Dagur - 05.12.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 05.12.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5. desember 1984 „Það er heil- mikiö mál að rækta sveppi" - segir Magnús Sigursteinsson sveppabóndi í Ólafsfirði - Svepparækt Magnúsar er ungt fyrirtæki í Olafs- firði, sem eins og nafnið bendir til fæst við sveppa- rækt. Sveppir frá þessu fyrirtæki hafa verið í versl- unum að undanförnu og líkað vel, og við hringdum í manninn á bak við fyrirtækið, Magnús Sigur- steinsson, og spurðum hann um tildrög þess að hann fór út í þessa framleiðslu. „Ég byrjaöi að fikta við svepparækt fyrir rúmlega tveimur árum. í fyrrasumar skellti ég mér í þetta af meiri krafti og byggði þá lítið hús og notaði það í vetur. I sumar tók ég svo á leigu hús- næði í Iðngörðunum hér á Ólafs- firði og er búinn að innrétta það hús. Það má segja að það hafi byrjað illa hjá mér í þessu nýja húsnæði, ég fékk lélega uppskeru í fyrstu sáningu, var með lélegt efni, búinn með kornhálminn og var að prófa mig áfram með hey- rusl og fleiri efni." - Getur þú áður en við förum lengra, útskýrt fyrir lesendum í stuttu máli hvernig svepparækt gengur fyrir sig? „Já. Við getum byrjað á því að maður verður sér úti um hálm frá einhverjum bónda sem ræktar korn og síðan leggur maður þetta í bleyti og blandar saman við það hrossaskít og fleiri áburðarefn- um. Þetta er sett upp í haug sem þarf að vera af ákveðinni stærð. I þessum haug hitnar heilmikið og eftir ákveðinn tíma sem ræðst af ýmsu, þarf að snúa þessum haug við. Hann er rifinn allur í sundur, blandað í hann áburði, vatni og fleiri efnum og sfðan er haugurinn hlaðinn upp aftur. Aftur hitnar í haugnum og þetta endurtekur sig nokkrum sinnum, það er jafnoft blandað í hauginn efnum og honum snúið við. Þegar þetta er svo orðið mátulega rotið eins og sagt er, þá er þetta flutt í ræktunarhúsið þar sem á að rækta þetta og þar er þetta sett í hillur í klefum. Þar er,þetta hitað upp og ákveðin gerilsneyðing á sér stað. Þetta er hitað upp í um 60 gráður og þeim hita haldið í nokkra daga, með ákveðnum aðferðum varðandi hita og rakastig. Þegar gerilsneyðingin hefur átt sér stað þá er þetta kælt niður og sáning getur farið fram. Þessi sveppagró sem er sáð eru einhvers konar rætur, ekki fræ, heldur korn sem búið er að smita með svepparótum og það er byrjuð að vaxa í þeim mygla. Síðan er rifið upþ úr hillunum, jafnað úr þessu aftur í hillurnar og síðan er þessu haldið við ákveðið hitastig í um hálfan mánuð. Þá er sett yfir mold sem þarf að vera sérstaklega blönduð með kalki og öðrum efnum. Iðngarðarnir þar sem svepparæktin er til húsa. Magnús Sigursteinsson sveppabóndi. Ákveðnu hitastigi er haldið eftir það í nokkra daga og eftir um 14- 20 daga fer að sjást í fyrstu sveppina. Þeir vaxa hægt fyrstu 3- 4 dagana en eftir að þeir eru komnir í ákveðna stærð rjúka þeir áfram á ógnarhraða, þrosk- ast mjög fljótt. Og þegar hér er komið sögu er lítið eftir annað en að tína þá og koma þeim á markað." - Þetta er mikið mál. „Já það er heilmikið mál að rækta sveppi. Þetta er mjög við- kvæm ræktun, hún er mjög við- kvæm fyrir sjúkdómum enda búin til í þessum beðum mjög góð skilyrði fyrir aðra sveppi og örsveppi sem geta hreinlega étið þetta upp fyrir manni og drepið allt saman. Það er því mikið at- riði að þrifnaður sé viðhafður varðandi alla ræktunina." - Hvernig kynntist þú sveppa- rækt fyrst? „Það vár þannig að ég fó'r að lesa mér til um svepparækt, allir bæklingar um þessa ræktun voru mér mjög kærkomnir og ég gleypti þetta í mig. Að því kom að ég fór að prófa þetta og mér mistókst hvað eftir annað í upp- hafi. Árangurinn fór svo að koma hægt og sígandi og þróunin hefur verið sú að ég er farinn að stunda þetta sem atvinnu." - Hvað er framleiðslan mikil? „Þetta var fremur lítið á síð- asta ári, þetta 250-400 kg á mán- uði þegar mest var. Núna er ég að stækka töluvert við mig og eft- ir áramótin verður þetta vonandi komið í fullan gang. Þá vonast ég til að geta framleitt a.m.k. um 600 kg á mánuði. En þá er það spurningin hvort maður getur selt það allt. Það er vandamálið sýn- ist mér vegna þess að þetta svæði hér fyrir norðan er lítið og notk- unin virðist ekki vera mjög mikil. En ég er að vona að neyslan eigi eftir að aukast." - Hvað með verð, ert þú sam- keppnisfær? „Eg held að sveppir hafi ekki verið fluttir inn síðan í vor. Það eru komnir það margir aðilar í þessa framleiðslu á landinu, t.d. kom stór aðili á Flúðum inn á markaðinn og hann hefur alveg komið í veg fyrir þann innflutn- ing sem var á sveppum. íslensku sveppirnir voru heldur dýrari en þeir innfluttu, en þar á móti kem- ur að um miklu betri vöru er áð ræða. Vandamál við þessa rækt- un er hvað geymsluþolið er stutt á vörunni sem þarf helst að selj- ast sem allra fyrst eftir að hún kemur á markaðinn." - Er samkeppni við dósa- sveppina innfluttu ekki erfið? „Þeir sveppir eru fluttir inn í miklu magni og það er alltaf ver- ið að stinga því að manni hvort það sé ekki hægt að setja upp vinnslu í þeim dúr. Ég er búinn að láta kanna það fyrir mig og út- koman er sú að það virðist ekki vera grundvöllur fyrir því að sjóða niður sveppi hér. Ef ég færi út í þá framleiðslu þá myndi toll- urinn af innfluttu dósasveppun- um falla niður og verðið á þeim myndi lækka svo mikið að við það væri ekki hægt að keppa. Ég h. ei á vi Vi Þ a a a: le fí í sl S tí S' á e H k e a: fí b e si si fi fj S' I: a Þ n h fi v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.