Dagur - 25.01.1985, Side 3

Dagur - 25.01.1985, Side 3
25. janúar 1985 - DAGUR - 3 Valdi Gott að míga Já svona var það nú og fyrst svona er komið er best að gera þessa blöndu að vísna-blöndu. Einhverju sinni fór Sigmundur Benediktsson frá Vatnsenda í Eyjafirði með flugvél til Reykja- víkur. Nú, það er ekki að orð- lengja það, en á leiðinni fór Sig- mundur á klósettið í flugvélinni. Um leið tilkynnti flugstjórinn, að nú væri vélin að fara yfir Skaga- fjörð. Þá orti Sigmundur: Loksins þetta gat ég gert, gusu að senda slynga. Mér þykir það nú mikilsvert, að míga á Skagfirðinga. Ekki pössuðu tmnumar nú par vel Kona nokkur austan af fjörðum fékk sér falskar tennur hjá tann- lækni á Akureyri ekki alls fyrir löngu. En tennurnar pössuðu ekki par vel og þurfti frúin að láta lagfæra þær. Þegar hún kom til tannlæknisins mælti hún fram þessa vísu, en var heldur smámælt: Þó ég gangi frjáls og frí fjarri sorg og pínum. Kem ég enn með kjaftinn í kápuvasa mínum. Blaðarmnm busastétt Páll nokkur Helgason er góður hagyrðingur. Sá hinn sami hefur ekki mikið dáiæti á blaða- mönnum, telur þá mestu bögu- bósa í meðferð á íslensku máli. Páll hefur því oft á tíðum sent sínar athugasemdir í ýmsa þætti um íslenskt mál, oftast til Gísla Jónssonar. Þetta er heiðarleg til- raun hjá Páli, til að reyna að koma vitinu fyrir okkur blaða- menn, en dugir sjálfsagt skammt, ef marka má vísu Páls: Blaðamanna busa stétt brestur vit og snilli íslenskt mál að orða rétt og öðlast þjóðar hylli. svarar fyrir sig í síðustu Blöndu birtust nokkrar mergjaðar vísur eftir Kristján frá Djúpalæk, sem hann orti í kerskni á „setuliðsárum" sínum, en „setulið" var nefnt verka- mannalið Kaupfélags Eyfirðinga. Kristján orti margar skemmtileg- ar vísur á þessum árum, um vinnufélaga sína, og sluppu fæstir. Ein vísan í síðasta þætti var um Valda á Hallgilsstöðum og hljóðaði þannig: Heima ætti höfuðstór í hálfvitanna röðum. Vindi blásinn viskusljór Valdi á Hallgilsstöðum. En Valdi svaraði fyrir sig, eins og hans er vani. Um Kristján orti hann þessar vísur: Höfuðlítill, herðamjór, handalangur, fótastór. Bringuþunnur Braga-Þór bögglast á þér lífsins skór. Skælist ótt þín skáldaflík skinlaus er þinn máni. Dæmalaus þín dramatík Djúpalækjar-Stjáni. Líkir brœður Bræðurnir Tómas og Sigurgeir Jónssynir voru bílstjórar á Bif- röst á setuliðsárum Kristjáns og óku þá m.a. fyrir setuliðið. Ein- hverju sinni var verið að aka möl frá Gleráreyrum, en þá gerði af- takaveður, rigningu og rok. Bað þá verkstjórinn Tómas fyrir þau skilaboð til „setuliðsmannanna", sem unnu við að moka mölinni á bílana, að það væri best að hætta þessu vegna veðurs. En Tómas kom þessu þannig til skila, að það lægi svo mikið á mölinni, að mannskapurinn yrði að halda áfram við moksturinn, þrátt fyrir slæmt veður. Pað skal tekið fram, að umræddir bræður eru ekki alls óskyldir mér, því annar þeirra er faðir minn. En þessa áráttu, að hagræða svona orðum í skilaboð- um, því lygi getur þetta ekki talist, hafa þeir ekki frá mér, svo mikið er víst! En hvað um það. Á meðan Kristján puðaði við malarmoksturinn gerði hann þessa vísu um Tomma Tomm: Enginn skyldi Tomma trúa, tötrum klæddur lítilmenni. Eðlishvöt hans er að ljúga, ástríðan að þjóna henni. Og um Geira Tomm kom þessi vísa: Ekki má ég gleyma Geira, grey skinninu, punktur, komma. Ekki þarf að yrkja meira, af því hann er bróðir Tomma. NY MIÐSTOÐ STRANDFLUTNINGA EIMSK3PS Klettsskáli við Köllunarklettsveg er miðstöð strandflutninga Eimskips. Þar er vörumóttaka og vöruafhending fyrir Reykjavík og nágrenni ásamt allri afgreiðslu pappíra og fylgiskjala. Vöruafgreiðsla Herjólfs er einnig í Klettsskála. Strandflutningaskip okkar, Mánafoss og Reykjafoss, hafa hvort um sig mikla flutningsgetu og eru búin mikilvirkum tækjum til gámaflutninga. Fastar áætlunarferðir til hafna innanlands og utan opna nýja möguleika. Með einingaflutningum má betur samræma heildarflutning, stytta flutningstíma og bæta vörumeðferð, jafnt fyrir innflytjendur sem útflytjendur. Sem sagt; bein tengsl við alþjóðlegt flutningakerfi. Innanlandsáætlun: Reykjavík alla mánudaga ísafjörður þriðjud. og laugard. Akureyri miðvikudaga Húsavík annan hvern fimmtudag Allar nánari upplýsingar veitir Norðurlandadeild Eimskips, sími 27100. Siglufjörður annan hvern fimmtud. Sauðárkrókur annan hvern fimmtud. Patreksfjörður annan hvern laugard. Reyðarfjörður annan hvern föstud. Vestmannaeyjar daglega. Vöruafgreiðsla Klettsskála Sími 686464 Opið kl. 8-17 alla virka daga. Vörumóttaka í Sundahöfn er óbreytt. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 I O) 3 <

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.