Dagur - 07.01.1985, Page 8
8 - DAGUR - 7. janúar 1985
„Fiystiútgerðin virðist
skila akaflega góðum tekjum
- segir Jón Sigurðarson um fyrirhugaö nýtt útgerðarfélag á Akureyri
- Meðallaun á Akureyrinni ein milljón króna?
„Það er verið að athuga þetta
mál af krafti en það verður
vart fyrr en eftir 3 vikur sem
niðurstaða fæst. Við erum með
rekstrarráðgjafa i að kanna
Banaslys á
Raufarhöfn
Banaslys varð í umferðinni á
Raufarhöfn sl. fimmtudags-
kvöld, þegar Oddný Guð-
mundsdóttir, 77 ára, varð fyrir
bfl í náttmyrkri.
Oddný var þjóðkunn af marg-
víslegum skrifum sínum, en þó
einkum um íslenskt mál. Hún
lést skömmu eftir slysið, eftir að
læknir hafði verið sóttur til Kópa-
skers, en hvorki læknir né hjúkr-
unarkona voru á staðnum þegar
atburðurinn gerðist. HS
þetta mál. Ég get ekki sagt um
það á þessu stigi hvort ég er
bjartsýnn á þetta, enda góðra
bænda siður að vera ekki með
slíkar vangaveltur fyrr en búið
er að leggja niður fyrir sér allar
staðreyndir. Ef þetta reynist
gerlegt og hagkvæmt verður
þetta ekki framkvæmt nema
nokkuð almennur áhugi verði
meðal fyrirtækja og almenn-
ings að gerast hluthafar í fyrir-
tækinu.“
Þetta sagði Jón Sigurðarson,
formaður atvinnumálanefndar,
um hugmyndina að nýju útgerð-
arfyrirtæki á Akureyri sem gerði
út raðsmíðaskipin sem enn eru
Beðið eftir
flensunni
- og bóluefninu
Bóluefni gegn inflúensunni
sem herjað hefur á íbúa Osló-
borgar og nágrennis í desem-
bermánuði sl. er nú þrotið hér
á landi.
Miðað við reynslu síðustu ára
hefur það aðeins tekið inflúensu-
faraldra um hálfan mánuð til
þrjár vikur að berast hingað til
lands eftir að vart hefur orðið við
veikina á Norðurlöndum. In-
flúensa sem hér um ræðir hefur
þótt nokkuð svæsin og þvt' þótti
rétt að bólusetja gamalt fólk og
fólk sem á við hjarta- og lungna-
sjúkdóma að stríða, hér á landi.
Svo mikil var ásóknin í bólusetn-
ingar að bóluefnið kláraðist á
smá tíma í Reykjavík.
Degi hefur nú borist fréttatil-
kynning frá Ólafi H. Oddssyni,
héraðslækni á Akureyri þar sem
tekið er fram, vegna fjölda fyrir-
spurna, að bóluefnið er nú í
pöntun og er það væntanlegt eftir
þrjár vikur. Þar sem um
takmarkaðan fjölda skammta er
að ræða er einungis ráðlegt að
eldra fólk með hjarta- og lungna-
sjúkdóma fái bólusetningu. Er
þessu fólki bent á að hafa sam-
band við heimilislækna en þeir
munu síðan sjá um bólusetningu
þegar þar að kemur.
Vegna umræddra fyrirspurna
og ótta fólks, skal tekið fram að
enn sem komið er hefur ekkert
tilfelli umræddrar inflúensu
grein st hér á landi. - ESE
Nýr möguleiki
fyrir auglýsendur!
Með útgáfu nýs blaðs á fimmtudögum hafa
opnast fleiri möguleikar fyrir þá sem auglýsa í
Degi.
Aðeins 20% gjald verður reiknað fyrir allar
auglýsingar er þar birtast, jafnt stórar sem
smáar, enda hafi þær áður verið birtar í Degi
og þurfi ekki að taka breytingum.
dðgsbrot birtir dagskrá útvarps og sjón-
varps og er dreift á hvert heimili á Akureyri og
til áskrifenda Dags utan Akureyrar.
Auglýsingadeild Dags veitir nánari upplýsing-
ar. Sími 24222.
dagsbrot kemur út í 8.000 eintökum.
dagsbrot
Sími 24222
Strandgötu 31 Akureyrí
óseld hjá Slippstöðinni. Hug-
myndin er sú að breyta skipunum
í frystiskip og gera þau þannig út.
