Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 12. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFTKR. 180ÁMÁNUÐI ___________ LAUSASÓLUVERÐ 25 KR.______________ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍSFREYJARÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stjórnun efnahags- mála skiptir sköpum Um þriðjungur starfandi húsasmiða á Akureyri gengur nú með uppsagnarbréf upp á vasann og koma upsagnir þeirra til framkvæmda um áramót- in, nema úr rætist með verkefni, sem litlar horfur eru á. Svipað ástand hefur skapast undanfarin haust, en ekki hefur komið til þess neyðarástands sem formælendur byggingariðnaðarins hafa lýst. Meginástæðan fyrir því er sú að byggingariðnað- armenn hafa farið í önnur störf, eða flutt burt úr bænum, flestir til höfuðborgarsvæðisins. Þannig hafa um 20 smiðir horfið úr faginu á síðustu 12 mánuðum og þar af hafa 12 flutt brott úr bænum. Sömu sögu er að segja í öðrum greinum bygging- ariðnaðarins og þessi kreppa þar virkar á margar aðrar atvinnugreinar. Þetta kemur fram í úttekt sem Dagur gerði á stöðu byggingariðnaðarins á Akureyri. Jón Sig- urðarson, formaður Atvinnumálanefndar Akureyr- ar, sagði í viðtali við Dag að greinilega væri um áframhaldandi bakslag að ræða í byggingariðnað- inum: „ Að hluta til er þetta því að kenna að þjóðarbúið er í erfiðri stöðu, en að auki hefur langvarandi þensla á höfuðborgarsvæðinu orðið til þess að dregið hefur úr framkvæmdum hér. Það þenslu- ástand sýnir að stjórnun peningamála hefur ekki verið nægilega sterk. Hins vegar er komið að skuldadögunum hjá þeim sem hafa fjárfest um efni fram syðra og þenslan þar er í rénun. Við höfum sloppið við slíkar óraunhæfar framkvæmdir - hér hafa menn ekki getað fjárfest um efni fram. Það er þó ljósi punkturinn í þessu öllu saman. Þess vegna held ég að byggingariðnaðurinn taki við sér strax með betri tíð í efnahagsmálum þjóðarinnar, ef einhver skynsemi verður í stjórn efnahagsmála. En það verður hægur bati. Til þess að fá þann brodd sem við þurfum í at- vinnulífið á næstu árum verðum við að ná hingað stærri fjárfestingum. Framundan er ekkert sjáan- legt í þeim efnum, nema ef svo færi að tekin yrði ákvörðun um stóriðju hér fljótlega. Ég óttast það mjög ef öll uppbygging stóriðju verður á Suð-Vest- urlandi, frá Grundartanga til Garðsskaga," sagði Jón Sigurðarson, formaður Atvinnumálanefndar Akureyrar í viðtali við Dag í umfjöllun blaðsins um þann vanda sem byggingariðnaðurinn á við að etja. I viðtalinu við Jón Sigurðarson kom einnig fram að hann varar við þeirri bjartsýni sem komið hafi fram um stöðu iðnaðarins, því þar hafi hallað á ógæfuhliðina á ný. Hins vegar séu í atvinnulífi Ak- ureyrar þeir kraftar, sem leyst gætu úr læðingi með betri tíð í efnahagsmálunum og þegar hagur fyrirtækja batnar. Af þessari úttekt Dags er ljóst að framvinda at- vinnulífsins er nátengd því hvernig til tekst með stjórnun efnahagsmála. Mikið ríður því á að stjórnvöld standi sig í þeim efnum. Fjöldi manna var viðstaddur opnunina í Lundi og var samkomusalurinn þéttsetinn. Hjálparsveit skáta á Akureyri í nýtt húsnæði „Þurfum vonandi ekki að flylja aftur" - segir Smári Sigurðsson formaður sveitarinnar „Nú erum við komnir í gott húsnæði, erum lausir úr allt of lítilli aðstöðu sem við höfum orðið að gera okkur að góðu til þessa og vonandi þurfum við ekki að flytja starfsemi okkar aftui'," sagði Smári Sigurðsson í samtali við Dag. Smári er for- maður Hjálparsveitar skáta á Akureyri, en sveitin tók á dögunum í notkun formlega nýtt húsnæði í Lundi. „Við vorum í allt of litlu hús- næöi í Kaldbaksgötu en keyptum síðan þetta fjós í Lundi og feng- um í kaupbæti nokkur tonn af 15-20 ára kúaskít sem við unnum baki brotnu við að koma út. Við höfum svo verið í því af fullum krafti að koma þessu húsi í stand fyrir okkar starfsemi og erum ánægðir með árangurinn. Húsnæðið skiptist í tvennt, vélageymslu, en þar komum við inn öllum okkar vélum og verk- færum, og sal. í vélageymslunni eru núna inni tveir stórir bílar, snjóbíll, vélsleðar, vörubíll og annar búnaður. í þessari geymslu höfum við einnig aðstöðu til við- gerða en við gerum sjálfir við 811 okkar tæki. Þá höfum við þarna stóran sal sem tekur 120-130 manns í sæti, þar fáum við góða aðstöðu til námskeiðahalds og fyrir alla félagsstarfsemi okkar." - Hversu margir félagar eru í Hjálparsveitinni? „Á útkallsskrá fyrir fyrsta út- kall eru 45 manns og það má segja að þetta séu þeir félagar sem eru virkir í sveitinni. Við getum svo leitað til eldri félaga ef þörf krefur." - Hvernig eruð þið búnir tækjum? „Við segjum auðvitað að við séum aldrei nægilega vel búnir en samt gæti ástandið verið verra. Við erum með nýjan 6-hjóla bíl sem tekur 14 farþega í sæti og tvær sjúkrakörfur. Petta er vold- ugur bíll með læsingar á öllum hjólum og er mikið tæki. Við eig- um sjúkrabíl sem átti að fara til Dalvíkur á sínum tíma en varð undir vörugámi og skemmdist mikið. Við erum að vinna við að gera þennan bíl upp. Við eigum tvo vélsleða, drátt- arsleða sem eru sérstaklega út- búnir sem slíkir, þá eigum við gamlan vörubíl sem við fengum á hagstæðum kjörum og erum að vinna við það að setja á hann krana. Við eigum snjóbíl sem getur tekið farþega og sjúkra- körfu og við eigum nokkuð mikið af fjarskiptatækjum og loks má nefna ýmsan minni björgunarút- búnað." - Hvernig fjármagnið þið starfsemi ykkar? „Það má segja að einasta tekjulind okkar hafi verið hin ár- lega flugeldasala. Að vísu höfum við unnið okkur inn smápeninga við sjúkragæslu við ýmis tækifæri en það eru flugeldarnir sem hafa verið undirstaðan. Sú sala hefur nægt okkur, en það má ekki gleyma því að einstaklingar í sveitinni greiða sjálfir allan kostnað sinn við æfingaferðir og þess háttar. Fjármunir þeir sem við höfum haft til ráðstöfunar hafa því ekki farið í annað en uppbyggingu á aðstöðu okkar og rekstur á henni og vélum og verk- færum. Það er hins vegar spurn- ing hvort við verðum ekki að fara að endurskoða þessi flugeldamál, það eru fleiri sem eru komnir inn á þennan vettvang og svo er því ekki að neita að flugeldasala er að dragast saman." gk-. Spáð í innviði nýs leitarbíls Hjálparsveitarinnar. Myndir: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.