði höfuðáherslu á og væntir KA áframhaldandi góðs samstarfs við bæjaryfirvöld að sögn forráða- manna félagsins. Þórarinn Sigurðsson brýst hér í gegnum vörn I Ijóst að hann hyggur á körfuskot. SÆT SIGR - hjá Þór gegn Þór vann tvo sæta sigra á liði Reynis frá Sandgerði er liðin mættust í fyrstu deildarkeppn- inni í körfuknattleik á Akur- eyri um helgina. 'I'veir öruggir sigrar sem voru svo sannarlega uppreisn æru fyrir Þórsara sem töpuðu fyrsta Ieiknum í deild- inni - fyrír Reynismönnum með aðeins eins stigs mun. Þór - Reynir 94:82 Konráð Qskarsson átti mjög góð- an leik fyrir Þór að þessu sinni. Hann skoraði fyrstu körfuna og Þórsarar náðu að komast í 5:0. Reynismenn sigu á og í fyrri hálf- leik var yfirleitt mjög mikill barn- ingur. Staðan í hálfleik var 40:39 Þór í vil. í seinni hálfleik sigu Þórsarar svo fram úr og náðu mest 14 stiga forskoti undir lok leiksins. Þórs- arar sigruðu svo með 12 stiga mun, 94:82. Konráð skoraði 24 stig, Jón Héðinsson 18, Björn Sveinsson 16, Þórarinn Sigurðs- son 15, Guðmundur Björnsson 12, Jóhann Sigurðsson 5, og Stef- án Friðleifsson 4. Gan Sturla Reynis I í þessi yfirhöi hálflei 48:38 ( jóksti mínúti Þórsar hér va þjálfar Þórs a menn kútnui forsko var mi ir Þór. Bjöi með. 2 17 og skoru£ vakti a Ástval mjög | þegar Stigi Sturla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.