„Það gildir um þetta að Guð
bjargar þeim sem bjarga sér sjálf-
ir og Akureyringar verða að
reyna að bjarga atvinnumálum
sínum sjálfir. Það er mjög athygl-
isvert í þessu sambandi að laun á
þessum frystiskipum eru afskap-
lega há og að því leyti yrði þetta
mjög æskilegt fyrirtæki. Ég held
ég megi segja að meðallaunin á
Akureyrinni í fyrra hafi verið ein
milljón króna og það er greini-
lega ekki sama hver vinnustaður-
inn er, þegar laun eru annars
vegar. Þessi frystiútgerð virðist
því geta skilað ákaflega góðum
tekjum og það er stór kostur við
hana, ákaflega stór kostur,“
sagði Jón.
Hann sagði að ef af þessu yrði
mætti hugsa sér að útgerð skip-
anna hæfist á næsta sumri. HS
Minning:
Kristin Bjarnadóttir
Fædd 17. janúar 1909
Söknuður og þakklæti var það
fyrsta sem mér datt í hug þegar
ég heyrði að húsmóðirin Kristín
Bjarnadóttir, Þingvailastræti 18,
Akureyri væri látin.
Hún lést þ. 8. nóv. sl. í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri,
eftir erfitt sjúkdómsstríð.
Kristín var fædd á Seyðisfirði,
dóttir hjónanna Sólveigar Einars-
dóttur og Bjarna Jónssonar
bankastjóra. Kristín giftist árið
1933 Sigurði O. Björnssyni
prentsmiðjueiganda og bókaút-
gefanda, miklum sómamanni
sem látinn er fyrir nokkrum
árum. Þau hjónin áttu mikiu
barnaláni að fagna. Börnin urðu
7 og einnig ólu þau upp barna-
barn sitt, Sólveigu. Börnin eru:
Geir, Bjarni, Sólveig, Ingibjörg,
Ragnar, Oddur og Þór. Öll eru
þau vel menntuð og mætir þjóð-
félagsþegnar.
Já hlutverk húsmóðurinnar
með þennan barnahóp var stórt,
en það leysti hún af einstakri
trúmennsku og eljusemi. Ég
nefni hana húsmóður, þar sem
ég álít það vandasamasta og mest
krefjandi starf allra tíma.
Kristín var falleg kona. Hún
var vel gefin, hafði yndi af
tónlist, mikill mannvinur, trygg,
góður stjórnandi og ávallt tilbúin
að leysa hvers manns vanda.
Heimilið var orðlagt fyrir mynd-
arskap og mikinn gestagang. Þeir
eru margir munnbitarnir sem
skólafólk á Akureyri hefur borð-
að í Þingvallastrætinu. Ég var svo
heppin að vera ein af þessum
skólakrökkum. Ég var skólasystir
Ingibjargar.
Fermingarvorið mitt fyrir 30
árum fluttist fjölskylda mín til
Keflavíkur. Þá var það, að Krist-
ín spurði mig hvort ég vildi vera
hjá sér í vist um sumarið. Ég tók
því og hef ávallt síðan borið mik-
Dáin 8. nóvember 1984
ið traust og virðingu fyrir þessari
konu. Mér var tekið sem einni úr
fjölskyldunni. Fyrst var ég vinnu-
kona í Þingvallastrætinu en eftir
miðjan júní, fluttist fjölskyldan í
sumarbústað sinn Selland í
Fnjóskadal. Þar var mikill gesta-
gangur og allir alltaf velkomnir.
Minnisstætt er mér þegar
Ferðaskrifstofa Akureyrar stóð
fyrir ferðum upp á Vaðlaheiði til
að ferðalangarnir gætu skoðað
sólsetur á Jónsmessunótt. Lang-
ferðabílarnir óku svo með fólkið
í Selland, þar sem öllum var gefið
kaffi.
Ógleymanlegar voru kvöld-
vökurnar við arineldinn í Sel-
landi, þar sem var sungið, farið í
Ieiki o.fl. Þessu stjórnaði frú
Kristín eins og henni einni var
lagið.
Um leið og ég kveð Kristínu
hinstu kveðju og óska henni guðs
blessunar, vil ég senda börnum
hennar og öllum öðrum vanda-
mönnum innilegar samúðar-
kveðjur. Ég kveð þig, kæra hús-
móðir með þakklæti fyrir það
veganesti sem ég fór með frá þér.
Blessuð sé minning þín.
Eydís B. Eyjólfsdóttir.